NT - 15.02.1985, Blaðsíða 6

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 6
Vettvangur Ragnar Jóhann Jónsson, endurskoðandi: Föstudagur 15. febrúar 1985 6 „Lausn“ stjórnvalda á vanda húsbyggjenda er engin lausn ■ Efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar hafa nú loksins litið dagsins Ijós eftir langa meðgöngu og erfiðar íæöingar- hríðir. Ekki er ætlunin að gera [reim nein almenn skil hér, enda veröugt verkcfni fyrir blaða- og fréttamenn. Hins veg- ar er vert að beina hér athygl- inni sérstaklega að þeim ráð- stöfunum, sem boðaðar hafa verið til lausnar á vanda hús- byggjenda. I upphafi verður að lýsa vonbrigðum með þær aðgerð- ir, sem boðaðar hafa verið. Ef athuguð er forsaga þessa máls, þ.e. orsakir þess vanda, sem aðgerðunum er ætlaö að leysa, þá er ljóst, að þær leysa engan vanda, þær slá honum aðeins á frest og þegar afleiðingarnar koma aftur upp á yfirborðið, eftir nokkra mánuði, verður vandinn orðinn mun meiri en hann er í dag. Þetta minnir einna helst á vítahringinn, sem alltaf varð við gcngisfellingar hér áður fyrr. Gengisfellingar eru geröar til aö rétta við hag útflutningsatvinnuveganna (og til að draga úr viðskiptahalla), en þegar áhrifin hafa farið í gegnum allt efnahagskerfið, standa útflutningsatvinnuveg- irnir, ef vel hefur tekist til, í nákvæmlega sömu sporum og áður. Úr þessu hefur þó dregið, eftir að verðtrygging launa var aínumin og dregið var úr þeirri víxlverkun verð- lags og kaupgjalds, sem allir kannast við og var eins og krabbamein í efnahagslífi þjóðarinnar.Eins er með það þegar húsbýggjendur og - kaupendur fá langtímalán til að greiða með ýmsar skamm- tímaskuldir, þ.m.t. vanskila- skuldir. Greiðslubyrðin verður léttari um stund, þ.e. þar til framlengingarlánin fara að falla í gjalddaga. Húsbyggj- endur þurfa síst af öllu aukin lán eins og nú er komið, því þeir standa varla undir þeirri greiðslubyrði, sem þeir hafa nú þcgar tekið á sig. Þar þarf cinhverja varanlcgri lausn. Sants konar ráðstafanir, eins og nú hafa verið boðaðar, voru gerðar haustið 1983, eða fyrir einu og hálfu ári síðan. Þeir aðilar, sem í hlut áttu, voru sáttir við tilveruna í bili, en allt féll í sama farveg og áður, og greiðsluerfiðleikar fóru aftur að gera vart við sig. Nú er sama „lausnin" aftur komin fram, en öllu verri en áður, því nú á ekki að auka fjármagnið til húsnæðislánakerfisins, eins og gert var haustið '83 (enda enginn vilji hjá stjórnvöldum til að auka það), heldur á að taka af því fjármagni, sem ætlað er til nýbyggingalána á árinu. Þetta væri í sjáfu sér mjög snjallt bragð hjá stjórn- völdum, ef það væri ekki svona augljóst. Þarna er verið að reka fleyg á milli þeirra, sem hafa fengið lán hjá Húsnæðis- málastofnun ríkisins og hinna sem eiga eftir að fá lán. Mann grunar, að það sé gert til að veikja samstöðu heildarinnar. Svona er nú komið fyrir félags- hyggju Framsóknarflokksins. En lítum nú nánar á orsak- irnar. Fólk, sem fór út í fjár- festingar fyrir haustið 1983, tók vcrðtryggð lán í þeirri einföldu trú, aö hækkun lán- anna myndi haldast í hendur við hækkun launanna. Það gerði sér enga grcin fyrir því, að það gæti.orðið fyrir kjara- skeröingu. Sú varð þó raunin, því verðbætur voru afnumdar á launum, en héldust á útlán- um. Sumir hafa bent á, að þegar verötryggingin var af- numin á launum, hefði átt að afnema verðtryggingu á lánum. Það út af fyrir sig breytir ekki kjarna málsins, því hefði verðtryggingin verið afnumin á lánum, hefðu vextir hækkaö enn þá meira en raun- in hefur orðið og þar af leið- andi 'hefði greiðslubyrði lán- anna aukist. Kjarni málsins er sá, að menn hafa orðið fyrir kjaraskerðingu og sú kjara- skerðing kemur illa við þá, sem tekið hafa á sig greiðslu- skuldbindingar langt frani í tímann, eins og húsbyggjendur og -kaupendur. Vandann verö- ur að leysa með tilliti til orsak- anna, þ.e. að bæta þessu fólki upp þann hiuta kjaraskerðing- arinnar, sem það hefur orðið fyrir vegna hækkana verð- tryggðu lánanna og það verður ekki gert nema með skattaleg- um aðgerðum, því ekki fást atvinnurekendur til að greiða þeim, sem standa í húsbygg- ingum eða ibúðarkaupum, hærri laun en öðrum. Hinn vestræni heimur hefur í mörg ár hjálpað hungruðu fólki í fjarlægum heimshlutum, s.s Afríku, með því að gefa því mat. Minna hefur verið hirt um að leysa fæðuvanda þessa fólks með því að kenna því að afla sér fæðunnar sjálft og gera það þannig sjálfbjarga. (Að vísu hefur þessi afstaða lítið eitt breyst hin síðari ár) Sama er upp á teningnum í sanibandi við „lausn“ stjórnvalda á vanda húsbyggjenda. Það á að gera þá alla að meðalaumingj- um, reyna að draga sem mest úr sjálfsbjargarviðleitni þeirra og gera þá sem mest háða hinu opinbera. Þetta er stefna flokks einkaframtaksins og einstaklingsins (litla mannsins), Sjálfstæðisflokks- ins. Frá því að þessi ríkisstjórn tók við völdum hér á landi hefur hún að minnsta kosti tvívegis gert hliðranir í skatta- málum til að bæta hag ákveð- inna hópa skattgreiðenda. í fyrsta lagi var farið út á þá braut að hvetja fólk til að leggja fé í atvinnurekstur og að bæta hag atvinnurekenda. Hlutabréfaeign einstaklinga var gerð eingarskattsfrjáls (upp að ákveðnu hámarki), framlag einstaklinga til at- vinnurekstrar vargert frádrátt- arbært frá tekjum (gegn á- kveðnum skilyrðum), afskriftir voru hækkaðar hjá atvinnurek- endum og þeim var heimilað að leggja hluta af hagnaði sínum í svonefndan fjárfest- ingarsjóð (scm þýðir ekkert annað en að fjárfestingar þeirra verða frádráttarbærar að hluta eða að fullu áður en ráðist er í þær, en kemur að vísu svo niður á minni afskrift- um þegar til lengri tíma er litið). Þetta var gert fyrst og fremst til að bæta slæma stöðu atvinnuveganna og hvetja til uppbyggingar í atvinnulífinu, sem ekki var vanþörf á. I öðru lagi voru gerðar ráðstafanir til handa einstæðum foreldrum og barnmörgum fjölskyldum, með auknum barnabótum og svonefndum barnabótavið- auka (sem miðast við ákveðin tekjumörk), því það var orðið staðreynd, að hagur þessa fólks hafi versnað mun meira en annarra hópa í þjóðfélaginu í kjölfar aðgerða ríkisstjórnar- innar í júní 1983. Sem sagt, meðan ríkisstjórn- in telur nauðsynlegt að bæta stöðu atvinnuveganna og koma í veg fyrir, að einstæðir foreldrar og barnmargar fjöl- skyldur verði smátt og smátt öreigar, virðist hún ekki telja það í sínum verkahring, nema að mjög takmörkuðu leyti, að þúsundir fjölskyldna fái að halda því þaki, sem þær hafa komið sér yfir höfuðið á undanförnum árum. Allar hugmyndir um afnám verðtryggingar á útlánum eru varasamar. því það dregur úr sparifjármyndun. Eina leiðin til að auka sparnað er að halda uppi raunvöxtum. Raunvext- irnir eru ekki vandamáliö (nema hvað þeir eru eflaust of háir), heldur kjaraskerðingin, og hana má bæta að hluta með ráðstöfunum í gegnum skatta- Húsbyggjendur þurfa síst af öllu auk- in lán eins og nú er komið, því þeir standa varla undir þeirri greiðslu- byrði, sem þeir hafa nú þegar tekið á sig. Morgunblaðið ■ í bók sinni „Moral Men and Immoral Society" lýsir bandaríski guöfræðingurinn, Reinold Niebuhr, því hvers vegna kristin siögæðisviðhorf geti aldrei gilt í samskiptum hópa eða þjóða þó að þau geti hæglega sett svip sinn á sam- skipti manna. Meginþemað er að einstaklingar geti látið samviskuna móta gjörðir sínar en það geti þjóöir eða hópar ekki heldur verði alltaf ofaná innan hópsins harðasta stefnan gagnvart þeim sem keppa um sameiginlega hagsmuni og all- ar aðrar skoðanir séu kæfðar. Einföld og villandi mynd af öðrum þjóðum Eitthvað á þessa leið talar Niebuhr og sýnir frarn á það að þess vegna muni alltaf ríkja stríð milii þjóða, dulið eða opinbert. Þjóðir sæki alltaf sinn stífasta rétt og valdhafar haldi að þegnum sínum einfaldri og villandi mynd af öörum þjóð- um til þess cinfaldlega að gefa ímynd sinni styrkari blæ. Samviska þjóðanna En Niebuhr heldur áfram. Þó að langflestir hrífist rneð og séu tilbúnir til að skipta veröld- inni upp í svart/hvítt|gott/vont, við/hinir, þá eru alltaf einstak- lingar sem sjá í gegnum mold- viðrið, hafa kynnst öðrum þjóðum eða lesiö um þær og geta ekki gengið að því svart/ hvíta viöhorfi sem að þeim er haldið. Niebuhr kallar þessa einstaklinga samvisku þjóð- anna. Að ganga erinda óvinarins Einstaklingar stjórnast meira og minna af samvisku sinni og það gerir samskipti þcirra oft og tíðum gæfuleg, segir þcssi bandaríski guð- fræðingur, en þjóöir eða hópar bera ekki gæfu lil að stjórnast af sinni samvisku, þ.e. upplýst- um mönnúm í hópi þegnanna. Þeir menn sem ganga fram fyrir skjöldu og benda á kosti óvinaþjóðarinnar. eða þjóðar >em keppt er um hagsmuni vjð: þeir menn sem sjá gráu og samviska þjóðar línurnar í tilverunni eru ein- faldlega stimplaðir sem erind- rckar óvinarins. Þeim er borið á brýn að þeir gangi erinda óvinarins, meðvitað eð ómeð- vitað. Algilt lögmál? Þetta cr algilt lögmál, segir Niebuhr, hefur alltaf gilt og mun alltaf gilda. Þess vegna veröur aldrei friður á þessari föllnu jörðu, a.m.k. ekki fyrr en góðviljaðir menn hafa gert sér grein fyrir þessu eðli þjóða og vinna eftir því. Hatur magnað upp „Moral Men and Immoral Society" er skrifuð á fjórða áratug þessarar aldar og því núöur hafa undanfarnir ára- tugir sífellt verið að staðfesta hana. Við sjáum hvað hefur verið að gerast milli Rússa og Bandaríkjamanna og fylgifiska þeirra frá stríðslokum. Á báð- um vígstöðvum hefur verið magnaö upp hatur í garð and- stæðingsins, þeir menn austan- megin sem neita að fallast á þessa við/þeir heimsmynd, eru umsvifalaust stimplaðir óvinir ríkisins, lokaðir af, ritskoðaðir eða settir í fangelsi eða á geð- veikrahæli. Þeir menn vestan tjalds sem benda á það að hinum megin búi Iíka fólk, benda á að skilningur milli þessara þjóða sé það eina sem geti afstýrt yfirvofandi stvrjöld, þeir menn sem biðja um að „sáttfýsi með skilningi móti viöhorf vor", þeir eru umsvifalaust með einum eða öðrum hætti stimplaðir komm- únistar (sem þýðir auðvitaö; þú hefur gengið í lið með óvininum, þú ert landráða- maður). Þetta er gert með ýmsum hætti, óft beint. ef um er að ræöa stjórnmálamenn eða óskilgreinda hópa, en und- ir rós ef um er að ræða kirkj- unnar menn eða aðra þá sem þarf að vanda sig sérstaklega meö. Hlutverk Morgunblaðsins Hér á landi er það Morgun- blaðið sem hefur það hlutverk að hindra það að samviska þjóðarinnar fái notið sín, en ..módel" Niebuhrs virðist falla mjög vel að íslenskum aðstæð- urn. Blaðið notar margvíslegar aðferðir þegar um er að ræða virta menn. sem samt þarf að draga tennurnar úr. Aðsendar greinar þar sem ráðist er að

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.