NT - 28.02.1985, Blaðsíða 9

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. febrúar 1985 9 Egg hækka um 30%: Samkeppni eða samráð á markaðnum? ísegg hækkaði —hinir fylgja á eftir ■ Ekki verður séð að mikil samkeppni ríki á eggjamark- aðnum um þessar mundir, þótt því sé gjarna haldið frani af hálfu eggjaframleiðenda að verð eggjanna ráðist af mark- aðnum. ísegg hækkaði heild- söluverð á eggjum um 30% fyrir nokkrum dögum og aðrir stórir eggjaframleiðendur virðast munu fylgja í kjölfarið um mánaðamótin. Verð á eggjum stóð nokkuð í stað um eins árs skeið frá því í nóvember 1983 þar tii í nóv: s.l. þá hækkuðu framleiðendur eggjaverðið um 15%. Fimmtíu prósent á þrem mánuðum Samanlagt gera þessar hækkanir rétt um 50% á þriggja mánaða tímabili, sem er auðvitað mun meira en afsakast af almennri verðlags- þróun í landinu á sama tíma. Fulltrúar framleiðenda segja forsendur hækkananna cink- um vera gengisfellingu, hækk- un kjarnfóðurskatts og Iauna- hækkanir auk þess sem þeir hafi verið orðnir aðþrengdir fyrir. Launakostnaður mun þó vera tiltölulega lítilvægur þátt- ur í heildarkostnaöi við eggja- framleiðslu. Samráð eða ekki NT hafði samband við Ey- þór Elíasson hjá ísegg, sem að ■ Ef þú skyldir nú fínna hár í páskaegginu... Svíþjóð: Kvartanir borga sig Framleiðendur vilja komast hjá illu umtali ■ Þú hefur undantekningar- lítið vel upp úr því að kvarta yfir gallaðri vöru. En þú átt að kvarta við framleiðandann en ekki verslunina sem seldi þér vöruna. Fyrirtækin sleppa sjaldan tækifærum til að um- buna kvartendum. Það er nefnilega góð auglýsing. Þannig er þetta a.m.k. í Svíþjóð ef marka má frásögn sem birtist í Dagens Nyheter fyrirskömmu. Greinarhöfund- ur kveðst hafa byrjað feril sinn sem „atvinnukvartari" með því að senda súkkulaðiframleið- anda, bita af súkkulaði sem hárstrá hafði fundist í. Fram- leiðandinn sendi konfektkassa um hæl og þar með var kvartar- inn kominn á bragðið. í greininni í Dagens Nyheter eru rakin allmörg dæmi um rausn þeirra framleiðenda sem vildu snúa örlítið flekkuðu mannorði upp í góða auglýs- ingu. Svo virtist jafnvel sem umbunin yröi þeim mun meiri sem kvörtunarbréfið var hranalegar orðað. Þannig varð afraksturinn af kurteislega orðuðu kvörtunarbréfi sem fylgdi með lítilsháttar gallaðri pappírsbleyju, tveir pokar af gallalausum bleyjum, en þegar sama fyrirtæki fékk skömmu síðar aðra gallaða bleyju senda í póstinum og eftirfarandi skilaboð: „Getur verið að bleyja sem er jafn dýr og þessi, eigi ekki að vera betri en þetta?“ þá kom stærðarpoki til baka. þessu sinni reið á vaðiö með verðhækkunina og spurði hann m.a. hvort hann hefði haft sámráð við keppninautana á markaðnum um þessa hækk- un. Eyþór sagði slíkt ckki hafa verið gert en hann kvaðst þó hafa vitað fyrirfram að þeir væru fylgjandi hækkun og þyrftu á hcnni að halda. Eyþór' sagðist því reikna nieö að aðrir dreifingaraðilar myndu fylgja í kjölfarið með sömu eða svipaða hækkun enda kvaðst hann ekki reikna með að geta haldið hækkun- inni til streitu ef aðrir notuðu gamla vcrðið áfram. Nýja tæknin dýr Við spurðum Geir Gunnar Geirsson, eggjabónda á Vallá á Kjalarnesi, hvort hann hygð- ist hækka verð sinna eggja. Geir Gunnar kvaðst enn ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það en trúlega mætti vænta hækkunar um mánaðamótin. Aðspurður um hve hækkunin yrði mikil, sagði hann útilokaö að hún yrði meiri en h já ísegg, en helst var á honum að heyra hækkunin yrði svipuð. Þó vildi Geir Gunnar að svo stödcíu ekki útiloka að hún yröi eitt- hvað minni. Um hækkunarþörfina sagði Geir Gunnar að hún væri tví- mælalaust fyrir hendi og nefndi ■ Ný tækm hefur verið tekin upp við flokkun og mat eggja hérlendis. Hér er verið að gegnumlýsa egg hjá Isegg. Þessi tækniframför kostar þó peninga og á kannski veruiegan þátt í verðhækkuninni nú. Eggin sem þú kaupir í bakka í versluninni eru að hækka þessa dagana úr 113 kr. upp í tæplega 150 kr. kílóið. auk þess sem fyrr hefur verið talið, að hinar nýju flokkunar- vélar sem stærstu dreifingar- aðilarnir hafa komið sér upp, þyrfti náttúrlega að borga og ntenn hefðu ekki bitiö úr nál- inni með það enn. Nýja verðið Heildsöluverð eggja veröur eftir hækkun 143 kr. kílóið en var 110 kr. Smásöluverð ætti þó tæplega að fara upp fyrir 150 kr. því verslanir munu í flcstum tilvikum fá 10% afslátt af heildsöluverðinu. Miðað við 15% álagningu á hið raunveru- lega verð, sem mun vera al- geng álagning, ættu cggin að kosa 148 kr.kílóið í smásölu. Egg eru mun dýrari matur á íslandi en í flestum nálægum löndurn. Verðmunurinn hefur rcyndar farið nokkuö minnk- andi hin síðari ár þótt nú hafi hins vegar orðið afturkippur í þeirri þróun. Því má reyndar bæta við að seinna bréfið var undirritað af karlmanni, hvaða þýðingu sem það kann að hafa haft. Greinarhöfundur leggur ríka áherslu á það að kvarta beint til framleiðandans. Ef þú ferð í verslunina þar sem varan var keypt, færðu henni kannski skipt, en heldur ekki meira. Auk þess krefst það þess að þú sýnir af þér ítrustu kurteisi og hæversku. Reitir þú afgreiðslu- fólkið til reiði máttu eiga von á því að það taki málstað framleiðandans og haldi því fram að skemmdirnar séu þér að kenna. Þetta gildir sem sagt í Svíþjóð. Ekki höfum við haft neinar spurnir af því hvernig íslenskir framlciðendur haga sér í slíkum málum, - en kannski þykir cinhverjum les- endum ómaksins vert að prófa. Kiwanismenn í Eyjum stuðla að slysavörnum: Almanök fyrir flotann til að minna á tilkynningaskylduna Frá fréttaritara NT í Kjjum I.G. ■ Kiwanisklúbburinn Helga- fell i Vestmannaeyjum hefur látið gera almanök og sent þau til alls flotansyfir 12 brúttólest- ir til þess aö minna á tilkynn- ingaskylduna. Vcröur gjöfinni síðan fylgt eftir með sendibréf- um en markmiðið með þessum aðgerðum hjá Kiwanismönn- um er að þurfa aldrei að heyra í fjögur fréttunum auglýst cftir skipum sem hafa gleymt að liafa samband við tilkynninga- skvlduna. Misdýrt mýkingarefni ■ Verðmunur á mýkingar- efni getur veriðnánastótrú- legur, að því er fram kemur í febrúarhefti sænska neytendablaðsins Rád och Rön. 1 þeirri könnun sem grein- in byggir á, var gengið út frá því magni sem þarf í hvert kíló af þvotti. Þetta magn reyndist við athugun kosta frá 3 uppí 19 aura sænska. Það versta er þó að neyt- andinn á mjög erfitt með að bera saman verðið í verslun- inni. Oftast er upp gefið að svo og svo marga tappa þurfi í ákveðið magn af þvotti, en tapparnir eru auðvitað mis- stórir en auk þess eru efnin ákaflega missterk. ■ Magnús Kristinsson fyrrverandi formaöur Kiwanisklúbbsins Helgafells sem átti upptökin að tilkynningarskyldualmanakinu. Hugmyndin að þessu fram- taki kom til eftir hið hörmulega Helliseyjarslys og frækilegt sund Guðlaugs Friðþjófsson- ar. Akvað klúbburinn að gera eitthvað til að bæta slysavarnir og var haft samráð viö SVFI um framkvæmdir en aðal- hvatamaðurinn að gerð alman- aksins var Magnús Kristinsson fyrrverandi forseti Kiwanis- klúbbsins. 1500 eintök voru prentuð af almanakinu og voru 2 send í hvert skip. Eigendur minni báta geta nálgast almanakið hjá SVFI eða Kiwanisklúbbn- NT-mynd: Inga. um Helgafelli. Klúbburinn hefur staðið fyrir kostnaði við gerð þess og fjármagnað hana með auglýsingum og vonast aðstandendur hans til að koma með ágóða út úr útgáfustarf- seminni, sem þá verður varið til slysavarna. Hannes Haf- stein hefur samið alla texta á almanakinu og þakka Kiwanis- ntenn honurn og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg, hlýhug og skilning við framkvæmd þessa átaks. Núverandi for- maður Kiwanisklúbbsins Helgafells er Richard Þorgeirs- son.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.