NT

Ulloq

NT - 15.02.1985, Qupperneq 12

NT - 15.02.1985, Qupperneq 12
Föstudagur 15. febrúar 1985 12 Svipmyndir frá opnun Keiluhallar í Öskjuhlíð ■ Sl. föstudag, !. febrúar, var Keiluhöllin í Oskjuhlíö formlega opnuð. I'ahgaö var boðiö mörgum gestum, sem komu til að samfagna forstöðumönnum Öskjuhlíðar hf. sem rekur Keiluhöllina. Formaður stjörnar Öskjuhlíðar hf. er Jón Hjaltason. Meðal gesta voru Steingrímur Herfnannsson forsætisráðherra, Davíð Oddsson borgarstjóri. Inga Jóna Þóröardóttir aðstoöarmaður menntamálaráðherra og Svcinn Björnsson, forseti lþróttasam- bands Islands. Við opnun keilubrautanna fengu margir af gestunum að spreyta sig við að rúlla kúlunni, og gekk þeim misjafnlega vel. Forsætisráðherra var klappað lof í lófa, því hann felldi allar keilurnar í fyrstu til- raun. Fcgarcru komnar 12 keilubraut- ir og síðari er áætlaö aö koma upp aðstöðu fyrir ýmsar aðrar íþrótta- grcinar. þannig að með tímanum verði þarna fjölbreytt íþrótta- og heilsurækatarstöð. Sverrir, Ijósmyndari NT var á staðnum og smellti af nokkrum niyndum. ■ Leikhópurinn „Svart og sykurlaust" fagnar gestum fyrir utan Keiluhöllina. Hér sjáum við eina úr leikhópnum taka á móti gestum. ■ Á ineðal gesta var Hrafn Gunnlaugsson, nýkominn frá Svíþjóð með titilinn „Besti leikstjóri Svíþjóðar" í farangrinum. Edda, kona hans er t.v. en Valgerður Bjarnadóttir í miöju. ■ Forsætisráðherra óskar forstöðumönnum Keiluhallar- innar til hamingju, þeim Ás- geiri Pálssyni (t.v.) og Jóni Hjaltasyni. ■ Steingríinur hefur náð mjög faglegri sveillu - enda felldi hann allar keilurnar.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.