NT - 30.01.1985, Blaðsíða 4

NT - 30.01.1985, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 30. janúar 1985 4 Til sölu er þessi glæsilega bifreið sem er af gerðinni MAZDA RX 7 árg 1980 ekin aðeins 70 þús. km. í bifreiðinni eru hljómflutningstæki frá PIONEER ásamt átta hátölurum og tveimur kraftmögnurum. Verð kr. 430.000.Fæst á sérstöku tilboðsverði gegn staðgreiðslu kr. 300.000. MBSAÍÁj alla ruts Hyrjarhöfða 2 - Sími 81666 Frönsk eðalvín kynnt á íslandi: Daguránvínser dagur án gleði! ■ Marie-Paule Leroux kynnti Muscadct vínin sín á sannfærandi hátt fyrir íslenskum vínunnendum. Konráð Axelsson kannar ilm eðalvínsins en hinum megin borðsins fylgist franska sendiherrafrúin með af athygli. ■ Hér sést Hilmar Jónsson ritstjóri Gestgjafans, meðal annarra, í óða önn við leggja dóm á veigarnar. ■ Skenkt í glös vínsmakkaranna, sem eru hinir alvarlegustu á svip, enda dugir enginn hálfkæringur við þcnnan starfa. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ NT fylgist með vín- smökkun, ævafornri list erlendis sem lítið hefur verið iðkuð hér ■ „Dagur án víns, er dagur án gleði,“ sagði Mademoiselle Marie-Paule Leroux sem nýlega var hér á ferð á vegum frönsku vínframleiðendanna Sauvion & Fils til að kynna forsvarsmönn- um íslenskra veitingahúsa og vínunnendum leyndardóma Muscadet hvítvínanna frá Frakklandi. Verður og ekki annað ætlað af síauknum vinsældum veit- ingastaða hér á landi en að íslendingar hafi áttað sig á þess- ari staðreynd og í því sambandi er ánægjulegt til þess að vita að hlutur léttra vína, hvítra og rauðra er að aukast í samkeppn- inni við bjórlíkið. Og ekki nóg með það, hlutur þurra hvítvína fer vaxandi í neyslu hvítra vína enda eru þau með afbrigðum ljúffeng með sjávarréttum. Muscadet-vínin eru ættuð frá vesturhluta Frakklands, nánar til tekið næsta nágrenni borgar- innar Nantes, þar sem Loire áin fellur til sjávar út í bláfextar öldur Atlantshafsins. Vínþrúg- ur hafa vaxið á þessum stað síðan á dögum Rómverja í Frakklandi en héraðið hefur fyrst getið sér orð sem vínrækt- arhérað eftir síðari heimstyrj- öldina. Framleiðendurnir eru margir og smáir á þessu svæði og undir venjulegum kringum- stæðum kaupa stór vínútflutn- ingsfyrirtæki upp framleiðsluna og hella öllu saman og selja sem standardmerki. En það eru ekki allir sem eru hrifnir af þessari samblöndun og þar á meðal eru Sauvion og Fils, fjölskyldufyrirtæki föður og sona sem ferðast um héraðið og kaupa bestu framleiðsluna og kynna hana sem „uppgötv- un“ sína hvert ár. Af því leiðir að Muscadet vínin eru misgóð eftir árunt og tegund sem er í „uppgötvunarflokknum" eitt árið er ekki gulltryggð í hann á því næsta. Vínsérfræðingarnir Sauvion leggja land undir fót síðsumars og smakka sig í gegnum bestu framleiðsluna og gera síðan kaupsamninga. Eftir það fær vínið að hvíla í friði fram í aprílmánuð en þá kemur fyrir- tækið á staðinn með átöppunar- vélar sínar og það er sett á flöskur. Pað gerist á hverjum búgarði fyrir sig og hefur vínið verið geymt á sömu ámum allan tímann en ekki millifært. Pað kallast á vínmáli „sur lie“ og fær vínið fyrir vikið annan karakter, verður frísklegra á bragðið og kitlar ögn tungubroddinn, eins og kampavín, þegar það er drukkið. Marie-Paule hafði með í far- teski sínu til íslands 10 tegundir af Muscadet hvítvíni og reyndar fylgdi með ein tegund af rauð- víni. Vínin, sem öll voru frá 1983, höfðu það sammerkt að vera frekar þurr en einkar bragðgóð. Mátti heyra á við- stöddum að þeirn fundust gæðin aukast eftir því sem leið á smökkunina, enda voru úrvals- vínin rúsínan í pylsuendanum í þessari vínsmökkun sem fram fór á Hótel Holti í samvinnu við franska verslunarfulltrúann Ginu Letang og Konráð Axels- son innflytjanda. Muscadet vínin eru ekki ■ Hrafnkell Guöjónsson eig- andi Hrafnsins fagmannlegur í fasi. ennþá seld í ríkinu hérna en vonandi verður breyting þar á fljótlega. Þessi þurru frönsku hvítvín eru alltof góð til að íslenskir vínunnendur fái ekki að njóta þeirra. Útfiutningur Sauvion & Fils hefur aukist mikið á síðustu árum og nú er svo komið að sögn Marie-Paule, að meira er selt úr landi en á heimamarkaði. Mestasalan hef- ur verið á Bretlandseyjum en á síðustu árum var hafinn útflutn- ingur til Norðurlandanna og hefur Muscadet unnið þar hug og hjörtu vínunnenda. Fyrir þá íslendinga sem ekki hafa þolinmæði til að bíða eftir því að Muscadet komi til lands- ins upplýsist hér með að hægt er að kaupa það í fríhöfninni í Keflavík, ef menn eiga þar ferð um. áþj ■ Hópur hinna „útvöldu“ sem nutu þeirrar ánægju að mæta í vínkynninguna sem haldin var á Hótel Holti. NT-myndir: Árni Bjarna

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.