NT - 30.01.1985, Blaðsíða 20

NT - 30.01.1985, Blaðsíða 20
Miðvikudagur 30. janúar 1985 20 Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segér: Hull/Goole: Dísarfell .......... 11/12 Dísarfell ...........25/2 Rotterdam: Jan ................31/1 Dísarfell .......... 12/2 Dísarfell ...........26/2 Antwerpen: Jan ................31/1 Dísarfell .......... 13/2 Dísarfell .......... 27/2 Hamborg: Jan ................. 1/2 Dísarfell ...........15/2 Dísarfell ...........29/2 Helsinki: Hvassafell.......... 18/2 Falkenberg: Mælifell.............15/2 Larvik: Jan ................. 4/2 Jan..................18/2 Jan ................. 4/3 Gautaborg: Jan ................. 5/2 Jan ................ 19/2 Jan ................. 5/3 Kaupmannahöfn: Jan ................. 6/2 Jan .................20/2 Jan ................. 6/3 Svendborg: Arnarfell ........... 5/2 Jan .................21/2 Jan ............... 7/3 Aarhus: Arnarfell ........... 4/2 Jan .................21/2 Jan ................. 7/3 Gloucester, Mass.: Jökulfell............ 8/2 Skaftafell...........25/2 Halifax, Canada: Jökulfell....... 9/2 Skaftafell......26/2 C SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandstuisinu Pósth 180 121 Reykjavik Simi 28200 Telex 2101 Hverjum bjargar það næst HUUMFEnOAR WrAð é Útlönd Kólaskaginn: Sovétmenn fjarlægja kjarnorkueldflaugar Osló-Reuter ■ Sovétmenn hafa dregið til baka SS-5 kjarnorkueldflaugar sínar frá Kólaskaganum við norsku landamærin. Eldflaugar þessar eru orðnar úreltar vegna langdrægari kjarnorkueldflauga sem þeir hafa komið fyrir lengra frá landamærunum. Frá þessu er sagt í tímaritinu „Uernaðarjafnvægi" sem gefið er út í Noregi. Tímaritið segir að SS-20 kjarnorkueldflaugar -Sovétmanna í Evrópu hafi gert SS-5 úreltar. SS-20 bera kjarna- odda og draga 5000 km. Svæðið við Kólaskagann er aðalathafnasvæði norðurflota sovéska sjóhersins. Norðurflot- inn er talinn vega um 60% af gagnsóknarstyrk Sovétmanna að sögn Ellman Ellingsen aðal- ritara „Norsku Atlantshafs- nefndarinnar" sem er rann- sóknastofnun á sviði alþjóða- hermála. Á Kólaskaganum er stærsta flotastöð í heimi að sögn Elling- sens og þar er hornsteinn hern- aðarleg stórveldis Sovétmanna. Portúgalir óttast skæruliðaárásir Lissabon-Reuter ■ Portúgalska stjórnin hélt skyndifund í gær tii aó ræða leiðir til að bregðast við herferð vinstrisinnaðra skæruliða sem gerðu árás á NATO-herskip í höfninni í Lissabon í fyrradag. Skæruliðasamtökin FP- 25 hafa lýst yfir ábyrgð á hendur sér vegna árásar- innar á herskipið og ýms- um öðrum árásum að undanförnu. Á síðastliðn- um fjórum árum hefur FP- 25 staðið að mörgum bankaránum, morðum og sprengjuárásum en sam- tökin draga nafn sitt af uppreisn hersins 25. apríl 1974 þegar einræðisstjórn- inni í Portúgal var steypt. Embættismenn í Port- úgal óttast að árásir borg- arskæruliðanna að undan- förnu tengist alþjóðlegri herferð skæruliðasamtaka í Evrópu gegn NATO sem m.a. hefur lýst sér í árás- um á NATO-mannvirki í Vestur-Þýskaland, Belgíu og Frakklandi. í síðasta ári voru um fimmtíu manns handtekn- ir, grunaðir um aðild að FP-25. Stjórnvöld telja að fjölgun árása þessara sam- taka að undanförnu kunni einnig að tengjast því að fljótlega verða réttarhöld hafin í máli þessara grun- uðu skæruliða. Giftist daginn fyrir aftökuna Quillota, Chile-REuter: ■ Dæmdur morðingi giftist sam- býliskonu sinni kvöldið áður en hann var tekinn af lífi í gærmorgun fyrir morð. Maðurinn, sem hét CarlosTopp Collins, var áður í lögreglunni í Chile. Fyrir skömmu var hann ásamt öðrum lögreglumanni fund- inn sekur fyrir fjölda morða, nauðgana og rána í ferðamanna- bænum Vina Del Mar fyrir fjórum árum. Collins hafði búið með sambýl- iskonu sinni í óvígðri sambúð síðastliðin átta ár. Hann fékk blindan prest til að gera sambúð- ina heilaga kvöldið fyrir aftökuna, þannig að fyrrverandi sambýlis- kona hans er nú orðin ekkja. Stokkhólmsráðstefnan: Vopnum verði ekki beitt - segir í nýjum samningsdrögum Sovétmanna Stokkhólmur-Reuter ■ Á afvopnunarráðstefnunni í Stokkhólmi í gær lögðu Sovétmenn fram drög að sam- komulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir beitingu her- valds í milliríkjadeilum. Oleg Grinevskij, fulltrúi Sovétríkjanna á þessari 35 ríkja ráðstefnu, lagði fram drögin á fyrsta fundi ráðstefnunnar eftir fund Gromyko og Schultz í Genf fyrr í þessum mánuði. Fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnunni, James Goodby mat drög Sovétmanna ekki mikils og sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra ekki viljuga til að ræða slíkan samning. Drög Sovétmanna gera ráð fyrir bindandi skuldbinding- um, þeirra sem undirritasamn- inginn. um að grípa ekki til vopna. Er þá átt við að „verða ekki fyrstur til að beita hefð- bundnum vopnum eða kjarn- orkuvopnum gegn öðrum aðil- um samningsins". Einnig er rætt um að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir vígbúnaðarkapphlaup í geimnum. Á ráðstefnunni ríkir nú meiri bjartsýni en þegar hún hófst í janúar fyrir ári síðan. ■ Oleg Grinevskij, fulitrúi Sovétríkjanna á afvopnunarráð- stefnunni í Stokkhólmi. Hann kynnti drög Sovétmanna á blaðamannafundi í gær. Austurríki: Ráðherra biðst afsök- unar á nasistavináttu ■ Dr. Fred Sinowatz, kanslari Austurríkis (t.v.) féllst í gær á afsökunarbeini varnarmálaráð- herrans, Friedhelms Frischenschlagers (t.h.) á því að hann skyldi hafa boðið striðsglæpamanninn Walter Reder velkominn til Austurríkis þegar sá síðastnefndi kom þangað í síðustu viku eftir tæplega fjörtíu ára fangelsisvist á Ítalíu. símamjnd-poLro ro Fundu brot úr sovéska flugskeytinu Helsinki-Reutcr ■ Finnski herinn telur sig hafa fundið brot úr sovéska flug- skeytinu sem flaug inn yfir Finn- land fyrir einum mánuði. Hreindýrabóndi í Norður- Finnlandi fann í fyrradag plast- hlut sem hernaðaryfirvöld telja að sé úr stýriflauginni sem flaug yfir Noreg og inn í finnska lofthelgi þann 28. desember á síðasta ári. Samkvæmt ratarmælingum Norðmanna féll flaugin til jarð- ar fyrir norðaustan Inari-vatn en það er einmitt þar sem hreindýrabóndinn rakst á plasthlutinn. Svæðið, þar sem hluturinn fannst, hefur nú verið lokað af til frekari leitar. Sovétmenn viðurkenndu fyrr í þessum mánuði að flaugin væri frá þeim og hún hefði flogið inn yfir Noreg og Finnland vegna tæknibilunar. Þeir báðu bæði Finna og Norðmenn afsökunar á þessum mistökum. Vín-Reuíer ■ Við lá að samsteypustjórn sósíalista og Frelsisflokksins í Austurríki klofnaði eftir að upp komst að varnarmálaráðherr- ann, Friedhelm Frischenschla- ger, hafði tekið á móti nasista- leiðtoganum Walter Reder þeg- ar hann kom úr fangelsi í Ítalíu. Stjórnarslitunum varð aðeins afstýrt með að Fred Sinowatz kánslari samþykkti afsökunar- beiðni varnarmálaráðherrans. Frischenschlager segir að sér þyki leitt að hafa gert þessi mistök og hann biðji bæði al- menning og kanslarann af- sökunar á því að hafa boðið Walter Reder velkominn en Re- der er sagður hafa borið ábyrgð á fjöldamorðum á Úölum í heimsstyrjöldinni síðari. Frelsisflokkurinn hafði hótað því að slíta stjórnarsamstarfinu ef Frischenschlager yrði vikið úr embætti. Þessi „mistök" varnarmálaráðherrans komu sér einstaklega illa fyrir austur- rísku stjórnina núna þar sem einmitt um þessar mundir halda gyðingar heimsþing sitt í fyrsta skipti f Austurríki. Stjórnarandstæðingar hafa lagt fram vantrauststillögu í þinginu á varnarmáláráðherr- ann og verður hún borin undir atkvæði á föstudag en ekki er búist við því að hún verði samþykkt. Angóla: Skæruliðar drepa óbreytta borgara Lisbon-Reuter ■ Portúgalska útvarpið hefur skýrt frá því að skæruliðar UNITA-hreyf- ingarinnar í Angóla hafi drepið 32 óbreytta borg- ara í árás á þorp nálægt höfuðborginni nú á mánu- daginn. Samkvæmt útvarpinu voru 22 þeirra, sem skæru- liðarnir drápu, börn og konur. Stjórnarherinn í Angóla segist hafa fellt ellefu uppreisnarmenn á umræddu svæði. UNIT A-skæruliðahreyf- ingin hefur barist gegn marxískum yfirvöldum í Angóla allt frá árinu 1975 þegar landið fékk sjálf- stæði frá Portúgal.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.