NT - 28.02.1985, Blaðsíða 23

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 28. febrúar 1985 23 Íþróttir HM í knattspyrnu: Var sigurinn nógu stór? - Holland vann Kýpur Grikkja ■ Hollendingar og Kýpurbú- ar léku í gærkvöldi í 5. riðli undankeppninnar fyrir heims- meistarakeppnina í knatt- spyrnu í Mexíkó 1986. Þessi leikur var mjög mikilvægur fyr- ir Hollendinga, þeir þurftu að sigra með mjög miklum mun til að eiga möguleika á því að komast til Mexíkó. Fyrir leik- inn var hollenska liðið í 3. og Knattspyrnumolar: BRASILÍA: ■ Núverandi meistarar í Brasilíu, Fluminense, töpuðu þriðja leiknum í röð í úrslitakeppninni um brasilíska meistaratitilinn í knattspyrnu um síðustu helgi og er liðið nánast úr leik í keppninni. Keppt er í tveimur riðlum og er staðan í þeim þannig að í A-riðli eru Guerani og Gremio efst með 10 stig og Mineiro er með 9. I B-riðli er Flamengo efst með 11 stig en Vasco de Gama og Internacional hafa 9 stig. VENEZUELA: Landslið Venezuela átti góðan dag á þriðju,- daginn er liðið sigraði nágrannana Bólivíu með fimm mörkum gegn engu í vináttu leik. Febles gerði tvö mörk og Anor, Torres og Cedeno gerðu eitt hver. „Davis-Cup“ í tennis: Svíar með ■ Svíar, núverandi „Davis- Cup" meistarar í tennis, hafa tilkynnt að sama liðið muni keppa á þessu ári um titilinn, sem er eins konar heimsmeist- aratitill landsliða í tennis. Mats Wilander, Anders Jarryd, Henrik Sundström og Stefan Edberg munu hefja titil- vörn sína í Santiago í Chile í mars, frá 8.-10. næsta mánaðar. Fyrirliði sænska liðsins. Hans Olsson, keppir ekki, en hann sagði að kvartettinn fyrrnefndi hefði gengið að tilboði sænska tennissambandsins um greiðsl- ur og muni þeir leika alla leikina á þessu ári. „Tennissam- bandið gerði skynsamlegt til- boð og strákarnir eru ánægðir með þá skilmála.“ Olsson vildi ekkert láta uppi um upphæðina en sagðist vera ánægður fyrir þeirra hönd. Sænska liðið heldur til Chile á 7*1 - óvæntur sigur næst neðsta sæti í riðlinum og með því að sigra einnig Ung- verja og Austurríkismenn í seinni umferðinni áttu Holl- endingar möguleika ef þeir hefðu unnið Kýpur 10-0 eða álíka stórt. Þeir náðu hinsvegar aðeins að setja 7 mörk gegn einu eftir að staðan var 3-1 í hálfleik. Mörk Hollendinga skoruðu Koeman, Kieft tvö, Schoenaker tvö, Pantziaras (sjálfsmark), van Basten. Fyrir Kýpur skoraði Marangos. Grikkir komu verulega á óvart er þeir sigruðu Albani í 1. riðli undankeppni Heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu í Aþenu í gær. Sigur Grikkja, 2-0 á Albönum, sem sigruðu Belga 2-0 í Tirana í desember, var aldrei í hættu, gríska liðið var mun ákveðnara frá byrjun, og Albanir náðu aldrei að sýna sínar sterkustu hliðar. Tvö mörk í fyrri hálfleik og öflugur varnarleikur í síðari hálfleik var aðferðin sem dugði Grikkjum. Grikkir sóttu grimmt í fyrri hálfleik, og strax á 15. mínútu skoraði Dimitros Saravakos með góðu skoti af 12-14 metra færi. Albanir reyndu ákaft að jafna, en fengu rothögg þegar markvörður þeirra, Perlat Musta, náði ekki að halda þrumuskoti Lakis Papaioannou, og Kostas Ant- oniou fylgdi vel á eftir og skoraði. Snemma í fyrri hálfleik klúðruðu Grikkir dauðafæri, og góð vörn þeirra eftir það tryggði sigur. sama lið laugardagin og æfir á leir- völlunum sem keppt verður á. ■ Wilander og félagar byrja gegn Chile. Stutt hjá Skotum ■ Æfing Skota fyrir Evrópu- leikinn gegn Spánverjum í fyrrakvöld varð heldur stutt. Henni var hætt í miðju kafi, vegna þess að boltanum var stolið Æfingin var á leikvangi í bænum Jeres de la Frontera. Þar voru mættir tvö þúsund áhorfendur til að fylgjast með Skotunum, og einn áhorfenda gerði sér lítið fyrir og stal bolta sem Skotarnir höfðu verið með. Út af þessu varð talsvert fjaðrafok, og ákvað þá þjálfari Skotanna, Jock Stein, að hætta æfingunni „svo ekki yrðu frek- ari vandræði". „Þetta var smá- atriði, og áhorfendur voru síð- ur en svo fjandsamlegir. Mér fannst bara best að hætta úr því svona fór, en við æfum aftur á þessum leikvangi á morgun,“ sagði Stein eftir atburðinn. Jón Erling reynir hér að brjótast í gegn en Jóhannes Stefánsson er til varnar. NT-mynd Sverrir Handknattleikur 1. deild: Hans Guðmundss. skaut KR-inga á bólakaf - og FH sigraði KR stórt ■ FH-ingar gulltryggðu sig í fyrsta sæti í 1. deildarkeppninni í handknattleik og þar með flugmiða þá sem Arnarflug gef- ur þeim er standa uppi sem sigurvegarar áður en úrslita- keppnin hefst, er þeir báru sigurorð af KR-ingum í Hafnar- firði í gærkvöldi. Lciknum, sent var nokkuð fjörugur, sérlega seinni liálf- hléi var síðan 12-15 KR í hag. Jakob Jónsson KR-ingur kom frískur til leiks í síðari hálfleik og skoraði þrjú fyrstu mörkin fyrir KR en hann var ekki einn á vellinum því Hans Guðmundsson gaf honum ekk- ert eftir og skoraði jafnt og þétt fyrir FH. KR-ingar leiddu þó í upphafi hálfleiksins eða allt þar til staðan var 16-19 þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra og skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni í 21-19 sér í vil. Eftir þetta var ekki snúið aftur og FH-ingar héldu áfram að síga framúr og er flautað var til leiksloka var staðan 29-24 og FH átti aukakast. Kristján Ara- son tók það og eins og honum er einum lagið þá skoraði hann með föstu skoti yfir varnarvegg KR og gulltryggði sigurinn 30- 24. Leikurinn var hinn fjörugasti í síðari hálfleik og var þá cink- um gaman að fylgjast með Hans sem fór á kostum og skoraði alls 8 mörk. Annars skoruðu þessir mörkin í leikn- um: FH: Hans 11, Kristján 8, Þorgild 7, Guðjon Árna 3 og Jón Erling 1. KR: Jakob 10, Haukur Geirmundss. 6, Jó- hannes 4, óli Lár 2, Páll og Fridrik 1 hvor. leikur, lauk með sex marka sigri FH 30-24. Það voru þó KR-ingar sem hófu markahríðina í þessurn leik er Jakob skoraði eftir skemmtilega fléttu, 1-0. Hans jafnaði og síðan skiptust liðin á að skora allt upp í 5-6 og voru KR-ingar ávallt á undan að skora. Varnir liðanna voru slakar á þessum tíma og óðu menn út og inn að vild. KR-ing- ar ná síðan tveggja marka for- skoti 5-7 ogsíðan 7-9. Þá skorar Guðjón Arnason enn nteð mörkum frá Hauki úr horni og með vörðu víti frá Kristjáni þá ná KR-ingar þriggja marka for- ystu 8-11 og héldu henni allt til loka fyrri hálfleiks. Staðan í Staðan í 1. deild: FH ....... 13 12 1 0 362-295 25 Valur..... 13 7 4 2 297-274 18 KR ....... 12 5 3 4 258-247 13 Vikingur .. 12 5 3 4 289-269 13 Þróttur.... 13 5 3 5 319-315 13 Stjarnan ..13 4 2 7 277-293 10 Þór....... 11 3 0 8 218-360 6 Breiðablik .13 1 0 12 266-327 2 Markahæstir: Leikir/mörk Kristján Arason FH..........13/96 Þorbergur Aðalsteinss. Vík. .. 12/77 Hans Gudmundsson FH........13/77 Páll ólafsson Þrótti........13/76 Jakob Jonsson KR............12/71 Gudroundur Þórðars. Stjörnunni ..............13/66 Björn Jónsson UBK ..........13/64 Sverrir Sverrisson Þrótti .... 13/63 Valdimar Grímsson Val ......13/61 Þorgils ó Mathiesen FH.....13/60 Handknattleikur 1. deild: Ólánið eltir UBK Stjarnan fór með sigur af hólmi, 18*16, í leik liðanna í gær ■ Það er óhætt að segja að strákarnir í Breiðabliksliðinu í 1. deild karla í handknattleik séu ekki lánsömustu menn í heimi. Þeir máttu þola tap gegn Stjörnunni í gærkvöldi, þrátt fyrir að þeir væru síst lakara liðið. 18-16 urðu úrslitin en Stjarnan getur þakkað Brynjari Kvaran sigurinn því hann varði mjög vel á síðustu mínútunum, m.a. eitt víti. Stjarnan var yfirleitt með forystuna í fyrri hálfleik, jafnt var aðeins á tölunum 1-1 og 2-2. Síðan komst Stjarnan í 7-3 og 9-5 en Breiðablik náði að minnka muninn fyrir hlé með mikilli baráttu í 9-8. Framan af hálfleiknum gekk sóknin frem- ur illa hjá Blikunum, þeir skor- uðu sitt 4. mark á 19. mínútu. Stjarnan lék af meira öryggi lengst af og þeir voru greinilega ákveðnir í því að sigra og styrkja stöðu sína í neðri hluta deildarinnar. í seinni hálfleik var baráttan í fyrirrúmi og Breiðablik jafn- aði 10-10 eftir 5 mínútna leik. En Stjarnan leyfði þeim ekki að komast upp með neinn moðreyk og náði yfirhöndinni, 14-11 og síðan 16-13. Þá komu 3 mörk í röð hjá Breiðabliki og allt í járnum. Blikarnir misnot- uðu 2 víti á síðustu 5 mínútun- um og það gerði gæfumuninn. Liðin voru jöfn og jafntefli hefði verið sanngjarnt eftir ■ Víkingur sigraði KR í 1. deild kvenna í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöld 17- 16 eftir hörkuleik. Víkingsstúlkurnarvoru mjög ákveðnar í fyrri hálfleik, og börðust mjög í vörninni. KR- stúlkunum tókst heldur ekki að skora nema fjögur mörk, gegn sjö mörkum Víkings. í síðari hálfleik var leikurinn hraðari, og fleiri mörk skoruð. KR skoraði þá 11 mörk gegn 9 gangi leiksins. Leikmennirnir léku flestir vel og markverðirn- ir vörðu á mikilvægum augna- blikum. Mörkin hjá Stjörnunni: Gudmundur 6 (4), Skúli 4, Hermundur 3, Hannes 2 (1), Sigurjón 2, Eyjólfur 1. Fyrir Breiðablik: Kristján Halldórsson 4, Brynjar 4, Magn- ús 4 (3), Björn 2, Kristján Gunnarsson 1 og Adalsteinn 1. Víkings. Sigurbjörg Sigþórs- dóttir KR fór þá mjög hamför- um, skoraði sjö mörk í hálf- leiknum. Víkingsstúlkunum tókst þó að halda fengnum hlut, og úrslit 17-16. Stadan: Fram.......... 13 12 0 1 397-198 24 Valur......... 13 11 0 2 284-218 22 FH ........... 12 10 0 2 348-175 20 Vikingur....... 12 6 0 6 197-239 12 KR ........... 12 3 1 8 208-250 7 ÍBV........... 12 1 2 9 175-282 4 Þór Ak. ...... 10 1 1 8 159-270 3 ÍA ........... 10 1 0 9 132-268 2 1. deild kvenna í handknattleik: Naumtvarþað

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.