NT - 15.02.1985, Blaðsíða 5

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. febrúar 1985 5 Skólameistarafélagið: Skorar á ríkisvaldið að ráða bót á kjörum kennara ■ Skólamcistarafélag íslands hefur afhent ríkisstjórninni álykt- un þar sem varað er við hugsanlcg- um afleiðint>um uppsagna kennara. t ályktuninni segir m.a. að vel hæfir og menntaðir kennar- ar fáist ekki til frainbúðar nema gegn sanngjörnum launum og skorar Skólameistarafélag tslands á stjórnvöld að beita sér fyrir farsælli lausn á kjaramálum kennara. Ályktunin var aflicnt á fundi með forsatisráðherra, fjármálaráðherra og mennta- inálaráðherra á mánudag. „Við gerum okkur vitanlega grein fyrir því. að þetta cr hluti af stærra máli. seni eru launakjör ríkisstarfsmanna yfirleitt," sagði Ingvar Ásmundsson. formaður skólamcistarafélagsins í samtali við N'l'. Hann sagði það hafa komið fram á fundinum að al- mennt skrifstofufólk sem ekki vinnur hjá Itinu opinbera, liafi ntun hærri laun en menntaskóla- kennarar. Að sögn lngvars eru þess dæmi að kennarar hafi þre- faldað laun sín á hinum frjálsa vinnumarkaði og auk þess losnað undan yfirvinnu sem fylgir kenn- arastarfinu. „Það er ljóst að kenn- arar una alls ekki kjörum sínum og ég óttast að það fólk sent hættir, það komi ekki aftur." sagði hann. Þá kom fram á fundinum að laun þingmanna voru lengi ntiðuð við laun menntaskólakennara og fylgdust þessar starfstcttir að í launum. Nú mun þingfararkaup hinsvegar vera um 56 þúsund krónur en meðallaun mennta- skólakennara um 23 þús. krónur. ■ Tengdaforeldrarnir: Jóhanna Valgeirsdóttir og Jónsteinn Aðalsteinsson. Friðlaust í Freyvangi ■ Föstudagskvöldið 15. febrúar kl. 21.00 frumsýnir Leikfélag Öngulsstaða- hrepps og Ungmennafélagið Árroðinn, gamanleikinn Aldrei er friður, eftir Andr- és Indriðason. Leikritið var samið 1982, en er hér í lítillega breyttri mynd, þ.e. staðfært á Akureyri (Síðu- hverfið). Leikstjóri sýningarinnar er Theodór Júlíusson. lýs- ingu annast Halldór Sigur- geirsson og Pétur Haralds- son, búninga Svava Jó- hannsdóttir og Hjördís Pálmadóttir. Sviðsmynd hannaði hópurinn undir stjórn KristjánsJónassonar. 13 leikarar á öllum aldri koma fram, en alls vinna um 25 manns að sýningunni. Með helstu hlutverk fara þau Jóhann Jóhannsson og Ólöf Birna Garðarsdóttir sem leika ung hjón, og Magnús Torlacius sem leik- ur son þeirra. Leikritið fjallar um ung hjón sem eru að flytjast í nýja íbúð. Ýmislegt gengur á afturfótunum eins og gerist oggengur. Eilífutanaðkom- andi afskipti, svo sem frá „tengamóourfyrirbærinu sí- vinsæla". Ungi maðurinn reynir að taka að sér heimil- isstörfin, og svo mætti lengi telja. En ef menn vilja vita meira. þá er bara að bregða sér í Freyvang og sjá með eigin augum, það er heilla- drýgst. Onnur sýntng verður sunnudagskvöldið 17. febrú- ar kl. 21.00. Samvinnuferðir-Landsýn: Mikill áhugi fyrir utanlandsferðum - síst minni en í fyrra sem þó varð „metár hjá ferðaskrifstofum“ ■ Mikill áhugi viröist nú vera á utanlandsferöum í ár, ugsíst minni en s.l. ár „sem varð metár hjá feröaskrifstofum" að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ferðaskrifstofunni Samvinnuferð- ir-Landsýn. Nú þegar hafa hátt í eitt þúsund manns pantað ferðir til sæluhúsanna í Hollandi og er grcinilegt á viðbrögðunum aö nýi sólarlandastaðurinn Rhodos á miklurn vinsældum að fagna. Að þessu sinni gildir sérstakt verð fyrir aðildarfélaga í stað af- sláttar til allra félagsmanna ASÍ, BSRB. LÍS, BHM. SÍB. o.fl. samtaka launafólks sem eru eig- endur ferðaskrifstofunnar, Alls er gert ráð fyrir að aðildarfélagsaf- sláttur nemi um sjö milljónum króna. Ferðaskrifstofan hefur nú gefið út sumarferðabækling fyrir árið 1985 og kennir þar margra grasa. Fyrir þá sem haft hafa viðskipti við ferðaskrifstofuna, en vilja kanna klubbsms, en hann startar mjog t tengslum við Útsýn. Meðlimir Fríklúbbsins fá 1.500 kr. afslátt af flestum ferðum félagsins, og af- slátt í fjölda verslana og veitinga- staða erlendis og innanlands. Meðlimir Fríklúbbsins gcta allir 16 ára og eldri orðið, og kostar félagsskírtcini 150 krónur. Þá er fjallað um heimsreisu- klúbb Útsýnar, en meðlimir hans eru nú um 400. Tilgangur klúbbs- ins er að standa fyrir ferðum til fjarlægra staða og má nefna að 1980 var farið til Mexico, 1981 til Brasilíu, 1982 til Kenya, 1983 til Bangkok, Bali ogSingapore, ogtil Egyptalands og Israel 1984. í ár er ■ Nú eru sólþyrstir íslendingar teknir að hugsa sér til hreyfings, áætlað að fara til Kenya aftur, en enda var síðasta sumar mörgum þungt í skauti a.m.k. sunnan og bæta við vikudvöl í I anzaníu. vestanlands. Á Costa del Sol er boðið upp á nýjar slóðir, má geta þess að nokkrar nýjungar eru í feröaáætl- un S-L í ár. Má m.a. nefna sjálf- stæðar leiguflugferðir til Rhodos, nýjan sæluhúsastað í Hollandi og ný sumarhús í Danmörku, leigu- flug til Salzburg o.fl. auk þess scm Rimini-Riccionc, Grikkland, Du- brovnik í Júgóslavíu, Sovétríkin, Kanada og Norðurlönd eru á með- al hefðbundinna áfangastaða. Ferðir til sæluhúsa í Hollandi og sumarhúsa í Danmörku kosta frá kr. 14.800 í tvær vikur, feröir til Rhodos frá kr. 24.51M) í þrjár vikur. til Rimini eða Riccionc má komast fyrir 19.700 í ellefu daga ferð og ferðir til Dubrovnik kosta frá kr. 21.400 fyrir tvær vikur. Auk hinna sérstöku greiðslu- kjara fyrir öll aðildarfélög skrif- stofunnar býður S-L upp á það sem kallað er „sama verð fyrir alla landsmenn" en í því fclst að far- þegar utan af landi, sem eru á leið til útlanda með ferðaskrifstofunni. fáinnanlandsflugið ókeypis ef þeir staðgreiða fcrðapöntun fyrir 2. apríl næstkomandi. Gildir þetta í hópferðum til helstu áfangastaða ferðaskrifstofunnar. Sumar- áætlun Útsýnar: ■ Sumaráætlun Útsýnar er kum- in út og að vanda er boðiö upp á ferðir á hefðbundnar sólarstrend- ur íslcndinga á Spáni og á Italíu og auk þess til Portúgal. Grikklands, Þýskalands, Dannicrkur og cnsku Kívíerunnar. Þá er og kynnt starfsemi Frí- Nikkelfjallið frumsýnt í dag ■ Sýningar á islensk-banda- rísku kvikmyndinni „Nikkel- fjallið" hefjast í Kegnhoganum í dag en myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu John Gardner. Kvikmynd þessi er afrakstur sainstarfs nokkurra íslendinga og Bandaríkja- manna og ntun það vera í fyrsta skipti sem slíkt samstarf á sér stað við gerð leikinnar kvik- myndar í fullri lengd. Bandaríkjamaðurinn David Shanks fór þess á lcit við Jakob Magnússon. að hann sæi um framkvæmd og framleiðslu á „Nikkelfjallinu" en þá lá fyrir handrit cftir Drew Dcnbaum. Jakob fckk til liös við sig all- marga Islendinga tiuk Bretans David Bridges sem sá um kvik- myndun en hann hefur kvik- myndað nokkrar mynda Ág- ústs Guðmundssonar. Myndin fjallar um átök fólks í litlu samfélagi, Nikkelfjalli, þar sem hagur fólks er misjafn en þó vænni eftir þvt scm ofar dregur á fjallið. Meöal leikara eru Michael Cile scm þekktur er úr banda- rísku sjónvarpsþáttunum „Mod Squad", Grace Zabrin- skie og Patrick Cassidy. Þá leikur í myndinni 97 ára gamall maður, Don Bcddoc,og er það jafnframt hans 157. kvikmvnd. Sólarstrendur og sumarhús ■ íslenskir sóldýrkendur á ströndinni við Costa del Sol. íbúðir og hótelherbergi á allt frá 5 stjörnu hótclum til 3 stjörnu. Costa del Sol hefur verið einn vinsælasti sumarleyfisstaður ís- lendinga og segir í bæklingi Útsýn- ar að þar bjóðist mönnum að lifa „Kóngalífi fyrir lítið fé". Sumarlcyfisstaður Útsýnar í Portúgal er Algarve, eða ströndin sem Arabar kölluðu A1 garbh, eða „vestur”. Þar má m.a. sjá fornminjar frá dögum portúgölsku sægarpanna, auk fjörugs skemmtanalífs nútím- ans. Ódýrustu fargjöld Útsýnar erum um 20.000 krónur. T.d. kostar 20.630 kr. á manninn í tveggja manna stúdío íbúð á Júpi- ter hótelinu á Costa del Sol í 26 daga í svokallaðri vorferð. Ítalía er aðeins dýrari cn Spánn, en þar cr hægt að dvelja í tvær vikur íyrir um 22.000-25.000 á manninn. í Portúgal er verðlag svipað, og t.d. hægt að dvelja í 3 vikur fyrir rúmlcga 22.0IK) krónur þar. Ferðir til ensku Rívíerunnar og til Þýska- lánds oru í svipuðum verðflokkum eða frá um 20.000 krónum og upp í 26.000 krónur. Að auki er boðið upp á viku- ferðir til London á 16.70Í) krónur, sumarhús á Sjálandi í tvær vikur fyrir 16.420 krónur og viku í Ámsterdam á 20.31K) krónur. s nmyiHHH SÖLUBOÐ ...vöruverö í lágmarki

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.