NT - 28.02.1985, Blaðsíða 3

NT - 28.02.1985, Blaðsíða 3
 ffTP Fimmtudagur 28. febrúar 1985 3 LL Fréttir Búfé á bílvegum fyrir Búnaðarþingi: Oft hafa ökumenn ekki getað afstýrt óhappi - og sökin verið hjá bóndanum þó hinir hafi orðið að bera allan skaðann, segir bú naðarþingsf u I Itrúi af Kjalarnesi ■ Mér hefur oft brugðið við þegar ég hef séð að slys af völdum búpenings á þjóðvegum er bændum að kenna en sá sem fyrir því verður ber allan skaðann, - þetta kom meðal annars fram í máli Páls Ólafs- sonar bónda í Brautarholti á Kjalarnesi í umræðu um þessi mál á Búnarþingi í gærdag. Búnaðarþing afgreiddi í gær til síðari umræðu ályktun um að ákvæðum umferðarlaga, sem lúta að umferð búfjár á vegum og vörnum gegn því að búfé haldi sig á vegköntum í byggð. í ályktuninni er lagt tiíað þessi mál verði athuguð. Flestir þeirra þingfulltrúa sem tóku til máls báru vegagerðina þungurn sökum fyrir að girðingum við vegi væri ábótavant. Korn fram það sjónarmið að ekki væri hægt að ásaka búfjáreigendur fyrr en þau mál hefðu verið bætt. Síðastur talaði svo Páll Ólafs- son og benti hann á það, sem ekki hafði komið fram hjá öðrum, að bændur ættu hér í íjölmörgum tilvikum sök á slys- um og oft sé ökumönnum ómögulegt að komast hjá árekstri. Á hinn bóginn væru það svo oftar en ekki ökumenn sem yrðu að bæta allan skaða vegna þessa. Nefndi Páll sem dæmi að eitt sinn hefði 14 vetra hryssa hlaup- ið fyrir bíl, drepist og valdið stórtjóni á bílnum. Bóndinn, sem alið hafði hryssuna í veg- kantinum alla hennar lífstíð, fékk bætur frá ökumanni sem varð að bera skaðann þótt bónd- inn hafi tvímælalaust verið í sök þarna, sagði Páll Ólafsson bóndi. ■ Bóndi sem ól hryssu sína í 14 vetur á vegkanti fékk fuilar bætur þegar gripurinn varð fyrir bifreið en ökumaður bar skað- ann,- Páll Ólafsson vakti athygli á ábyrgð bænda í málum sem þessum á búnaðarþingi. NT-mynd: Árni Kjama. Staðbundið Útvarp Akureyri ■ Föstudaginn 1. marskl. 7:30 tekur fyrsta staðbundna útvarp- ið á íslandi til máls, eða þannig, og stendur í 30 mínútur. Aftur síðar um daginn kl. 18, í 30 mínútur. Þetta er á Akureyri og útsendingar þessar verða reglu- bundið á mánudögum til föstu- dags á sama tíma fram til 1. júní, en þá verður árangurinn veginn og metinn. Þetta er sem sagt tilraunaút- varp sern mun ná til Akureyrar, Eyjafjarðar og Mývatnssveitar. Sjö starfsmenn rásarinnar á Ak- ureyri munu vinna efnið ásamt 2 tæknimönnum undir stjórn Jónasar Jónassonar útvarps- stjóra. Fluttar verða staðbundnar fréttir, auk hefðbundis dagskrár- efnis. Sent verður út á FM bylgju 96,5 megariðum. Síma- númer stöðvarinnar er og verð- ur (96) 26499 og auglýsingamót- taka er í síma (96) 26496. Allt er í heimi hverfult: 1985: Rekstrar- Ný lögreglusamþ Reykjavíkur í smí - flest ákvæði um dýrahald falla út ■ Hin nýja lögreglusamþykkt Reykjavíkur virðist ekki gera ráð fyrir ösnum á götunum hér. Skíðaskálinn: Gamla krónan enn við lýði hjá borgarstjórn ■ „Á almannafæri má ekki ríða eða aka hraðar en á hægu brokki, og þar sem mikil umferð er, gatan mjó eða farartálmi á veginum, skal aðeins fara fót fyrir fót....“ Allt útlit er nú fyrir að borgar- búar þurfi að sjá á bak þessari gullvægu setningu úr lögreglu- samþykkt Reykjavíkur, ásamt ýmsum perlum öðrum sem þar er að finna. Gerð hafa verið drög að nýrri lögreglusamþykkt fyrir borgina og því fara að verða síðustu forvöð fyrir Reykvíkinga að kynna sér innihald eins af skemmtilegri forngripum sem þeir hafa haft af að státa um árabil, þ.e. gömlu lögreglusam- þykktarinnar frá 1930. Lögreglusamþykktin hefur verið í gildi í fimmtíu og fimm ár, en á henni hafa verið gerðar tuttugu breytingar frá upphafi. Bendir nú flest til þess að ný samþykkt leysi þessa af hólmi innan tíðar, og er sú nýja ekki nándar nærri jafn skemmtileg aflestrar og sú gamla. Til að gefa lesendum kost á að sjá hvers þeir fara á mis við lestur nýju lögreglusamþykktarinnar skulu tiltekin eftirfarandi dæmi: „Það er með öllu bannað að ríða, beita fyrir vagna eða flytja farangur á höltum eða meiddum hestum, eða svo horuðunt að ekki hafi þeir fullan þrótt...” „Alifugla má ekki hafa, nema þeir séu í afgirtu svæði eða öruggri vörslu, og ekki við götu.“ Enginn má heldur taka ís af tjörninni eða höggva vakir í hana nema með leyfi borgar- stjóra og samþykki lögreglu- stjóra... fyrir ístökuna greiðist þaðgjald íbæjarsjóð sembæjar- stjóri ákveður." „Stéttir meðfram götum eru eingöngu ætlaðar gangandi mönnum og mega menn ekki halda þar kyrru fyrir eða stað- næmast þar til langframa..." Það vekur hinsvegar athygli að í nýju lögreglusamþykktinni er ekkert minnst á skepnuhald af neinu tagi, nema hvað eitt ákvæði er að finna þess efnis að rekstur lausra hesta um götur borgarinar sé óheimill. í gömlu samþykktinni er að finna grein- argóðan kafla um hundahald, en í þeirri nýju er ekki stafkrók- ur um það efni. Þá falla út ýmis ákvæði án þess að önnur leysi þau af hólmi. Til dæmis: „Ökutæki, sem flutt er á möl, sandur, mold o.þ.h. skulu svo gerð að ekki hrynji úr þeim þar sem farið er um.“ „Sorphauga, áburðarhauga, salerni, forir eða því um líkt má eigi hafa í nánd við almanna- færi. Þó getur bæjarstjórinn veitt undanþágu frá þessu ákvæði að fengnum meðmælum heilbrigðisnefndar." í niðurlagi nýju samþykktar- innar segir loks að með henni sé úr gildi numin lögreglusam- þykkt fyrir Reykjavík nr. 2, 7. jan. 1930. Þá vaknar spurning- in, hvort nú sé mönnum heimilt að hafa uppi allan þann óskunda sem sú gamla tók svo röggsam- legum tökum. ■ „Ef íþróttanefnd ríkisins á endurkröfurétt á hendur borg- arinnar varðandi sölu á Skíða- skálanum, verður sú krafa greidd í gömlum krónum. Það eru ekki nein ákvæði um vexti eða annað í lögunum," sagði Björn Friðfinnsson hjá Reykja- víkurborg þegar NT hafði sam- band við hann í gær vegna endurkröfu sem íþróttanefnd ríkisins telur sig eiga á borgina. Sveinn Björnsson gjaldkeri íþróttanefndarinnar sagði í gær í samtali við NT, að ummæli Björns Friðfinnssonar í forsíðu- frétt í NT á þriðjudag sýndu greinilega hversu lítið vit Björn hefði á málunum, þar sem kraf- an þyrfti hvorki þinglýsingar við né að hún fyrntist, þar sem hún er bundin í lögum. í lögum frá 1956 nr. 49 kemur fram í 24. grein að íþróttamann- virki,sem íþróttanefnd hefur styrkt,má ekki selja nema með samþykki íþróttanefndar, enda sé íþróttasjóði þá greidd aftur sú upphæð sem veitt hefur verið jöfnudur hjá Rarik ■ Heildartekjur Rafmagns- veitna ríkisins fyrir árið 1985 eru áætlaðar 1960 milljónir króna, samkvæmt rekstraráætl- un fyrirtækisins. Útgjöldin eru sömuleiðis áætluð 1960 milljón- ir. Stærsta tekjulind Rarik er orkusalan, en hún nemur um 80% af heildartekjunum. Stærsti útgjaldaliðurinnerorku- kaup, eða ríflega helmingur. Af orkukaupunum eru tæplega 99% frá Landsvirkjun. Vextir og afskriftir nema 28.4% af útgjöldum fyrirtækisins, en launakostnaður aðeins 6.7%, sem er svipað hlutfall og undan- farin ár. til viðkomandi íþróttamann- virkis. í samtali við Davíð Oddsson borgarstjóra kom fram að hann telur engan lagalegan stuðning vera fyrir kröfu íþróttanefndar, og í öðru lagi að nefndin eigi' ekki kröfurétt á hendur borg- inni heldur skíðafélögunum, sem seldu borginni skálann. Dæmd í 30 þús. króna sekt fyrir slæman aðbúnað alifugla: Fuglarnir drápust úr hor og aðrir fuglar lögðust á hræin ■ Kona, sem var bóndi, á Barðastööum í Staðarsveit og vinnumaður á sama bæ hafa hvort unt sig verið dæmd í Hæstarétti til að greiða 15 þúsund króna sekt til ríkissjóðs vegna brota á lögum um dýra- vernd og hefur jafnframt verið meinað að eiga, eða hafa ali- fugla, versla með þá, slátra þeim eða sýsla um þá með öðrum hætti í fimm ár. Mál þetta kom upp í apríl í fyrra þegar yfirvöld í Snæfells- og Hnappadalssýslu létu farga öllum alifuglum sem fundust á Barðastööum. tæplega 160 hænum, kalkúnum, öndum og gæsum. Var þetta gert með samþykki héraðsdýralæknis vegna þess að, að mati hans liöfðu húsráðendur á Barða- stöðum að engu haft ábending- ar hans um bættan aðbúnað- Konan og vinnumaðurinn sættu síðan opinberri ákæru fyrir brot á dýraverndarlögum. í ákæru ríkissaksóknara er þeim gert að sök að hafa frá því í ársbyrjun 1984 vanhirt, og vanfóðrað í óhæfum og óræstum húsakynnum á Barðastöðum, allt að 200 hænsni og 200 endur þegar mest var. Sumt drapst úr hor og aðrir fuglar lögðust á hræin, þar til yfirvöld létu lóga öllum fuglunum. Voru hænsnin þá kleprótt af skít, 39 þeirra grindhoruö og 8 hænsni gengu á stúfum eða höfðu verið tástýfð, en við rannsókn tveggja andahræja sem fundust á Barðastöðum 15. mars 1984 kont í Ijós að fuglarnir höfðu drepist úr hor. í héraðsdónri var konan og vinnumaðurinn dæmd í lOþús- und króna sekt hvort og þau svipt réttindum ævilangt til að eiga og sýsla með hvers konar búfé. Þau áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar og ríkissak- sóknari áfrýjaði einnig til þyngingar dómnunt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.