NT - 28.02.1985, Blaðsíða 5

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. febrúar 1985 5 Um 5% þjóðarinnar fluttust milli sveitarfélaga 1984: Svarfaðardalur og Fljótshlíð fluttu suður á fyrra ári Brottfluttir mun fleiri en aðfluttir á öllu landinu utan höfuðborgarsvæðisins ■ Mun fleiri fluttu á síðasta ári utan af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins heldur en þeir sem yfirgáfu mölina og héldu á vit landsbyggðarinnar, eða 1.123 manns. Þetta á við um öll svæði landsbyggðarinnar að Suðurnesjum meðtöldum. Mestu töpuðu þó Norðurland eystra og Suðurland á þessum skiptum. Norðurland eystra missti 290 manns til höfuðborg- arsvæðisins umfram þá er þeir fengu þaðan í staðinn og Suður- landið 233. Fyrri talan er ná- kvæmlega íbúafjöldi Svarfaðar- dalshrepps og hin síðari litlu lægri en íbúafjöldi Fljótshlíðar- innar. Til höfuðborgarsvæðisins 1 fluttust í fyrra 5.946 en 4.823 manns þaðan, þ.e. miðað við önnur landssvæði. en sleppt þeim sem fluttust milli landa og innan sama kjördæmis. Af hin- um 1.123 aðfluttu umfram brottflutta settust 717 að í höf- uðborginni sjálfri en 406 annars- staðar á höfuðborgarsvæðinu. Fólksflóttinn á mölina var mestur frá Norðurlandi eystra og Suðurlandi, sem fyrr segir, þar sem um tvöfalt fleiri fluttu „suður" en að „sunnan". Hlut- fallið var raunar litlu skárra fyrir Vesturland þar sem brott- fíuttir til höfuðborgarsvæðisins voru 195 umfram aðflutta þaðan og fyrir Vestfirði sem þannig misstu 173 íbúa sína suður um- fram þá er í staðinnkomu. Austurland hefur staðist sant- keppnina við höfuðborgarsvæð- ið lang best - missti þangað 274 en fékk líka 243 í staðinn þannig að mínusinn er aðeins 31 maður. Norðurlandi vestra hef- ur líka haldist nokkuð vel á sínu fólki gangvart höfuðborgar- svæðinu. Þaðan fluttu 97 um- fram þá er fluttu þangað að sunnan. Suðurnesin eru með 93 í mínus í sams konar saman- burði. Alls voru það 11.774 manns, eða um 5% þjóðarinnar sem fluttu búferluni milli sveitar- félaga innanlands á síðasta ári, auk þeirra sem fluttu milli landa. Flutningatölur ná hins vegar ekki til þeirra fjölmörgu sem flytjast innan sveitarfélagsa en ekki er ólíklegt að þeir séu a.m.k. álíka margir. „God tur til Paris“ á íslensku í mars ■ „God tur til Paris", hin umtalaða bók Kari Storækre. eiginkonu Arne Treholt, kemur út á íslensku í næsta mánuði. Útgefandinn er bókaútgáfan Fjölvi, en NT er kunnugt um að a.m.k. eitt annað útgáfufyrir- tæki hefur reynt að ná í útgáfm réttinn, en það er „Tákn" s.f. I bréfi til fjölmiðla hefur Fjölvi h.f. farið þess á leit að þeir skaði ekki hagsmuni fyrirtækisins með því að birta kafla úr bók- inni. Bók Kari Storækre hefur vak- ið nokkra athygli og deilur, en þar eru m.a. birt einkabréf Treholts, sem eiginkona hans smyglaði út úr fangelsinu. Ársafmæli Listamidstöðvarinnar: Stofnar starfs- launasjóð fyrir listamenn ■ Listamiðstöðin við Lækjar- torg hefur ákveðið að koma á laggirnar menningarsjóði, er veita skal starfslaun til listamanna til 3-6 mánaða í senn og gera þeim þannig kleift að helga sig list sinni heilshugar þann tíma. Menningarsjóðurinn verður stofnaður á árs afmæli Listamið- stöðvarinnar nú í byrjun mars. Skipulagning sjóðsins er hugs- uð þannig að 30-50 fyrirtæki og einstaklingar verði aðilar að hon- um og skuldbindi sig til að festa kaup á einu verki á ári fyrir allt að 20.000 krónur. Þar af verði 10.000 krónur greiddar fyrir- fram, þegar kunngert verður hverhljótistarfslaunin. Upphæð- in renni inn á sérstakan banka- reikning og listamaðurinn fái síð- an greidd laun mánaðarlega. Þegar starfstímabil listamann- anna renna út verða haldnar sýningar á verkum þeirra og fá þá aðilar sjóðsins að velja sér verk og greiða þá eftirstöðvarnar af kaupverði þeirra. f frétt frá Listamiðstöðinni er einnig vakin athygli á myndleigu sem miðstöðin starfrækir og gef- ur fólki kost á að leigja sér listaverk til ákveðins tíma í senn. Þá geta þeir sem áhuga hafa gert kaupleigusamning, sem er í því fólginn að þeir kaupa kaup- leigubréf fyrir kr. 5000. Bréfið veitir þeim rétt til að fá myndir á leigu endurgjaldslaust og einnig geta þeir fest kaup á myndum og greitt eftirstöðvar kaupverðsins. ■ Frá afhendingu tækjanna NT-mynd: kga Akureyri: Lionsmenn gefa augnlækningatæki Frá fréttarítara NT á Akureyri, Halldóri í. Asgeirssyni ■ Fyrir nokkru afhenti Hörður Þórleifsson, formað- ur framkvæmdanefndar Li- onshreyfignarinnar í um- dæmi 109 B Gunnari Ragn- arssyni, stjórnarformanni Fjórðungssjúkrahúss Akur- eyrar, gjafabréf til að kaupa augnlækningatæki að verð- mæti 1.809.000 kr. Þessi tæki eru aðgerðá- smásjá, augnbotnamyndavél, raufarlampi, sjónsvtðsmælir auk handverkfæra og smá- tækja. Að auki gáfu Lionsmenn augnlækningatæki á heilsu- gæslustöðvarnar á Húsavík, Sauðárkróki, Vopnafirði og Siglufirði, alls að upphæð 331.000 kr. Tækjagjafir þessar koma í kjölfar söfnunar sem Lions- klúbbar í umdæmi 109 B, en það er svæðið frá Akranesi norður um land, allt til Vopnafjarðar, efndu til. Söfnunin bar heitið „Átak til sjónverndar - maí 1984“, og ■ var til að efla tækjakost augn- lækningadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins. Ragnar Sigurðsson, augn- læknir á Fjórðungssjúkra- húsinu, sagði að tækin bættu mjög alla aðstöðu á deild- inni, og sagði að nú gæti deildin annast allar augnað- gerðir og að ekki þyrfti að senda fólk til Reykjavíkur, svo sem gert hefði verið fram að þessu. Að auki munu tækin nýtast í háls-, nef og eyrnalækning- um og einnig í taugaskurð- lækningum. ■ Friðrík Theodórsson, sem er þekktur bassaleik- ari, hefur nú snúið sér að takkabásúnu og tekur hann nokkra létta ópusa í kvöld. ■ Jazzklúbbur Reykja- víkur heldur sinn mánað- arlega djassspuna í kvöld klukkan 21.00. Tón- leikarnir verða á Mímisbar á Hótel Sögu og eru allir velkomnir. Danshátíð ’85 ■ Á sunnudaginn gengst Danskennarasamband Islands fyrir tveim danssýningum á veit- ingahúsiu Broadway, í tilefni af Danshátíð ’85. Sú fyrri er ætluð allri fjölskyldunni og hefst hún kl. 16.30 en sú síðari hefst kl. 20.30. Gestir sambandsins verða að þessu sinni heimsmeistararnir í suður-amerískum dönsum, skoska parið Donnie Burns og Gaynor Fairweather. Að auki býður Danskennarasambandið upp á ýmis skemmtiatriði. Nemendur styðja kennara sína ■ Nemendur Fjölbrautaskóla Breiðholts hafa lýst stuðningi við kröfur kennara. í ályktun sem samþykkt var með þorra atkvæða, á almennum nem- endafundi í fyrradag, kemur fram að laun kennara endur- spegli það mat sem lagt sé . á menntun. BJfundarum atkvæðisrétt ■ Bandalag jafnaðarmanna gengst fyrir fundi í kvöld um jöfnun atkvæðisréttar. Fram- sögumenn á fundinum verða Guðmundur Einarsson, for- maður þingflokks BJ, Stefán Benediktsson og Valgerður Bjarnadóttir. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Skipulagsstofa: Kynning á á merkum Rúríar ■ Um þessar mundir stendur yfir kynning á verkum Rúrí. öðru nafni Þuríðar Fannberg. á Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins. Sýning þessi er liður í kynningu á starfandi lista- mönnum á höfuðborgarsvæðinu og viðurkenning á mikilvægi þeirra við að móta daglegt um- hverfi. Sýningin er opin á virkum dögum frá kl. 9-12 og 13-17 að Hamraborg 7 í Kópavogi: 60% verðhækk un á æðardúni ■ Eftirspurn eftir æðar- dúni fór vaxandi á síðasta hausti eftir tveggja ára sölutregðu og verðið fyrir dúninn hækkaði þá jafn- framt um 60%. Við þessa » auknu eftirspurn hækkaði verðið til bænda úr 7 þús. krónum fyrir kílóið upp í ■ 11.200 krónur, að þvf er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu XCO, sem jafnframt kveðst borga bændum fyrir dúninn u.þ.b. mánuði eftir af- hendingu. Fyrirtækið hefur flutt út æðardún undanfarinn ára- tug og nær eingöngu til meginlands Evrópu. Ný- verið hefur hins vegar teíc- ist samningur um sölu á 60 kílóum af æðardún til Ta- iwan og Japan. Telur XCO allt benda til að eftirspurn eftir æðardúni muni haldast stöðug á næstunni. Dúntekja hér á síðasta ári var tálin vera um 2200 kg að verðmæti um 28 milljónir króna, sam- kvæmt upplýsingum í fréttabréfi Upplýsing- aþjónustu landbúnaðar- ins. Enn streyma stuðningsyfirlýsingar að: Kennarar, látið ekki deigan síga ■ Verslunarskólakennarar hafa látið frá sér fara stuðnings- yfirlýsingu við launabaráttu framhaldsskólakennara þar sem þeir harma að geta ekki sýnt samstöðu sína í verki. Verslunarskóli íslands er sjálfseignarstofnun sem lýtur stjórn verslunarráðs íslands, en rekstur skólans er þó að fullu greiddur úr ríkissjóði. Kennarar V.í. eru auk þess ráðnir á sömu launakjörum og aðrir kennarar í framhaldsskólum landsins enda félagar í HÍK. Stjórn HÍK taldi hinsvegar óráðlegt að Vcrslunarskólakennarar segðu upp störfum, og var l'arið að þeim tilmælum. Þá hefur skólamálaráð Kenn- arasambands íslans sent frá sér ályktun þar sem athygli skóla- yfirvalda og almennings er vak- in á því, að æ fleiri kennarar hætta nú störfum á miðju skóla- ári. „Af umræðum meðal kennara er Ijóst að mikill hluti þeirra sem hætta störfum nú, mun aldrei snúa aftur til kennslu" segir í tilkynningu frá ráðinu. Þá er bent á að í skólastarfi í landinu sé voðinn vís, takist ekki að koma í veg fyrir þann flótta úr stéttinni sem þegar er hafinn. „Skólamálaráð Kl skorar á alla sem láta sig farsælt skóla- starf einhverju varða að taka höndum sanian til að koma í veg fyrir frekari skaða en orðinn er“ segir í niðurlagi fréttatil- kynningar skólamálaráðsins. Loks hafa kennarar við Snæ- landsskóla í Kópavogi lýst yfir fullum stuðning við launakröfur HlK og baráttuaðferðir þeirra gegn „ófélagslegri mennta- stefnu ríkisstjórnarinnar“ eins og segir í tilkynmngu frá þeim. „Við skorum á HIK að láta ekki deigan síga í baráttu sinni og varast söntu mistök og Kennara- samband íslands lét henda sig í kjarabaráttu sinni“ segir í lok áíyktunarinnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.