NT - 01.03.1985, Blaðsíða 3

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. mars 1985 3 Ársreikningar 1984: Landsvirkjun hagnaðist um tæpar 16 milljónir! ■ Hagnaður Landsvirkjunar á árinu 1984 voru taepar 16 millj- ónir króna, samkvæmt ársreikn- ingum fyrirtækisins, sem sam- þykktir voru á stjórnarfundi í gær. Þetta er í fyrsta sinn síöan 1977, aö hagnaður er af rekstr- inum. Rekstrartekjur Landsvirkj- unar í fyrra voru 2199 milljónir króna, en rekstrargjöld 2183 milljónir, aö meðtöldum orku- kaupum frá Kröfluvirkjun og Hitaveitu Suðurnesja upp á 160 milljónir. Stærsti útgjaldaliður- inn var fjármagnskostnaður, vextir og afskriftir, 1685 millj- ónir króna, eða 83.3% af rekstrarkostnaðinum, að orku- kaupunum frátöldum. Rekstur og viðhald stöðva og launa- kostnaður voru því ekki nema 16.7% af útgjöldunum. „Það er margt, sem kemur til,“ sagði Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar, þegar hann var spurður um skýring- una á rekstrarafganginum. „Á síðastliðnu ári var raforkuverð til ísals hærra en árið áður, bæði vegna bráðabirgðasamkomu- lagsins, sem gert var milli ríkis- stjórnarinnar og Alusuisse í september 1983 og endanlega samkomulagsins, sem var gert í nóvember 1984. Gjaldskrá Landsvirkjunar var hækkuð verulega á árunum 1982 og 1983, en hins vegar hafði hún lækkað að raungildi á árunum 1971-1982, miðað við bygginga- vísitölu, vegna verðstöðvunar og rangrar verðlagsstefnu að okkar áliti. Á því árabili var því meira og minna um hallarekstur að ræða hjá fyrirtækinu,“ sagði Halldór. Sem dæmi um halla Lands- virkjunar á undanförnum árum, má nefna, að árið 1982 var hann 152.1 milljón króna og 1983 var hann 21.8 milljónir króna. Halldór sagði, að áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir, að rekstrarjöfnuður næðist á þessu ári, án þess að þurfi að koma til frekari verðhækkana til almenn- ingsveitna, miðað við, að verð- bólgan fari ekki yfir 20% frá áramótunum síðustu til þeirra næstu. I því dænii væri tekið tillit til þeirrar 14% hækkunar, sem varð þann 1. janúar síðast- liðinn. Flutningar íslendinga milli landa í fyrra: Alls 324 fleiri út en heim komu ■ Alls 1.741 íslendingur flutti af landi brott á síðasta ári - og 324 fleiri en þeir íslendingar sem fluttu heim á ný frá útlöndum. Útlend- ingar (erlendir ríkisborgar- ar) sem fluttu til landsins voru hins vegar 522 og 53 fleiri en þeir útlendingar sem héðan fluttu. Allt frá árinu 1979 hafa fleiri útlendingar flutt hingað en burtu af land- Brottfluttir íslendingar á síðasta ári voru nokkru fleiri en á árunum 1981-1983, t.d. um 254 fleiri en 1983. Á þessurn þrem árum voru það nokkru fleiri sem fluttu heim árlega en út fóru. Þeir sem fóru í fyrra voru hins vegar mun færri en á árunum 1977- 1980, þegar tala brottfluttra var frá tæplega 1.800 til um 2.060 manns. Á þeim árum var hlutfall aðfluttra og brottfluttra einnig mun óhag- stæðara en í fyrra-munurinn jafnvel á annað þúsund manns. Af þeim íslendingum sem heim fluttu í fyrra komu meira en Vi.' frá Norður- löndunum þrem: Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Svipað hlutfall þeirra sem fóru út fluttu til þessara þriggja landa. Til Bandaríkj- anna fara og koma ufn einn af hverjum 10 íslendingum sem flytjast milli landa. ■ Húsrými þaö, sem á aðal- skipulagi var ætlað sem bíla- stæði fyrir borgarbúa, með til- komu nýja miðbæjarins. Hag- kaup hafa nú tekið plássið á leigu undir IKEA, svo vart munu borgararnir leggja bílum sínum þarna í bráð. NT-mynd: Árni Kjarnu. Bílastæði nýja miðbæjarins: Verður húsgagnaversl- un næstu fimm árin ■ Kjallari Húss verslunarinnar, sem á aöalskipulagi er ætlaður undir bílastæði nýja niiöbæjar- ins, hefur nú verið leigður Hag- kaupum til fímm ára með sam- þykki borgarráðs. Borgarráð hafnaði hinsvegar þcirri mála- leitan að unnt yrði að fram- lengja leigutímann um ónnur fímm ár, að samningstíma liðn- um án samþykkis ráðsins. Að sögn Gunnars Eydal, skrifstofustjóra borgarinnar, þá er þarna gert ráð fyrir bílastæð- um fyrir nýja miðbæinn „í fram- tíðinni“. Sagði Gunnar að borg- in hefði þó ekki séð ástæðu til að leggjast gegn því að húsrým- inu yrði ráðstafað næstu fimrn árin, en eftir þann tíma niyndi borgin taka málið til nýrrar athugunar. Hagkaup hyggjast nota hús- rými þctta undir húsgagnadeild IKEA sent að sögn Gísla Blön- dal hjá Hagkaupum er í „allt of þröngu húsnæði" sem stendur. Innan tveggja ára er hinsveg- ar fyrirhugað að reisa veglegt verslunarhúsnæði Hagkaupa í nýja miðbænum og vaknar þá sú spurning hvort ekki sé gert ráð fyrir IKEA í því liúsi. Gísli kvaðst ekki geta fullyrt um þaö, enda hafi það hús tekiö stöðug- um breytingum frá því upphaf- lega var farið að hanna það. Vísaði hann á framkvæmda- stjóra byggingarinnar, Ragnar Atla Guðmundsson, en sá síðar- nefndi neitaði að svara spurn- ingunni. Brjóstmynd af Ólafi Jóhannessyni ■ Ólafur Jóhannesson, fyrr- um forsætisráðherra, hefði orð- ið 72 ára í dag, föstudaginn 1. mars, en sem kunnugt er lést Ólafur 20. maí á sl. ári. í því tilefni hefur stjórn Fram- sóknarfélags Reykjavíkur ákveðið að láta gera brjóstmynd af Ólafi og hefur Ragnar Kjart- ansson myndhöggvari verið fenginn til að annast það verk. Fyrirhugað er að koma brjóst- myndinni fyrir í húsakynnum Framsóknarflokksins að Rauð- arárstíg 18. Leigjendasamtökin: Aðalfundurámorgun ■ Aðalfundur Leigjendasam- takanna verður haldinn í Hamra- görðum á morgun og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðal- fundastarfa verður rætt um mál- efni Búseta og formaður félags- ins, Jón Rúnar Sveinsson flytur erindi, sem hann kallar „Fyrir hverja byggir Búseti?“ Leigjendasamtökin hafa ver- ið í húsnæðishraki í vetur svo sem margir félagsmenn þeirra en nú hefur úr ræst og hafa samtökin opnað skrifstofu að .Mjölnisholti 14. Síminn er 27609 og geta leigjendur leitað þangað varðandi ýmiss konar ráðgjöf, auk þess sem samtökin hafa leigumiðlun á sinni könnu. Þing Norðurlandaráðs hefst í Reykjavík á mánudag: Verður það fjölmennasta sem haldið hefur verið íslendingar leggja til að stofnuð verði norræn rannsóknarstöð í líftækni ■ Norðurlandaráðsþingið sem hefst á mánudagsmorgun- inn í Þjóðleikhúsinu verður það fjölmcnnasta sem haldið hefur verið þegar allir eru taldir saman, þingfulltrúar, starfsfólk, fréttamenn, sem fylgjast með þinginu og unglið- ar. Þeir síðast nefndu, fulltrúar ýmissa æskulýðssamtaka verða óvenju fjölmennir nú þar eð nú er ár æskunnar og því verður sérstakt þinghald um málefni sem snerta norræna æsku. Þegar allir eru taldir taka um 750 manns þátt í störfum þingsins. Tilhögun þingsins var kynnt fyrir blaða- mönnum í gær, svo og helstu dagskrármálin. Norræn líftæknistofnun á íslandi? Það mál sem mesta athygli vekur af þeim sem íslendingar leggja fram á þinginu er tilllaga þeirra um stofnun norrænnar líftæknistofnunar á íslandi, sem hugmyndin er að starfi á svipuðum grunni og Norræna eldfjallarannsóknastöðin. Til- lagan verður lögð fram á þing- inu þótt ekki verði hún af- greidd í þetta sinn, enda um flókið mál að ræða sem krefst vandlegs undirbúnings. Þessari stofnun er ætlað að hafa bæði fræðilegt og hagnýtt gildi. í greinargerð með tilllög- unni sem lögð verður fram á þinginu segir að líftækni fleygi nú fram og sé brýn þörf fyrir Norðurlöndin að fylgjast með á því sviði. ísland sé að því leyti einn hinn besti fáanlegi vettvangur fyrir rannsóknir í líftækni, að þar þrífist í senn bæði mjög hitaþolnar örverur og mjög kuldaþolnar. Rann- sóknir á þeim séu mjög skammt á veg komnar. Slíkar örverur geti haft mikla þýðingu í hvers konar efnaiðnaði, þar með töldum matvælaiðnaði. Hvað fsland varðar þá er hér sennilega um að ræða stærsta málið, sem kemur fyrir kom- andi Norðurlandaráðsþing. Samstaða um tillögur í atvinnumálum Eftir mikinn undirbúning og deilur liggja fyrir tilllögur í fullmótuðu formi um sameig- inlegt átak í efnahags- og at- vinnumálum. Þessum tillögum var dreift á blaðamannafund- inum í gær og hefur blaða- manni ekki gefist tóm til að fara í saumana á þeim. Hins vegar kom fram á fundinum í gær að þær vörðuðu einkum önnur lönd en ísland, megin- inntak þeirra væri að leggja upp áætlanir til viðnáms gegn því atvinnuleysi sem hrjáir nágranna okkar meðal Norðurlandanna, en hefur enn sem komið er farið hjá okkar garði. Sjónvarpsmálin sigld í strand Þegar spurt var hvaða mál gætu helst orðið til þess að umræður skerptust voru sjón- varpsmálin einkum nefnd. Það hefur nú komið í ljós að sam- staða ríkir ekki urn það meðal Norðurlandanna hvernig skipta eigi kostnaði milli land- anna varðandi Nordsat áætlun- ina og hefur það í för með sér að það mál hefur siglt í strand í bili.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.