NT - 30.01.1985, Blaðsíða 22

NT - 30.01.1985, Blaðsíða 22
Miðvikudagur 30. janúar 1985 22 ■ Karatc-þjálfarinn Sensei Masao Kawasoe sem er japanskur karatekappi, 7. dan, sýnir hér listir sínar á æfingu í Gerpluhúsinu í Kópavogi. Æfingar hafa verið með honum undanfarna viku og mikil þátttaka verið á þcssum æfingum, allt að 100 manns. Þátttakendur hafa verið frá Selfossi, Gerplu og Þórshamri. NT-m>nd Ari Punktar... Gunde Svan er þjóðhetja í Svíþjóð ...Katarina Linkvist heitir nýj- asta stjarna Svía í tennis. Þessi 21 árs gamla stúlka sigraði í mjög sterku móti í Stuttgart í lok síðasta árs og um daginn vann hún Hönnu Mandlikovu frá Tékkóslóvakíu, sem er mjög sterk tenniskona. Fyrir mótið í Stuttgart fékk hún 28 þúsund dollara í verðlaun (1,2 milljónir ísl). Þessi stúlka hætti að iðka tennis þegar hún var 19 ára en hefur nýlega tekið spaðann af hillunni meðgóðum árangri. Búast Svíar við miklu af henni á komandi árum... ...Leið Svíans fræga Ingemar Stenmark liggur sífellt niður á við. Hann sem venjulega hefur haft rásnúmer eitt í bæði svigi og stórsvigi er nú að færast niður á við í báðum greinunum. A meðan færast ungir og efni- legir Svíar upp listann. Má þar nefna Jonas Nilsson sem kom- inn er með rásnúmer 7 og Jöran Hallvarson sern er í áttunda sæti. Þá má nefna að Stig Strand hefur ekki gengið sem best til þessa... ...Þjóðhetja í Svíðþjóð þessa dagana er Gunde Svan. Hann og landi hans Tomas Wassberg fengu hlýjar móttökur á skíða- móti í Stokkhólmi í gær. Þar var keppt í 15 km göngu og er þeir kappar komu í mark var þeim fagnað vel af 20 þúsund manns sem þarna voru saman komin. Ekki voru þeir þó fyrstu menn heldur var Svan í 9. sæti og Wassberg í 12. Sá sem sigraði heitir Jan Ottoson. Hjá konunum sigraði Anetta Böe frá Noregi... Tveir leikir í blakinu í kvöld ■ Tveir leikir verða í 1. deild karla í hlaki í kvöld. Víkingur og ÍS eigast við kl. 18:30 og kl. 20:00 spila Fram og Þróttur. Strax á eftir leika ÍS og UBK í 1. deild kvenna. Allir lcikirnir verða í Hagaskóla. ■ ÍSIS, fyrirtækið sem hefur umboð á íslandi fyrir vörur frá Asics Tiger, afiienti nýlega körfuknattleiksdeild Vals skó og töskur frá Asics Tiger. Á myndinni má sjá Jakob Pétursson frá ÍSIS rétta Lárusi Hólm, formanni körfu- knattleiksdeildar Vals tösku frá Asics Tiger. Á milli þeirra stendur Torfi Magnússon, þjálfari Valsmanna, með Skó í hÖndununl. NT-mynd: Ari. Daníel keppir á HM í alpagreinum skíðaíþrótta sem fram fer í Bormio á Ítalíu ■ Skíðasamband íslands hef- ur valið keppanda til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Alpagreinum sem fer fram í Bormio á Ítalíu dagana 31. janúar til 10. febrúar. Það er Daníel Hilmarsson frá Dalvík en hann mun keppa í svigi og stórsvigi. Svigkeppnin fer fram á síðasta degi keppn- innar 10. febrúar en stórsvigið þann 8. Daníel fær því einn dag til að hvíla sig á milli keppna. Arsenalbanarnir gegn Liverpool í ensku bikarkeppninni ■ Núerbúiðaðdragaíensku bikarkeppninni, 5.umferð og fá Arsenalbanarnir York annað erfitt verkefni er liðið fær Liv- erpool í heimsókn. Eftir sigur Liverpool á Tottenham í 4. umferð þá telja margir þá vera sigurstranglegasta liðið í keppninni. Annars litur drátt- urinn þannig út (leikið verður 16. febrúar): York-Liverpool Bl.burn/Oxford-Manch. Utd. Everton-Darlington/Telford N.For/Wbl.don-W.Ham/Norw. Luton-Watford Ipswich-Sheff. Wed. Chelsea/Millwall-Leicester Southampton-Barnsley. Þrír leikir voru í fyrrakvöld í ensku knattspyrnunni. Ipswich tryggði sór þátttökurétt í undanúrslitum í Mjólkur- bikarnum með sigri á QPR í London, 2-0. D’Avrey og Zondervan skoruðu mörkin. Chelsea og Sheffield gerðu jafntefli í 8 liða úrslitum sömu keppni. Speedy gerði mark Chelsea og Madden skoraði fyrir Sheffield. Loks tryggði Norwich sór sæti í 5. umferð FA bikarsins með sigrí á Birmingham, 1-0. Bruce gerði markið eina. Rugby ryður sér til rúms í Austur-Evrópu - Sovétmenn og Rúmenar þegar orðnir sterkir ■ Rugby íþróttin sem cinu sinni var leikin á skólavöllum almenningsskóla í Englandi, breiðist ótrúlega hratt út. Langt er síðan íþróttin lagði Nýja-Sjáland, Ástralíu og Suð- ur-Afríku undir sig en nú hefur hún breiðst til sumra Asíulanda ogNorður- og Suður-Ameríku. En með tilliti til þess hvert íþróttin á rætur sínar að rekja má segja að mest komi á óvart hve hún er orðin vinsæl í Aust- ur-Evrópu. I Rúmeníu sem hefur látið mikið að sér kveða á alþjóða- vettvangi, eru nú 15.000 iðk- endur í 200 félögum. í Sovét- ríkjunum eru 20.000 iðkendur og fer sú tala vaxandi. Rugby er ekki eins vel á veg komið í Póllandi en formaður pólska rugby-sambandsins er ekki svartsýnn um framtíðina: „Rugby er nú kennt í leikfimi í skólum og ég tel að árið 2000 verðir pólskir rugby-iðkendur orðnir a.m.k. 20.000.“ íþróttinni heldur áfram að vaxa fiskur um hrygg þrátt fyrir mikla samkeppni við knatt- spyrnuna, sem enn hefur vinn- inginn ■ Austur-Evrópu. „Iþrótt þessi virðist falla vel að Rúmenum og skapgerð þeirra," sagði Valeriu Irimescu þjálfari rúmenska landsliðsins og fyrrum bakvörður liðsins. „Rúmenar eru mjög hraust þjóð sem metur mikils líkam- legt atgervi.“ Rugby-íþróttin barst til Rúmeníu fyrir fyrra stríð með stúdentum sem voru við nám í Englandi og Frakklandi. Rugbylandsliðið vann til fyrstu verðlauna Rúmena á Ól- ympíuleikum, bronsverðlauna á OL í París árið 1924. Fyrsti sigur Rúmena á aðal- keppinautum sínum, Frökkum var árið 1960 en keppnisferð landsliðsins til Nýja-Sjálands árið 1975 þegar liðið náði jöfnu 10-10 gegn heimamönnum, var vendipunkturinn í sögu rúm- enskrar rugbyiðkunar og festi Rúmena í sessi meðal bestu þjóðanna. Bæði Frakkar og Walesbúar hafa nýlega tapað fyrir Rúmen- um í Búkarest og einnig Skotar í maí síðastliðnum, 28-22. Rúmenar léku svo gegn Eng- lendingum um síðustu helgi og er það fyrsti opinberi lands- leikurinn á milli þjóðanna. í Sovétríkjunum kom Rugby til sögunnar árið 1917. Járn- brautarverkamenn, margir frá Wales og Norður-Englandi, kynntu íþróttina en byltingin sleit þær rætur sem þá voru byrjaðar að festast. Rugby-íþróttin festi rætur í Sovétríkjunum á ný á 6. ára- tugnum og Rugby sérfræðingar telja að Sovétmenn verði komnir í fremstu röð í heimin- um eftir 4-5 ár. ■ Upphaf Rugby-leiks. Dómarinn (fremstur á myndinni) hendir knettinum inn i þvöguna og liðin sem standa hvort á móti öðru, reyna að ýta andstæðingunum til baka. Það lið sem er ýtnara grípur boltann og kastar honum til samherja utan þvögunnar sem síðan tekur á rás. NT-mynd: Þórmundur Breskir frjálsíþróttamenn „Nota ekki ólögleg lyf “ að sogn ritara sambands áhugaíþróttamanna í Bretlandi ■ Framámaður í breskum íþróttamálum neitaði í fyrra- dag fullyrðingum um að breskir frjálsíþróttamenn notuðu al- mennt Iyf til að auka getu sína. Nigel Cooper, ritari breska áhugamannasambandsins sagði að eftir 10 ára stöðugar prófanir á öllum stærri mótum, í allt á hundruðum íþróttamanna, hefðu aðeins komið upp tvö tilvik sem ólögleg lyf hefðu verið notuð. Þessi fullyrðing kemur í kjöl- farið á frétt í Sunday Times þar sem segir að 60% bestu íþrótta- manna Breta noti lyf. Cooper sagði ennfremur: „Það eru engar staðreyndir á bak við þessa frétt. Mikill meirihluti notar alls ekki lyf.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.