NT - 30.01.1985, Blaðsíða 5

NT - 30.01.1985, Blaðsíða 5
Starfsmannafélög útvarps og sjónvarps spyrja: Er hafin aðför að frjálsri verkalýðshreyfingu á íslandi? ■ „Ákæra ríkissaksóknara vekur þá spurningu hvort á íslandi sé nú runninn upp sá tími þar sem fólk megi búast við því að standa stöðugt frammi fyrir dómstól- um. Við hvetjum alla þá sem vilja að á Islandi fái að starfa sjálfstæð og frjáls verkalýðshreyfing að staldra nú ögn við og íhuga þessi mál af kostgæfni því að ljóst er að hafin er grimmileg aðför að samtökum íslenskra launamanna.“ Þetta er niðurlagið á yfirlýsingu frá starfsmannafélögum útvarps og sjónvarps, sem kynnt var á blaðamannafundi í gær. Tilefnið er að sjálfsögðu ákæra ríkissaksóknara á hendur stjórnarmanna þessara félaga vegna vinnustöðvunar á útvarpi og sjónvarpi 1. október s.l. í ákærunni er vísað til 176. greinar hegningarlaga, þar sem kveðið er á um allt að þriggja ára fangelsisvist. ■ Stjórnarmenn starfsmannafélaganna á blaðamannafundinum. F.v. Ævar Kjartansson, Ögmundur Jónasson, Dóra Ingvadóttir, Guðrún Pálsdóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir og (jær sér í Gunnar Baldursson. NT-mynd: Ari. 30% FLEIRIDAUDA- SLYS í UMFERDINNI Á fundinum sögðu forsvars- menn starfsmannafélaganna, að það hljóti að sæta furðu, að þeir sem ákærðir voru fengu fyrst að frétta af því í gegnum fjölmiðla, en þótt hálfur mánuður sé liðinn frá því að embætti saksóknara sendi frá sér fréttatilkynningu um að ákveðið hefði verið að senda út ákæru á hendur út- varps- og sjónvarpsfólkinu, hefði hinum ákærðu ekki enn verið birt stefnan. Starfsmanna- félögin telja að hér sé staðið að málum með sjaldgæfum, ef ekki einstæðum hætti og spyrja hvort glæpurinn sé svo alvarlegur að mati saksóknara að réttlætan- legt sé að svipta sakborningana hefðbundnu réttaröryggi. Starfsmannafélögin lcggja áherslu á að öll öryggisþjónusta hafi verið til staðar á Ríkisút- varpinu eftir að vinna lagðist niður og í því efni farið eftir úrskurði þar til bærra opinberra aðila. Pað sé því ekki lokunin sjálf sem saksóknari fetti fingur út í, heldur með hvaða hætti hana bar að. í Ijósi þess að fjölmargir aðrir launamenn mótmæltu því að laun voru ekki greidd 1. október með sama hætti og starfsmenn útvarps og sjónvarps vakni sú spurning hvers vegna þeir einir séu kærðir og hvort verið sé að gera starfs- menn þessara stofnana að skiptimynt í einhvers konar hagsmunabaráttu. Talsmenn starfsmannafélag- anna sögðu á fundinum í gær að sú spurning hlyti að vakna hvort nýir tímar væru runnir upp varð- andi sambúð ríkisvalds og stétt- arfélaga. Hvort hafin væri aðför sem beindist endanlega að frjálsum samningsrétti stéttarfé- laganna og verkfallsréttinum. Hliðstæðir atburðir og gerðust í haust hefðu gerst áður, án þess að dómstólar væru látnir fjalla um. Þeir lögðu áherslu á að ákvörðunin um útgöngu 1. okt- óber hcfði verið lýðræðisleg ákvörðun stéttarfélaga í kjara- baráttu tekin nær einróma, og hefur yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna útvarps og sjón- varps skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi staðið sameiginlega að vinnustöðvun- inni. ■ Dauðaslys í umferðinni voru þriðjungi fleiri árið 1984 en 1983 - alls 27 létust á síðasta ári en 18 árið áður samkvæmt skýrslum Umferðarráðs fyrir árið 1984. Af þeim sem létust voru 13 ökumenn bifreiða (7 árið áður), 6 farþegar og 7 úr hópi fótgangandi vegfarenda. Jafnframt fjölgaði slösuðum í umferðarslysum um 25% á síð- asta ári - urðu 789 samanborið vi 631 árið áður. Fjölgunin kom fyrst og fremst fram í flokki meiri háttar meiðsla, sem 419 manns hlutu á síðasta ári (297 árið 1983), samkvæmt tölum Umferðarráðs. Afþeim789sem slösuðust á síðasta ári voru 489 karlar en 300 konur og hafði slysum fjölgað nokkuð svipað hjá báðum kynjum. Athygli vekur að þótt illa slösuðu fólki og látnum í um- ferðarslysum hafi fjölgað svo mjög á síðasta ári, virðist um- ferðarslysum í heild ekki hafa fjölgað. Umferðarslys sem ein- ungis eignatjón hlaust af töldust 6.844 í fyrra. sern var nær sama tala og árið áður. í yfirliti síðustu 10 ára vekur einna helst athygli að slysum með meiðslum vegna útaf- aksturs hefur fjölgað stöðugt ár frá ári - urðu 163 á síðasta ári miðað við um og innan við hundrað á árunum 1975-1977. Enn er það unga fólkið - 17-24 ára - sem verður fyrir flestum slysunum og flestum slysunum veldur hlutfallslega. Olíufélögin greiði áfram landsútsvar ■ Stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að hún muni ekki Ijá máls á því að landsútsvar olíufélaganna verði fellt nið- ur og lýsir furðu sinni yfir ummælum Steingríms Her- mannssonar forsætisráð- hcrra í þá átt, sem voru höfð eftir honuin í Morgunblað- inu 23. janúar s.l. Forsætis- ráðherra taldi í samtali við blaðið að þannig ætti ríkið að ganga eins langl og unnt væri til að lækka olíuverð. í yfirlýsingu stjórnarinnar segir að olíufélögin greiði landsútsvar í stað aðstöðu- gjalda til einstakra sveitarfé- laga og séu engin rök fyrir því að þau ein fyrirtækja verði undanþegin skatt- greiðslum til sveitarfélag- anna. „Ef forsætisráðherra vill láta olíufélögin fá sér- stöðu varðandi skattgreiðsl- ur til hins opibera. væri eðlilegra að skattar til ríkis- sjóðs yrðu lækkaðir í stað þess að ætla að færa þeim skattfríðindi á kostnað sveit- arsjóða," segir í yfirlýsingu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á þessum aldri voru 261, eða þriðjungur allra þeirra sem meiðsli hlutu í umferðarslysum á síðasta ári. Úr hópi ungs fólks voru einnig 309 þeirra 817 óláns- sömu ökuntanna sem aðild áttu að umferðarslysi nteð meiðslum á síðasta ári. Þessir 8 árgangar komu þar við sögu nærri jafn oft og hinir 40 árgangar fólks á aldrinum 25-64 ára. Lang hætt- ast virðist hinum ungu við alvar- legum slysum yfirsumarmánuð- ina, bjartasta og besta tíma ársins. Árekstrarnir flestir á veturna Konuraðeins20% af slysavöldunum - í umferðarslysum með meiðslum eða dauða ■ Eru konur betri bílstjórar en karlar? Af þeim samtals 817 ökumönnum sem á síöasta ári áttu aðild aö umferöarslysi sem leiddu til meiðsla á fólki eða dauðaslysa, voru aðeins 159 konur en 658 karlar, samkvæmt slysa- skýrslum Umferðarráðs. Frá árinu áður var tala kvennanna nær óbreytt, en slysavöldum í hópi karla hafði ijölgað um nær 120. Athygli vekur að hjá báðum hópunum voru þessi alvarlegu slys um og yfir tvöfalt algengari yfir sumarmánuðina heldur en í ófærð og mykri vetrarmánaðanna. í hópi kvenökumanna urðu þessi slys fæst í janúar aðeins 6 en fóru mest upp í um 20 mánuðina júlí, ágúst og október. Hjá körlunum urðu alvarleg slys sömuleiðis fæst, 36-38 í janúar og febrúar, en flest í ágúst og október, 76 hvorn mánuð. Hér er aðeins átt við öku- menn sem aðild áttu að slysum með meiðsl- um eða dauða, sem fyrr segir. Bílslys og árekstrar sem einungis hafa eignatjón í för með sér eru á hinn bóginn mun algengari í ófærð skammdegisins. Á síðasta ári komust þeir flestir á skrá hjá Umferðarráði í nýliðnum jólamánuði, des- ember s.l. alls 786. Þessar tölur komust einnig nokkuð yfir 700 í janúar og febrúar í fyrra. Minnst var hins vegar um þessi eignatjónsslys í apríl, maí og júní, í kringum 435-480 hvern mánuð samkvæmt töfíum Umferðarráðs. íbúða- og iðnaðarlóðir í miðri sveit • Hitaveita ó staðnum. • Stutt er til Blönduóss. • Stutt er ó virkjunarsvæði Blöndu. • Ýmsir möguleikar eru því ó atvinnu ffyrir þó sem hér vilja búa. • Auðvelt að koma ó markað þeim vörum sem fframleiddar eru. Nánari upplýsingar gefur Torfi Jónsson, oddviti Torfalækjarhrepps, sími 95-4286. HREPPSNEFND TORFALÆKJARHREPPS Við Húnavelli hefur verið skipulagður byggðakjarni. Hér eru til leigu lóðir u.ndir íbúðar-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.