NT - 28.02.1985, Blaðsíða 8

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 8
1 \\' Fimmtudagur 28. febrúar 1985 8 l lI Lesendur hafa orðid Fræðsluerindi sem næst miðbænum ■ Erindi Sigurlaugar ætti kannski erindi í útvarpiö. ■ Dagblööin sögöu frá því fyrir skömmu uö frú Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur heföi flutt frábært erindi um fuglalíf- iö í Vigur á fundi i Fuglavernd- arfélaginu. Ekki er þaö ótrú- legt, því kunnugt er af setu frúarinnar á Alþingi, að hún er bæði vel greind og vel máli far- in, og enginn mun draga í efa þekkingu hennar á fuglalífínu i heimabyggð sinni. - En fund- urinn var haldinn kvöldtíma vestur í bæ, svo þeir sem gamlireruorönir, oglítiðgefn- ir fyrir aö vera aö heiman þegar kvöldar, munu margir hafa misst af erindinu. Þegar um almenn fræðslu- erindi er að ræða, sent ætla má aö cldri borgarar hafi gam- an af aö hlusta á, ætti að flytja þau sem næst miðborginni. Þangaö eru greiðastar sam- göngur meö strætisvögnunum eins og allir vita. Væri nú til of mikil mælst, að félagið fengi frúna til að flytja þetta erindi sitt í útvarp- inu svo almenningi gæfist kost- ur á að hlýöa á það. Margir gamlir eyjaskeggjar, sem á yngri árum sínum höföu gam- an af fuglunt, mundu fagna því. B.Sk. Útgerðarmenn gætu sparað Guðmundur Sigurðsson hringdi: ■ I sambandi við sjómanna- vcrkfallið, Iangar mig að koma því á framfæri að ég er orðinn þreyttur á að hlusta sífellt á Kristján Ragnarsson barma sér í fjölmiðlum yfir vandamálum útgerðarinnar. Ég efast rcynd- ar um að útgcrðin gangi cins illa og hann vill vera láta! Þcss eru dæmi að útgerö borgi togara á borðið og ekki veröur bctur séð en Hvalstöðin beri sig þokkalcga svo dæmi sé tckið. Eigendur útgeröa viröast líka lifa eins-og blómi í eggi eöa Hollywoodstjörnur. ef marka má bílaflota þcirra og íbúðarhúsnæði. Þar er ekkert til sparað. Útgefðarmenn mættu gjarna fara að senda annan fulltrúa en Kristján Ragnars- son 'til fréttamanna og svo finnst ntér að þeir mættu fara að snúa sér aö sparnaði. t Skrífíð til: NT Lesendasíðan Síðumúla 15 108 Reykjavík ...eða hringið í síma 686300 milli kl. 13og 14 ■ Að sjálfsögðu eigum við mynd af Duran Duran Endursýnið Duran Duran ■ Ég er mikill Duran Duran aðdáandi, og skil ekki þá sem halda upp á Wham. En ekki meira með það við skuium konta okkur að efninu. Mig langar að biðja sjónvarpið að endursýna tónleikana með Duran Duran sem sýndir voru milli jóla og nýárs. Ég missti af þeim tónleikum. og veit að ég er ekki einn um það. Ég vil hvetja alla Duran Duran aðdáendur sem misstu af tón- leikunum að láta í sér heyra. Síðan er annað. Ég vil fá Duran Duran hingað til lands. Ef farin yrði ferð til útlanda til þess að horfa á Duran Duran væri öruggt að ekki kæmust allir þeir sem vildu. Að lokum vil ég biðja NT um að birta mynd af Duran Duran, ef hún er til. Duran Duran aðdáandi. Reikningsdæmi um landbúnað Bjórinn bjargar öllu ef... Burt með neikvætt þras og þref það fannst leið til dáða. Bjórinn bjargar öllu ef Albert fær að ráða. ■ Nei annars. Ég er orðinn hundleiður á þessu sífellda narti í Albert fjármálaráð- herra. Eins og það sé honum að kenna, þetta basl okkar í efnahagsmálum. Margir eru kallaðir, sem kryfja vilja þessi mál til mergjar, og finna út hvar hundurinn liggur grafinn. Mér dettur í hug einn rnaður sér- staklega, sem telur sig grannt vita um grafreit hvutta. Sá nefnist Jónas og er Guðmunds- son. Hann fæst við myndlist og sagnagerð, en gæti mín vegna verið hag-eða viðskipta- fræðingur, svo er maöurinn tölvís. Hann álítur bændur hinar mestu vanmetaskepnur, sem valdi þjóðarbúinu hinum mesta skaða og nefnir rnargar tölur, sumar ótrúlega háar í málflutningi sínum. Það er kostur við Jónas að hann talar hreint út og tæpi- tungulaust. Hann telur hag- kvæmast að leggja þessa bú- grein, landbúnaðinn, niður en halda bændunum uppi á styrkj- unt þeim er til þeirra renna úr vösum borgaranna. Engin von er samt til þess að þetta megi takast, því bændur vilja sitja sem fastast á búum sínum. Og nú eru þeir farnir að praktísera það að fá greiðslu fyrir vöru sem þeir framleiða ekki. Hvernig sem slíkt kerfi verður nú í framtíð- inni, hvort þeir heimta eitt- hvað ákveðið fyrir hvert kg af kjöti eða mjólk sem þeir ekki framleiða, eða hvernig slíkt kerfi reynist í tölvuvinnslu. Af því hvað við Jónas erum komnir í svakalega útreikninga langar mig til að biðja hann að hjálpa mér að finna það út. hvað það er sem þjóðfélags- byggingin, þetta efnahags- bákn. hvílir á. Góðar undir- stöður eru mikilvægar og mér skilst að undirstöðurnar í þessu tilfelli, séu það sem á nútíma- máli kallast framleiðni, en mætti einnig kalla verðmæta- sköpun. Þá er það spurningin, hvað það er í þjóðfélaginu sem kall- ast þessu nafni. Ég hugsa að okkur Jónasi hafi boðist eitt- hvað brattara en að finna það út. Ég ætla að benda á tvo þætti, sem flokkast undir þetta fína orð, framleiðni: Annar er að draga fisk úr sjó, án þess þó að ofveiða. það telst til undir- stöðu efnahagslífs. Hinn þátt- urinn er gróðurmáttur moldar- innar, hverju hún getur skilað með hæfilegri áburðargjöf. Þar er jú reyndar einnig unt undir- stöðuatriði að ræða. Fleira bætist í undirstöðu þessa. Nefna má stóriðju. þjónustu við ferðamenn og iðnaðarútflutning og fleira má eflaust tína til. En nú er það erfiðasta eftir, en það er að finna út hvað þessar undirstöður hver fyrir sig standa undir stórum hluta vfirbyggingarinnar. Hvað t.d. sjávarútvegur eða landbúnað- ur skaffa háa atvinnuprósentu í þjóðarbúskap okkar. Þetta dæmi bið ég Jónas að hjálpa mér við að reikna. Þeg- ar þær niðurstöðutölur eru fengnar getum við farið að festa eitthvað fleira á blað um landbúnaðarmál. Ingim. Einarsson Dag- bók Bridgedeild Barðstrendingarfélags- ins Mánudaginn 18. febrúar lauk aðalsveitakeppni féiags- ins. Sveit Gunnlaugs Þor- steinssonar sigraði. Auk hans spiluðu Hermann Ólafsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Sveinbjörn Axelsson. Staða efstu sveita að lokinni keppni: Gunnlaugur Þorsteinsson 227 Ragnar Þorsteinsson 188 Sigurður ísaksson 183 Viðar Guðmundsson 167 Friðjón Margeirsson 157 Mánudaginn 25. febrúar hetst barómeterkeppni félags- ins og er þegar fullbókað í hana. Keppnin hefst stundvís- lega kl. 19:30. Spilað er í Síðumúla 25. Keppnisstjóri er Herntann Lárusson. Fornbílaklúbburinn heldur fræðslu- og skemmtikvöld í Freyjubúð að Freyjugötu 27, að venju síðasta fimmtudags- kvöld mánaðarins, sem nú er 28. febrúar.' Dagskráin, sem hefst kl. 20.30, er að venju laus í reip- unum. Fasti hluti dagskrár kvöldsins verður myndasýning Hinriks Thorarensen og Helga Magnússonar. Meðal efnis verða myndir frá stærsta bíla- kirkjugarði á Norðurlöndum, einni stærstu bílapartasölu á Norðurlöndum, frá söfnum og fleira. Áhersla er lögð á að þessi kvöld séu „opið hús" hjá klúbbnum og við hvetjum fél- aga til að fjölmenna og taka með sér gesti sem áhuga hafa á fornum bílum og bílasögum. Hvar í ósköpunum fót- brotnaði maðurinn? ■ Fótbrutnaði ofan í skurði er feitletruð fyrirsögn í frétt í NT í dag. En ég segi: Þetta er vitleysa. Maðurinn liefur ekki fótbrotn- að ofan í skurðinum. Hann hefur farið ofan í skurðinn, verið að vinna niðri í skurðin- um, og þar hefur hann fót- brotnað. niðri í skurðinuin. Þetta er undarlegt skilnings- leysi af lærðum mönnum og rnikill skortur á eðlilcgri máltil- finningu. Það er sama vitleysan, þegar menn eru að fara erlendis. Menn fara til útlanda, en á meðan þeir dvelja þar. eru þeir erlendis. Ég get þó virt það við þenn- an fréttamann, að hann skvldi sleppa því að smjatta á þessari venjulegu, bölvaðri viðbót; „nteð þeim afleiðingum". Það hefði alveg verið hægt að koma henni þarna að og þurfti varla góðan vilja til. Kær kveöja, Stefán Sigurðsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.