NT - 30.01.1985, Blaðsíða 2

NT - 30.01.1985, Blaðsíða 2
 Miðvikudagur 30. janúar 1985 Skákþing Reykjavíkur eftir sjö umferðir: Dan Hansson ef stur ■ Dan Hansson hcfur nauma forystu þegar sjö umferðir hafa veríð tefldar á Skákþingi Reykja- víkur. Með því að sigra hinn unga og efnilega skákmann Þröst Þórhallsson í 7. umferð reif Dan sig lausan frá öðrum keppendum. Þröstur hafði hyrjað mótið mjög vel með því að vinna flmm fyrstu skákir sínar en jafntcfli og síðan tap hafa dregið heldur úr ferð hans hvað sem síðar verður en alls eru tefldar 11 umferðir og eru því fjórar spennandi umferðir eftir. Á hæla Dan koma svo Róbert Harðarson og Andrí Áss Grét- arsson, sem er jafnaldrí Þrastar, 16 ára gamall, báðir með 6 vinn- inga. Róbert vann l.árus Jóhann- csson í vel tefldri skák í síðustu umferð og Andri lagði hinn trausta skákmann Hilmar Karls- son að vclli, en Hilmar var fyrir skákina í efsta sæti með 5'h vinning. Með 5VS vinning eru svo Hauk- ur Angantýsson, sem sigraði Halldór G. Einarsson í mikilli baráttuskák í síðustu umferð, Hilmar Karlsson, Þröstur Þór- hallsson og Árni Á. Árnason. Þessir keppendur í efstu sætum koma að öllum líkindum til með að berjast um titilinn „Skák- meistari Reykjavíkur 1985“. í næstu umferðum tefla efstu nienn saman og ættu línur þá að skýrast. Danstenduróneitanlega best að vígi en á crfiðar skákir framundan. Þannig hefur t.d. Róbert Harðarson unnið sex skákir í röð eftir tap í fyrstu umferð. Annar ungur maður sem vert er að veita athygli og hefur sambærilegt afrek er Þorvaldur Logason sem tapaöi tveim fyrstu skákum sínum en hcfur síðan unnið allar fimm sem á eftir fylgdu. Skákþing Reykjavíkur er nokkuð svipað að styrkleika og verið hefur undanfarin ár, mesta athygli vekur þó greinilegur upp- gangur þeirra ungu skákmanna sem hafa skipað sér í efstu sætin í mótinu. Af þeim sem tefldu á mótinu í fyrra sakna menn mest Sævars Bjarnasonar, sem ekki reynir að verja titil sinn, sem hann fékk raunar með nokkuð óvenjulegum hætti þar sem samhliða Skákþinginu í fyrra tók hann þátt í Búnaðarbankamót- inu. f síðustu umferðum hafa nokkrar hressilegar skákir verið tefldar sem varða baráttuna um efsta sætið. Róbert Harðarson komst í 2.-3. sætið með því að leggja Lárus Jóhannesson í cftir- farandi skák: Hvítt: Lárus Jóhannesson Svart: Róbert Harðarson Spænskur lcikur 1. e4 e5 2. RB Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rfó 5. 0-0 Rxe4 (Opna afbrigðið svokallaða sem Kortsnoj beitti í einvígjum sínum við Karpov 1978 og '81 og tókst tvívegis að leggja meistarann. En hann tapaði líka fjóruni skák- um samtals í þessum einvígjum.) 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Be3 (Sjaldséður leikur sem e.t.v. er leikinn til að koma í veg fyrir afbrigðið 9. c3 Bc5 10. Rbd2 0-0 11. Bc2 Rxf2 sem er í miklu uppáhaldi hjá Róbert. Kasparov lék textaleiknum eitt sinn í frægri skák við Yusupov sem teflir hér á afmælismóti Skáksambands ís- lands í febrúar.) 9. .. Be7 10. c3 0-0 11. Rbd2 Bg4 12. Rxe4 dxe4 13. Dd5! exf3 14. Dxc6 fxg2 15. Dxg2 Dc8 16. Hfel? (Helsti hægfara leikur. Best er 16. Bh6! gxh6 17. f3 og hvítur stendur betur að vígi.) 16. .. Df5! (Tekur mesta broddinn úr - Bh6- hugmyndinni.) 17. Bh6 Dg6 18. e6 Bxe6 19. Dxg6 hxg6 20. Bxe6 gxh6 (Betra en 20. - fxe6 21. Hxe6 og staðan er jöfn.) 21. Bd5 Had8 (Auðvitað ekki 21. - Hae8 22. Bc6 og hvitur vinnur.) 22. Hxe7 Hxd5 23. Hxc7 He8! (Þetta hróksendatafl er mun betra á svart þó liðsuflinn sé jafn. Svartur ræður yfir opnum línum og á alla möguleika á því að notfæra sér veikleikana í peða- stöðu hvíts.) 24. a4 He2 25. Hc6 Hxb2 26. Hxa6 Hg5t 27. Khl (Kóngsi átti tvo reiti og var hvorugur kosturinn góður. Eftir 27. Kfl Hf5 vinnur svartur létt.) 27. .. bxa4 28. Hf6 (Hvíta staðan er einnig töpuð eftir 28. H6xa4 Hxf2.) 28. .. a3! III 1111 III H II II lllllllllll 1 tó (Með tilliti til máthættu í borði er þetta peð friðhelgt; 29. Hxa3 Hbl mát.) 29. h4 Ha5 30. Kg2 a2 31. Hd6 Hbl 32. Hdl Hxdl - og hvítur lagði niður vopnin enda verður hann hrók undir. 8. umferð verður tefld á mið- vikudaginn en teflt er þrisvar í viku í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Grensásvegi 44- 46, þ.e. á sunnudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Má ætla að línur taki að skýrast í næstu umferð þegarefstu menn mætast. Keppendur á Skákþingi Reykjavíkur eru 90 talsins í opn- um flokki en auk þess er teflt í unglingaflokki og þar eru kepp- endur 38. Eftir sex umferðir hefur Hannes Hlífar Stefánsson 1 ‘h vinnings forskot á keppinauta sína, með fullt hús, en fjölmargir eru með 41/’ vinning. Helgi Ólafsson skrifar um skák Erfiðleikar bænda nú meiri en síðustu 3 áratugi: Reikningum nokkurra bænda lokað vegna hárra skulda - en aðrir fá aðvörun frá Kaupfélagi Borgfirðinga ■ „Ég get fullyrt að fleiri bændur eiga nú í meiri fjárhags- erfíðleikum heldur en verið hef- ur þau 27 ár sem ég hef verið kaupfélagsstjóri,“ sagði Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi m.a. er NT spurði hann hvort rétt væri hermt að Kaupfélag Borgfírðinga væri farið að loka reikningum bænda vegna skulda. - Það'eru ekki margir sem hefur verið lokað hjá. En við höfum hert nokkuð okkar inn- heimtuaðgerðir frá því sem ver- ið hefur. Það má segja að málin séu í biðstöðu - menn hafa fengið aðvaranir eða tilkynningu • um það að áframhaldandi skuldasöfnun gengi ekki og þeir eru nú að skoða sín mál. Þeir, sem algerlega eru lokað á úttekt hjá, eru fáir, en þó fleiri en oftast áður, sagði Ólafur. En hvaða bjargir á bóndi í sveit ef lokað er á alla úttekt til heimilisins? - Okkur finnst a.m.k. engin björg í því að lána slíkum manni í óefni. Margir bændur eiga sem betur fer vini eða lánastofnanir sem þeir geta leitað til. En sumir eru auðvitað í stökustu vandræðum - og þau minnka ekki við það að hlaða upp skuldum í kaupfélaginu. Spurður hvort um háar skuldir væri að ræða - hundruð þús- unda?, sagði Ólafur: - Það þykir nú ekki mikið hjá bónda að skulda 100 þúsund, þótt auðvit- að sé slík skuld raunverulega stærri hjá smábónda en stór- bónda, sem hefur mikið meira innlegg. Ólafur sagði skuldir bænda á félagssvæðinu sem heildar hafa hækkað í kringum 53% á árinu 1984, þegar búið er að taka skuldbreytingu, þ.e. úr lausa- skuldum í föst lán, sem margir fengu í fyrra, inn í dæinið. Sé miðað við að ca helmingur hækkunarinnar sé á móti hækk- uðu verðlagi má áætla að skuldir hafi í raun hækkað í kringum 25%. Ólafur sagði brúttótekjur margra bænda hafa minnkað - og nettótekjurnar (laun þeirra) ennþá meira. Launin séu nú mun minna hlutfall í verðlags- grundvellinum en verið hefur. Leitin að 18 ára piltinum: Vísbending ofan úr Borgarnesi ■ Hafþór Hauksson, 18 ára pilturinn sem hvarf fyrir 11 dögum er enn ófundinn. Lög- reglunni hefur nú borist vís- bending um að hann hafi ef til vill sést í Borgarnesi daginn eftir að hann ók heiman frá sér á jeepsterbílnum sem myndin er af. Lögreglan grennslast nú fyrir um málið eftir þessum upplýsingum. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning er rétt að koma því á framfæri að ekkert bendir til að hvarf Hafþórs tengist sakamáli af neinu tagi og hann sjálfur aldrei á sakaskrá komist. ■ Þetta er bifreið Hafþórs, en vísbending hefur nú borist um að hann hafi ef til vill sést í Borgarnesi mánudaginn 21. janúar. Bjórinn kemur |eða hvenajr kwnur kakan og jolin eint og Ingvi Hrafn aagSi vij Ragnhildi HelgadóHurj ■ Menn sem eru næmir á undirölduna á Alþingi telja að bjórfrumvarpið eigi nú vísan mikinn meirihluta þingmanna. Það liggur í því að þingmenn hafa uppgötvað að ríkið fær ekki eðlilegar skatttekjur af þeim milljónum lítra af bjór- líki sem rennur í stríðum straumum niður alkóhólþyrst- ar kverkar höfuðborgarbúa og Selfyssinga alla daga vikunnar. Ef bjórinn yrði leyfður myndu skatttekjur ríkisins aukast um tugi ef ekki hundruði miljóna. Það eru helst Ólafur Þórðar- son, Jón Helgason og Halldór á Kirkjubóli sem streitast á móti, trúir trúarsannfæringu sinni og því að þeir séu til þess bornir að hafa vit fyrir öðrum. Kreddukommar rassskelltir ■ Ritdeilur vinstrimanna eru farnar að eiga inni hjá Þjóðvilj- anum og nú nýjast tekur Guð- mundur Ólafsson sig til og les yfir kreddukommúnistum sem aldrei komast upp úr þeim pytti að telja Sovét eitthvað betra en Bandaríkin. Guð- mundur kemst víða skemmti- lega að orði og dropateljari getur ekki stillt sig um að stela hér Post skript greinar Guð- mundar: „Þegar ég er að ganga frá þessum pistli berst mér í hend- ur grein ungs menntamanns með alþýðuna í munninum, Páls Halldórssonar, jarðeðlis- fræðings...“ Þessa grein mætti að öðru leyti draga saman í stutta bæn: „Ó, Guð, ég þakka þér að ég er róttækari en aðrir rnenn." Svo mörg voru þau orð. Sovét og íslandið \! í * /V*:! ' ::Æ$ ■ En nefndur Guðmundur er fyrir margt löngu þekktur fyrir að komast skemmtilega að orði. Einhverntíma á menntaskólaárum dropatelj- ara býsnuðust ungir drengir yfir þeim ósköpum sem so- ! véskir andófsmenn mega þola að vera læstir inni með geð- sjúkum. Guðmund, þá sem nú stærðfræðikennari í skólanum, bar þar að og þrumar yfir okkur strákana: „Þetta er nú ekki mikið. Þarna fyrir austan taka þeir glæpamenn og loka þá inni í geðsjúkrahúsum en hér heima tökum við geðsjúklingá og lok- um þá inni í fangelsum." Mikið satt og rétt því hveru oft hafa ekki þeir scm úr- skurðaðir hafa verið ósakhæfir verið vistaðir nteðal þrjóta og glæpamanna þar sem Kleppur vísar slíku fólki ævinlega frá sér. 'Y /v: Þá er þorrinn byrjaður góða! Tannvandræði ■ Tannverndardagurinn er um garð genginn og vonandi að hægt verði að koma flúrtöfl- um oní þá sem erfa eiga landið þannig að þeir lendi ekki í sömu raunum og kona ein austan af fjörðum sem fékk falskar tennur á Akureyri. Pössuðu tennurnar ekki par vel og þurfti konan að leggja á sig ferðalag á ný í höfuðborg Norðurlands til að fá leiðrétt- ingu mála sinni hjá tann- lækninum góða. Segir sagan, sem er tekin ófrjálsri hendi úr Degi og börnuð af dropatelj- ara, að hún hafi mælt fram eftirfarandi vísu þegar hún kom inn til „tanna" og verið frekar smámælt: Þó ég gengi frjáls og frí fjarri sorg og pínum. Kem ég enn með kjaftinn í kápuvasa mínum. Ættu raunir af þessu tagi að verða ungviðinu til varnaðar og „laugardagssælgætinu" til framdráttar! r

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.