NT - 15.02.1985, Blaðsíða 11

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 11
útsvar, fasteignaskattur og að- stöðugjald, hækki á bilinu 25- 27%. Heildartekjur borgar- sjóðs eru áætlaðar 3130 millj- ónir en voru 2580 milljónir á síðasta ári. Nemur hækkunin 21,4%. Skattgreiðendur í Reykja- vík mega því búast við að þurfa að greiða sem nemur 25% hærri upphæð í útsvar en þeir gerðu á sl. ári. Þetta hafa þær þjóðir skiiið sem nú standa á hæstu tækni og velmegunarstigi, svo sem Svisslendingar og Japanir, enda fjárfesta þær manna mest í menntun þegnanna. Það þarf enginn að fara í grafgrötur með það að undir- staða góðs menntakerfis er sú að til starfa þar veljist hæft og vel menntað fólk. Menntun og at- vinnulíf Eitt af því sem stjórnmála- menn tala mikið um er að auka þurfi tengsl milli skóla og at- vinnulífs. Þetta er hárrétt. Meginforsenda til þess að sh'k- um tengslum megi koma á er að eðlilegt flæði starfsmanna geti átt sér stað milli skóla og atvinnulífs. Að fólk úr at- vinnulífinu komi inn í skólana til kennslu og kennarar fari um tíma út í atvinnulífið. Hinsveg- ar er algjörlega borin von að nokkuð þessu líkt geti átt sér stað og hvað þá aukist meðan helmings launamunur er á fólki sem vinnur á einkamarkaði og í skólum. Föstudagur 15. febrúar 1985 í 1 Minning ... ■ »i Áhrif verðbólgunnar á tekjurnar Því er haldið fram að skatt- heimta hafi verið aukin í tíð fyrrverandi meirihluta í borg- arstjórn. Þetta er rangt sé mið- að við raungildi tekna. Hins vegar voru gjaldstuðlar hækk- aðir á þeim árum til að vega upp á móti þeirri óðaverðbólgu sem þá var oftast á bilinu 50-70%. í þessu sambandi nægir að nefna einfalt dæmi: Útsvarið er lagt á tekjur sem aflað var ári fyrr. Það er greitt með tekjum álagningarársins. Sé verðbólga 50% og laun hækki í sama mæli verður 12% út- svarsálagning einungis 8% að raungildi þegar það er greitt. Á sama hátt verður 11% útsvarsálagning 8,8% að raun- gildi í 25% verðbólgu. Þannig verður þetta bæði fyrir þá sem greiða og þann aðila sem nota á peningana. Þess má raunar geta, að í tíð fyrrverandi meirihluta komst útsvarsprósentan hæst í 11,88% en verðbólgan var stundum langt yfir 50%. Afrek núverandi meirihluta Eins og flesta mun reka minni til snarlækkaði verð- bólgan síðari hluta árs 1983 eftir aðgerðir núverandi ríkis- stjórnar í efnahagsmálum þá um vorið. Þessi þróun í lækkun verðbólgu hélt svo áfram árið 1984 allt fram undir árslok. er áhrifa launasamninga á sl. hausti fór að gæta. Ef greiðslu- byrði almennings hefði ekki átt að þyngjast á þessum árum vegna skatta borgarinnar hefðu gjaldstuðlarnir þurft að lækka mun meira en raun varð á. Núverandi borgarstjórn- armeirihluti gerði sína fyrstu fjárhagsáætlun fyrir árið 1983. Ef sú áætlun er borin sanian við nýgerða áætlun ársins 1985 kemur í ljós að eða 85% eða 102% eða 107% eða 298% útsvarsupphæð hefur hækkað um 663 millj., Fasteignagjöldin hafa hækkað um 232 millj., Aðstöðugjöldin hafa hækkað um 283 millj., Skattlagning fyrirt. á vegum borgarinnar hefur hækkað um 47 millj., Skattgreiðendur í Reykjavík mega því búast við að þurfa að greiða sem nemur 25% hærri upp- hæð í útsvar en þeir gerðu á sl. ári Þá hefur gjaldskrá Raf- magnsveitunnar hækkað um 207% í tíð núverandi meiri- hluta og gjaldskrá Hitaveit- unnar um 355,%. Þegar litið er á þessar tölur er skiljanlegt að borgarstjóri og aðrir forkólfar Sjálfstæðis- flokksins í borgarmálum reyni að beina athyglinni annað með því að ræða um skattheimtu í tíð fyrrverandi meirihluta. Það er alvarlegt mál ef ekki er hægt að treysta því að réttar upp- lýsingar berist um boðkerfi ríkis- ins, og engu líkara en að beinlínis sé verið að vinna skemmdarverk í viðkvæmu deilumáli. Hrun mennta- kerfis Það liggur einfaldlega fyrir að ef ekki verður ráðin bót á kjörum kennara blasir við hrun menntakerfisins. Það hefur aldrei fyrr gerst í eins ríkum mæli og nú að hæft fólk hafi hætt kennslustörfum á miðjum vetri og aldrei hefur gengið eins erfiðlega að ráða fólk í staðinn. Meira að segja hefur það gerst við einn framhalds- skóla í Reykjavík að stjórn- endur hans neyddust til að leita á náðir ágæts nýstúdents frá þeim sama skóla til að kenna vandasama grein. Hann féllst á að gera það af ræktar- semi við stofnunina fyrir marg- falt lægri laun en honum stæðu til boða á almennum vinnu- markaði fyrir sömu störf. Við grunnskólana er það farið að tíðkast í stórauknum mæli að fólk án sérmenntunar af nokkru tagi sé ráðið til kennslu. Best finnst mér sagan af manninum úti á landi sem ráðinn var til að keyra skólabíl- inn, en svo kom í Ijós að hann hafði ekki meirapróf, og þá var hann bara látinn kenna krökkunum í staðinn, en til þess starfa þarf lögum sam- kvæmt minnst þriggja ára há- skólanám. (Hver er að brjóta lög).. Umræður á þingi Á allra síðustu dögum hafa þessi' mál af margvíslegum ástæðum komið til aukinnar umræðu í þjóðfélaginu. enda ekki seinna vænna. Margir hrukku upp við vondan draum þegar þeir gerðu sér grein fyrir hversu mikil alvara stóð að baki aðgerða kennara. Á þriöjudaginn komu upp- sagnir kennara til umræðu á alþingi vegna fyrirspurnar frá Gunnari G. Schram til mennta- málaráðherra um hvað hún hyggðist gera til þess að ná sáttum í deilum kennara. Þess- ari umræðu varð ekki lokið og virtist reyndar vera skammt á veg komin þegar fresta varð fundi og verður væntanlega fram haldið á fimmtudag. Engu að síður köm ýmislegt athyglisvert fram. Það var t.d. fróðlegt aö heyra úr ræðustól alþingis persónulegt bréf frá ráðherra til þeirra kennara sem sagt hafa upp störfum, áður en þeim hafði borist bréfið. Það er í sfil við það þegar ráðherra sendi samtímis frá sér frétta- tilkynningu til útvarps og Morgunblaðs um bréf til HÍK og bréfið sjálft, og helber til- viljun réð því að stjórnin frétti ekki um efni bréfsins í útvarpi. Öllu merkilegra var þó að heyra þá yfirlýsingu ráðherra að það væri einróma ált ríkis- stjórnarinnar að hækka ætti laun kennara umtalsvert. það væri ekki bara vilji hennar og menntamálaráðuneytisins. Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að yfirlýsing af þessu tagi frá ráðherra úr ræðustól alþingis sé fyllilega marktæk. Sé svo ekki er hér lengra seilst í lýðskrumi en unnt er að ætla ráðherra. Tillaga Nú geri ég það að tillögu minni að menntamálaráðherra hafi forgöngu um það að ,samn- inganefnd ríkisins og þó eink- um formanni hennar sé form- lega tilkynnt um þennan vilja ríkisstjórnarinnar, því ekki hefur enn komið fram að hon- um sé kunnugt um þessa af- stöðu. Það er reyndar ekki af ástæðulausu að ég legg til að þessi háttur verði á hafður því undanfarna daga hefur komið fram að meiriháttar truflanir virðast vera á boðkerfi milli formanns samninganefndar ríkisins og menntamálaráðu- neytisins. Menntamálaráð- herra og fulltrúar hans hafa þráfaldlega klifað á því að á samningafundi 1. feb. s.l. hafi samninganefnd HÍK hafnað frckari viðræðum fyrren kjara- dómur sé fallinn. Hér er um tómt fleipur að ræða því í fundargerð frá þessum fundi sem send var menntamála- ráðunéyti s.l. föstúdag er sér- stakur liður þar sem tekið er afdráttarlaust fram að for- manni samninganefndar ríkis- ins og formanni hagsmuna- nefndar HÍK sé falið að finna næsta fundartíma. Það er alvarlegt mál ef ekki er hægt að treysta því að réttar upplýsingar berist um boðkerfi ríkisins, og engu líkara en að beinlínis sé verið að vinna skemmdarverk í viðkvæmu deilumáli. Hvað gerist? Allir vonast til þess að unnt verði að leysa þessi vandamál í tíma svo ekki komi til meiri- háttar vandræða með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Menntamálaráðherra verð- ur tíðrætt þessa dagana um að það sé frumskylda mennta- málaráðuneytisins að sjá til þess að skólastarf geti haldið ótruflað áfram. Einasta trygg- ingin fyrir að svo geti orðið er sú að kjör kennara verði stór- bætt og ættu ráðherra og önnur stjórnvöld að leggja alla áherslu á þá hlið málsins. Það dugir nefnilega ekki að eitt stjórnvald vísi á annað og lofi öllu fögru. Efndir verða að koma til og þar bera allir ráðherrar og sjálft hið háa Alþingi fulla ábyrgð. Gunnlaugur Ástgeirsson, kennari við MH, vuraformaður HIK Oskar Vilhelm Guðmundsson Fæddur 16. desember 1956 Dáinn 7. febrúar 1985 Með fáeinum orðum langar mig að kveðja ágætan vin minn Óskar Vilhelm Guðmundsson, sem lést af slysförum nýlega. Fyrir stuttu síðan kom Öskar í heimsókn til mín ásamt litla stráknum sínum, honum Birgi. Hann kom glaður og hress eins og hann var vanur að vera. Óskar lagði alltaf mikið upp úr góðri vináttu, og mikilvægi hennar. Hann var traustur vinur. Það var því engin tilvilj- un, að hann talaði um mikilvægi vináttunnar þegar liann kom í heimsókn til mín. Þaðvarfagurt sunnudagsveður, þegar þeir feðgar kvöddu og héldu saman niður að tjörn til að skoða íuglana þar. Þetta var ánægjuleg heimsókn sem ég minnist með hlýju. Óskar ræddi við mig um framtíðar áætlanir sínar, sem hann leit mjög björtum augum, en örlögin hafa nú knúið dyra á mjög sorglegan og skyndilegan hátt. Allt í einu erÓskar kvadd- ur burt úr þessu jarðneska lífi. Fyrir tæpum 14 árum kynntist ég Óskari fyrst, en þá vorum við báðir við nám í Ármúlaskóla. Bjartsýni og glaðværð var það fyrsta sem ég tók eftir í fari hans, og ótrúlegum dugnaði til starfa. Mörg sumur hafði Óskar verið í sveit og unnið crfið bústörf. Ég heyrði strax á Ósk- ari að hann heillaðist mikið af sveitarlífinu. Enda hvatti hann foreldra sína mikið til þess að rífa sig upp frá borgaralífinu og setjst að uppi í sveit. Hvatning- arorð Óskars höfðu tilætluð áhrif. Rauninvarðsú aðforeldr- ar hans og öll fjölskylda fluttist frá Reykjavík og upp í sveit, og hófu búskap að bænum Tungu í Gaulverjabæjarhreppi. Þrátt fyrir ungan aldur var Óskar orðinn þaulvanur öllum svcita- störfum, hann kunni réttu tökin á dýrunum og öllu sem að þeim sneri. Tókst honum með dugn- aði að drífa upp búskapinn að Tungu, og varð þannig foreldr- um sínum ómetanleg hjálp fyrstu árin í sveitinni. Fannst mér þetta lýsa Óskari vel. Þann- ig minnist ég hans og alls þess sem við gerðum saman á liðnum árurn. Við Óskar ferðuðumst tölu- vert um landið, og komum jafn- an við að heimabæ hans Tungu, þar sem ég kynntist fjölskyldu hans, og lífinu upp til sveita. Auk þess að fara saman um landið þá tókumst við á hendur stærri ferðalög. Fórum við í tvær skemmtilegar ferðir til Spánar. Þar gengum við um á sólarströndum en á sama tíma var hávetur hér heima á íslandi. Áttum við þar ánægjulegar stundir í góðra vina hópi. Seinna ferðuðumst við einnig saman til Frakklands, ásamt ágætum vini okkar. Þannig get ég haldið áfram að segja frá ýmsu sem á daga okkar dreif, en ég læt hér staðar numið. Óskar settist að hér í Reykja- vík og stofnaði heimili með eiginkonu sinni Önnu Kjartans- dóttur, að Reykjavíkurvegi 27. Það var alltaf ánægjulegt að koma í heimsókn til þeirra hjóna. Á heimili þeirra var jákvætt og hlýlegt andrúmsloft. Þangað var maður alltaf vel- kominn. Fyrir nákvæmlega einu ári síðan fórum við Óskar saman í minningarathöfn til að kveðja ágætan vin okkar sem dó á skyndilegan hátt. Nú aðeins ári seinna hafa sorgleg örlög hrifsað Óskar til sín fyrirvaralaust. Manni verður Ijóst að lengd hinnar jarðnesku vistar veit enginn fyrir. Minningin um Óskar liíir í hjörtum þeirra sem þekktu hann, hans nánustu að- standenda og fjölmörgu vina sem hann eignaðist allstaöar. Eftir margra ára vináttu okk- ar Óskars hef ég kynnst nánustu aðstandendum hans nokkuð vel. Eiginkonu hans Önnu Kjartansdóttur og börnum sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur, og foreldrum hans og systkinum. Bið ég þeim öll- um blessunar Guðs. Björgvin Björgvinsson Það var sumarið 1976, sem ég fyrst hitti Óskar. Samskipti hans viö einn bróður minn leiddu til þess að hann tók mig tali. Það sem greindi hann frá mörgum manninum, sem ég hafði kynnst, var hversu opinn hann var, strax við fyrstu kynni, eins og hann hefði þekkt mig lengi. Það voru alltaf jákvæð umræðu- efni í gangi, þegar.ég hitti hann, sama hvar var. Ekki virtist held- ur neitt standa í vegi fyrir honum, sama hvaö hann ætlaði að taka sér fyrir hendur. Oft velti ég þessu fyrir mér hvað hann gat tekið öllu vel. En þannig var hann og þannig minnist ég hans. Ekki er langt um liðið síðan Óskar kom í heimsókn til mín á Hringbraut- ina. Hann hafði gaman af að segja mér það sem framundan væri bæði í atvinnu- og hús- næðismálum sínum. Ég var heillaður af tali hans um vænt- anlegar byggingaframkvæmdir sem framundan voru. Það var sami tónninn og ávallt fylgdi honum og ekkert virtist í vegi standa. Það var þann 8. þessa mánaðar sem mér voru flutt þau tíðindi að þessi góðkunningi bróður míns hefði látist, degin- um áður, af slysförum. Mig setti hljóðan. Þessi lífsglaði drengur, sem talaði alltaf um björtu hlið- ar lífsins, var skyndilega horfinn. Hans nánustu ættingjum, konu hans og börnum votta ég dýpstu samúð. Megi lífsgleði þín verða hvatning fyrir alla sem hana skortir og lifa sterkt í minning- unni um þig. Þórir Björgvinsson. Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfá að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingar- dag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.