NT - 28.02.1985, Blaðsíða 1

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 1
Siómannadeilan: Samningar á næsta leiti? - fundað fram á nótt Rýfur Friðrik Ríkisstjórnin mun greiða 180 milljónir í lífeyrissjóð sjómanna, samkvæmt heim- ildum NT. til að greiða fyrir samningum í deilu sjómanna og útvegsmanna, en sátta- fundur deiluaðila stóð enn er | NT fór í prentun. Nokkuð virtist miða í sam- I komulagsátt í gærkvöldi og átti að halda áfram fundi. I [gær var lögð áhersla á að ganga frá ýmsum minniháttar atriðum santninganna en enn var eftir að takast á um kaup- liði. Jón Sigurðsson, fulltrúi ríkisstjórnarinnar við samn- ingaviðræðurnar, var væntan- legur til sáttasemjara seint í nótt en ekki var vitað hvaða boð hann gæti fært. Annars voru ntenn fátalað- ir við blaðamenn í gær. Soph. samstöðu stjórnarsinna? - með breytingartillögum við útvarpsfrumvarpið ■ „Eg tel að tillögur mínar eigi hljómgrunn meðal sjálf- stæðismanna og nokkurra fram- sóknartnanna ásamt þingmönn- um Bandalags jafnaðarmanna en það er hins vegar spurning Oft bændum að - þegar búfé verður fyrir bílum - sjá bls. 3 Lausn á vanda kartöfluverksmiðjanna: Niðurgreiðsluleiðin - ekki innflutningsbann Milljónum varið í viðskiptafrelsi! ■ Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins ályktaði í gær að farin skyldi niðurgreiðsluleið til hjálpar innlendri kartöflufram- leiðslu í stað þess að banna innflutning á þessari vöru. Er reiknað með að ríkisstjórnin gangi að þessu þrátt fyrir þann vilja fjármálaráðherra, sumra þingmanna Sjálfstæðisflokks og allra Framsóknarmanna að banna innflutninginn. Matthías Á. Mathiesen við- skiptaráðherra lýsti sig á ríkis- stjórnarfundi í fyrradag alfarið andvígan innflutningsbanni á verksmiðjukartöflum (frönsk- um o.þ.h.). Aðrir ráðherrar sem tjáðu sig um málið voru hlynntir banni en ákveðið var að þingflokkur Sjálfstæðis- flokks leitaði að ntálamiðlunar- leið. Albert Guðmundsson kvaðst í samtali við NT álíta nær full- víst að Framsókn gengi að þess- ari tillögu og yrði gengið frá þessu máli í dag. Aðspurður um kostnað vegna þessa taldi hann að nokkrar milljónir færu í þetta en upphæðin næmi ekki tugum milljóna. Reiknað er með að niður- greiða allar þær verksmiðjukartöflur sem tilbún- ar eru til sölu frá verksmiðiun- um. Barnfyrirbíl B Ungur drengur varð fyrir bíl á Bústaðaveginum unt 8 í gærkvöld en meiðsli hans voru ekki alvarleg. Hann fékk að fara heim af slysadeild Borgarspítalans á tíunda tímanum í gær- kvöldi. Engar reglur um asna I Reykjavík - sjá bls. 3 Útflutnings- bæturnar lagðar af á 5 árum ■ Allar útflutningsbætur á landbúnaðarvörum verða af- numdai á næstu fimm árum og bændur fá afurðir sínar stað- greiddar er þeir færa þær til vinnslu. Þetta er m.a. í drögum að nýjum framleiðsluráðslögum, sem lögð verða fyrir ríkisstjórn- ina innan skamms. Bjarni Guðmundsson, að- stoðarmaður landbúnaðarráð- herra, skýrði frá þessu á Búnað- arþingi í gær, og aðspurður um hvort talið væri þjóðhagslega hagkvæmt að afnema útflutn- ingsbætur, sagði hann að talið væri hagkvæmara að verja þess- um fjármunum til uppbyggingar nýrra landbúnaðargreina og annarra atvinnugreina í dreif- býlinu, ogyrði því fé sem hingað til hefur farið til útflutningsbóta varið til þessa. Þá sagði Bjarni að á aðlög- unartímanum yrðu gerðir samn- ingar milli ríkis og Stéttarsam- bands bænda um útflutnings- bætur fyrir hvert ár, og að enginn væri kominn til með að segja að sjötta árið yrðu útflutn- ingsbæturnar endanlega af- numdar. Af öðrum atriðum hinna nýju framleiðsluráðslaga má nefna að gert er ráð fyrir að svæða- búmark leysi núverandi bú- ntarkskerfi af hólmi, þannig að ákvarðanir um kvóta búa verði færðar nær þeim sem við þær eiga að búa. Alelda í árekstri 5% þjóðarinnar f luttu í fyrra hvar Alþýðuflokkurinn stendur i þessu niáli," sagði Friðrik Sóphusson á Alþingi í gær er hann mælti fyrir breytingartil- löguin sínum við útvarpslaga- frumvarpið en þær ganga þvert á tillögur stjórnarmeirihlutans í menntamálanefnd um auglýs- ingar í útvarpsstöðvuin. Vill Friðrik kanna með breyt- ingartillögum sínum hvort ekki er meirihluti fyrir því nteðal þingmanna að fella niður höft á auglýsingar í útvarpslagafrum- varpinu. „Ég hefði kosið að frumvarpið hefði komið fram í öðrum búningi. Það ber um of merki þess að reynt hefur verið að ná samkomulagi milli stjórn- arflokkanna og ekki er gert ráð fyrir frelsi og samkeppni í út- varpsrekstri í þessum tillögum menntamálaneindar því fjáröfl- un stöðvanna eru skorður settar," sagði Friðrik. „Það hefur ekki verið rætt hvað við gerum að okkar tillög- um föllnum," sagði Eiður Guðnason formaður þingflokks Alþýðuflokksins en í okkar til- lögum er gert ráð fyrir því að auglýsingar verði leyfðar í út- varpi en ekki í sjónvarpi. „Ég hef ekki trú á því að Friðrik sæki stuðningsmenn við tillögur sínar í raðir þingmanna Framsóknarflokksins," sagði Páll Pétursson formaður þing- flokks Framsöknarflokksins og sagðist ekki vita betur en að þingflokkurinn stæði óskiptur að því samkomulagi sem náðist í meirihluta menntamálanefnd- ar neðri deildar, er NT leitaði álits hans á þessu máli í gær. -sjá bls.5 Mannslátiðá Grettisgötu: Maðurinn játar árás á Sigurð Óvíst hver dánarorsökin er ■ Karlmaðurinn sem handtekinn var vegna dauða Sigurðar Breiðfjörð Ólafssonar á Grettisgötu um helgina hefur játað að hafa veist að Sigurði og veitt honum áverka að- faranótt laugardagsins. Samkvæmt frásögn hjú- anna, sem sitja inni vegna þessa máls, yftrgáfu þau Sigurð rænulítinn eftir árásina þar sem hann lá í rúmi sínu. Mun maðurinn einn hafa átt þátt í árásinni en konan heldur reynt að stilla til friðar. Daginn eftir komu þau bæði í húsið aftur og var Sigurður þá eún meðvit- undarlaus á sama stað. Tóku þau þá það ráð að yfirgefa húsið og hringja eftir læknishjálp. Þórir Oddsson hjá RLR vildi að það kæmi skýrt fram að dánarorsök Sig- urðar er enn ekki kunn og því óvíst hversu alvarlegt brot væri þarna á ferðinni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.