NT - 15.02.1985, Blaðsíða 24

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 24
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT? HRINGDU ÞA f SfMA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónurfyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 I Nauð- 1 1 lending Hundruð is lendinga | ratsjár- 1 flugvélar —1 hersins: kvödd á ve ttvang ^ Mælaborð sagði bremsurnar bilaðar ■ „Execute the masscasualitv plan - crash landing airoplane with 31 souls“. Þannig Mjóðaði orðsending ilugumsjónar haudaríska hersins á Keflavíkurilugvelli í gærdag til Almannavarna. (Setjið af stað áætlun vegna stórslyss - nauðlending (lugvélar með 31 mann innan- borðs). Önnur tveggja Awacs ratsjárvéla ilotans sýndi á mælaborði bilun í bremsuútbúnaði hjóla rétt fyrir fyrirhug- aða lcndingu. Allt viðvörunarkerfi Al- mannavarna á Suðurnesjum var sett í gang og kvaðst Guðjón Pctersen hjá Almannavörnum ætla að þarna heföu á milli þrjú og fjögur hundruö manns verið kvaddir út. Þegar nær lendingu Awacs vélarinnar dró breytti mælaborðið boðum sínum og sýndi bremsuútbúnaðinn í góöu lagi sem rétt reyndist þegar vélin lenti. Rétt áður en Awacs vélin lcnti kom önnur herflugvél inn á flugvöllinn, P3 Orion og hafði einn fjögurra hreyfla hennar liætt að ganga. Slík bilun er talin minniháttar og hafði Al- mannavörnum því ekki vcrið . gerð nein boð um það. Pegar hún var lent heyrði stjórnstöð Almannavarna .í fjarskiptum ofan af flugvallarsvæðinu „að vélin væri lent og allt í góöu lagi". Hóf stjórnstöðin þá þegar að afboða sveitir sínar en aðeins fáeinum mínútum síðar náðist samband við flugumsjón hersins og var afboöunin þá fryst aö því litla leyti scm hún var komin til framkvæmda. 10 mínútum síðar lenti svo Awacs vélin klakklaust á Keflavíkurflugvelli og var ver- iö að rannsaka bilunina í gær. Að sögn Dorothy J. Schmidt upplýsingafulltrúa hersins er talinn mögulciki á að bilunin hafi aðeins verið sú að Ijós í mælaborði gaf rangar upplýs- ingar. Bilunin í Awacs vélinni var tilkynnt til flugumsjónar hersins þcgar hún átti 40 mílur að flugvellinum og sendi flugum- sjónin þá þegar boð til Al- mannavarna. Þá var klukkan 13:10 og klukkan 13:40 var vélin lent. Fjórum mínútum fyr- ir lcndingu (13:36) kviknuðu Ijós í mælaborði vélarinnar sem sýndi að þá væri bremsuútbún- aður hjóla í lagi. P-3 Orion vélin lenti klukkan 13:28. Awacs herflugvélar cru fljúg- andi stjórnstöðvar og ratsjár- stöðvar ætlaðar til að stjórna hersveitum á láði og legi í vörn og sókn. Vélarnar eru næsta samsorta og Boeing 707 og er áhöfn þeirra 17 manns. Til almannavarnasveita sem kallaðar voru út í gær teljast lögreglusveitir, björgunarsveitir og heilbrigðisþjónusta á Suður- nesjum auk sveita lækna á spít- ölunum í Reykjavík. ■ Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í gærdag þegar hætta var talin á að vél hersins, sömu gerðar og hér sést, myndi hlekkjast á við lendingu með 31 niann innanborðs. Mjólkursamsalan loftskiptum umbúðum. Ferskar dögum saman -enda í Laugardagur Sunnudagur ■ Veður fer hlýnandi um allt land nú um helgina. Á Suður-, Vestur- og Norðurlandi vestra ásamt Vestfjörðum verður slydda eða rigning og all- hvöss suðaustanátt. Úrkomulaust og heldur hæg- ari suðaustanátt á austanvevðu Norðurlandi og Austfjörðum, en skýjað á Suðausturlandi. Á sunnudag verður sennilega úrkomulaust frá Vestfjörðum og austur um land, allt suður í Skaftafellssýslu, en slydda eða snjókoma á vest- anverðu landinu. Vindur verður suðvest-lægur og öllu hægari en á laugardag. i *

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.