NT - 30.01.1985, Blaðsíða 14
Miðvikudagur 30. janúar 1985 14
Utvarp kl. 19.30:
Rás2 kl. 10.
•i*i
i ii
Hermann lýsir frá alþjóðlegu
handknattleiksmóti í Frakklandi
■ Handknattleikslandslið
okkar íslendinga er nú statt í
Frakklandi þar sem það tekur
þátt í sterku móti. Hermann
Gunnarsson íþróttafréttamað-
ur útvarpsins er þar einnig og
mun hann lýsa leikjum íslend-
inga í keppninni. Fyrsta lýsing-
in verður í dag en þá eiga
íslendingar í höggi við Ung-
verja. Lýsing Hermanns hefst
kl. 19.30.
Hermann Gunnarsson
■ íslenska karlalandsliðið í handbolta er nú á erfiðu keppnisferðalagi í Frakklandi, en þar þurfa
piltarnir að keppa í 5 leikjum á 5 dögum. Þeim fylgja bestu óskir um góðan árangur.
Engin bresk og
bandarísk tónlist
í Morgunþætti!
■ Morgunþáttur Rásar 2,
sem í dag er undir stjórn
Kristjáns Sigurjónssonar, er
með hefðbundnu miðviku-
dagssniði. Gestasnúður kemur
að venju kl. 11 og í þetta sinn
er það Þorgrímur Þráinsson í
Vai, landsliðsmaður í fótbolta,
sem gegnir því hlutverki. En
gestasnúður fær að velja 4-5
lög í þættinum og kynna þau
sjálfur
Kristján Sigurjónsson hefur í
huga að leika enga breska eða
bandaríska tónlist í þættinum í
dag! Það er greinilega tilbreyt-
ing, þar sem tónlist frá Bret-
landi og Bandaríkjunum er
iangsamlega fyrirferðarmest í
þáttum sem þessum. í staðinn
sagðist Kristján velja létta
tónlist frá íslandi, Norður-
löndunum og Þýskalandi. „Ég
ætla að sýna fram á að það er
nóg til af efni. þó að það sé
ekki enskt eða amerískt,"
sagði hann.
■ Þorgrímur Þráinsson
landsliðsmaður í fótboita verð-
ur gestasnúður í Morgunþætti
Rásar 2 í dag.
Sjónvarp kl. 21.40:
Hvað er nú framundan
hjá Söru og Davíð?
■ Það hefur fjölgað í fjölskyldunni og Lele er orðinn stór
strákur.
■ í kvöld verður sýndur
næstsíðasti þáttur ítalska fram-
haldsmyndaflokksins Saga um
ást og vináttu og hefst hann kl.
21.40. Þessir þættir hafa fátt
sameiginlegt með Dalla, en
þar sem fáar ánægjuraddir hafa
heyrst að undanförnu um val
sjónvarpsefnis á miðvikudags-
kvöldum, má búast við að
fleiri en við hér á NT höfum
heillast af þáttunum.
Aðalpersónurnar þrjár,
Gyðingarnir Davíð og Sara og
Cesare, sem er kommúnisti,
eiga að sjálfsögðu ekki upp á
pallborðið hjá fasistunum, sem
á þessum tíma ráða lögum og
lofum á Italíu. Það verður úr
að Davíð kemst til Ameríku,
þar sem hann hyggur á skjótan
frama sem hnefaleikakappi, en
skilur cftir á Italíu konu sína,
Söru, og ungan son Lele. Ef
ekki nyti við vinarins Cesare,
sem lengi hefur lagt ást á Söru,
er ekki að vita hvernig þeim
mæðginum hefði reitt af, en í
sameiningu skrimta þau á fé,
sem þeim áskotnast með betli
á götum úti. Þau þykjast vera
flóttafólk frá Norður-Afríku,
sem fólk sér aumur á og lætur
fé af 'hendi rakna til. Það er
Cesare sem hefur forystu í
þessu máli og Sara setur á
hann allt sitt traust.
Að því kemur að Cesare
missir húsnæði sitt og þá er
ekkert eðlilegra en að hann fái
að kúra úti í horni hjá Söru og
Lele. Að því kemur að náttúr-
an tekur völdin og þau eiga
saman eina nótt.
En skyndilega einn október-
dag 1941 er Davíð kominn til
baka frá fyrirheitna landinu,
slyppur og snauður. Framinn í
hnefaleikahringnum hafði lát-
ið standa á sér. Davíð hafði
orðið að þræla við bakstur á
nóttum og þurft að sofa á
daginn. Heimþráin varð hon-
um um megn og söknuðurinn
eftir fjölskyldunni.
En áður en langt um líður
gerir hann sér Ijóst, að hann á
enga framtíð á Ítalíu. Hann
gerir því tilraun til að sækja
um ferðaleyfi fyrir sig, Söru og
Lele til Ameríku, en þá eru
Bandaríkin einmitt búin að
segja (talíu stríð á hendur og
engar líkur á að úr Ameríkuför
geti orðið á næstunni. Cesare
er ófáanlegur til að gera tilraun
til Ameríkuferðar með þeim.
Bros hans er horfið og hann
segir: - Ég legg svo hart að mér
til að koma öðru fólki til að
hlæja að ég get ekki hlegið
sjálfur.
Sara átti erindi til læknis í
síðasta þætti, en í kvöld fáum
við að fylgjast áfram með lífs-
baráttu ungmennanna þriggja,
sem áttu svo áhyggjulausa
æsku ekki alls fyrir íöngu.
Þýðandi er Þuríður Magnús-
dóttir.
Útvarp kl. 20:20:
Fangamál
og símatími
■ Mál til umræðu heitir þátt-
ur sem er á dagskrá útvarps í
kvöld kl. 20.20, eins og reynd-
ar annan hvern miðvikudag.
Það eru þeir Matthías Matthí-
asson og Þóroddur Bjarnason,
sem stjórna þessum umræðu-
þætti fyrir ungt fólk.
í hverj um þætti er tekið fyrir
ákveðið mál og fjallað um það
í viðtölum og með umræðum.
í kvöld verða fangamál til
athugunar og taka ýmsir gestir,
sem þeim málum eru kunnug-
ir, þátt í þeirri umræðu.
Gestirnir verða forstjóri
Litla-Hrauns, fulltrúi frá
dómsmálaráðuneytinu, ein-
hver aðstandandi fanga (vænt-
anlega kærasta), maður sem
hefur setið inni og fulltrúi
Verndar, fangahjálparinnar.
Þá verður spiluð upptaka af
viðtali, sem þeir Matthías og
Þóroddur hafa átt við fanga á
Litla-Hrauni.
Þátturinn er sendur beint og
er símatími á meðan á útsend-
ingu stendur. Fólk getur hringt
og skotið inn spurningum eða
athugasemdum.
Síminn er 2-22-60.
■ Þeir Þóroddur Bjarnason (t.h.) og Matthías Matthíasson
annast umsjón þáttarins Mál til umræðu. NT-mynd róbert
Miðvikudagur
30. janúar
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorö - Steinunn Arn-
þrúöur Björnsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Trítlarnir á Titringsfjalli" eftir
Irinu Korschunow. Kristin Steins-
dóttir les þýðingu sina (8).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 Islenskir einsöngvarar og
kórar syngja
11,15 Úr ævi og starfi íslenskra
kvenna Umsjón: Björg Einarsdótt-
ir.
11.45 íslenskt mál Endurtekinn þátt-
ur Ásgeirs Blöndals Magnússonar
frá laugardegi.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Sigrún
Jóna Kristjánsdóttir.
13.30 Nýtt erlent popp
14.00 „Ásta málari" eftir Gylfa
Gröndal Þóranna Gröndal les (5).
14.30 Miðdegistónleikara. Islamey,
fantasía eftir Mily Balakirev. Hljóm-
sveitin Filharmonia leikur; Lovro
von Matacic stj. b. Tveir marsar
eftir Charles Ivers. Yale-leikhús-
hljómsveitin leikur; James Sinclair
stj.
14.45 Popphólfið - Bryndis Jóns-
dóttir.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 íslensk tónlist a. Sextett op. 4
eftir Herbert H. Ágústsson. Björn
Ólafsson, Ingvar Jónasson, Einar
Vigfússon, Gunnar Egilson, Her-
bert H. Ágústsson og Lárus
Sveinsson leika. b. Tveir þættir
fyrir strengjakvartett eftir Jón Þór-
arinsson. Kaupmannahafnar-
kvartettinn leikur. c. „Rómansa"
fyrir klarinettu, flautu og pianó eftir
Hjálmar H. Ragnarsson, Einar Jó-
hannesson, Manuela Wiesler og
Þorkell Sigurbjörnsson leika.
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.30 Alþjóðlega handknattleiks-
mótið í Frakklandi Hermann
Gunnarsson lýsir síðari hálfleik
islendinga og Ungverja í Valance.
20.20 Mál til umræðu Matthías Matt-
híasson og Þóroddur Bjarnason
stjórna umræðuþætti fyrir ungt
fólk.
21.00 „Let the People Sing“ 1984
Alþjóðleg kórakeppni á vegum
Evrópusambands útvarpsstöðva.
9. þáttur. Umsjón: Guðmundur
Gilsson. Keppni kammerkóra.
21.30 Að tafli Jón Þ. Þór flytur
skákþátt.
22.00 Horft i strauminn með Krist-
jáni Róbertssyni. (RÚVAK).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 T ímamót Þáttur i tali og tónum.
Umsjón: Ævar Kjartansson.
23.15 Nútimatónlist Þorkell Sigur-
björnsson kynnir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
HT
Miðvikudagur
30. janúar
10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn-
endur: Kristján Sigurjónsson.
14:00-15:00 Eftir tvö. Létt dægurlög.
Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson.
15:00-16:00 Nú er lag. Gömul og ný
úrvalslög. Stjórnandi: Gunnar Sal-
varsson.
16:00-17:00 Vetrarbrautin. Þáttur
um tómstundir og útivist. Stjórn-
andi: Júlíus Einarsson.
17:00-18:00 Tapað fundið. Sögu-
korn um soul-tónlist. Stjórnandi:
Gunnlaugur Sigfússon.
Miðvikudagur
30. janúar
19.25 Aftanstund Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni: Sögu-
hornið - Krónan frá langömmu,
myndskreytt saga eftir Herdísi Eg-
ilsdóttur. Tobba, Litli sjóræninginn,
og Högni Hinriks.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Satan situr um sálirnar Bresk
heimildamynd. i fjallaheruðum
suðurfylkja Bandaríkjanna hafa
predikarar og heittrúarsöfnuðir
mikil áhrif. Rokk og blústónlist
setja oft svip á trúarathafnir. I
þessari mynd kynna breskir sjón-
varpsmenn sér trúarlíf og tónlist á
þessum slóðum. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
21.40 Saga um ást og vináttu
Fimmti þáttur. ítalskur framhalds-
myndaflokkur i sex þáttum. Þýð-
andi Þuriður Magnúsdóttir.
22.40 Úr safni Sjónvarpsins Erling
Blöndal Bengtson leikur á selló
svítu nr. 5 í c-moll eftir J.S. Bach.
Þátturinn var áður sýndur í Sjón-
varpinu á nýársdag 1984.
23.00 Fréttir i dagskrárlok.