NT - 28.02.1985, Blaðsíða 13

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 28. febrúar 1985 13 BARNABOÐ um borð í danska varðskipinu „FYLLA“ ■ Allar tunnurnar eru möl- brotnar, og nú fara krakkarnir að flykkjast að bolluborðinu. ■ „Ég varð tunnukóngur í mínum flokki og fékk verðlaun og fullt af nammi“, sagði einn ungur Hafnfirð- ingur, sem var boðinn um borð í varðskipið „FYLLA" sl. sunnudag. Þar voru um 50 börn í boði, bæði úr Reykjavík og Hafnarfirði. Þar var „sleginn kötturinn úr tunn- unni“ og börnin skoðuðu skipið og þáðu veitingar. Við sjáum hér nokkrar myndir frá þessu skemmtilega boði. EileenJoyceerfarin að halda tónleika ■ Fyrir 30 árum, þegar Eileen Joyce var á hátindi frægðar sinnar, var máluð af henni þessi mynd. Hún hangir uppi á heimili Eileen Joyce og minnir á forna dýrðardaga. áný Eilcen æfír sig nú á píanóið rétt eins og í gamla daga, enda er hún farin að halda tónleika á ný. ■ Sú var tt'ðin aö oft mátti heyra í útvarpi, þegar kynnt var píanótónlist: Eileen Joyce leikur. En nú hefur lítið heyrst til Eileen Joyce í mörg ár. Eileen Joyce missti mátt í höndum, þegar hún var á tónleikaferðaiagi í Asíu 1961. Þar nieð bentu allar líkur til að ferill hennar sem píanósnillingur væri á enda. En Eileen er ekki fisjað saman. Hún settist að í rólegheitum á búgarði sínum í Suður-Englandi og hóf það þolinmæðisverk að þjálfa upp á ný skemmdar hendur sínar. sem höfðu mótmælt því mikla vinnuálagi, sem eigandi þeirra hafði lagt á þær. Þessi þoiinmæði hefur nú skilað þeim árangri, að Eileen hefur nú hafið tónleikahald að nýju og nú segist hún spilatil að aðstoða þá, sem minna mega sin í lífinu. Fcrill Eilecn Joyce cr um margt óvenjulegur. Hún var ekki nema 14 ára, þegar þýski píanóleikarinn Wil- helm Backhaus uppgötvaði hana, þeg- ar liann var á tónleikaferðalagi í Ástralíu. Hann tók hana með sér til Leipzig og korn henni í læri hjá þekktum og virtum kennara. Það voru heldur betur viðbrigði fyrir dótt- ur ástralsks gullgrafara að vcra nú allt í einu komin í háborg evrópskra lista, en hún olli ekki verndara sínuni vonbrigðunt. Ekki leið á löngu þar til hún hafði öðlast heimsfrægð. Hún giftist nianni sem nun dýrkaði og nún tilbað son sinn. En hamingjusólin lækkaði á lofti í síðari heimsstyrjöld- inni, þegar niaður hennar först með tundurduflasiæðara. Eileen brást þannig við sorginni að hún hellti sér út í vinnu. Afleiðingarn- ar létu ekki á sér standa. Litli fingur hægri handar stífnaöi upp. en hún lét það viðvörunarmerki sig engu skipta og hélt áfrarn að halda tónleika. Hún giftist á ný og settist að í Hollywood, þar sem maöur hennar var þekktur kvikmyndasali. Þar eignaðist hún vinkonur á borð við Katherine Hep- burn og Ginger Rogers. En nú hrönnuðust óveðursskýin upp. Hún varð að hætta tónlistarferli sínunt, eins og aö framan er sagt, og skömrnu síðar dó seinni rnaður hennar. Síðan eru liöin meira en 20 ár, en aödáendur Eileen Joyce hafa ekki gleymt henni. Þeir eru jafn sólgnir í að hlusta á hana nú. 63 ára gamla konu, sem ekki hefur haldiö tónleika í langan tíma, og þegar hún var á hátindi frægðar sinnar. ■ Mörg börnin voru grímu- klædd. Litli „fanginn" í niiðj- unni hefur greinilega sloppið úr dönsku fangclsi! ■ Margur er knár þó hann sé smár. Þessi ungi maður lamdi bylmingshögg í tunnuna og hún er alveg að gefa sig. ■ Skipverjar keppast við að bera fram bollubakka og svo fá allir gosdrykk með. Þetta var vissulega skemmtilegur dagur fyrir gestina sem komu í heim- sókn um borð í „Fylla" (NT-myndir Árni Kjarna)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.