NT - 15.02.1985, Blaðsíða 3

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. febrúar 1985 3 Menn’ tómáta- ðhetraum gmvnatt hu Ingu Inga Jóna má gera að gamni sínu ■ „lnga Jóna hórðardóttir hefur fullt leyfí til að gera að gamni sínu eins og annað folk," sagði Ragiihildur Helgadóttir á fundi með nemendum mennta- skólans við Hamrahlíð, er hún var spurð uin þær bónushug- myndir sem fram komu í sam- bandi við kennslu í þjóðmálum- ræðu á Gauk á Stöng fyrir skömmu. Efni þessa fundar nieð menntamálaráðherra var: „Hvað gerist 1. mars?" Var hann haldinn í sal menntaskól- ans við Harmahlíð í gærdag. aö viðstöddu fjölmenni. Auk Ranghildar tluttu framsöguer- indi. Heimir Pálsson. kennari. og nemendurnir Árni Páll Árna- son ogSigurrós Porgrímsdóttir. „Mér dettur ekki í hug að trúa því að kennarar brjóti landslög, og ég skil ekkert í góðum nemendum að ætla að góðir kennarar geri það," sagði Ragnhildur er einn nentanda spurði hana til hvaða ráðstafana menntamálaráðuneytið hygðist grípa ef kennarar landsins gengju út úr skólunum I. mars. Þá lét menntamálaráðherra þess getið að það væri „geysilegur misskilningur" að ekki væri heimilt að framlengja ráðningu kennara nema innan tiltekins frests. „Það er hins vegar ótví- rætt lögbrot hjá kennurum að ganga út 1. niars og vonandi bera þeir gæfu til að gera það ekki," sagði hún. Aðspurður hvort til tíðinda drægi 1. mars eða ekki," sagði Heimir Pálsson, að allt væri óvíst. Hann gat þess aðþað væri aukaatriði hvort eitthvað gerð- ist 1. mars eða síðar. Aðalatriö- ið væri það hvort kennarar stt'u sig tilneydda að flyja stéttina. „En það verða þung spor ef til þess kemur," sagð hann að lokum. Látlausir sinubrunar: Sinusvæði senn að klárast í borginni ■ Ragnhildur Helgadóttir svarar fvrirspurnum á fjölmennum fundi með nemendum M.H. Kratar vilja breytingu á landbúnaðarmálunum - lög um framleiðsluráð þegar í endurskoðun Varnir gegn fisksjúkdómum til umræðu á Alþingi: Stofnuð ný staða í rann- sóknum á fisksjúkdómum vægt aö koma í veg fyrir fisksjúk- ■ Landbúnaðarmálin voru rædd í sameinuðu þingi í gær og hófst umræðan með því að Kjartan Jóhannsson, þingmað- ur Alþýðuflokksins, lagði fram tillögu til þingsályktunar um skipan framleiðslustjórnar, verðlagningar og sölumála í landbúnaði en fíutningsmenn hennar eru allir þingmenn Al- þýðuflokksins. Það kom fram í málflutningi Kjartans að það kerfi, sem nú er við lýði sé orðið úrelt og það standi í vegi fyrir framförum og endurbótum. Verð á landbún- aðarvörum sé hátt til neytenda en lágt til bænda meðan millilið- irnir hafi allt sitt á þurru. Er lagt til í tillögunni að Álþingi skipi 5 manna nefnd sem undirbúi og semji frumvarp um þessi mál og skili hún áliti fyrir 1. apríl. Gerði Kjartan ýtarlega grein fyrir tillögunni og kom fram hjá honum að þegar um 1960 hefðu þingmenn Alþýðuflokksins var- að við þróuninni í framleiðslu landbúnaðarvara og hefði ekki verið farið að athuga þau mál fyrr en 1978 en á þeim tíma hefði búvöruframleiðslan aukist mikið þótt markaður hefði ekki verið fyrir hendi. Taldi hann nauðsynlegt að skipa nefnd þessa þótt nú væri unnið að því af hálfu stjórnvalda að endur- skoða lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, benti á að það hefði ríkt framleiðslustefna undanfar- in 25 ár í landbúnaði og hefði grundvöllurinn að henni verið lagður í stjórnartíð Alþýðu- flokks sem hefði markaðstryggt framleiðsluaukninguna með því að taka upp útflutningsbætur í tíð viðreisnarstjórnarinnar. Benti hann á að lög unt fram- leiðsluráðið væru í athugun og ræddi síðan ýmsa þætti í mál- flutningi Kjartans. * Pálmi Jónsson kvaddi sér hljóðs og kvað eðlilegt að mark- aður réði framleiðslu í landbún- aði sem og öðrum atvinnugrein- um. Þó væri rétt að láta reyna á hvort þær breytingartillögur, sem nú er unnið að, áður en farið væri út í að skipa nýja nefnd. Þá væri tíminn, sem ætlaður væri til starfa. naumur og sér væri til efs að eitthvað kæmi út úr því starfi. Tillaga Alþýðuflokksmanna væri því óþörf. ■ Fyrirhugað er átak í vega- framkvæmdum í Grindavík í sumar. Ákveðið hefur verið að leggja slitlag á nokkrar af götum bæjarins. Jón G. Stefánsson, bæjarstjóri sagði að búið væri að móta stefnuna, en ekki væri ■ Lmræöum var fram haldið í sameinuðu þingi í gær um þingsá- lyktunartillögu um varnir gegn físksjúkdómum. Kristín Halldórs- dóttir frá Samtökum um kvenna- lista kvaddi sér hljóðs og gerði þaö að umræðuefni að ekki virtust vera sömu viðbrögð við físksjúk- dómum þegar þeir kæmu upp í tilraunastöö ríkisins í Kollafírði og hjá einkaaðilum. Benti hún á að skjótt hcfði vcrið brugðist við hjá einkastöðvunum og fiski slátrað um leið og sjúk- dómar komu upp cn ckki hcfði fyrirliggjandi á hvað margar götur yrði lagt slitlag í sumar. Lauslega áætlað taldi Jón að tveir og hálfur kílómetri væri nærri lagi, en of snemmt væri að gefa einhverja ákveðna tölu á þessu stigi málsins. verið brugðist svo hart við þegar samskonar sjúkdóms varð vart í Kollafirði. Spurði hún landbúnað- arráðhcrra hvcrju þctta sætti. Jón Hclgason, landbúnaðarráð- herra, bcnti á að ákvcöið hcfði vcrið að ekki færu seiði cða fiskar út úr stöðinni í Kollafirði og vcrið væri að rannsaka hvað bæri að gera. Sagði hann að undanfarið hcfði vcrið óskað cftir mcira fé til að rannsaka fisksjúkdóma og yrði stofnuð ný staöa á þcssu ári. Þá væri verið aö cndurbæta húsnæði rannsóknarstofu háskólans á Kcldum til að hægt yröi að vinna við þcssar rannsóknir og væri rétt að fá niöurstöður um af hvaða ástæðum nýrnasjúkdómur í laxi kæmi upp, áður en ráðist væri í frekari aðgerðir. Ragnhildur Hclgadóttir mcnnta- málaráðhcrra, upplýsti að hún hefði nýverið undirritað embættis- hréf fyrir nýja stöðu í fiskrann- sóknum. Eyjólfur Konráð Jónsson bcnti á aö hér væri um aö ræða mikilvægt mál. ísland væri land þar scm bctri skilyrði væru til fiskeldis cn víðast annars staðar og því væri mikil- dóma. Bcnti hann á að ckki væri nægilcgt að hafa tvo fisksjúkdóma- fræöinga á landinu og þróunin hlyti aö vcrða sú að fiskræktar- stöðvarnar hcfðu sína cigiri starfsmcnn. En mcðan þcssi at- vinnugrein væri að komast á legg væri cðlilcgt að ríkiö hcfði for- göngu um þcssar rannsóknir. Þá taldi Eyjólfur Konráð aö ckki ætti að gcra of mikiö veður út af fisksjúkdómum cn mikilvægt væri að brcgöast rétt við þcim. Bcnti hann á að þcssi nýrnaveikibaktcría væri cinungis í laxi ogc.t.v. loðnu. Sagði hann að aldrci yrði komist hjá því að sjúkdómar létu á scr kræla í fiski scm öðrum dýrum og það væri ckkcrt vafamál að fiski- rækt væri framtíðaratvinnugrcin á íslandi. Kristín Halldórsdóttir tók aftur til máls og sagði nauösynlegt að efla varnir gcgn fisksjúkdómum cn til þcss vantaði frckara fjár- magn cn vonandi lcystist það með tilkomu þróunarsjóðs. Var sam- þykkt að vísa tillögunni til atvinnu- málancfndar. Grindavík: Bundið slitlag á rúma tvo km Afleiðingar uppsagna lækna: Einkarekstur í heimilis- og heilsugæslulækningum? ■ Ólafur Mixa. ■ „Ef ekkert gerist næstu þrjá mánuðina, mun að sjálfsögðu ríkja mikið óvissuástand, en við verðum að fínna einhverjar leið- ir til að bjóða fram þjónustu okkar við almenning," sagði Ólafur Mixa, formaður Félags íslenskra heimilislækna í samtali við NT er hann var inntur eftir því hvað uppsagnir lækna gætu hugsanlega haft í för með sér. Eins og kunnugt er, hafa heimil- is- og heilsugæslulæknar nú formlega sagt upp störfum frá og með 30. maí næstkomandi. „Það er viss kvöð á stjórnvöld- um að sjá um þessa þjónustu og það er þá pólitísk ákvörðun, að hve miklu leyti samfélagið vill koma til móts við okkur. En vitanlega er fyrirsjáanlegt að menn munu fara út í einkarekst- ur, þar sem þeir hafa sjálfir tök á að vcrðleggja þjónustu sína," sagði Ólafur. Aðspurður sagði Ólafur að ákveðnar hugmyndir væru uppi í þessu efni. sem ekki væri tímabært að tíunda að sinni, enda þröfnuðust þær nánari út- færslu. „Mönnum er full alvara með þessum uppsögnum og það er alls ekki gefið að þeir gangi aftur inn í fyrri störf miðað við þær aðstæður sem boðið er upp á t.d. á heilsugæslustöðvunum," Engin viðbrögð hafa enn komið fram af hálfu hins opin- bera við uppsögnum þessum, en ef marka má undirtektir ríkisvaldsins fram til þessa, þá er ekki ástæða til bjartsýni, að sögn Ólafs Mixa. „Þvert á móti hefur maður á tilfinningunni að það sé verið að storka okkur, og hreinlega etja okkur út í þetta," sagði hann að lokum. ■ Sinubrunar á höfuðborgar- svæðinu hafa verið látlausir undanfarna daga og hefur slökkvi- liðið ekki getað sinnt nema þeim alvarlegustu. Til lögreglu berst dag hvern mikill fjöldi tilkynninga frá fólki sem verður fyrir óþægind- um vegna reyks frá sinu eða óttast um eigur sínar fyrir eldtungunum. Þannig er miðbik Fossvogsdals- ins að mestu brunnið og fór slökkvi- liðið þangað tvívegis í gær og slökkti eld á mörgum stöðum í hvort skifti. Það cru jaðrar dalsins scm brenndir eru þessa dagana og stafar þá trjágróðri í görðum, grindverkum og ýmsu öðru meiri hætta af eldunum en áður. í fyrra- dag fór Reykjavíkurslökkvilið í scx útköll vegna sinubruna og sagði varðstjóri í samtali við NT að það hefði aðeins vcrið brot af þeim sinubrunum sem tilkynnt var um. Er það von lögregluyfirvalda að sinubrunum fari nú scnn að linna þar eð flest þau svæði sem brunnið geta eru þegar svört. Brennuvargar eru börn og ungl- ingar og eru mikilvægt að brýna fyrir þeim hver hætta stafar af þessum voðaleik.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.