NT - 28.02.1985, Blaðsíða 10

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 28. febrúar 1985 10 Lárus Daníelsson bóndi Fremri-Brekku, Dalasýslu Héðinn Finnbogason Fæddur 20. ágúst 1901. Dáinn 16. febrúur 1985. Foreldrar Lárusar voru hjón- in Guðrún Lárusdóttir og Dan- íel Guðnrundson, er þá voru í húsamennsku að Hróðnýjarstöð- um í Laxárdalshreppi, en l'luttu þaðan þremur árum síðar að Ormsstöðum í Klofningshreppi og bjuggu þar í nokkur ár og síðan í Langeyjarnesi og viðar þar í sveitinni. Það var ekki auðvelt fyrir efnalítið fólk á þeim árum að fá gott jarðnæði til frambúðar. Þegar Lárus var 7 ára gamall missti hann föður sinn. Hann var að mestu hjá móður sinni fram yfir fermingu, en þá fór hann til móðurbróður síns, Guðmundar, er bjó á Bakka í Arnarfirði. Þar vcstra var hann í rúnt fjögur ár og stundaði þá sjóinn, cn vann annars öll heint- ilisstörf eftir þörfum. Aftur lá leið Lárusar í Dali og þá að Langcyjarnesi, þar sem hann hóf búskap og bjó þar í nokkur ár ásamt ntóður sinni. Lárus þótti snemma kraft- mikill og vandist hann ungur að árum á að vinna og bjarga sér, því ntóðir hans hafði fyrir fleiri börnunt að sjá. Það var ekki um annað að ræða en að duga eða drepast, eins og hann orðaði það eitt sinn við ntig. Suntarið 1927 kont í kaupa- vinnu til foreldra minna að As- garði, ungur piltur, þrekvaxinn, Ijóshærður, kímileitur og fjör- mikill. Þessi maður var Lárus Daníelsson þá kenndur við Kvennhól í Klofningshreppi. Túnaslætti var nýlokið og hey- skapur á fjalli a’ð byrja. Engj- arnar voru blautir brokflóar. Við fjallaheyskap voru að jafn- aði 8 manns. Það var föst venja að heyja á viku Itverri 260 kapla og koma heyjum Iteint á tún jafnóðum, hvernigsem viðraði. Lárus lenti í þessum fjallahey- skap, sem hann var alls óvanur og var liann látinn binda heyið. Það verk var ekki létt, því eigi mátti heyið úr böndurn fara á hcimleiðinni. Honum tókst starfið vel og gat sér orðstír góðan. Þetta smnar kynntist ég Lár- usi fvrst og síðan hefur fundunt okkar borið saman annað slíigið. Lárus var eftirsóttur til starfa bæði á sjó og landi, því hann hafði á sér orð fyrir dugnað og verkhyggni. Það var á þessum árum, sem hann fór í „verið" til Vestmannaeyja nokkrunt sinnum. Þá kynntist hann sinni ágætu konu, Guðnýju Nikólínu Einarsdóttur frá Búðarhóli í Landeyjunt. Hún var væn kona, myndarleg, einörð og greind vel. Þau voru dugmikil og sam- hent hjónin og búnaðist alls staðar vcl. Börn þeirra eru: Guðntundur skipasmiður í Hafnarfirði, kvæntur Birnu Öskarsdóttur, Guðrún riú bú- setl í Rcykjuvík. Valgerðui á l;remri-Brekku. Hún tók við búi foreldra sinna 1979. Lárus og Guðný hófu búskap að Kvennhóli í Klofnings- hreppi og bjuggu þar fyrstu árin, en tóku áriö 1932 tii leigu Akureyjar í Gilsfirði og bjuggu þar í 13 ár. Á þessum árunt komu þau fjárhagslega fyrir sig fótuni. í eyjunum er dúntekja, selveiðar og ýmis önnur hlunnindi, ’sem vel var hugsað um og þau nýtt eftir bestu gctu. Lárus var farsæll sjómaður og oft til hans leitað, enda greiðvikinn og úrræðagóð- ur. Hann kunni að sigla gegnum brim og boða og haga seglum eftir vindi. Hann fór víða um Breiðafjörðinn á þessum árum og kynntist mörgum mönnum og eignaðist vini og kunningja. Hann var ötull ferðamaður, bæði á sjó og landi. Búskapur í eyjunt heimtar fólk og fleira fóík. en þörf er fyrir við venju- legan búskapá landjörðum. Það varð því margur nauðugur vilj- ugur að hætta við cyjabúskap, þegar fólki fækkaði og atvinna annars staðar fór vaxandi. Lárus og fjölskylda hans hafði því hug á að breyta til, ef sæntilegar landjarðir losnuðu úr ábúð. Þegar þau hættu búskap, Ragnheiður og Magnús, sem lengi Itöfðu búið góðu búi að Fremri-Brekku í Saurbæ keypti Lárus af þeim jörðina árið 1945 - og bjó hann þar til 1978, cr Guðný kona hans lést. Á Fremri-Brekku ræktaði Lárus mikið og byggði upp og stækkaði allan húsakost jarðar- inar. Hann hugsaði alltaf fyrir því er framkvæma þurfti og sinnti öllu vel er að búskap laut. Heyforði var jafnan mikill og fénaður vel fóðraður og afkoma búsins góð. Vélar og tækni kunni hann með að fara og hafði af þeim ntikil not. Bú- skapurinn bar þess vott að þar væri snyrtimennska og um- gengni góð. Hann var bóndi ágætur og bjó í 54 ár alls. Lárus naut lengst af barna sina og barnabarna við búskap- inn. Valgerður dóttir hans hefur að mestu verið heima. Guðrún dóttir hans og Guðjón Rögn- valdsson maður hennar byggðu yfir sig á Fremri-Brekku og voru þau þar í rúm 20 ár, ásamt börnum sínum. Þau fluttu til Reykjavíkur ogslitu þá samvist- um. Barnabörnin og mörg önn- ur börn voru í Brekku unt lengri eða skemmri tíma og nutu um- hyggju og forsjálni góðra hús- bænda. Vina- og kunningja- hópurinn var stór. Móðir Lárus- ar var á heimili hans til dauða- dags 1947. Daníel bróðir hans Fæddur 25.04. 1896 Dáinn 21.02.1985 ■ í dag fimmtudag verður til moldar borinn frá Bústaða- kirkju Ásgeir Halldór Jónsson, fyrrverandi bóndi og hrepp- stjóri frá Valshamri á Skaga- strönd. Hann andaðist á Öldrunar- deild Landspítalans Hátúni lOb 21. febrúars.l. 88 ára að aldri. Mcð honum cr genginn til feðra sinna mikill sóma og dugn- aðarmaður. Ásgeir var fæddur á Vals- hamri á Skagaströnd. Foreldrar Itans voru hjónin Kristín Daníelsdóttir og Jón Jónsson hreppstjóri ogbóndi þar. Ásgeir var þar lengi og svo var um marga er þar vistuðust. Lárus var unt skeið í hrepps- nefnd Skarðshrepps og í stjórn Kaupfélags Saurbæinga og lengi gjaldkeri Sjúkrasamlags Saur- bæinga. Hann var ákveðinn í skoðunum og þeir sem minna máttu sín í lífsbaráttunni áttu „hauk í horni" þar sem hann var. Síðustu 6 árin átti Lárus við rnikil veikindi að stríða. Því tók hann með karlmennsku og hlífði sér hvergi. Hann dvaldi oft á sjúkrahúsunt og gekk þá undir uppskurð en náði sér í ntilli. Hann fékk sér góðan bíl og heimsótti kunningja og skoð- aði landið, sem lítill tími var til áður. Lárus hafði yndi af að um- gangast börn og vænt þótti hon- um um sín 18 barnabörn og barnabarnabörn. Oft dvaldí hann á Fremri-Brekku á meðan heilsan leyfði, en síðari árin ýmist hjá Guðrúnu dóttur sinni í Reykjavík, eða á heimili Guð- mundar sonar síns og Birnu konu hans. Þar dvaldi hann síðustu mánuðina, áðuren hann fór á sjúkrahús og naut þar ástríkrar þjónustu. Lárus lést á St. Jósefsspítal- anunt í Hafnarfirði þann 16. febrúar s.l. Jarðarförin fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. febrúar að við- stöddu fjölmenni. Þeir voru margir sem mundu hressilegu breiðfirsku hetjuna. Að leiðarlokum þakka ég kynnin og vinsentd alla og votta aðstandendum santúð mína og konu minnar. Blessuð sé minning Lárusar Daníelssonar. Ásgeir Bjarnason. ólst upp hjá foreldrum sínum, þar sem hann hlaut venjulega barnafræðslu þess tíma. Ásgeir var einn af þrem bræðrum og er hann sá síðasti sem nú kveður þennan heim. Snemma fór Ás- geir að vinna við búið hjá for- eldrum sínum, eins og var siður í þá daga og starfaði hann að búskap alla tíð af mikilli sam- viskusemi og önnur störf sem honum voru fallin fyrir sveit sína en hann var hreppstjóri í 48 ár. Hann giftist föðursystur minni Áslaugu Guðmundsdóttir og byrjuðu þau búskap að Vals- hamri og bjuggu þar myndar búi þar til árið 1979, er þau Fæddur 10. maí 1923 Dáinn 23. febrúar 1985 í dag er til moldar borinn frá Bústaðakirkju í Reykjavík Héð- inn Finnbogason. héraðsdómslög- maður. tæpra 62 ára að aldri. Kallið kom snöggt og óvænt, svo að við samstarfsfólk hans í Trygg- ingastofnun ríkisins þar sem hann starfaði tvo síðustu áratugi erum naumast farin að átta okkur á því að Irann skuli ekki lengur vcra á meðal okkar. Aðrir kunnugri munu vcrða til þess að rekja ætt Héðins og upp- runa. enda eru þessi fáu orð fyrst og fremst rituð í því skyni að kveðja góðan dreng og kæran samstarfsmann. Þess skal þó getiö, að Héðinn var Mýramaður. ættað- ur frá höfuðbólinu fornfræga Hít- ardal í Hraunhreppi vestur. Hann bar í brjósti óvenjulega tryggð til fæöingarstaðar síns og tfskuheim- ilis og var stoltur af því að eiga kyn sitt að rekja til Mýramanna hinna fornu. Megineinkcnnin í skapgerð Héðins Finnbogasonar voru hin létta græskulausa lund, félagslyndi og vilji til góðra verka. Lögmanns- störf létu honum vel. enda er góðvild og mannskilningur mikils- verðari þáttur í störfum lögmanna en harka og óbilgirni. Mér er vel kunnugt um það. að Héðinn var vinsæll lögmaður af þeim mörgu scm þurftu til hans að leita, eitrk- um í sambandi við skuldaskil og munu margir viðskiptavinirTrygg- ingastofnunar ríkisins og lífeyris- sjóða starfsmanna ríkisins sakna þar vinar í stað. Fyrir hönd stjórncnda og starfsmanna Tryggingastofnunar ríkisins færi ég Héðni Finnboga- syni einlægar þakkir fyrir ánægju- leg samskipti og vel unnin störf. Fari hann í friöi. Guðjón Albertsson bregða búi og selja jörðina og flytjast til Reykjavíkur þar sem heilsa þeirra var farin að bila. Ásgeir og Áslaug eignuðust fjögur börn, Erlu, gift Björgvini Björnssyni Ásu, gift Ingvari Kristinssyni, Jón giftur Valgerði Kveðja frá Framsóknarfélagi Reykjavíkur Héðinn Finnbogason hafði um áratugaskeið starfað innan Fram- sóknarfélags Reykjavíkur, og var í hópi áhugasömustu félaga þar. Þegar slíkur maður fellur frá fyrir- varalaust, er skarð fyrir skildi. Héðinn fylgdist grannt með þjóðmálaumræðunni, og var jafn- an virkur í hcnni. Skoðanir sínar lét hann í Ijós umbúðalaust. án þess þó að þröngva þcim upp á nokkurn mann. Hann var vinsæll og vinamargur. Og á góðum stund- um var hann hrókur alls fagnaðar. Það var einmitt á slíkri stund, scm kallið kom svo skyndilega. Fyrr um kvöldið höfðum við átt langar viðræður unr verkcfni, sem beið úrlausnar næstu daga. Eins og jafnan áður var hann áhugasamur og fastmælum bundið að hittast nokkrum dögum síðar. Af þeim fundi gat því miður ekki orðið. Fyrir hönd hinna fjölmörgu vina hans í Framsóknarfélagi Reykja- víkur, eru þessar fáu línur settar á blað til að votta •góðúm félaga virðingu á skilnaðarstund. Alfrcð Þorsteinsson, forinaðnr FR. Gunnarsdóttur og Gylfi giftur Sveinlaugu Júlíusdóttur. Ég sent þessar línur skrifa átti því láni að fagna að fá að dvelja hjá þeim á sumrin síðustu árin og alltaf voru móttökurnar jafn höfðinglegar. Ásgeirhafði gant- an að lesa góðar bækur og ljóð og var gaman að ræða við hann, hann var oft hnyttinn í svörum og átti gott með að koma fyrir sig orði. Ég vil með þessum fáu orðum þakka honum samfylgd- ina og þá tryggð sem hann hefur sýnt fjölskyldu minni í gegnunt árin. Blessuð sé minning hans. Innilegar samúðarkveðjur til eiginkonu^barna, tengdabarna, barnabarna. Far þú í friði - friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Arnar Axelsson. Asgeir Halldór Jónsson Ágúst1914 ■ Barbara W. Tuchman. Barhara W. Tuchnian: Augusl 1914. Macmillan, l.ondon, 19811. 499 bls. ■ Fáir munu neita því, að ágúst- mánuður 1914 hafi vcrið cin af mestu örlagastundum cvrópskrar sið- menningar. í byrjun mánaðarins laust evrópsku stórveldunum saman í styrjöld, sem síðar átti eftir að breið- ast út til annarra álfa og er þekkt sem heimsstyrjöldin fyrri. I þessari bók rekur Barbara Tuclt- man aðdraganda styrjaldarinnar og sögu hennar fyrsta mánuðinn. Hún hefur frásögnina á lýsingu á útför Játvarðar VII. Bretakonungs í ntaí 1910, en þar söfnuðust saman hvorki fleiri né færri en sjö konungar og keisara, auk ótölulegs fjölda annarra konungborinna, svo ekki scu ncfndir allir sendiherrar, sérstakir sendifull- trúar og aðalsmenn af ýmsu þjóðerni. Þenna ntaímorgun voru saman- komnir í Lundúnaborg fulltrúar allra þeirra ríkja, scm aðeins rúmum fjór- unt árum síöar áttu eftir að leiða þjóðir Evrópu út í mcsta hildarleik, sem mannkynið hafði upplifað. Höf- undur notar útförina til að kynna persónurnar, draga fram einkenni þcirra og lýsa sambandi þeirra inn- byrðis og afstöðu þeirra gagnvart ’ öðrum þjóðum. Þessu næst tekur Tuchmttn til við að lýsa aðdraganda styrjaldarinnar og síðar. er stríðið var yfirvofandi. Iciðir hún lesandann frá einni höfuö- borg til annarrar, skýrir frá stöðu hverrar ríkisstjórnarinnar á fætur annarri, lýsir því hvað mönnum var efst í liuga á hverjum stað, hvað rak þá út í stríð og hvað hefði getað komið í veg fyrir styrjöldina miklu, ef örlítið meiri góðvild og sanngirni hefði fengið að ráða. Hvers végná braust heimsstyrjöldin út í ágúst 1914. og hver átti sök á henni? Um þetta hafa margar lærðar og ólærðar bækur verið skrifaðar og sýnist sitt hverjum, eins og vænta má. Barbara Tuchman reynir ekki að gefa tæmandi svör viðspurningunum. I lún ítrekar það, sent alkunna er. að heimsstyrjöldin var nánast beint framhald af fransk-þýska stríðinu 1870-1871. Frakkar höfðu beðið þess málþola að ná frant hefndum eftir ófarirnar og stofnað til bandalaga í þeim tilgangi að tryggja sig, ef aftur kæmi til átaka við Þjóðverja. Þjóð- verjar voru að síntt leytinu reiðttbúnir að berja aftur á Frökkum, en hvers vegna breiddist stríðið út, hvers vegna drógust t.d. Bretar og Rússar inn i það? Tuchman sýnir fram á, að Rússar voru næsta sigurvissir og vildu gjarnan fá tækifæri til að stríða við Þjóðverja og Austurríkismenn, þó ekki væri nema til þess að sanna umheiminum að þeir gætu unnið stríð, þrátt íyrir ófarirnar gegn Japön- unt 1905. Voru Rússar þó flestum þjóðum verr til stríðs búnir. eins og brátt kom í ljós. Um Breta gegndi allt öðru máli. Sumarið 1914 sat stjórn Frjálslynda flokksins undir forsæti Asquith að völdum í Bretlandi. lnnan liennar voru mjög skiptar skoðanir unt þátt- töku í ófriðnum og raunar var minni- hluti innan stjórnarinnar með stríði fyrr en Þjóðverjar rufu hlutleysi Belg- íu, sem Bretar töldu sig bera ábyrgð á. Og Tuchman sýnir fram á, að jafnvel síðasta daginn áður en Bretar settu Þjóöverjum úrslitakosti hefði ekki þurft nema eitt frá öðrum hvor- um aðilanum til þess að koma í veg fyrir þátttöku Breta í styrjöldinni. í ágústmánuði 1914 voru háðar marg- ar niestu orrustur heimsstyrjaldarinn- ar fyrri, bæði á austur- og vesturvíg- stöðvunum. Þeim er lýst í bókinni. oft á mjög dramatískan hátt, en niðurstaðan var sú, að þegar leið að lokum þessa örlagaríka mánaðar, var flestum orðið Ijóst, að stríðið yrði langvinnt, enginn myndi geta knúið fram sigur á fáum vikum eins og báðir stríðsaðilar höfðu þó stefnt að. Þá var tekið að grafa skotgrafirnar. Fyrir þessa bók fékk Barbara Tuchman Pullitzerverðlaunin ásínum tíma, og mjög að verðleikum. Bókin er frábærlega vel skrifuö. Hún veitir lesandanum góða yfirsýn yfir þá at- burði sem urðu við upphaf og á fyrsta mánuði heimsstyrjaldarinnar fyrri. Höfundur hefur einnig einstakt lag á því að skyggnast til þess, sem gerðist á bak við tjöldin sýna lesandanum inn í hugskot og tilfinningalíf þcirra manna. sem skópu þjóöunum örlög á þessu magnþrungnu dögum. Jón Þ. Þór

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.