NT - 28.02.1985, Blaðsíða 7

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 7
 gjSðl^ , *■ • ' . » " 1 fmim . braska, sem sagöi „aö átök væru síðasta neyöarúrræðiö og brátt yröi slíkt eini valkostur- innV Fyrsti dagur marsmánaðar er mikilvægasti dagurinn í þessu stóra dæmi að mati Tim Wrage, áburöarsala frá Ne- braska, því fá falla afborganir og leiga í gjalddaga. „Ef það verður ekki greitt þá hrynur verö á jarönæði og vinnuvél- urn. Það er því frumskilyrði að stjórnvöld sendi frá sér ein- hverjar góða fréttir ef tiltrú manna á þessa atvinnugrein á að viðhaldast." Reynt að koma á fundi með Reagan. Tuttugu og þrír öldungar- deildarþingmenn hafa síðan farið fram á við Reagan for- seta, að hann haldi fund með fulltrúum beggja flokka um aðsteðjandi stórvanda land- búnaðarins, til þess að gera honum grein fyrir alvöru máls- ins og hversu mjög ástandið hefur versnað á síðustu vikunr. Það má fullyrða að erfitt verður fyrir Reagan að komast hjá því að takast á við þetta umfangsmikla vandamál bandarísks landbúnaðar, ef ekki væri nema bara fyrir það ■ Dæmigeröur sveitabær í Minnesota. í fvlkingu eru 170 þúsund býli og eru aöalfram- leiösluvörurnar korn, græn- meti, mjólkurvörur og svína- kjöt. Tæknivæöing og ofboös- leg framleiöslugeta bændanna í þessu frjósama ríki cru á góðri leið með að kippa Íífs- grundvellinum undan þeim. að mestur hluti bænda eru repúblikanar á íhaldsamari vængnum. inn er þá svo langt í burtu við boðun verkfallsins að menn sjá ógreinilega hvað hann er Ijótur. Auk þess verður síður komið við nákvæmni í tíma- vali. Aðstæður geta breyst á 30 dögum. og verkfall, sem sýnd- ist vera boðað á réttum tíma,' getur orðið tímaskakkt þegar það hefst og kjaradeilan tor- leystari af þeim sökum." Sáttatillagan Um sáttatillögu segir Jón Erlingur: „Skylda sáttanefndar að leggja fram sáttatillögu virðist mér hafa neikvæð áhrif á samningaumleitanir. Aðilar gera sér ljóst að sátta- tillagan mun liggja eitthvað ofan við það sem launagreið- endur hafa boðið og neðan við það sem launþegar krefjast. Afleiðingin verður sú að við- semjendur halda að sér hönd- um um tilboð og hafa lítið nálgast hverjir aðra þegar að því kemur aðgera sáttatillögu. Sáttatillagan felld myndarlega Síðar í grein sinni segir Jón: ■ Jón Erlingur Þorláksson tryggingarfræðingur setur fram athyglisverðar hugmynd- ir um verkfallsrétt BSRB í nýútkomnum Asgaröi. „En sáttatillagan kemur fram og verkfalli er frestað (um 15 daga -innsk.- BK). Forystu- menn launþega kynna sáttatil- löguna. Þeir telja hana ganga of skammt og hvetja til að hún verði felld. Þeir segja fólki sínu að það sé hægt að semja um a.m.k. jafn góð kjör og eitthvað betri eftir að sátta- tillagan er fallin. Þeir vilja gjarnan að sáttatillagan sé fclld með miklurn atkvæðum, það styrki samningsstöðuna, og nota stór orð. Um þetta skap- ast samstaða og sáttatillagan er felld myndarlega í allsherjar- atkvæðagreiðslu. Þegar því er lokið er orðið stutt í verkfall. e.t.v. 4-5 dagar. Þá loksins setjast aðilar niður í alvöru til þess að reyna að semja." Styttri fyrirvari og sátta- tillagan ekki lögbundin Niðurstöður Jóns Erlings eru þessar: „Hinn langi að- dragandi að verkfalli er til ills eins. Hætta er á, að lögboðin sáttatillaga verði til þess að hindra að aðilar komist að niðurstöðu. Þessi tvö atriði til samans geta valdið því að launþegar geta hrakist út í langt verkfall sem annars hefði mátt komast hjá. Þess vegna er brýnt að breyta lögunum.“ Athyglisverðar hugleiðingar Þetta eru athyglisverðar hug- leiðingar hjá tryggingarfræð- ingnum og mikið til í því sem hann segir. Hann scgir í raun og veru að það kerfi sem hér hef- ur verið hjá verkalýðsfélögunum sé best þegar allt komi til alls. Sjö daga verkfallsboðunar- frestur og engin sáttatillaga. Opinberrar umræðu um þessi efni er vissulega þörf því að næsta verkfall BSRB verður í haust. Hin lágulaun Annars eru ástæður verkfalla opinbcrra starfsmanna ekki tæknilegs eðlis. Ástæðumar em hin lágu laun sem allur þorri launamanna býr við. Á meðan svo verður verður alltaf heitt á íslenskum vinnumarkaði. Enn er minnt á að stutt er í að launaliðir samninga BSRB og ASÍ verða lausir og tínii til kominn að aðilar hefji samn- ingaviðræður, um launastefnu til næstu ára og það meó þátt- töku ríksivaldsins. Baldur Kristjánsson. Fimmtudagur 28. febrúar 1985 7 Malsvari frjálslyndls, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Rítstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasúni: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686366 Nýting sjávarafla ■ í fyrradag mælti Guðmundur J. Guðmundsson alþingismaður fyrir þingsályktunartillögu um full- vinnslu sjávarafurða og hlaut hún mjög góðar undirtekt- ir þingmanna úr öllum flokkum. í máli framsögumanns kom m.a. fram að íslenska þjóðin ætti að setja sér það markmið að auka hlutfallslegt verðmæti íslenskssjávar- afla um þriðjung á næstu árum en það þýddi gjaldeyris- aukningu fyrir þjóðarbúið upp á 5,4 milljarða króna. Þingmaðurinn hreyfir þarna þörfu máli sem sjálfsagt er að gefa gaum. íslenskur sjávarútvegur býður upp á mjög fjölþætta ónýtta möguleika, sem ekki myndu aðeins stórauka útflutningsverðmæti, heldur einnig skapa atvinnu sem næmi nokkrum þúsundum ársverka. Sjávarútvegurinn er, og hefur verið, undirstaða Nífskjara og framkvæmda í landinu, en nú hefur aflamagn flestra fisktegunda verið takmarkað og um auknar gjaldeyristekjur af sjávarafla verður tæpast að ræða næstu árin nema útflutningsverðmæti aflans verði aukin með frekari vinnslu innanlands. í þeim efnum þarf ekki livað síst að huga að kjörum þeirra er vinna við þennan undirstöðuatvinnuveg. Kjörin hjá sjómönnum og hjá fiskvinnslufólki í landi eru nú það léleg að erfitt reynist að fá fólk í þessi störf. Nú er flotinn í höfn vegna deilna urn kaup og kjör sjómanna. Það mál er mjög flókið þar sem kjör sjómanna eru mjög misjöfn. Þó er augljóst að kaup- tryggingu þarf að hækka verulega. Hún erskammarlega lág. Mánaðarkauptrygging sjómanns fyrir 12-18 stunda volk nær alla daga er um 20 þúsund. Það eru svipuð laun og hjá skrifstofustúlkum í einkafyrirtækjum fyrir hálfs dags starf. Orkufrekur iðnaður á Vesturlandi ■ Davíð Aðalsteinsson hefur flutt þingsályktun um að ríkisstjórnin láti kanna möguleika á að byggja upp orkufrekan iðnað á Vesturlandi. Hann bendir á að menn hafi, í umræðu um efnahags- og atvinnumál undanfarin ár, verið sammála um að renna þurfi fleiri stoðum undir íslenskt efnahags-og atvinnulíf. Því beri að leggja áherslu á skynsamlega nýtingu á þeirri miklu vatns- og hitaorku sem í landinu er. Davíð bendir á að við Hvalfjörð sé mjög góð aðstaða fyrir orkufrekan iðnað, hafnarskilyrði og lega fyrir orkuflutningskerfi séu mjög góð og tengsl við Járn- blendiverksmiðjuna gætu gert nýja framleiðslugrein enn hagkvæmari. Hafa verður í huga að íbúum Vesturlands fækkaði frá upphafi árs 1980 til ársloka 1983 um 308. Þar af fækkaði um 207 manneskjur 1983. Þessari öfugþróun þarf að snúa við og það verður best gert með því að efla atvinnulífið. Þingmaðurinn bendir ennfremur á að sú mikla atvinna sem verið hefur af hvalveiðum og vinnslu afurða af þeim muni stöðvast eins og nú horfir. Ríkisstjórn og Alþingi geti ekki skotið sér undan þeirri skyldu að gera sitt til að þau skörð verði fyllt. Guðmundur og Davíð hafa þarna hreyft veigamiklum málum á Alþingi. í framtíðinni þurfum við að leggja mikla áherslu á að vinna sem best úr okkar takmarkaða sjávarafla og jafnframt að leita óhræddir nýrra leiða í uppbyggingu atvinnulífsins. Lífskjör okkar í framtíðinni ráðast af því að vel sé unnið að þessum málum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.