NT - 28.02.1985, Blaðsíða 22

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 22
 Stórsigur Hollendinga ■ Hollendingar unnu Kýpurbúa 5-0 í 5. riðli undankeppni Evrópu- kcppni landsliða skipaðra leikniönnum undir 21 árs í knattspyrnu í Leeuwar- den í ■ Hollandi í fyrra- kvöld. Mario Been tvö, Johan Bosman tvö og Edvin Bakker skoruðu niörk Hollendinga í leiknum. Staðan í riðlinum er nú þessi: Holland.... 4 3 1 0 9-1 7 Ungverjaland .3 2 0 1 5-2 4 Austurríki .... 3 0 2 1 1-3 2 Kýpur...... 40 1 3 3-12 1 Jafntefli ■ Spánn og Skotland gerðu jafntcfli 0-0 í 7. riðli undankeppni Evrópu- keppni landsliða skipaðra leikmönnum 21 árs og yngri í knattspyrnu í Cad- iz á Spáni í fyrrakvöld. Þessi lið eru mótherjar íslendinga, sem eru í sama riðli. Staðan í riðlinum er þannig: ■ Katarina Witt (fyrir miðju) er talin sigurstranglegust á HM í kvennaflokki í listhlaupi á skautum. Hér er hún ásamt Ivanovu frá Sovét og Leistner frá V-Þýskalandi eftir EM í Svíþjóð. Spánn ........ 2 110 2-03 Skotland ..... 3 1111-23 ísland ....... 10 0 10-10 Grikkir unnu ■ Grikkir sigruðu Al- baníu í landsleik í knatt- spyrnu 21 árs og yngri. Liðin leika í 1. riðli Evr- ópukeppninnar og var sigurinn öruggur. Papat- heodorou og Dimopou- los skoruðu mörkin í síð- ari hálfleik. Áhorfendur voru 5000. Staöan í 1. riðli er nú þessi: Pólland 2 2 0 0 7 1 4 Grikkl. 2 10 13 5 2 Albanía 2 0 0 2 0 4 0 Júdó ■ Lið frá Evrópu sigr- aði á móti í júdó sem fram fór í París um síð- ustu helgi. Þarna kepptu lið frá Evrópu, Asíu, S- Ameríku og Afríku. í úrslitaviðureigninni sigr- aði Evrópa Asíu 4-3. Hnefaleikar: Don Curry þyngir sig ■ Heimsmeistarinn í velti- vigt í hnefaleikum, Don Curry, mun hækka um þyngd- arflokk cr hann keppir við félaga sinn frá Bandaríkjun- um, James „llarðhaus" Green í lok mars. Curry, sem er aðeins 23 ára hefur ekki tapað einum einasta leik í veltivigt en unnið 21 stykki. Hann niun nú keppa í léttmillivigt. „Harðhaus- inn“ hefur tapað fjórunr leikjum í léttmillivigt og er talinn vera sá áttundi besti í heiminum í dag. Margir eru á þeirri skoðun að Curry verði fljótlega sá besti í létt- millivigt í heiminum. Handknattleikur: Urslitakeppnin í 1. deild færist til vegna Evrópuleikja ■ Nú er Ijóst að úrslitakeppni fyrstu deildar karla í hand- knattleik færist til frá upphaf- lcgu skipulagi. Fyrsti hluti keppninnar verður að líkindum leikinn 14.-17. niars í stað 22.-24. mars. Næsta umferð vcrðursvo ekki fyrr en að líkindum I.-3. apríl. Þetta er vegna þess hve íslenskum félagsliðum hefur gengið vel í Evrópukeppnum að undanförnu, FH óg Víking- ■ Loks hefur verið ákveðið aö stofna aðdáendaklúbb Tott- enham Hotspur hér á landi. Stofnfundurinn verður á Sel- fossi, en þar eins og víða um land cru aðdáendur enska liðs- ins Tottenham Hotspur fjöl- margir. Fundurinn verður í ris- inu á Inghóli skemmtistað urbæði í fjögurra liða úrslitum. Nú er það bara spurningin, hvort síðustu tveir hlutar úr- slitakeppninnar þurfa að fara fram síðast í maí, þegar úrslita- leikjum Evrópukeppnanna er lokið... Úrslitakeppni neðri hluta fyrstu deildar verður eins og áður hefur verið ákveðið, svo og í annarri deild og þriðju. Þar er líka bara lcikin tvöföld um- þeirra Selfyssinga, laugardag- inn 2. mars og hefst hann kl. 13:30. Klúbburinn á að verða aðdáendaklúbbur Tottenham - áhangenda um allt land og eru þeir sem áhuga hafa á að kynna sér hann beðnir um áð hafa samband við Kristin Bárðarson í síma 99-1537 á Selfossi. ferð í stað fjórfaldrar í efri hluta fyrstu deildar..... Vígslu- leikur á gerfi- grasinu ■ NT hefur horist til eyrna að tii standi að Ieika vígslulcik á gerfi- grasinu í Laugardal. Á sá að verða 25. mars næst- komandi, og vera á milli tveggja úrvaísliða, annars vegar liðs Reykjavíkur og hins vegar liðs „Landsins". Knattspyrnu- ráð Reykjavíkur mun sjá um lið Reykjavíkur, en landsliðsnefnd KSÍ að líkindum um lið „Landsins". Yfirumsjón með öllu saman hefur íþróttabandalag Reykja- víkur. Strax síðastliðið haust, þegar gerfigrasvöllurinn í Laugardal var tilbúinn stóð til að leika á honum vígsluleik. En ekki varð neitt úr því. Síðan hefur verið æft grimmt á vellin- um, og einn stórleikur farið þar fram, leikur Luton Town og Reykja- víkurúrvalsins. Sá hlýtur í raun að hafa verið hinn eiginlegi vígsluleikur, en kannski á að vígja völlinn með lúðraþyt og öllu til- heyrandi. Eitt er víst, að Revkja- víkurúrvalið stendur bet- ur að vígi, hefur leikið á veilinum áður. Að ekki sé talaö um allar æfing- ar.... Aðdáendaklúbbur - Tottenham Hotspur stofnaður Fimmtudagur 28. febrúar 1985 22 Skautar: HM í Tókýó í næsta mánuði Búist við hörkukeppni hjá körlunum ■ í næsta mánuði fer fram í Tókýó í Japan, heimsmcistara- keppnin í listhlaupi á skautum. Eins og venja er þá er mikið talað um hverjir eiga mögu- leika á titlum og við hverju megi búast á þessu móti. í karlaflokki eru fjórir nefnd- ir sem helstu arftakar Banda- ríkjamannsins Scott Hamilton sem nú hefur lagt skautana á hilluna. Kanadamaðurinn Bri- an Orser, Sovétmaðurinn AI- exander Fadeuev, Tékkinn Jozef Sabovcik og bandaríski meistarinn Brian Boitano. Orser er aðeins 23 ára en hefur samt unnið kanadíska meistaratitilinn fimm sinnum í röð og hann er sá eini í heimin- um sem tekið hefur þrefalt snúningsstökk í keppni. Fade- yev varð Evrópumeistari 1984 en hann meiddist á sovéska meistaramótinu fyrir stuttu og er ekki víst að hann verði búinn að ná fyrri styrkieika fyrir mótið. Sabovcik náði að sigra á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg fyrr á þessu ári. Boitano er talinn vera sá besti í Bandaríkjunum eftir að Ham- ilton hætti og er á mikilli upp- leið. Hjá konunum er Katarina Witt talin sigurstranglegust en hún er núverandi Evrópumeist- ari, Heimsmeistari og Ólym- píumeistari. Witt er þó aðeins 19 ára. Helsti keppinautur hennar verður 17 ára bandarísk stúlka Tiffany Chin að nafni sem varð bandarískur meistari fyrr í þessum mánuði. Bogdan „njósnar“ - á B-keppninni í Noregi ■ Bogdan Kowalczyk lands- liðsþjálfari fer í dag til Noregs þar sem hann mun fylgjast með síðustu leikjum B-keppninnar í handknattleik. Með Bogdan fara þeir Jón Hjaltalín Magnús- son formaður Handknattleiks- sambands íslands, og Þórður Sigurðsson stjórnarmaður í HSÍ. Þeir félagar munu verða í Noregi fram yfir helgi, og stefn- an er að kortleggja toppþjóð- irnar í B-keppninni, því sex efstu fara í A-keppnina í febrú- ar á næst ári í Sviss. Þar verða fyrir sex efstu lið frá Ólympíu- leikunum í Los Angeles, þar á meðal litla ísland... ■ Bogdan fer til Noregs og Geir þjálfar drengina. Drengjalandsliðið í handbolta: Æfir á fullu ■ Drengjalandslið íslands í handknattleik, lið skipað leik- mönnum 18 ára og yngri, kepp- ir á Norðurlandamóti drengja- landsliða í Finnlandi í apríl- mánuði. Liðið æfir nú grimmt undir stjórn Geirs Hallsteins- sonar, þess kunna hanknatt- leiksmanns og þjálfara. Samkvæmt heimildum NT hefur aldrei verið eins mikið lagt í undirbúning drengja- landsliðs hér eins og nú. Æfing- ar hafa staðið síðan í október. Öll handknattleiksfélög í land- inu áttu kost á að senda leik- menn sem þeir töldu eiga erindi í liðið. Alls hafa verið prófaðir rúmlega eitt hundrað piltar, og nú eru 19 þeirra, sem valdir hafa verið úr, við æfingar. Það verða svo 14 piltar sem fara til Finnlands í apríl... Kvennalandsliðið - fer til Danmerkur í lok mars ■ Líklegt er að íslenska kvennalandsliðið í handknatt- leik fari til Danmerkur í lok mars og leiki þar tvo leiki við danska kvennalandsliðið. Þetta er ekki fullfrágengið en líkur standa til að þetta verði úr. Nýlega var skipt um þjálfara hjá danska kvennalandsliðinu, eftir fremur slælega frammi- stöðu liðsins að undanförnu. Nýi þjálfarinn heitir Ole Eliassen, og er gamall hand- boltajaxl, sem oft hefur leikið gegn íslendingum. Eliassen þessi hefur látið fara mikið fyrir sér í dönskum fjölmiðlum að undanförnu, og margt verið rætt og ritað í Danmörku um að nú sé stundin upprunnin, nú skuli danska dvennalandsliðið fara að láta til sín taka. Það var einmitt Ole Eliassen sem tók vel í málaleitan HSÍ, óg taldi mjög líklegt að af þessum leikj- um við ísland gæti orðið...

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.