NT - 30.01.1985, Blaðsíða 8

NT - 30.01.1985, Blaðsíða 8
á Wav hól r : w i uuv Miðvikudagur 30. janúar 1985 8 ridur haf: Listasafn Einars Jónssonar ■ Listasafn Einars Jónssonar er opið laugardaga og sunnu- dag frá kl. 13,30 til kl. 16,00. Höggmyndagarðurinn er op- inn laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Styrktarsjóður Landakots ■ Styrktarsjóði St. Jósefs- spítala Landakoti, hafa á undanförnum mánuðum borist vcglegar gjafir. Til minningar um Unni Ól- afsdóttur barst gjöf að upphæð kr. 200,000,- Nú þessa daga stendur yfir sýning í Áskirkju í Reykjavík á kirkjumunum eftir Unni. Kjartan Ólafsson, apótek- ari, hefur afhent sjóðnum kr. 50.000,- að gjöf og sama upp- hæð hefur borist frá aðila sem ekki vill láta nafns síns getið. Sjóðsstjórn sendir gefendum alúðarþakkir fyrir þessar rauns- arlegu gjafir. Á fundi stjórnar Styrktar- sjóðsins hinn 5. desember s.l. var ákveðið að verja ofan- greindum gjöfum til kaupa á Gamma-camera fyrir Landa- kotsspítala. Tæki þetta er ætl- að til rannsókna á hinum ýmsu líffærum svo sem heila, skjald- kirtli, beinum, lungum, lifur og nýrurn með geislavirkum efnunr. Stjórn Styrktarsjóðsins vill skora á velunnara Landakots- spítala að leggja þessu máli lið. Fjárframlögum er veitt móttaka á skrifstofu spítalans á vcnjulegum skrifstofutfma. Gjafir til Styrktarsjóðs Landa- kotsspítala eru frádráttarbærar til skatts. Pennavinir Miss Comfort Caytee Po Box 1090 Cape Coast Chana W/A Miss Comfort er 24 ára og hefur áhuga fyrir músík, dansi og bréfaskriftum. Mr Boh Lee Po Box 1090 Cape Coast Ghana W/A Bob er 26 ára og hefur gaman af dansi, tónlist og tennis. Donna Lovely Grant Po Box 75 Tarkwa Ghana W/A Donna er tvítug að aldri og hefur áhuga fyrir sundi, blaki og öðrum íþróttum, ferðalög- um, póstkortum, músík, dansi og giftingu. Kvennalista- fundur ■ Kvennalistinn heldur kynningarfund í JC-salnum í Mosfellssveit á fimmtudags- kvöld kl. 20.30. Á sunnudag verður kynningarfundur í Gerðubergi. Heimilislæknar eru á heilsugæslustöðvunum - heilsugæslulæknir svarar Elínóru Seltjarnarncsi 25/1 1985 ■ 14/1 1985 birtist grein í NT „Eyðublöðin og þvagprufan". Sjúklingur lýkQr lofsorði á Hauk heimilislækni sinn og metur hann sýnilega að verð- leikum. Það er hins vegar hörmulegt að hugsa til þess að viðkomandi heimilislæknir hefur þurft að stunda sitt anna- sama starf við mjög ófullnægj- andi aðstæður. Hins vegar stendur í grein- inni: „Ég þverneita að láta senda mig á einhverja heilsu- gæslustöð til mismunandi lækna, sem hvorki þekkja haus né sporð á mér.“ Það er ekki í fyrsta skipti, sem fram kemur þessi mis- skilningur og ætla ég ekki að elta ólar við hvernig hann muni til kominn. Hér á Reykjavík- ursvæðinu velur fólk, skráð á heilsugæslustöðvar, að sjálf- sögðu einn lækni fyrir fjöl- skylduna. Til þess læknis leita sjúklingar með sína kvilla and- lega og líkamlega. Öll sam- skipti eru skráð og flokkuð og upplýsingum um fyrri heilsu- farsvanda safnað eftir föngum. Heimilislæknirinn annast gjarnan mæðraeftirlit og ung- barnaeftirlit fyrir skjólstæð- inga sína. Forfallist heimilis- læknirinn af einhverjum ástæð- um getur fólk fengið að skjót- ast til einhvers annars læknis á stöðinni í það sinnið, svo öll brýn erindi megi leysa sam- dægurs. Heilsugæslulæknar stefna að því að skjólstæðingar þeirra geti haft aðgang að læknum stöðvarinnar á kvöldin og um helgar og skipta með sér vökt- um í því skyni. Vitneskja um atburði vaktarinnar kemst strax í hendur heimilislæknis viðkomandi sjúklings næsta dag. Á heilsugæslustöðvum hafa heimilislækrar undantekning- arlaust ritara, víða rannsókna- stofu og með þeim starfa hjúkrunarfræðingar, sem hef- ur mjög mikla þýðingu í sam- bandi við hjúkrun í heimahús- um, ungbarna- og mæðravernd auk skólaeftirlits o.fl. Hvers eiga Reykvíkingar að gjalda, að ekki skuli allir Reyk- víkingar eiga kost á þjónustu heilsugæslustöðva? Guðfinnur P. Sigurfinnsson. Guðfinnur P. Sigurfinnsson er starfandi heilsugæslulæknir á heilsugæslustöð Seltjarnar- nesi, en sú stöð þjónar Rvík að hluta. • L< >: (L jEyðublöðin og þvagprufan ll.iUNXctlunnn v.ir ,ið ilnp.i nng s\»i já cg g.it ckki liumm.ið h.mn Irjm jI mcr | lcngtir ng l.igÁi lciA ininj lil ll.llls H.mks ll.iukurcr licimilisl.i-kmrmn okkjr I'cimi inn korn j stnluiu I Iuiis ng ll.iukur lur .ct'lurn I lingrum um hcljunun | liii.ikk.iiin >•>; hjlsmn .i mcr. s.igAi hjnn „Allir vmWjr cru gr|oth.irÁir .if voAvjh»v||ju I vltirÁu cnnþj oxlunum pcgar þu vclrit.tr ’ í.g v.irÁ j«> viAurkcnnj. já |uá v iUIi j;lc\ m.ist ,iá sljpp.i al i ovlum nj: h.ilsi. (xrjur cj: v inn laukur vctl ndmlcga ivitaA hvai> cg gcri og |url ckki j ó taka langar vkvrslur til ji> vita hvar vkórmn krcppir Hann vagdivt artla ad gcfa mcr voósavlakandi pillur og nokkrar sprautur hcmt i voóvann til að taka siravta vcrkinn Mcðan cg var að fa sprauturnar i hilwnn. vpurði hann mig hvort cg hcíði farið nylcga mcð þvagprufu i r*ktun. þvi að cg cr mcð vandræðanyru Það vcit Haukur lika Og hvort v*n ckki orðið langt viðan Cg fór i 14 Þad cr blóðprufa scm ti þarf að fara í tvivvar á ári. ffg mundi ckkcrt hvað var langt siðan cg stnð i þcssu vcscm siðjst ffjukur flcllir mcr upp rð i Moðunumsinum Hann þungui j hrun Hcvrðu giM\». þu crt jlvcg rrakjIjuv (Það vivvi cg nu, cg cr húm að vera makalauv i vjó ar ) hu attir að fara mcð þvagprufu fynr fjórum manuðum Langar þig vvona miktð »ð lcnda afiur akút inn a vpitala og liggja hcila viku fram i gangi'*- Ég varð að jita. að það vm ckkcrt ógurlcga vkcmmulcgt. þótt vimahormð i Landakoti hcfði haft vinn vjarma Haukur fór að útfylla cyðuNoð til að vcnda mig tvivt og hast mcð þvagnrufu og i hloðrannsnkn A nvcðan spurði hann um hcilsufar hjrnjnnj hvort cldn vtclpan hctði fcngM> hlo«>fuh»jlgu aflur og hvort vu yngn vrr ckki orðm matlyuugn Ég grcip fram i (>nr honum iður cn hann helt lcngra .hað þvðir ckki f>Tir þig jð vcgjaaðCtcigiaðlcggjaaf fg nla að fara »ð uofna anti mcgnuvarklubh Eg cr orðm hundloð a oJlu mcgnjturkjaflxði " Haukur vkclhhló .Nci. Cg nla ckkcrl að vcgja þcr að horavt hu crl ign ctnv og þu crt “ Það cr ckki að undra. þótt cg vc hrifm jf hcimilivlxknmum minum Lg þscrncita að lata scndj mig j cmhvcrjj hcilsuga-slustiM> hl mivmunjndi Ixknj wm hvorki þckkjj hjus nc vporð j mcr Hið opinhcr j spjr.iði hcldurckkcrl j hsi I fcg hcfði \ .\ ckki Ifjuk til ,ið pjsvj upp ,i mig vxn eg lúngu dauð. hxli aðhorgjkr 7 imi.tHl i skjtt .i manuði og bormn v;cru .i fi jmlxrslu hnts opmhcr.i Síma- sambands- lausir Pöbbar Pöbh-ötull hringdi og vildi koma cftirfarandi kvörtun á framfæri: ■ Ég er oft á ferðinni í mið- bænum ýmissa erinda og þá á ég það til að bregða mér inná einhverja af þessurn nýju öl- stofum til að væta kverkarnar. Það er svosum ekki í frásögur færandi, allir virðast gera þetta, en það sem ég ætlaði að nefna eru símavandræðin. Á cinum staðnum lenti ég í því að þurfá að hringja og leitaði til veitingamannsins en hann sagði mér að það væri enginn sími í húsinu. Reyndar laug hann því blákalt því teng- ill var á veggnum og símasnúra hvarf inn í næsta skáp en eflaust er ntikill ágangur í símann. Því spyr ég. Hvers vegna geta þessir staðir ekki sett upp sjálfvirka símsala? Reyndar veit ég að svoleiðis apparat finnst á einum þessara nýju staða. Annað sem ég vil koma á framfæri í leiðinni er sá skortur sem er á símaklcfum t miðbæn- um og yfirleitt í borginni allri. Þetta þykir sjálfsagt í erlend- um stórborgum og ættum við ekki að þurfa að vera st'ðri á þessu sviði frekar en öðru. ■ Bréfritari segir að þessi forsíðumynd NT sem birtist á mánudag afsanni þá firru að fólk sé alltaf hólpið í leigubíl. Vil fá barnabílstóla og bílbelti í leigubifreiðar Reykjavík 28.1/85 ■ Fyrir nokkrum árunt var það lögleitt af hinu háa Alþingi að bílbelti skuli vera í bílum og enginn skuli sitja í framsæti án þess að hafa slíkt belti um sig miðjan. Gott og vel. Þessu hefur fólk svo tekið og bíl- beltanotkun aukist gífurlega. Sömuleiðis hefur notkun barnabílstóla stóraukist en ekki veit ég þó til að slíkt hafi verið lögleitt. En nema hvað. Þeir menn sem hvað mest eru á götunni, leigubílstjórar, eru alþekktir af því að nota aldrei bílbelti. Þeir bílar þekkjast líka þar sem beltin eru í ólagi og margir þessara heiðursmanna virðast taka það sem vantraust og beinlínis móðgun ef einhver lætur sér detta í hug að setja á sig belti. „Það hefur alltaf verið bilað og maður fer heldur ekki rneð bílinn á verkstæði þegar ekkert annað er bilað í bílnum," sagði einn leigubíl- stjóri við undirritaðan þegar hann ætlaði að spenna það á sig. „Það setur það líka enginn á sig. Þú ert líklega annar í röðinni sern tekur svona í það," bætti hann við og svo var ekki fengist meira um það. Nema hvað bílstjórinn kvaðst ætla að menn gætu gott eins drepið sig í belti eins og án beltis. Urn það þarf þá um- ræðu. Það gegnir svo sama máli um barnabílstóla sem stöðvun- um væri alveg vorkunnarlaust að hafa í einum eða tveimur bílum. Forsíðumyndin hjá ykkur í NT í dag afsannaði þá firru að fólk sé alltaf hólpið í leigubíl. í umferðinni er enginn hólpinn, hvorki þú né ég. Farþegi og barnamaður ■ Hvað lega??? er klukkan eigin- Af hverju er Hlemmklukkan höfð vitlaus? ■ Það er gáfulegt til þess að hugsa að borgin skuli koma sér upp dýrri og mikilli klukku fyrir utan biðskýlið á Hlemmi og svo er ekkert um það hugs- að hvort þessi klukka er rétt eður ei. Síðan á þriðjudag hefur þessi reisulega klukka gefið grandvaralausum vegfarend- um vitlausar upplýsingar um gang himintungla. Fyrir þá sem spásséra klukkulausir um bæ- inn getur svona uppákoma ver- ið afar óþægileg. Klukkan sú arna hefur semsagt verið u.þ.b. 6 mínútum of fljót og þegar ég nálgast Hlemm og sé á skífuna Itugsa ég; „Æi, ég er þá búinn að missa af vagnin- um.“ Tölti svo bölvandi með hendur í vösum inn í biðskýlið og gef mig á tal við rónana. Nema Itvað þá blússar vagninn minn framhjá. Og ég verð að bíða korter enn. Það eru því vinsamleg til- mæli til yfirvalda yfir nefndri klukku að framvegis verði hún liöfð rétt miðað við Greenwich tíma en tekin niður ella. Stundvís farþegi Skrifið til: ... eða hringið í síma 686300 milli kl. 13 og 14 Lesendasíðan Síðumúla 15 108 Reykjavík

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.