NT - 30.01.1985, Blaðsíða 19

NT - 30.01.1985, Blaðsíða 19
 Miðvikudagur 30. janúar 1985 19 Útlönd Bretar panta pláss í bandarískri geimstöd London-Reuler. _ Breska stjórnin hefur gert bráðabirgðasamning við Banda- ríkjamenn um aðild í mannaðri geimstöð sem bandarísk stjórn- völd hyggjast smíða árið 1992. Kostnaður við stöðina er tal- inn nerna um 10 milljörðum dollara og hafa Bandaríkja- menn lagt mikla áherslu á að fá ýmis ríki í Vestur-Evrópu, Kan- ada og Japan til að taka þátt í stöðvarsmíðinni. Áður höfðu Frakkar, Vestur- Þjóðverjar og Japanir lýst yfir stuðningi við geimstöðvarhug- myndina og bresk stjórnvöld segjast búast við því að ítalir lýsi einnig yfir stuðningi sínum við hana á næstunni. Bretar hafa nú skuldbundið sig til að greiða 15% af undir- búningsrannsóknum á hag- kvæmni stöðvarinnar. Þeir liafa hvatt samstarfsþjóðir sínar í Geimferðastofnun Evrópu til að taka einnig þátt í undirbúningi stöðvarinnar, en samtals eru 11 ríki aðilar að geimferðastofnun- inni. Bandaríkjamenn vonast til þess að ríki í Vestur-Evrópu, Japan og Kanada greiði tvo til þrjá milljarða dollara af bygg- ingarkostnaði geimstöðvarinnar en sjálfir hafa þeir lofað að leggja fram átta milljarða. England: Glæpirnir koma harðast niðurá lágstéttarfólki ■ Samkvæmt niðurstöðum opinberrar rannsóknar á afbrot- um á Merseyside-sýslu í Eng- landi eru lt'kur á þvi að verða fórnarlamb glæpa háðar stéttar- stöðu. Hræðslan við að vera fórnarlamb glæpa er líka bundin stéttarstöðu. Glæpir eru langt frá því að vera óalgengir í þessari dæmi- gerðu sýslu. 44% spurðra í könnuninni höfðu orðið fyrir glæpum á síðustu 12 mánuðum og 25% höfðu tvisvar eða oftar orðið fyrir barðinu á glæpum. En það eru tengsl milli efna- hagsstöðu og glæpa. T.d. 45% fólks sem býr miðsvæðis í Li- verpool, er tekjulágt og fátækt hafði orðið fyrir því að brotist var inn hjá því á síðustu 12 mánuðum. Aðeins 3% ríks fólks í úthverfum sagði að brot- ist hafi verið inn hjá því. Ein afleiðing þess að ólíkir þjóðfélgashópar verða mismik- ið fyrir barðinu á glæpum, er að mismunandi þjóðfélagshópar hafa ólíkar hugmyndir um hversu alvarlegt vandamál glæp- ir eru. í Merseyside í heild telur fólk glæpi vera þriðja mesta þjóðfélagsvandamálið. At- vinnuleysi og skortur á barna- heimilum og húsnæðismál ungs fólks eru talin alvarlegri vanda- mál. Hjá efnaminna fólki í mið- borg Liverpool eru glæpir taldir annað mesta vandamálið, næst á eftir atvinnuleysinu. Samkvæmt rannsókninni er nánast engin munur á kynjum hvað varðar glæpi; nánast jafn hátt hlutfall karla og kvenna hafa orðið fyrir barðinu á glæpum. En karlmenn yngri en 30 ára verða þó mest fyrir glæpum allra hópa enda er of- beldi mest í þeim hópi. Félgashyggjufólk hefurgjarn- an gagnrýnt fjölmiðla fyrir að ala á hræðslu við glæpi og talið að óeðlilega hátt hlutfall glæpa og lögreglu í fjölmiðlum skapi hræðslu fólks og undirgefni gagnvart yfirvöldum. Þegar raunveruleg tíðni glæpa er hins vegar skoðuð með tilliti til stétt- aruppruna fólks kemur í ljós að lágstéttarfólk þarf meira á lög- reglu að halda en aðrir hópar. Rannsóknin er byggð á 3500 manna úrtaki úr íbúaskrá Mers- eyside-sýslu en í henni búa 1,5 milljón. (New Statesman) Japanska menntamálaráðuneytið: „Kennum útlend- ingum japönsku“ 1 ■ Meðvitund Japana um eigið mikilvægi í alþjóðaviðskiptum hefur aukist mikið að undanförnu. Þeim finnst nú ekki lengur útilok- að að útlendingar leggi á sig að læra japönsku heldur hefur menntamálaráðuneytið japanska lýst því yfir að nú sé stefnt að því að meira en tífalda fjölda jap- önskukennara fram til ársins 2000. Hingað til hefur Japönum þótt sjálfsagt að öll viðskipti við útlönd fari fram á ensku eða öðrum erlendum tungum en nú er það að breytast smám saman. Það eru kannski ekki síst aukin viðskipti við önnur Asíulönd sem hafa opn- að augu japanskra ráðamanna fyrir því að enska nægir ekki alltaf sem viðskiptamál. Þannig hafa vinsældir kínversku t.d. auk- ist mikið í japönskum skólum og mörg fyrirtæki senda starfsmenn til að læra kínversku í nokkur ár. Eftir því sem umsvif japanskra fyrirtækja erlendis aukast mun erlendum starfsmönnum þeirra líka fjölga og það er talið æskilegt að a.m.k. sumir þeirra geti talað japönsku. Það er nú að renna upp fyrir Japönum að tungumál þeirra er ekkert síður fallið til alþjóð- legra samskipta en aðrar þjóð- tungur. Mörg þróunarlönd hafa líka lát- ið í Ijós áhuga á því að senda fleiri nemendur til Japans til að læra vísindi og tækni og áhugi fyrir Japan hefur einnig aukist mikið á Vesturlöndum. En hingað til hafa Japanir ekki treyst sér til að taka við nema tiltölulega litlum fjölda erlendra nemenda, m.a. vegna þess hvað japönskukennarar eru fáir í landinu. Nú eru aðeins um 2.200 kennar- ar í Japan sem hafa japönsku- kennslu sem aðalstarf. Mennta- málaráðuneytið í Japan hefur ákveðið að fjölga þcim upp í um 25.000 á næstu 15 árum um leið og erlendum nemendum verður fjölg- að úr rúmlega tíu þúsund upp í um 100.000. Evrópsk geimferja London-Reuter. ■ Upplýsingatækniráð- herra Breta, Geoffrey Pattie, segir að Geim- ferðastofnun Evrópu hafi nú til athugunar smíði lít- ■ Airane-geimflaug Geimferðastofnunar Evrópu. Hugsanlega mun ný tegund Airane- flauga flytja evrópska geimferju út í geiminn. illar evrópskar geim- ferju. Hann skýrði frá þessu í gær skömmu áður en hann lagði af stað til Rómar á tveggja daga fund þeirra ellefu ríkja sem eiga aðild að Geimferðastofnuninni. Hann sagði að tillagan um geimferjuna væri komin frá Frökkum sem vildu senda hana á loft með nýrri og öflugri gerð af Ariane-eldflaug Evrópu- ríkjanna. BJARG FASTEIGNAMIÐLUN Goðheimum 15, símar: 68-79-66 68-79-67 3ja herb. Miðbraut - Seltj. Góð 3ja herb. risíbúð ca 90 fm 2 svefnherb. Rúmg. stofur. Gott eldhús. Verð 1750-1800 þús. Dvergabakki Góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð ca 80fm, góður bílsk. Verð 1.850 þús. Skipti möguleg á 2ja herb. íbúð. Efstihjalli Góð 3ja herb. íbúð ca 90 fm. Góðarinnréttingar, suður svalir. Verð 1.850-1.900 þús. Bugðulækur Góð 5 herb. íbúð á 3. hæð, ca 110 fm, 4 svefnherb., góöar stofur, suður svalir. 4ra herb. íbúðir Kleppsvegur Góð 4 herbergja íbúð, ca 120 fm á 2. hæð. Góðar innréttingar. Þvottahús inn af eldhúsi. Verð 2.4 millj. Kríuhólar Glæsileg 4 herb. íbúð ca. 105 fm. Innr. og frág. í sérflokki. Hraunbær Góð 4ra herb. íbúð á jarðhæð Verð 1.850-1.900 þús. Hamraborg Góð 4 herb. íbúð á 1. hæð, ca 120 fm. Þvottaherb. innaf eldhúsi. Suðursvalir. Mikið útsýni. Bílskýli. Sérhæðir Kambasel Góð hæð í tvíbýlishúsi, ca. 117 fm. 3.svefnherb., stór stofa, sérþvottaherb. Verð 2300 þús. Sérhæð í austurborginni Glæsileg efri sérhæð ca 120 fm. Nýjar innréttingar. Hlíðarbygsð Glæsilegt raöh Einbýli - Raðhús Glæsilegt ráohús ca. 130fm auk30 fm í kj. Góöur bílskúr. Frág. lóð. Verð 3800 þús. Brekkutangi Mos. Gott raðhús á tveim hæðum, ca. 278 fm að mestu fulbúið. Góður bílskúr. Laust strax. Verð 3.300. Brekkutangi Gott raðhús 2 hæðir og kj. Ca 290 fm, í kj. er 3ja herb sér ibúð tilb. undir tréverk. Verð 3.700 þús. Hryggjarsel 2 hæðir og kj. Ca 230 fm. Á efrihæð eru 4 stór svefnherb., gott bað. Á 1. hæð eru stórar stofur, eldhús, þvottaherb. og gestasnyrting. í kj. er sérinngengin 2ja herb. íbúð Stór tvöfaldur bilsk. Skipti möguleg á minni eign. Glæsilegt einb. í austur-borginni Glæsilegt einbýlishús ca 230 fm.lnnr. í sérflokki. Tvöfaldur bilskúr Fallegur garður. Verð 7 millj. Verslunar- og skrifstofuhúsnæði Austurborgin Glæsilegt verslunarhúsnæði á besta stað i austurborginni, ca 400 fm. Getur selst I 4 einingum. Teikningar og upplýsingar á skrifstof- unni. Borgartún Verslunar- og skrifst.húsn. á 1 hæð. Afh. fullbúið að utan, tilb. undir trév. að innan. Teikn. á skrifst. Iðnaðarhúsnæði Vagnhöfði Gott iönaðarhúsn. á tveimur og hálfri hæð. í kj. eru 120 fm með góðum innk.dyrum. Á efri hæð eru 120 fm auk 60 fm skrifst.-húsn. á millilofti. Góð innkeyrsla. Mikil lofthæð. Að hluta laust fljótlega. Höfum kaupendur að iðnaðarhúsnæði af öllum stærðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Höfum kaupendur að eftirfarandi eignum: 4ra-5 herb. í Voga- eða Heimahverfi. 3ja herb. í voga- hverfi eða Hlíðum. Reykjalundur 40 ára Föstudaginn 1. febrúar n.k. bjóðum við vinum og velunnurum Reykjalundar í heimsókn í tilefni 40 ára afmælis stofnunarinnar. Kl. 14.00 hefst stutt afmælisdagskrá í sam- komusal, en að henni lokinni verða allar deildir og vinnustaðir opnir til kl. 17.00 og gefst gestum þá tækifæri til að kynnast margháttaðri starfsemi Reykjalundar á sviði endurhæfingar og iðnaðar Vinnuheimili S.Í.B.S. að Reykjalundi Mosfellssveit.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.