NT - 30.01.1985, Blaðsíða 10

NT - 30.01.1985, Blaðsíða 10
 Hannes Friðriksson Arnkötlustöðum Fæddur 9. október 1892 Dáinn 11. janúar 1985 Afi var fæddur á Arnkötlu- stöðum í Holtum. Þar bjó hann alla sína tíð og þar dó hann nú rétt eftir hátíðirnar, 92 ára að aldri. Það er erfitt að tala um afa án þess að skrifa um þá tíma sem við áttum uppi sveit fjögur saman. Afi missti ömntu fyrir tíu árum og átti hann erfitt með svefn upp frá því. Amma var fædd á sjálfu aldamótaárinu og var hún frá Efra-Seli á Landi. Steinunn Bjarnadóttir hét hún. Afi hafði fengið vin sinn til þess að skrifa henni biðilsbréf fyrir sig á útflúruðu máli sem til- heyrði viö slík tækifæri. Afi var mikið fyrir að lesa en honum fannst hann sjálfur ekki nógu góður penni, síst af öllu þá í þessu tilfelli. Ég kynntist ömmu og afa auðvitað ekki fyrr en löngu seinna þegar öll börnin sjö voru uppkomin og farin að heiman eða suöur eins og þá var. Við vorum komnar í staöinn syst- urnar sem langfyrstu barna- börnin. Annað reyndar það fyrsta, fætt á Arnkötlustöðum, hún Sigga. Við áttum eftir að vera tvær einar með ömmu og afa öll sumur meðan við vorum börn eða langt fram á unglingsár- in. Viö lifðum á þessum árum þá áhyggjulausu tíma í sveitinni hjá þcim báðum sem ekki er lcngur í tísku að skrifa um. Sveitasæla var jú sjaldgæf og eftirsóknarverð sem sælgæti borgarbarna. Grunnur sælunn- ar var eflaust hversu samheld amma og afi voru, hversu vel þau höfðu lært hvort á annað í langri sambúð og liversu tillits- söm þau voru við okkur og hvort við annað. Væntumþykja þeirra var okkur augljós, sýndi sig í hverju verki. Þau höfðu eflausl átt við liina ýmsu crfið- leika að etja um sína búskapar- æfi en þegar við systurnar kom- um til sögunnar voru þau að minnka við sig búskapinn. Afi var rólegur í tíðinni og amma nokkuðákveðnari. Verk- in á bænum voru unnin þéttings- lega og vel og lítið hugsað um frægð eða eilífð. Afi var hlé- drægnin ein, fámáll og lítið áberandi en hann las, hlustaði og vann sitt verk eins og góðum bónda sæmir. Það skipti enda litlu máli hvort var meira áber- andi hann eða amma, það kom útá eitt. Það var hvorugt þeirra sem gaf út fyrirskipanir, hlutirn- ir voru bara gerðir hispurslaust án þess að miklum tíma væri eytt í formlegan æsing. Það var jú auðvitað ætlast til þess að viss verk væru unnin á hverjum degi, viss í vikulokin og svo hin og þessi eftir veðri og tíð en það besta var að mitt í öllum vinnu- verkunum var ótakmarkaður tími til leikja og sögusagna. Við trúðum á sögur og álfa, á Kötlu- hól og Jónsmessunótt. Dýrin öll tilheyrðu okkar heinti, voru öll spök og gælin, tjaldurinn líka. Samband okkar við dýrin var of tilfinningalegt til þess að vera viðurkennt fyrst til að byrja með af afa og ömmu sem reynd- um bændum en áður en þau vissu af voru kýrnar farnar að hágráta við hin ýmsu tækifæri. Þannig aðlöguðumst við á báða bóga, engar dyr voru lokaðar, engin bönn á neinu strái né ástæðulaust út í loftið. Tíminn var okkar, óendanlegur og svo langlega Ijúfur. Gestir voru velkomnir í þennan heim og var alltaf mikil og einlæg kátína þegar bíll kom á braut. Eg man aldrei eftir að hafa heyrt afa skellihlæja en glettinn var hann samt og þekkti ég vcl glampann í augunum þegar honum var skcmmt. Fámælið var okkur engin hindrun og þögðum við ágætlega saman þegar því var að skipta. Síðast þegar ég sá afa, hafði liðið nokkur tími og þóttist afi ekki þekkja mig. Ég þekkti vel þenn- an leik afa að þykjast ekki heyra eða muna eða fatta. En við höfðum ckki sést í nokkurn tíma. „Hver er þú?“ spurði hann mig. Ég fór að hlæja og svaraði leiknum en hann var kominn yfir nírætt og vildi vita hversu gamall ég héldi að hann væri í sér. Hann hélt áfram fattleysinu og mátaði mig á þ.ví þaö kom á rnig hik eitt einasta sekúndubrot. Þá var afa skemmt. Blessuð sc minning hans og ömmu. Hanna Steinunn „Drottin vakir, drottin vakir. daga og nætur yfir þér." Þökk sé Hannesi fyrir okkar samveru- stundir. Fyrir rúmum I7 árum flutti ég á „ættaróðali" hans. Þá hafði sami ættleggur setið þennan stað í I67 ár. En þar með var sá ættleggur ekki rofinn, því kona mín cr hér borin og barnfædd. En vel gat það verið erfiðleik- um bundið að sctjast á svo rótgróinn stað söntu ættar, því oft sýnist sitt hverjum en aldrei lét hann það í Ijós, að eitthvað væri rangt er gert var. Svo frábær hógværð hlýtur að vera fágæt, því eins og nærri má geta hljóta sjónarmið tveggja manna sem nær 40 ár skilja að, ekki ævinlcga að fara saman. En hógværðin og mannkærleikur var hans aðalsmerki í svo ríkum mæli. En skrum á hér ekki við. látlaust var líf hans allt til síð- ustu stundar. Hannes Friðriksson fæddist að Arnkötlustöðum 9. október 1892 sonur Salvarar Runólfs- dóttur og Friðriks Friðrikssonar frá Hól á Stokkseyri. Hann var af Bergsætt. Þau Salvör og Friðrik giftust ekki og leiöir skildu en drengirnir urðu tveir er fæddust 9. október en annar fæddist andvana. Hannes ólst upp í skjóli móður sinnar og móðursystur, Önnu Runólfs- dóttur og manns hennar Gunn- ars Guðmundssonar er bjuggu allan sinn búskap á Arnkötlu- stöðum, en Gunnar lést í Bakkaferð 1922, langt um aldur fram. Þá varö Hannesfyrirvinna heimilisins næstu árin. Sú kynslóð sem hann tilheyrði varð snemma að vinna fyrir sér. Hannes var þar engin undan- tekning. 15 ára fór hann á sína fyrstu vertíð ríðandi fyrsta hluta leiðarinnar, en gangandi frá Ölfusá í samfloti með austan- mönnum á leið í verið. alla leið suður í Garð hélt hann. Þar var hann ráðinn og átti að halda til hjá þeim hjónum á Lambastöð- um er hétu Magnús og Ólöf. Þau áttu son er Þorgeir hét. Þeir feðgar áttu bátinn er Hannes var ráðinn á. Nú hittist svo á að heimilið var í sóttkví í tvær vikur vegna taugaveiki. Þá var honum kom- iö fyrir annars staðar á meðan. Á þeim tíma var algengt að menn voru ráðnir upp á fast kaup og hann átti að fá kr. 40,00 fyrir vertíðina en voru greiddar 50,00 svo við hann hefur líkað þótt ungur væri. Þessi saga fylgir hér með til að sýna hvernig unglingar urðu að bjarga sér 1908. Næstu fjórar vertíðir var Hannes hjá Guðmundi á Auðn- um í Vogum. Síðan var liann 8-10 vertíðir í Þorlákshöfn, lengst hjá Jóni Helgasyni frá Eyrarbakka. Síðan fór hann á togara og var búinn að vera tvær vertíðir áður en vökulögin koniu, en alls urðu þær 10 hjá hinum þekkta skipstjóra og afla- manni, Þorgeiri Olgeirssyni, fyrst á Belgum og síðan á Júpit- er. Það segir sína sögu Árið 1929 urðu þáttaskil í lífi Hannesar, 24. júní gekk hann að eiga Steinunni Bjarnadóttur frá Efra-Seli á Landi. Hún var fædd 6. desember 1900. Þau hófu búskap á Arnkötlustöðum það sama ár og bjuggu þar óslitið til 1962 er þau brugðu búi að mestu og dvöldu í Reykjavík að vetrinum en á Arnkötlustöð- um á sumrin. Þeim varð 7 barna auðið og eru 6 þeirra á lífi. Árið 1975 var skammt stórra högga á milli. Elsta son sinn misstu þau 17. janúar í flugslysi og 4. ágúst lést Steinunn, kona Hannesar. Þetta voru mikil áföll. En Hannesi Friðrikssyni var ætlað að halda göngu sinni áfram um nær áratug og æðrað- ist ekki. En nú er 92 ára farsælli göngu lokið sem endaði á sama stað og hún hófst. Við hjónin og börnin okkar þökkum af alhug samfylgdina. Guð blessi Hannes á nýjum leiðum. H.H. Elskulegur afi minn, Hannes Friðriksson, andaðist í hárri elli 11. janúar síðastliðinn, 92 ára gamall. Hann fæddist á Arn- Afmælis- og minningargremar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Miðvikudagur 30. janúar 1985 10 kötlustöðum, Holtum Rangár- vallasýslu, og ól þar nánast allan sinn aldur. Lífssvið hans spannar langt tímabil mikilla breytinga. Framfarirnar eru slíkar, að erfitt er að gera sér í hugarlund, að nokkur önnur kynslóð nái að lifa aðrar eins. Afi sleit barnsskónum á Arn- kötlustöðum hjá móður sinni, móðursystur og hennar fjöl- skyldu. Hann byrjaði ungur að stunda sjóróðra frá Suöurnesj- um og sótti sjóinn meira eða minna í 24 ár. Fyrst á opnum bátum, en seinna á togurum og sigldi þá nokkrum sinnum út með aflann. Afi kvæntist ömmu minni Steinunni Bjarnadóttur frá Efra-Seli í Landssveit 24. júní 1929. Sama ár hófu þau búskap á Arnkötlustöðum. Fljótlega tók að fjölga á bænum. Börnin fæddust með stuttu millibili 7 talsins. Þau eru Hulda, gift Þorleifi Jónssyni, dáin 1970; Margrét, kcnnari; Guðmundur Eiður yfirverkstjóri, fórst af slysförum 1975, kvæntur Sól- veigu Halblaub; Salvör, gift Hannesi Hannessyni; Ketill Arnar, ráðunautur; kvæntur Ástu Jónasdóttur og Áslaug, gift Herði Þorgrímssyni. Barna- börnin eru 27 og barnabarna- börnin 10. Afi og amma bjuggu á Arn- kötlustöðum til ársins 1962 en brugðu þá búi að mestu leyti og, fluttust til Reykjavíkur og deildu heimili með Margréti dóttur sinni á hæðinni fyrir ofan okkur. Þau förguðu þó ekki öllum skepnunum heidur komu þeim fyrir á nágrannabæjum til 1967. Þá tók Salvördóttirþeirra við búinu ásamt fjölskyldu sinni. Afi vann í Reykjavík frá 1962-1975, fyrst í Landsmiðj- unni og seinna hjá BM Vallá. Hann var fljótur að laga sig nýjum aðstæðum og undi vel hag sínum. Þegar amma dó hélt afi aftur á heimaslóðir til dóttur sinnar og tengdasonar og dvaldi þar í góðu yfirlæti til dauðadags. Hér er stiklað á stóru hvað varðar lífshlaup afa. Hann barst lítið á, var dulur og baðst undan ábyrgðarstöðum væri til hans leitað. Okkur leið vel í návist hans og þegar hann á stundum sagði frá ýmsu sem á daga hans hafði drifið, leiftraði hann af frásagnargleði. Afi hafði góða kímnigáfu og kom okkur krökkunum oft á óvart í þeim efnum. Hann sagði þá gjarnan eitthvað spaugilegt, lyfti auga- brúnunum á sinn sérstæða hátt og horfði glettinn á okkur. Ég hændist snemma að afa og ömmu, enda fædd á Arnkötlu- stöðum og aðeins 7 árum yngri en yngsta barn þeirra. Minning- arnar um samneyti mitt við þau og þá einkum og sér í lagi veru mína hjá þeim í sveitinni eru allar baðaðar sólskini, þar ber hvergi skugga á. Jafnvel smá- atriði eins og hafragrauturinn og lýsið, sem var ekki beinlínis mín uppáhaldsfæða á þessum árum, eriwipphafin í huga mín- um sem viss hluti af lífsmunstr- inu sem afi og amma sköpuðu. Þau voru samheldin lijón og erfitt að hugsa sér þau án hvors annars. Afi missti því mikið þegar amma og elsti sonur hans dóu sama ár, en bar harm sinn íhljóði. Hinsíðari árstyttihann sér oft stundir við að spila. Hvenær sem færi gafst hóaði hann saman mannskap til að taka vist og var þá oft kátt á hjalla. Menn urðu að vera snöggir að segja á spilin sín svo honum ofbyði ekki seina- gangurinn í unga fólkinu. Þó honum dapraðist nokkuð sjón og heyrn allra síðustu árin. sá hann alltaf vel á spilin og heyrði sagnirnar og brást skjótt við til hins síðasta. Nú er hérvist afa lokið og kveðjustundin upp runnin. Söknuðurinn er sár en minning- arnar lifa. Blessuð sé minning elsku afa. Jóna Sigríður Þorleifsdóttir Skírnir Tímarit Hins íslenska bók- menntafélags 158 ár Ritstjórar Kristján Karlsson Sigurður Líndal Reykjavík 1984 Þess er getið að efni þessa árgangs hafi fyrrverandi rit- stjóri, Ólafur Jónsson, að nokru leyti aflað þegar hann lést 2. janúar 1984 en að öðru leyti hafa núverandi ritstjórar haft yfirumsjón með útgáf- unni. Hvernig þetta skiptist er ekki tekið fram. Það á heldur ekki að skipta lesendur neinu. Minningarorð Sigurður Líndal skrifar minningarorð unt Ólaf Jónsson. Fyrst og fremst minn- ist hann hans sem ritstjóra en jafnframt sem brautryðjanda í hópi gagnrýnenda á íslandi enda er þar ekki langt á milli. Umsögn sína styður Sigurður tilvitunum í ritgerðir Ólafs. Getið er andláts Einars Ólafs Sveinssonar 18. apríl sl. og boðað að hans verði minnst í næsta Skírni. Tvö kvæði Hér birtast tvö stutt kvæði eftir Kristján Karlsson. Lítið er um það að Skírnir hafi birt ljóð samtíðarskálda í seinni tíð en fyrr á tímum flutti hann nýjan skáldskap, bundinn og óbundinn. Um þessi kvæði verður ekki fjölyrt hér en þau eru með einkennum höfundar síns, haglega gerð og smekklega en ekki auðvelt að endursegja efni og merkingu. Um þýðingar Bókmenntir og þýðingar heitir grein eftir Ástráð Ey- steinsson. Hún er samin af miklum lærdómi og á að fjalla um gildi bókmenntaþýðinga. Ritgerðin fjallar einkum um þýðingu Halldórs Laxness á Vopnin kvödd eftir Heming- way. Það getur verið gaman að fylgjast með þessari umræðu og vitanlega eiga þau dæmi sem nefnd eru að hafa almennt gildi. Þó mun ýmislegt í þeim fræðum lengi orka tvímælis. Ekki mun ég hætta mér út í rökræður um enska tungu. Hitt veit ég að menn hafa stundum skilað þýddu verki svo að kalla má með ágætum enda þótt þeir kynnu ekki málið sem þeir þýddu úr svo að þeir væru næmir fyrir öllum blæbrigðum. íslenskir lesendur nutu kvæðis Runebergs um Svein Dúfu í þýðingu sr. Matthíasar enda þótt hann misskildi á einum stað og léti Svein vera á verði í stað þess að sinna grautnum. Ástráður telur afleitt að þýð- andi segir: „Manni fannst vor í loftinu, en alltaf gerði aftur kælur og veturinn kom aftur". Þarna segir hann að þrjú sára- ■ Kristján Fjallaskáld einföld orð sem Hemingway láti magna hvert annað: „Clear hard cold" séu öll horfin í íslenska textanum og í staðinn komi orðið „kælur", ómark- visst og lítt í anda Heming- ways. Eg sé ekki að orðið kæla sé „ómarkvissara" heldur en rétt harður og kaldur. Og sam- kvæmt persónulegri reynslu af vorkuldum finnst mér texti þýðingarinnar ágætur og ágætt að sameina ensku orðin þrjú í fleirtöluna kælur. Þetta er dæmi um það að flest orkar tvímælis þegar um ýmsar leiðir er að velja. Ástráður talar um framandi tungur í enskum texta, frönsku og ftölsku og hvernig þýðandi mæti því. í því sambandi segir hann: „Ef hins vegar væru notuð ensk orð á svipaðan hátt í einhverjum öðrum erlendum textum sem þýða ætti á ís- lensku væru væntanlega litlar ástæður til að þýða þau þá væri hægt að reikna með ensku- kunnáttu íslendinga". Til hvers er þá að vera að þýða Vopnin kvödd? „Ef hægt er að sýna frum- texta virðingu og fylgispekt og ögra um leið tungumálinu, án þess að ofgera lesendum, þá hefur þýðingin nokkru afrek- að" segir Ástráður. Kannske er mér ofgert með þessum texta. Auðvitað reynir á sveigjanleik og tjáningar- hæfni tungunnar þegar ræða skal ný viðhorf og skoðanir. Það er önnur þýðingargrein í þessum Skírni. Pétur Knúts- son Ridgewell skrifar um þýð- ingu Halldóru B. Björnsson á Bjólfskviðu. Hann tekur þar upp athyglisverð orð eftir Guð- bergi Bergssyni að „þýðandinn lætur hinn erlenda texta flæða gegnum skilninginn og færir á nýja tungu." Vitanlega er það sú þraut sem hver þýðandi á við að glíma. En til þess að hvergi beri út af með áherslu- þunga og blæ verður þýðand- inn að kunna og skilja bæði málin til hlítar. Kristján Fjallaskáld Matthías Viðar Sæmunds- son skrifar um Kristján Jónsson. Hann gerir vel grein fyrir bölsýni Kristjáns og dauðadýrkun og segir að sorg- irnar - sannar og ímyndaðar - hafi verið honum fróun og nautn um leið og kvöl. í því sambandi minnist hann Byrons sem Kristján dáði mjög. Vera má að Matthías geri fullmikið úr bölsýni og þung- lyndi Kristjáns. Stóryrði hans um deyfð og doða í kunningja- bréfum sanna ekki mikið. Margur hefur í æsku haft hörð og stór orð um andlega eymd samtímans án þess að vera bölsýnismaður. Sr. Matthías Jochumsson byrjar erfikvæði sitt svo: Vantar nú í vinahóp, völt er lífsins glíma, þann er yndi og unað skóp oss fyrir skemmstum tíma. Haldið í

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.