NT - 15.02.1985, Blaðsíða 21

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 21
Föstudagur 15. febrúar 1985 21 Úfönd___________________________ Rauðir Khmerar beita skæru- hernaði gegn sókn Víetnama VNathananakorn, Ihailand-Kcutcr ■ Kambódískir flóttamenn hvíla sig í thailensku þorpi eftir flóttann frá bardagasvæðunum í Kambódíu þar sem nú stendur vfir stórsókn Víetnama gegn skæruliðum Rauðra Khmera. Á undanförnum þremur vikum hafa um 40.000 manns flúið frá Kambódíu til Thailands. símamvnd-poLKOio Kynfýsn felldi varnar- málaráðherra Kanada Ottawa-Bonn-Reuter ■ Varnarmálaráðherra Kan- ada, Robert Coates, hefur sagt af sér vegna fréttar í kanadísku blaði um að hann hafi heimsótt vestur-þýskan næturklúbb í nóvember á seinasta ári, þar sem bæði sé að finna nektarsýn- ingar og vændiskonur. Samkvæmt frétt blaðsins heimsótti Coates næturklúbb- inn ásamt tveimur aðstoðar- mönnum sínum þegar hann var á NATO-fundi í smábænum Lahr í Vestur-Þýskalandi. Þar mun hann hafa setið og rætt við nektardanskonu í tvær klukku- stundir á meðan aðstoðarmenn hans brugðu sér frá. Yfirvöld í Vestur-Þýskalandi áætla að það séu um fimmþús- und njósnarar frá Austur-Evr- ópu í landinu og að margir þeirra starfi í næturklúbbum þar sem þeir reyni að fá her- menn og aðra. sem þekkja til öryggismála. til að ljóstra upp leyndarmálum. Coates harðneitar því að liann hafi framið öryggisafglöp á þessari kvöldstund. En þrátt fyrir það neyddist hann til að segja af sér. ■ Víetnamskt herlið hel'ur nú að mestu leyti náð á sitt vald svæðinu sem skæruliðar Rauðra Khmera höfðu bækistöðvar sín- ar á nálægt Phnom Malai-fjalli í Vestur-Kambódíu. En áður en svæðiö féll í hendur Víetnama höfðu Rauðir Khmerar skipt liði sínu upp í smáhópa sem nú halda uppi skæruhernaði gegn Víetnömum annars staðar í Kambódíu. Engar upplýsingar eru um mannfall vegna sóknar Víet- nama sem er sú öflugasta síðan þeir sendu herlið inn í Kani- bódíu. En yfirmenn í thailenska hernum segjast telja að Rauöir Khmerar haldi að mestu óskertu liði sínu sem er álitið um 10.000 manns. Víetnamar eru taldir hafa 160.000 til 180.000 manna herlið í Kambódíu. í bardögunum undanfarnar þrjár vikur hafa nieira en 50.000 manns flúið uirdan sókn Víetnama yfir til Thailands. ■ Jeremy Levin, sköminu áður en honum var rænt í Beirút á síðasta ári. Fréttamanni sleppt eftirár í gíslingu Washington-Kcutcr. ■ Sýrlendingar hafa skýrt frá því að bandarískur sjónvarps- íréttamaður, sern var rænt fyrir tæpu ári, sé kominn í leitirnar og hann sé nú heill á húfi í Damaskus í Sýrlandi. Fréttamaðurinn heitir Jeremy Levin og var í haldi hjá hópi múhameðstrúarmanna sem rændu honum í Beirút í mars á síðasta ári. Ekki er enn vitað hvort hann var látinn Iaus eða hvort honum tókst að sleppa úr haldi. Gjaldþrotamet í V-Þýskalandi Wicsbadcn-Kcutcr. ■ Samkvæmt opinberum töl- um í Vestur-Þýskalandi hafa aldrei orðið fleiri gjaldþrot þar en á síðasta ári. Alls urðu 16.760 gjaldþrot á árinu sem er fjögurra prósenta aukning frá því árið 1983. Gjaldþrotum vegna upphæða sem fóru yfireina milljón marka (tæpl. 13 rnillj. ísl. kr.) fjölgaði um 7,8%. Gjaldþrotum einstaklinga fjölgaði mun meira en gjald- þrotum fyrirtækja eða um 20% frá því árið áður. Himneskur grafreitur Washington-Reuter ■ Bandaríkjastjórn samþykkti í fyrradag áætl- un bandarísks fyrirtækis um að senda jarðneskar leifar 10:330 rnanna út í himingeiminn til sinnar hinstu hvílu fyrir 3.900 dollara á hvert iík. Geimgrafhýsið verður sent á loft frá Wallops- eyju í Virginíu í Banda- ríkjunum í árslok 1986 eða snemma á árinu 1987. Það verður sent upp í 3000 kílómetra hæð þar sem það á að hringsóla næstu 63 milljón ár í hinu svo- kallaða Van Allen-bclti. Talsmenn einkafyrir- tækisins Celestis segjast nú þegar hafa fengið mörg- hundruð fyrirspurnir. Fólk hringi jafnvel frá Englandi og írlandi til að panta pláss í geimgrafhýs- inu. Þeir segjast stefna aö því að senda allt að því tíu geimför árlega mcð jarð- neskar leifar fólks upp til himna. Geimgrafhýsin veröa ekki einungis ætluö Bandaríkjamönnum hcld- ur verður fólki í Englandi, írlandi, Japan og hugsan- lega fleiri löndum boðið upp á að notfæra sér þessa þjónustu að sögn tals- manns fyrirtækisins. Til þess að gera himna- förina sem ódýrasta eru hinir látnu brenndir mjög rækilegri líkbrennslu og öskunni síðan þjappað niöur í örsmá gullhúöuð hylki scm er kontið fyrir í geimgrafhýsinu. í framtíö- inni verða himnafcrðirnar svo ekki nauðsynlega bundnar við sporbaug um- hverfis jörðina heldur verður einnig boðið upp á lengri lciðir út úr sólkerf- inu. Svíar banna inn- flutning á blóði Stokkhólmur-Rcuter ■ Svíar hafa hætt öllum ínn- flutningi á blóði eftir að 11 ára gamall drengur fékk áunna ónæmisbæklun (AIDS) vegna blóðgjafar. Blóðið sem drengnum var gefið kom frá Bandaríkjunum. Sænskir læknar segjast nú vera hættir að nota innflutt blóð frá Bandaríkjunum þar sem þar hefðu margir blóðgjafar verið kynhverfir eða eiturlyfjasjúk- lingar þar til fyrir skömmu. Ekki er vitað um nema sextán Svía sem hafa fengið áunna ónæmisbæklun en í Bandaríkj- unum hafa meira en 7000 manns fengið hana. Sjúkdómur þessi leiðir næstum því alltaf til dauða. Spánn: Lítil þátttaka í læknaverkfalli Madrid-Kcutcr ■ Þriggja daga verkfall lækna, sem starfa hjá ríkinu, hófst á Spáni í fyrradag en stjórnvöld segja þátttöku í verkfallinu takmarkaða. Talsmaður heilbrigðisstofn- unar Spánar segir að verkfallið hafi engin áhrif í 13 af 50 fylkjum á Spáni og takmörkuð áhrif í öðrum fylkjum. Þátt- takan sé hvergi yfir helming. Talsmenn læknasambands- ins, sem boðaði til verkfallsins. segja hins vegar að yfir 80% af 51.000 félagsmönnum sam- bandsins styðji verkfallið. Öll helstu verkalýðsfélög á Spáni hafa gagnrýnt verkfall lækn- anna og segja það til komið vegna pólitískra ástæðna. Flughraðamet til Astralíu ■ Concord-þota breska flugfélagsins British Airways setti í gær flughraðamet frá London til Sydney í Ástralíu. Flugtími vélarinnar var aðeins 17 tímar, 3 mínútur og 45 sekúndur. Orsökin fyrir þessu óðagoti hjá flugfélaginu var sú að farþegarnir 91, sem fóru með vélinni, þurftu að komast til Sydney tímanlega til að komast um borð í lúxusfarþegaskipið Queen Elisabeth sem lagði af stað í skemmtireisu frá Sydney í gær. Símamynd-POLFOTO t Eiginmaður minn Gústaf Hjartarson frá Grjóteyri í Andakílshreppi lést 30. janúar sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega sýnda samúð, sérstaklega viljum við þakka lækni hans sl. 7 ár Agli Jakobsen og hans starfsfólki fyrir umhyggju og alúð og síöast en ekki síst öllu starfsfólki á Öldrunarlækningadeildum Landspítalans Hátúni 10-B fórn- fúsa umönnun. Einnig kærar þakkir til allra þeirra er voru hjá honum og veittu aðstoð i löngum veikindum. Guð blessi ykkur öll Guðrún J. Elnarsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hans t Okkar innilegustu þakkir til ykkar allra er sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, dóttur og systur Ernu Sólveigar Sigvaldadóttur Halldórsstöðum Eyjafirði. Hreinn Gunnarsson Rósa Steinunn Hreinsdóttir, Steinunn E. Björnsdóttir, Þórir H. Sigvaldason, Guðrún H. Sigvaldadóttir, Birna M. Sigvaldadóttir, Jón B. Sigvaldason, Elsa Þ. Heiðdal, og systkinabörn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.