NT - 28.02.1985, Blaðsíða 21

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 21
 Fimmtudagur 28. febrúar 1985 21 Utlönd Treholts-málið. Yfirlýsingarnar í upphafi uppspuni aðþrengds manns - segir Treholt Frá Arnþrúði Karlsdóttur fréttaritara NT í Noregi: ■ Arne Treholt sagði við réttarhöldin í dag að hann hafi aldrei gefið sovéska sendifulltrú- anum Titov leynilegar upplýs- ingar og ekki haft neina ástæðu til að ætla að Titov væri neitt annað en venjulegur sendifull- trúi. Hann hafi fyrst hitt Titov 15. júní 1971 og hafi honum virst hann greindur og þægilegur maður sem gaman hafi verið að tala við. Treholt skýrði frá því að er hann komst fyrst í kynni við sovéskan embættismann árið 1967 hafi hann verið í fylgd tveggja blaðamanna frá Arbeit- erblaðinu. Treholt sagði að öll samskipti sín við sovésku sendifulltrúana hafi verið diplómatísk. Hann lagði mikla áherslu á það að fyrstu tvo mánuðina eftir hand- tökuna í fyrra hafi hann verið niðurbrotinn og kvíðinn og því ekki vitað hvað hann sagði. Dómgreindin hafi ekki verið sem skyldi. Þá hafi hann m.a. sagt að honum hafi verið ógnað með myndum úr svallveislu í einka- íbúð í Moskvu, Titov hafi sagt að gæfi hann ekki upplýsingar yrðu myndirnar birtar opinber- lega. Sagði Treholt að þessi frásögn hans og skýring hafi aðeins verið gefin til að þóknast rannsóknaraðilum sem hafí geng- ið mjög hart að honum. Hann hafi verið orðinn svo ruglaður í ríminu að hann taldi best að vera sem neikvæðastur í garð Titovs í von um að honum yrði þá frekar sleppt úr prísundinni. Einangrun og óvissu sem þá, er hann sætti, gæti ekki nokkur venjulegur maður þolað. Þá sagði Arne Treholt í dag að Jens Evensen, fyrrum haf- réttarráðherra. hafi álitið hand- töku Gunv'or Galtung Haavik i janúar 1977, en hún lést svo i ■ Flugvél vestur-þýska flugfélagsins Luft Hansa var rænt í gær og snúið til Vínar. Landflótta Sýrlendingar ræna flugvél Vín-Reuter: ■ Tveir Sýrlendingar, vopnaðir brotnum flöskum og hnífum rændu í gær flug- vél frá vestur-þýska flugfé- laginu Lufthansa á leið frá Frankfurt til Damaskus. í vélinni voru 33 farþegar og 8 manna áhöfn. Flugræningjarnir höfðu beðið um pólitískt hæli í Vestur-Þýskalandi en verið vísað úr landi og lögreglan komið þeim um borð í Luft- hansa-vélina. Sýrlendingarnir tveir, sem báðir eru á þrítugsaldri, kröfðust pólitísks hælis í Austurríki og tryggingar fyr- ir því að þeir yrðu eícki sendir til Sýrlands þar sem þeir eiga yfir höfði sér dauða- dóm fyrir andófsstarfsemi. Arabískumælandi lög- fræðingur ræddi við þá í tvo tíma í gærkvöldi og gáfust þeir að lokum upp, en þá höfðu þeir þegar sleppt öll- um farþegunum. Ekki er vit- að hvert lögreglan fór með þá. Vestur-Þjóðverjar rómantískir Ronn-Reuter ■ Vestur-Þjóðverjar eru ólæknandi „rómantíkerar“ ef marka má niðurstöður könnun- ar sem Wickert rannsóknar- stofnunin gerði fyrir skömmu. Niðurstöðurnar sýna að 79% þeirra vestur-þýsku karlmanna og 76% kvenna, sem spurð voru, trúa á ást við fyrstu sýn. Eldra fólkið var sérstaklega rómantískt og sögðust 83% þeirra, sem eru á aldrinum 50-70 ára, annað hvort trúa á ást við fyrstu sýn eða hafa reynt hana sjálf. fangelsinu, árás á sig persónu- lega af hálfu öryggislögreglunn- ar og CIA, sem hafi reynt að spilla eðlilegum samskiptum Noregs og Sovétríkjanna að því er Evensen sagði. Treholt sagði ennfremur að Knut Frydenlund fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi lýst óá- nægju sinni yfir því að Titov yrði að yfirgefa Noreg eftir Haavik-málið. Frydenlund hafi álitið Titov mikilvægan þar sem hann þekkti vel til í Noregi. Ennfremur hafi Frydenlund sagt að honum væri kunnugt um að nokkrir aðilar í stjórninni ættu óformlega fundi með sov- éskum embættismönnum. Treholt var spurður að því hvers vegna fundir hans og Tit- ov hefðu farið fram með þeirri leynd sem raun ber vitni, hvers vegna nafn Titovs væri hvergi að finna í dagbókum hans og hvers vegna hann hafi ekki get- að hringt í Titov úr opinberum síma. Ennfremur var Treholt spurður að því hvers vegna Titov hafi alltaf látið Treholt fá aftur þau gögn sem hann hafi gefið honum þótt Treholt hafi sagt að þau væru einskis nýt og yrðu hvort sem er eyðilögð. Treholt svaraði því til að nafn Titovs hefði hvergi verið nefnt þar sem hann hefði óskað sér- staklega eftir því. Hann sagði að þeir hefðu hist leynilega í vissum skilningi en innihald fundanna hafi á hinn bóginn ekki verið leynilegt. Þeir hafi ákveðið að hafa þennan hátt á vegna þess að fundir þeirra gætu þótt tortryggilegir og getað komið Evensen illa, en Treholt var þá undirmaður hans. I Sovéski utanríkisráðherrann Gromyko og Jóhanns Páll páfi takast í hendur við upphaf fundar þeirra í Vatíkaninu í gær. Gromyko og Jóhannes Páll páfi: Heimsfriðurinn aðalumræðuefnið Vatikanið-Rcutcr. ■ I gær ræddu Jóhannes Páll páfi og Andrei Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkj- anna heimsfriðinn og að- stæður kaþólskra manna í Sovétríkjunum í nærri tvær klukkustundir. Þetta var fyrsti fundur þeirra í sex ár. Tveir fulltrúar Vatíkansins og tveir fulltrúar Sove'tríkj- anna sátu einnig fundinn. Viðræðurnar fóru fram á ít- ölsku og rússnesku fyrir milligöngu tveggja túlka og áttu sér stað í einkabókasafni páfans. Vatíkanið sagði aö hlýlegt undrúmsloft hefði ríkt á þessum fundi. Mennirnir tveir brostu hvor til annars er þeir hittust og virtust ánægð- ur er þeir skiptust á gjöfum að fundinum loknum. Gromyko kvað fundinn hafa verið góðan, en gat þess aðspurður að ekki hefði ver- ið rætt um að páfi fengi að heimsækja Sovétríkin. Hon- um varekki veitt leyfi til þess að taka þátt í trúarlegum hátíðarhöldum í Sovétlýð- veldinu Litháen í ágúst í fyrra. Gromyko hefur einnig átt viðræður við ítalska ráða- menn í þessari þriggja daga heimsókn til Ítalíu en þaðan fer hann í dag til Spánar. Samskipti Sovétríkjanna og Vatíkansis, sem ekki hafa formlegt stjórnmálasam- band, hafa verið stirð síðan Gromyko og páfinn hittust síðast í janúar 1979. Páfinn hefur sýnt aukinn áhuga á alþjóðamálum og eindregið hvatt til afvopnun- ar. Hann hefur ennfremur varið réttindi kaþólikka í Sovétríkjunum, en starfsemi kirknanna í lýðveldunum Litháen, Lettlandi, Eyst- landi og Úkraínu hefur verið takmörkuð. Sovétstjórnin hefur nú leyft kirkjunni að tilnefna nokkra nýja biskupa en hún hefur einnig sakað páfann um niðurrifsstarfsemi í fööurlandi sínu, Póllandi. Ráðamenn í Vatíkaninu líta takamarkanirnar á starf- semi kaþólsku kirkjunnar alvarlegum augum og töldu líklegt að páfinn tæri tram á að fá að hafa frjálsari hendur um að útnefna biskupa og prcsta. Vestur-Þýskaland: Græningjar taka ekki þátt í stríðsleikjum þingsins Bonn-Reuter. ■ Þingmenn græningja í Vest- ur-Þýskalandi neituðu að taka þátt í sérstöku ,.neyðarþingi“ nú í vikunni sem var hluti af æfingu NATO sem á meðal annars að sýna að NATO-ríkin eru ávallt viðbúin að fást við stríð. Græningjar segjast ekki vilja Norðurlönd fordæma stjórn Suður-Afríku Osló-Reuter. ■ Norðurlönd munu beita Suður-Afríku þrýstingi í því skyni að reyna að fá 11 andófs- menn leysta úr haldi, en þeir voru handteknir í síðustu viku. Norski utanríkisráðherrann, Sven Stray, segir að Norðmenn óttist það að handtökurnar séu upphaf að harðari aðgerðum suður-afrískra stjórnvalda gegn friðsamlegum mótmælendum aðskilnaðarstefnunnar. Stray sagði að Svíþjóð, Finnland, Danmörk og fsland álitu þessar handtökur mjög alvarlegar en andófsmennirnir voru handteknir þegar lögregl- an réðst að tveimur milljónum meðlima Sameinuðu lýðræðis- fylkingarinnar hinn 19. febrúar síðastliðin. Nokkrir hinna hand- teknu eru sakaðir um landráð. Stray sagði ennfremur að Noregur fordæmdi aðgerðir suður-afrísku lögreglunnar harðlega. Sænska ríksstjórnin setti í síðustu viku ný lög sem takmarka enn frekar en nú er leyfi Svía til að fjárfesta í Suður- Afríku. taka þátt í þessum æfingum þar sem þær sköpuðu þá „blekk- ingu“ að hægt sé að vernda almenning ef stríð brýst út. Æfingar sem þessi eru haldn- ar á tveggja ára fresti. 22 þing- menn úr neðrideild sambands- þings og 11 úr efri deild eiga aðild að neyðarþinginu. Æfing- unum er ætlað að sýna að ríkis- stjórnin sé starfhæf á stríðstím- um. Meðal annars er komið upp sérstakri bráðabirgðastjórn í neðanjarðarbyrgjum í Eifel- fjöllum nálægt Bonn. Dollarinn snarlækkar Frankfurt-Reuter ■ Bandaríski dollarinn snarlækkaði á gjaldeyris- mörkuðum í gær þegar evrópskir bankar ákváðu að stöðva stöðugar hækk- anir dollarans með því að selja á að giska einn mill- jarð dollara af gjaldeyris- varaforða sínum. Þegar spákaupmenn fréttu um dollarasölu bankanna fóru þeir líka að selja dollara af ótta við að hann lækkaði en það leiddi aftur til enn frekari gengislækkunar dollarans. Mikil lækkun dollarans gagnvart þýska markinu vakti sérstaka athygli þar sem hann lækkaði um 18 pfenniga á einum degi. Dollarinn hefur aldrei lækkað jafn mikið gagn- vart vestur-þýska markinu á einum degi. Margir velta því nú fyrir sér hvort þetta sé upphafið að almennri lækkun doll- arans sem muni halda áfram á næstunni. En eng- inn treystir sér samt til að segja fyrri um gengisþróun hans á næstu dögum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.