NT - 30.01.1985, Blaðsíða 24

NT - 30.01.1985, Blaðsíða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • iþróttir 686495 Forráðamenn Háskóla- bíós vilja byggja 3 sali ■ Forráðamenn Háskólabíós hafa áhuga á því að reisa þrjá nýja sali við kvikmyndahúsið og voru hugmyndir þar að lutandi kynntar á fundi háskólaráðs í síðustu viku. Ætlunin er að taka mál þetta til afgreiðslu á fundi fímmtudaginn 7. febrúar. Jónatan Pórmundsson, pró- fessor og formaður stjórnar Háskólabíós, sagði í samtali við NT, að ætlunin væri að reisa viðbyggingu sunnan við anddyri bíósins og salirnir þrír myndu taka 300, 200 og 150-200 manns í sæti. Tilganginn með þessum nýju sölum sagði Jónatan þrí- þættan. í fyrsta lagi þyrfti bíóið á þeim að halda til þess að nýta betur myndir sínar og til að standa sig betur í samkeppninni við önnur kvikmyndahús, sem hafa fleiri en einn sýningarsal. í öðru lagi yrðu nýju salirnir þannig útbúnir, að þeir nýttust til fyrirlestrahalds fyrir nemend- ur skólans, en mikill fjöldi fyrsta árs nema í ýmsum deildum cr þegar farinn að skapa vandræði. 1 þriðja lagi er síðan reiknað með að salirnir nýtist til ráð- stefnuhalds, en salir af þessari stærð eru vandfundnir í borg- inni. Ef þessar hugmyndir stjórnar og framkvæmdastjóra bíósins verða samþykktar, verður fljót- lega farið af stað með teikni- og hönnunarvinnu, og væntanlega byrjað á jarðvegsvinnu síðar á árinu. Framkvæmdir við bygg- inguna munu síðan taka 2 '/5 til 3 ár. Sagði Jónatan, að sumum fyndist það of langur tími, þar sem þörfin fyrir þetta húsnæði Ákvörðu tekin i naestu viku væri það brýn. Kostnaðurinn við þessa stækkun hefur verið gróflega áætlaður um 50 milljónir á nú- gildandi verðlagi, og sagðist Jónatan reikna með, að bíóið myndi geta fjármagnað þriðj- ung þeirrar upphæðar, en há- skólinn myndi síðan annast lánafyrirgreiðslu. Þá er jafnvel reiknað með að Landsbankinn taki þátt í byggingu hússins, en bankinn hefur lengi leigt að- stöðu í anddyri Háskólabíós undir Melaútibú sitt. Nýr háskóla- rektor kosinn í apríl ■ Á háskólaráðsfundi, fimmtudaginn er var, lýsti Guðmundur Magnússon, háskólarektor, því yfir að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs, en kjör- tímabil hans rennur út í aprílmánuði. Nýr rektor verður kosinn í aprílmánuði. Stúdentar fara með 1/3 atkvæða, en kennarar og aðrir starfs- menn háskólans með 2/3. Allir prófessorar eru kjörgengir. Þeir sem helst eru nefndir manna á með- al sem hugsanieg rektors- efni eru Sigurjón Björnsson, félagsvísinda- deild, Páli Skúlason, heimspekideild. Björn Björnsson, guðfræðideild, Sveinbjörn Björnsson, verkfræðideild og Jónatan Þórmundsson, lagadeild. NT umboðið í mál gegn NT „Skemmtilegt mál,“ segir lögmaður NT ■ NT umboðið hf. á Akureyri sem áður hét Norðlensk trygg- ing hefur höfðað mál á hendur dagblaðinu NT fyrir meintan stuld á nafni hlutafélagsins. Munnleg- ur málflutningur hefst í dag og má þá vænta dómsniðurstöðu innan fárra vikna. Tryggingafélagið hefur staf- ina NT skráða sem nafn á hluta- félagi en ekki sem vörumerki. Aftur hefur útgáfufyrirtækið Nútíminn unnið að því að fá merki sitt í gula og bláa litnum sem vörumerki. I samtali við NT sagði Árni Vilhjálmson, lögfræðingur NT að sú skráning væri enn ekki komin á blað og bíður núna birtingar í Lögbirt- ingarblaðinu. Norðlenska tryggingafélagið sem heitið hefur NT frá árinu 1982 tekur í greinagerð sinni um þetta mál að nafn dagblaðs- ins NT veki upp rugling og sé brot á lögum um eignarrétt. Aftur á móti sagði Arni það aðalröksemd sína að hér sé um alfarið ólíka starfsemi að ræða og því ómögulegt að ruglingur stafi af þessu. Aukþesshefði norðlenska tryggingafélagið stafina ekki skráða sem vöru- merki heldur aðeins sem nafn á hlutafélagi. „Þetta er svolítið skemmtilegt mál um grundvall- aratriði í eignarrétti," sagði Árni Vilhjálmsson. Reglur til að liðka áfengisinnflutning: Umboðsmenn greiði pantanirnar - svo ÁTVR sitji ekki uppi með óseljanlegar birgðir ■ Fjármálaráöuneytið hefur í undirbúningi nýjar reglur um innflutning áfengis til landsins og munu þær gera ráö fyrir því, að ef umboösmaður ák- veðinnar tegundar áfengis er reiðubúinn til að greiða fyrir pöntunina sjálfur, eða getur tryggt sölu hennar, þá verður hún tekin inn í útsölur ÁTVR. Eru reglur þessar ætlaðar til að liðka fyrir innflutningi áfengis. Umboðsmaðurinn mun þannig bera kostnaðinn ef viðkom- andi tegund selst ekki. Fram til þessa hefur ÁTVR hins vegar þurft að sitja uppi með óseldar birgðir. Þetta kom fram í samtali, sem NT átti við Höskuld Jónsson, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, í gær. Höskuldur sagði, að á næstu dögum væri að vænta sölutalna áfengis fyrir síðastliðið ár, og nýju reglurnar yrðu grundvall- aðar á þeim upplýsingum, sem þar fengjust. Þá sagði Höskuldur, að í upphafi árs hefði föst skikkan komist á innflutning áfengis að beiðni einstaklinga. Þannig getur hver og einn beðið ÁTVR að flytja inn fyrir sig ákveðna víntegund og verður það gert, ef viðkomandi tryggir greiðslu á pöntuninni. Inn- flutningur af þessu tagi hefur tíðkast í einhvern tíma, en nú fyrst eru komnar um hann fastmótaðar reglur. ■ Það er nóg af auðum stólum í kringum Albert, en hann situr sem fastast. Hvort myndin er lýsandi fyrir ástandið innan ríkisstjórnarinnar eða ekki vitum við ekki, en hér virðist Albert hafa setið alla af sér. NT-mynd: Sverrir. Patreksfjörður: Nýtt fiskvinnslufyrir- tæki tekið til starfa ■ Fiskverkunarhús í eigu Vatnseyrar hf., sem er hlutáfé- lag heimamanna stofnað til að taka við rekstri á húsum og eigum Skjaldar, tók til starfa um miðjan mánuðinn og hefur verið unnið við að verka fisk í salt. Ætlunin mun vera að frysti- hús fyrirtækisins fari af stað í vor. Hlutafélagið Vatnseyri var stofnað í nóvember 1983 og síðan þá hefur verið unnið að endurbótum á fasteignum þess. í apríl var keyptur 190 tonna bátur, Jón Þórðarson og er hann gerður út á línu um þessar mundir. Stefnt er að því að fá fleiri báta til fyrirtækisins þegar fram líða stundir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.