NT - 15.02.1985, Blaðsíða 20

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 20
Hí Kynþáttastefna í breskum inn- flytjendareglum l.ondon-Kcutcr. ■ Nefnd uni kynþáttajafnrétti á Bretlandi hefur kontist að þeirri niðurstöðu að við frani- kvæmd hreskra innflytjenda- reglna sé fólki mjög mismunaö eftir kynþáttum. Á blaðamannafundi, sem nefndin boðaði til fyrr í þessari viku, kom meöal annars fram að blökkumönnum og Asíufólki væri þrjátíu sinnum oftarsynjað OECD: Norðmenn varaðir við OlíU' gróðanum París-Reutcr. ■ Samtök þróaðra iðn- ríkja, OECD, liafa varað norsku ríkisstjórnina við að treysta of einhliða á hagnaðinn af Norðursjáv- arolíunni til að viðhalda hagvexti. I ársskýrslu OECD er því spáð að hagvöxtur Norðmanna minnki á þessu ári niður í 1,5% frá því að vera 3,8% á síðasta ári. í skýrslunni segir m.a.: „Iðnaðarframleiðsla hefur því sem næst staðið í stað í áratug og aukinn hluti vinnuafls í iðnaði starfar í lágvaxtargrein- um leyfi til að koma til Bret- lands en fólki af hvítum kyn- stofni. Við komuna þyrfti þetta fólk líka að bíða miklu lengur hjá útlendingaeftirlitinu en hvítir. Samkvæmt skýrslu sem nefndin hefur gert er eiginkon- um manna af öðrum kynþáttum en hvítum neitaö um landvistar- leyfi í fjórunr tilvikum af hverj- um fimm og í aðeins tvö skipti af hverjum fimrn frá börnin dvalarleyfi. Fjölmörg dæmi eru talin upp úr skjölum útlendingaeftirlitsins sem sýna fordóma í garð um- sækjenda um landvistarleyfi af svörtum eða gulum kynþáttum. Stundum er þeim lýst sem „lygurum", Marokkómenn eru t.d. sagðir „einfaldir og undir- förulir“. í opinberu skjali sem notað er við þjálfun starfs- manna útlendingaeftirlitsins er m.a. sagt um Nígeríumenn að þeir „hafi tilhneigingar til að hafa metnað og áætlanir sem séu í engu samræmi við hæfi- leika þeirra og kringumstæður". Mörg fleiri svipuð dæmi eru talin upp í skýrslu nefndarinnar sem sýna hvernig útlendingaeft- irlitið byggir á fordómum og alhæfingum um heila hópa fólks eftir því af hvaða þjóðerni það er. Höfundar skýrslunnar segjast vona að innflytjendareglurnar verði gerðar sveigjanlegri og kynþáttamisrétti útrýmt þegar fjallað er um innflytjendaum- sóknir. Slíkt myndi bæta mjög samskipti fólks af mismunandi kynþáttum á Bretlandi. Eros stendur aftur í Piccadilly Circus l.ondon-Kcutcr. ■ Ástarguðinn, ferskur eftir andlitslyftingu, kom aftur til London í gær til að veita birtu sinni á dag heilags Valentínus- ar. Hin fræga stytta Erosar, hins vængjaða ástarguðs var fjarlægð frá Piccadilly Circus í London í ágúst s.l. og færð til viðgerðar og er það önnur meiriháttar viðgerðin á styttunni síðan hún var steypt 1893. í grísku goðsögnunum var Eros goð ástríðanna en liann var sonur Afródíte gyðju ástar- leikja og samfara. Vanessa Redgrave: Tapaði málinu gegn Boston- hljómsveitinni Bo.slon-Kcutcr. ■ Hæstaréttardómari í Bandaríkjununt hefur svipt leikkonuna Van- essu Redgrave 100.000 dollara skaðabótum sem undirréttur hafði dæmt henni vegna samningsrofa samninga við hana árið 1982. Redgrave, sem er ein- dreginn stuðpingsmaður frelsissamtaka PLO, segir að Bostonhljómsveitin hafi rofið samninga við sig vegna þrýstings frá samtökum gyðinga. Hljómsveitin bauð henni 31.000 dollara í sættir fyrir dómsúrskurðinn sem hún hafnaði. Redgrave var dæmd til að greiða allan dóms- kostnað sem er talinn nema allt að 15.000 doll- urum. ■ Brunaliðsmenn láta lík eins gestsins, sem lést í stórbruna í fimm stjörnu lúxushóteli í Manila á Filipseyjum, síga niður af svölum. Símamynd: Polfoto. Filipseyjar: íkveikja í fimm stjörnu hóteli? ■ Tugir manna létust í miklum eldsvoða í lúxushót- elinu „Regent of Manila" sem kom upp aðfaranótt miðvikudags. Ekki tókst að slökkva eldana fyrr en eftir rúmlega einn sólarhring. Yfirvöld hafa nú fyrirskipað rannsókn á því hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 288 gestir voru skráðir í hótelið þegar eldurinn kom upp. Björgunarmenn höfðu fundið lík 27 manns í gær en enn var margra saknað. Jafn- vel var talið að allt að fimm- tíu manns kynnu að hafa látið lífið. Flestir gestanna voru útlendingar. 15. febrúar 1985 20 Kína: Opnum ferða- borgum fjölgar Peking-Reuter: ■ Kínverska utanríkisráðu- neytið hefur skýrt frá því að frá og með deginum í dag geti erlendir ferðamenn heimsótt 98 borgir og smærri staði án sér- staks ferðaleyfis svo frenri sem þeir hafi vegabréfsáritun til Kína. Lengi vel þurftu útlendingar ávalt sérstaka heimild til ferða- laga innan Kína þótt viðkom- andi hefði fengið vegabréfsárit- un til landsins. En árið 1982 voru 29 borgir opnaðar útlend- ingum án slíkra formsatriða. Nú hefur þeim verið fjölgað upp í 98. Áð auki er hægt að fá leyfi til að heimsækja 159 staði í Kína með því að sækja um sérstakt ferðaleyfi. Þegar nýjar borgir eru opnaðar fyrir erlenda ferða- menn í Kína er fyrst og fremst farið eftir því hvort viðunandi gistirými er til í borgunum og hvort þar er að finna túlka sem geta aðstoðað útlendingana. Nígería: Lögregla þjóf- kennd og skot- in til bana Lagos, Nígcríu-Reutcr. ■ Lögreglumaður sem rann- sakaði þjófnaðarkæru var talinn vera þjófur af sjónarvottum og skotinntilbana. Fréttastofa Nígeríu skýrði frá því í gær að lögreglumaðurinn, Yinusa Bakare, hafi verð skot- inn með eigin byssu þegar hann kom á stað þar sem þjófnaður hafði verið kærður. Sjónarvott- arnir þrifu af honum byssuna og skutu hann. Málið er í rannsókn að sögn lögreglunnar. 50 farast í eldi í farþegaskipi ■ Að minnsta kosti fimmtíu létu lífið í eldsvoða í indverska farþegaskipinu Cidambaram á þriðjudag. Þessi mynd var tekin af skipinu þegar það kom aftur til hafnar í Madras á Indlandi í gærmorgun. Eldurinn kom upp þegar skipið var um 320 kílómetra fyrir austan borgina. Eldsupptök eru ókunn. Simamynd: Polfolo. Hert lyf jaeftirlit með íþróttamönnum London-Kcutcr. ■ Stjórn breskra áhugamanna í íþróttum hefur ákveðið að allir breskir íþróttamenn, sem vilja taka þátt í alþjóðamótum, verði að vera tilbúnir til að gangast undir fyrirvaralaust lyfjapróf hvenær sem er. Fallist íþróttamennirnir ekki á að gangast undir lyfjapróf missa þeir sjálfkrafa rétt til að taka þátt í alþjóðamótum. Eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna í Svíþjóð og Finnlandi hefur einnig verið hert mjög að undanförnu. í síðasta mánuði úthlutaði sænska ríkisstjórnin tveim millj- ónum sænskra króna til þess að hindra lyfjanotkun íþrótta- manna frá Svíþjóð. Sérstök áhersla verður lögð á eftirlit með þeim sænsku íþróttamönn- um sem stunda æfingar í Banda- ríkjunum. Finnar hafa líka á- kveðið að taka upp lyfjapróf fyrir íþróttamenn á meðan á æfingum þeirra stendur en ekki aðeins í mótum eins og hingað til. Mjög strangar reglur gilda um lyfjanotkun íþróttamanna við alþjóðamót til að koma í veg fyrir að þeir noti lyf til að reyna að byggja upp vöðva og^við- bragðsflýti. Á Ólympíuleikun- um síðastliðið sumar voru silfur- verðlaun tekin af hlauparanum Martti Vainio, sem varð annar í 10.000 metra hlaupi, eftir að lyfjapróf sýndi að hann hafði tekið steroids.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.