NT - 15.02.1985, Blaðsíða 2

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 2
 Föstudagur 15. febrúar 1985 Gáski í þingmönnum: Hverjir krota á veggi og hverjir krota ekki! - umræðan ósamboðin alþingi sagði forseti sameinaðs þings ■ Nokkur gáski hljóp í fulltrúa löggjafasainkundu þjóðarinnar í umræðum á sameinuðu þingi i gær er Ólafur Þ. Þórðarson gerði að umtalsefni frétt í einu dagblaðanna um minnismiða í símaklefum alþingis til þing- manna um að krota ekki á veggina. Var 5. þingmaður Vestfjarða óhress með að þetta mál skyldi hafa farið í blöðin og yfirleitt yfir að þessi „minnis- miði“ skyldi hafa verið settur upp. Beindi hann þeirri spurningu til Salome Þorkelsdóttur forseta efri deildar sem mun hafa sett upp minnismiðann, hvort ekki væri rétt að kannað væri hvort krotað væri á veggi í símaklefa alþingis og ef svo væri hverjir væru þar að verki. Salome sagði að ekki hefði verið ætlunin að þessi miði yrði blaðamatur og hefði honum ein- ungis verið ætlað að koma fyrir auglit þeirra sem notuðu síma- klefa alþingis. Sighvatur Björgvinsson Lyfjaneysla kvenna umtalsvert vandamál ■ Ofnotkun lyfja meðal íslenskra kvenna er orðið umtalsvert vandmál, að sðgn Kristínar Waage, fjölskylduráðgjafa hjá SAA, og konum sem leita meðferðar vegna áfeng- isneyslu fer hér stöðugt fjölgandi, þótt karlar séu enn í áberandi mcirihluta. Kristín, sem sðtti nýlega norræna ráðstefnu um misnotkun lyfja og áfengis meðal kvenna, sagði að innlendar kannanir væru ekki fyrir hendi, en ýmis- legt benti til að um tals- verða misnotkun lyfja, einkum taugalyfja, væri að ræða á íslandi. Ástæða þess, að fleiri konur fara nú í meðferð vegna áfengisvandamála, gæti hugsanlega verið sú, að konur hafa nú í aukn- um mæli farið út á vinnu- markaðinn þar sem ekki er unnt að dyljast á sama hátt og heima fyrir, að sögn Kristínar. Grindavík: Ufsinn lætur ekki sjá sig kvaddi sér hljóðs og benti á að Graffiti eða veggjalist, væri arð- bær útflutningur hjá Banda- ríkjamönnum og lagði hann til að ríkisstjórnin athugaði hvort ekki væri grundvöllur fyrir því, í kjölfar umræðna um nýsköpun í atvinnulífinu, að flytja út ís- lenska Graffiti! Einnig kvaddi Guðrún Ilelgadóttir scr hljóðs um málið. Að lokinni umræðunni sagði forseti sameinaðs þings Þor- valdur Garðar Kristjánsson að mál væri að þessari umræðu linnti, því með henni væri verið að misnota þingsköp og það sem skrifað hefði verið um símaklefa alþingis væri óvirðing við alþingi og þessi umræða væri það einnig. ■ Lýður Friðjónsson, Alma Sigurðardóttir og Jóhann Magnússon kynna koffeinlausa kókið fyrir blaðamönnum. NT-mynd: Árni Bjarna Koffeinlaust kók! ■ Verksmiðjan Vífilfell er þessa dagana að setja á markað koffeinlaust Coca Cola og er það gert til að mæta þörfum þeirra neytenda sem vilja tak- marka neyslu sína á koffeini. Það kom fram í markaðs- Svo virðist sem útgerð í Grinda vík standi vcrulega höllum fæti þessa dagana. í samtali við Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóra í Grindavík kom fram að ufsaveiðin hefur algerlega brugðist, og væri afkoma útgerðarinnar virkilega tvísýn. „Afkoma útgeröarinnar er crfið, og má ckki verða öllu crfið- ari, ef hún á ekki að lognast út af. Grindavík hefur þá sérstöðu að vera algerlega háð sjósókn, þannig að allt athafnalíf er byggt upp á sjósókn, og með því að útgerðin ber sig jafn illa, og raun ber vitni, er víst að allri afkomu bæjarbúa er stefnt í voöa." I samtali NT við Kára Ölversson vclstjóra á Hrafni Sveinbjarnar- syni II kom fram að báturinn hefði einungis fiskað um fimmtíu tonn af ufsa, það sem af er vertíð, og til samanburðar hafði báturinn cytt 34.000 lítrum af oliu. „Ég man ekki cftir svona slæmri tíð síðan að cg byrjaði árið 1974. Við náum ekki að fiska uppí tryggingu, og mtiður verður bara að bíða og vona að þegar líöur á vcrtíðina skáni þetta ástand." Yfirmenn á farskipi smygla: Smygl fyrir Vi millj. keypt úti á 100 þús. ■ Kári Ölversson vél- stjóri á Hrafni Svein- bjarnarsyni II í vélarrúm- inu. Hann hefur tekið 34.000 lítra af olíu, en einungis fiskað 50 tonn af ufsa frá áramótum. NT-mynd: Árni Bjarna. ■ Sex yfirmenn á Ms. Suður- landi hafa játað á sig smygl á áfengi og tóbaki sem fannst í skipinu við tollskoðun í fyrra- dag. Um er að ræða 638 flöskur af sterku víni, mest vodka, 14 iéttvínsflöskur, 11 vindlinga- lengjur og 6 vindlakassa. Kaup- verð þessa ytra er talið nema tæpurn 100 þúsund krónum en hér heima er sami varningur metinn á liðlega hálfa milljón króna. Að sögn Hermanns Guð- mundssonar hjá tollstjóraemb- ættinu var varningurinn falinn inni í vegg í vélarrúmi; hafði þar verið skorið úr veggnum og einangrun tekin burt en flösk- urnar settar inn í stað hennar. Athugull tollvörður rak augun í smyglið. Suðurlandið er búið að vera á siglingu nú frá því um miðjan nóvember og var smyglvarning- urinn keyptur í borginni Ceuta sem er spánskt fríhafnarsvæði Marokkómegin við Gíbraitar- sundið. Hingað komSuðurland- ið svo frá Lissabon í fyrradag. Að sögn Hermanns er ekki talið að aðrir áhafnarmeðlimir sem eru 5 talsins hafi verið í vitorði með eigendunr smyglsins. Blaðamenn upp- lýsa um flugslys ■ Glímuskjálfti og hræðsla greip um sig meðal íslensku „semi"-dátanna á Miðnesheið- inni þegar NT datt í hug að forvitnast um bilunina í Awac vél hersins í gær (sjá baksíðu). Flugturnsmenn uppástóðu að þeir vissu um málið en væru bundnir þagnarskyldu og mættu ekkert segja. Yfirmenn þeirra væru á flugvallarskrif- stofunni og þangað skyldum við hringja. Þeir á flugvallar- skrifstofunni sögðust koma af fjöllum og höfðu ekkert heyrt um málið fyrr en við á blöðun- um fórum að hringja. „Það hefur þessi skrifstofa ekki hugmynd um, - fyrir okk- ur var þetta ekkert mál,“ - var svarið þegar NT spurði livað hefði verið áð gerast. „Þetta hefur bara verið misskilning- ur." En nú mættu almannavarna- -sveitir á staðinn, hverjir köll- uðu þær uppeftir, það hafa þá ekki verið þið? Spurði blaða- maður og vildi hvergi láta sig. „Það vitum við ekkert um, Almannavarnir, já voru þeir hér, - ég hef heyrt það en veit ekkert um það," - barðist sá sami enn um á hæl og hnakka undan áleitnum spurningum. En við hvern get ég talað? Spurði blaðamaður loks. Og þá vísaði kappinn á Svein Ei- ríksson slökkviliðsstjóra. En Sveinn var á fundi og kallaði til símans að við skildum bara tala við flugturninn. Og þá var kominn hringur. Loks var ráðist í það að tala aftur við Almannavarnir og þessu næst við blaðafulltrúa hersins. Þar fengust ailar nauðsyn- legustu upplýsingar og útkom- an er sú að umferð og „crash" Kanans á Keflavíkurflugvelli séu bara alls ekki á vegum íslenskra flugvallaryfirvalda í Keflavík. Þannig verða það blaðasnápar í Síðumúlanum sem koma fréttunum til starfsmanna par metra frá flugbrautinni en ekki öfugt. Reykt samkvæmt atkvæðagreiðslu í Vestmannaeyjum ■ Þau eru mörg vandamálin sem hinir kjörnu fulltrúar al- mennings þurfa að glíma við’ og geta oft verið torleyst. Þá er gott að hafa einhvern stóra- dóm til að leita til og því hægt að skjóta sér undan ábyrgð falli salómonsdómur hans mál- efninu í vil. í bæjarstjórn Vestmanna- eyja hafa nýsett reykinga- varnalög valdið bæjarfulltrú- um hinum mestu vandræðum. Hefur farið fram gagnmerk umræða unt hvort reykja megi, eða ekki, á fundurn bæjar- stjórnar og sýndist sitt hverjum. Var málið svo flókið Lilefnaiðnadur i verii: Frjósemishormón úr íslensku merarblóði Þær eru nú munur, þessar aukabúgreinar könnun fyrirtækisins fyrir nokkru að mikill áhugi væri á koffeinlausu kóki og er með þessu verið að mæta þeim óskum. Það er hins vegar engu að síður sannfæring fyrirtækis- ins að neysla koffeins í þeini mæli sem er í gosdrykkjum sé með öllu skaðlaus fyrir heilsu fólks, enda hafi farið fram ítar- legar rannsóknir erlendis sem staðfesti þessa skoðun. Koffeinlausa kókið verður í sams konar flöskum og Sprite og Tab og auðkennt með vörumerki Coca Cola og borð- anum koffeinlaust. Markaðs- setningin er áfangi í þeirri við- leitni Vífilfells að koma til móts við óskir neytenda en undanfar- ið hefur fæðan og samsetning hennar skipt meira máli fyrir neytendur en áður. og brýnt að fá úr því skorið, að leitað var til stóradónrs, sem í þessu tilviki er Vinnueftirlit ríkisins, og það beðið um að kveða uppúr um hvort reyking- ar væru leyfðar eða ekki á fundum. Brugðust menn syðra vel við málaleitan þeirra Eyjamanna, enda sýnt að þar stefndi í styrjaldarástand ef ekki yrði uppúr kveðið hið snarasta, og létu þau boð út ganga til hinnar vestmannaeyskuheimsbyggðar að reykingar á bæjarstjórnar- fundum þar brytu ekki í bága við landslög. Var að vonum þungu fargi létt' af reykingamönnum í bæjarstjórn og drógu þeir reykandann léttar en andreyk- ingamennirnir vildu ekki gef- ast upp baráttulaust, þrátt fyrir skýlausa niðurstöðu stóra- dóms, og lögðu frarn tillögu um að reykingar yrðu ekki heimilar á fundum. Var tillagan að vonum bor- in undir atkvæði og kom þá berlega í Ijós hugur bæjar- stjórnarmanna til reykinga. Fimm voru á nióti tillögunni, tveir fylgjandi henni og tveir sátu hjá. Niðurstaðan er því sú að reykingar eru leyfðar á bæjarstjórnarfundum í Vest- mannaeyjum. y

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.