NT - 28.02.1985, Blaðsíða 11

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. febrúar 1985 11 Sjónhverfing draumsins ■ Leikfélag Reykjavíkur: DRAUMUR á JÓNS- MESSUNÓTT eftir William Shakcspeare. Þýðandi: Helgi Hálfdanarson. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Sýning Leikfélags Reykja- víkur á Drauini á Jónsmessu- nótt er ánægjulegur viðburður. Hún er full af lífi, og það helgast af því að Leikfélagið fær hér nýtt blóð frá Leiklistar- skóla íslands. Það mátti sjá af Grænfjöðrungi í Lindarbæ að í skólanum er margt álitlegra leikaraefna - og sumir raunar orðnir víðkunnir, eins og Jakob Þór Einarsson úr Hrafn- inn flýgur. En þessir ungu leikarar veita sýningunni í Iðnó sinn frísklega svip og yfir- bragð. Fastalið hússins nýtur sín líka fullvel í þessu samfloti svo að segja má að samstarfið reynist Leikfélaginu vítamín- sprauta sem það þurfti áreið- anlega á að halda. Draumur á Jónsmessunótt er augljóslega einkar hentugt verkefni til samvinnu af þessu tagi, enda vísast valið beinlínis með það fyrir augum. En leikurinn er einn hinn hugtæk- asti og fjörugasti frá hendi Shakespeares, gáskafull kómi- día þar sem galdur og töfrar gera manneskjunum sjónhverfingar í ástarbralli, en öllu þó farsællega stýrt í heila höfn borgaralegrar reglufestu að lokum. í Draumi á Jónsmessunótt er ekkert eitt hlutverk sem allt er undir komið, þetta er hóp- leikur þar sem raunar leikast á og samtengjast þrír eða fjórir hópar, úr álfheimum og mann- heimum. Allir eru þeir settir út af laginu um stund á þessum töfrafullu stundum ársins þeg- ar óskirnar geta ræst. Viðfangsefnið er ástin líkt og í Rómeó og Júlíu sem samin var um svipað leyti - og skopgerða mynd þess leiks má raunar sjá í þætti handverksmanna í Draumnum. Það er fróðlegt að sjá hversu rammlega leikurinn er stétt- bundinn: Hann hefst við brúð- kaup Þeseifs hertoga í Aþenu og Hippólíu skjaldmeyjar, hin- ir ungu aðalsmenn vilja báðir eignast sömu tignu stúlkuna, en annar nýtur hylli föður hennar, sá sem hún vill ekki. Flækja leiksins er svo sú hversu gengur að koma þeim saman sem saman eiga. Til skemmt- unar og aðhláturs er svo almúgi Aþenu, handverksmenn sem eru auðvitað hver öðrum af- káralegri. Álfarnir glettast við þessa hópa báða en mikill er munur á því hve neyðarlegar þeir breyta við lágstéttarlýðinn þar sem Spóli vefari er prýddur asnahaus, en aðalsmennirnir ungu verða aðeins að þola að ástarhug þeirra sé snúið í ranga átt. Svo oft hefur verið borið lof á þýðingar Helga Hálfdanar- sonar að við liggur að maður fyrirverði sig fyrir að hafa slíkt enn uppi. Þó verð ég að segja að líkiega er íþrótt Helga aldrei meiri en í ljóðrænum texta af því tagi sem hér getur að heyra. Svo lifandi, náttúr- legur, fagurmótaður og skáld- legur er þessi texti að unun er á að hlýða. Það má líka segja leikstjóra og leikendum til lofs að textanum var yfirleitt prýði- lega skilað. Ég nefni sérstak- lega meðferð Þorsteins Gunn- arssonar á náttúrulýríkinni sem Óberon álfakóngi er lögð í munn. Það má kallast bíræfni af 4 Karli Ágústi Úlfssyni að auka við texta Shakespeare og Helga með söngtextum. En hann kemst laglega frá því. Og skemmtilega fór handverks- manna- og leikarahópurinn með sönginn Brjótum nú bönd þín. Leiksviðið í Iðnó er býsna haganlega nýtt. Þóerégorðinn leiður á þessu hallandi gólfi sem sí og æ ber nú fyrir sjónir. En nýting sviðsins var býsna góð. Leiktjöldin eru í grodda- legasta lagi, þ.e. myndin á fortjaldinu, hárauð eins og raunar fer vel á í þessu ástar- spili. Ég sá það í viðtali við leikara einn um daginn að hann telur ókurteisi af gagnrýnanda að ■ Flækja leiksins gengur út á að koma þeim saman sem sam- an eiga. ■ Spóli vefari, einn þeirra almúgamanna sem er til skemmtunar og aðhláturs í leikritinu. nafngreina ekki alla leikendur eða fara aðeins um þá almenn- um orðum. Þessu er ég ekki samþykkur, nafnaromsur í leikdómum eru jafnan til lítils. Og ef litið er á sýningu sem samstæða heild er raunar með öllu ástæðulaust að telja upp alla sem að henni standa. Áð vísu er jafnan rétt að láta þeirra getið sem vekja á sér athygli með óvenjusnjöllum leik. Hér er þess að gæta að þótt einn sé nefndur er ekki annar með því lastaður. - En um Draum á Jónsmessunótt verð- ur að segja að leikendahópur- inn, yngri sem eldri, stóð sig yfirleitt með prýði. Mest mæddi á pörunum Þresti Leó Gunnarssyni og Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur, Jakob Þór Einarssyni og Rósu Þórsdótt- ur, allt gjörvilegt fólk sem gaman verður að fylgjast með. Af öðrum ungum leikurum er sérstök ástæða til að nefna Bokka álf, Þór H. Tulinius, hinn snara og skjótráða sendi- mann álfakóngsins. Vart hef ég séð snöfurmannlegri fim- leika á sviði en hann sýndi í leik sínum við ungu. Af eldri leikendum naut Gísli Halldórsson mestrar hylli í salnum í hlutverki Spóla vef- ara. Gísli var hás á frumsýn- ingu en lítt varð séð að það væri honum til trafala, og með asnahausinn var hann hinn kostulegasti. Annars verður ekki neitað að Gísli er gjarn á að beita fyrir sig föstum töktum í hlutverkum sem þessum svo að þau verða í einhæfara lagi. Sýningar á Shakespeare- leikjum eru síst of tíðar í leikhúsum okkar, og enn bíður margt þess að komast á svið þótt Helgi Hálfdanarson hafi að sögn snúið öllum leikritun- um. En Draumur á Jónsmessu- nótl hygg ég að verði þar í röð hinna minnisstæðari sýninga. Þetta verkefni er Stefáni Bald- urssyni og liði hans til sóma. Gunnar Stefánsson ■ Lars Thue: Asker 1840-1980. Askers og Bærums historie. Universitetsforlaget 1984. 382 bls. Asker og Bærum heita nágranna- byggðir tvær í Noregi. Þær voru lengst af taldar liggja örskammt frá Osló, en vöxtur höfuðborgarinnar á undanförnum áratugum hefur haft það í för með sér, að þær eru nú nánast orðnar úthverfi í Oslóborg, þótt enn teljist þær sjálfstæð sveitafél- lög. Þessi bók er þannig til komin, að árið 1972 var ákveðið að láta rita sögu Askers og Bærums, en eldri byggða- sögur, sem fjölluðu um þessi tvö byggðalög voru þá orðnar úreltar. Útgáfunefnd var kjörin og var ákveð- ið að haga verkinu þannig að hvort bindi yrði um sitt sveitarfélagið og hið þriðja um þau bæði. Þessi bók er annað sérbindanna og fjallar um lExvnm hstorie Asker á árunum 1840-1980. Höf- undurinn, Lars Thue, er einn af yngri sagnfræðingum Norðmanna og hefur fengist mikið við byggðasögu. Þegar sagan, sem sögð er í þessu bindi, hefst, var Asker enn friðsæl sveitabyggð í tveggja mílna fjarlægð frá höfuðborginni. Þegar bókinni lýkur, er Asker nánast orðið úthverfi í Osló, og að því er virðist heldur fínt úthverfi, þar sem tekjur manna eru með því hæsta sem þekkist á Oslóar- svæðinu. Hvernig gerðist þetta, hver er saga byggðarinnar og fólksins á þessu skeiði? Þessum spurningum er svarað í bókinni. Höfundur leggur mikla áherslu á að lýsa þróun byggðarinnar og því, hvernig hún smábreyttist úr sveitabyggð í þorp og síðan í úthverfi borgar. Hann lýsir því skemmtilega hvernig borgin færðist alltaf nær og nær, uns hún að lokum varð allsráð- andi í „sveitinni". En hér segir frá fleiru. Höfundur lýsir umhverfi Askers ýtarlega, fjallar um náttúruauðlindir, atvinnuhætti og viðfangsefni og gerir góða og skemmtilega grein fyrir daglegu lífi fólks. Þá eru og miklar upplýsingar um mannfjölda, afkomu, atvinnu- skiptingu o.s.frv. Þess hefur áður verið getið hér í umfjöllun um byggðasögurit, að Norðmenn standa flestum þjóðum framar í rannsóknum og ritun þessar- ar greinar sangfræðinnar og getum við íslendingar mikið af þeim lært af því er varðar efnistök og rannsóknar- aðferðir. Þetta rit sker sig ekki úr öðrum norskum byggðasöguritum að því leyti, að lærdómsríkt er að kynn- ast efnismeðferð og vinnubrögðum höfundarins. Hygg ég þó, að mest erindi eigi bókin til þeirra íslendinga, sem helst vilja fræðast um sambýli tveggja sveitarfélaga af ólíkri stærð. kemur enda brátt að því, að íslenskir sagnfræðingar þurfi að takast á við þau vandamál, sem ofvöxtur og út- þensla einnar byggðar á kostnað ann- arra hefur í för með sér. Loks er þess að geta, að þessi bók er prýdd miklum fjölda mynda, Ijós- myndum, kortum, línuritum, súlurit- um o.s.frv. og er allur frágangur hennar sérlega smekklegur. Jón Þ. Þór. w SK ANDINAVIEN Gæða ísskái Gorenje HDS^ÖIK rúmar 260 lítra. Þar aí er 185 lítra kælir ög 65. lítra djúpfrystjr. Sjálfvirk affrysting.V I Hæð 138 cm, breidd 60 cm, dýpt60cm/ ‘f Verð aðeins k^..l5.865.- stgr. Sami gpða^kkur og ís skápplr íftnun hærri ■ :a draumur Gunnar Ásgeirsson hf. Suóuriandsbraut 16 Smi §133200

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.