NT - 01.03.1985, Blaðsíða 8

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 8
 Dag- bók wm 8 8 LWf ^ÍÉÉT Tölvusýning í Höllinni ■ Tölvur 85 heitir sýnjng, sem Félag tölvunarfræði- nema við Háskóla íslands efnir til í anddyri Laugar- dalshallar dagana 7.-10. mars næstkomandi. Á sýn- ingunni gefst gott tækifæri á að sjá það nýjasta á tiölvu- markaðinum, svo sem við- skiptakerfi fyrir lítil og með- alstór fyrirtæki, hljóðlausa laserprentara, ferðatölvur, nettengingar, setningartölv- ur, heimilistölvur, svo og sérhæfðan tölvubúnað fyrir hreyfihamlaða. Þá verður sýndur margvíslegur hug- búnaður. Tölvunarfræðinemendurætla að bjóða upp á fyrirlestra í tengslum við sýninguna, og verður eitt efni tekið fyrir á dag, netkerfi, islenskur hug- búnaðariðnaður, tölvur og löggjöf og tölvufræðsla á (s- landi. Þetta er í annað sinn, sem tölvunarfræðinemar efna til sýningar sem þessar, en hin fyrri var haldin fyrir tveimur árum. Golfklúbbur GR trú hafa borist snemma, þeg- ar á fyrstu öld með Tómasi postula, en þó eru aðeins 21/2% íbúanna kristnir nú á tímum. Indland er auðugt land af náttúrugæðum, en lítill hluti íbúanna nýtur þó góðs af því. Einkum er þó staða indverskra kvenna örðug, og veldur þar bæði um fátækt og þjóðarsiðir. Nú mælast kristnar konur í Indlandi til þess, að trúsyst- ur þeirra um allan heim sam- einist með þeim í bæn um frið, því þær setja von sína á Krist og hafa fundið þar frið. Sérstaklega sé beðið fyrir því, að þjóðir Indlands eign- ist frið Drottins. Yfirskrift bænadagsins er: Jesús er vor friður. Hér á landi sameinast konur úr öll- um kristnum söfnuðum við undirbúning og framkvæmd þessa bænadags. í Reykjavík verður eins og undanfarin ár „bænadagskvöld" í Dóm- kirkjunni. Víðs vegar um landið boða konur til svipað- ra samverustunda þennan dag í kirkjum eða samkomu- húsum. En þessi bænadagssam- vera fer hring um hnöttinn. Frá sólarupprás, þar sem föstudagurinn 1. mars hefst við daglínu, og þar til honum lýkur 24 stundum síðar við sama hádegisbaug, munu konur allra landa mynda bænahring, sem umlykur alla jarðarkringluna með bæn um frið Jesú Krists yfir þenn- an hrjáða heim og í hvert einasta hjarta sem slær. Samstarfsnefnd Alþjóðlegs bænadags kvenna á Islandi. ■ Golfskóli Golfklúbbs Reykjavíkur hefur hafið starfsemi undir handleiðslu John Drummond, golf- kennara klúbbsins. Starf- semin fer l'ram í nýju við- byggingunni í Sundlaugun- um í Laugardal. Kylfingar geta ráðið hvort þeir fara í einkakennslu eða hóp- kennslu. Þá er einnig í boði sérstök kennsla með mynd- bandstæki. Allir kylfingar eru vel- komnir, byrjendur sem lengra komnir, meðlimirGR sem utanfélagsmenn. Ný Vera er komin út ■ Kvennaframboðið og Samtök um kvennalista hafa sent frá sér nýtt tölublað af Veru. í því blaði, sem nú er komið út og er fyrsta tölu- blað nýbyrjaðs árs, er fjallað um margvísleg málefni sem snerta konur og baráttumál þeirra. Ný viðtalsröð hefur göngu sína, og gengur undir nafninu „samtalið endalausa". Þá tekur Vera á því sem helst er á döfinni hjá samtökunum, birtir eru ritdómar, lesenda- bréf, fréttir og hugleiðingar og fleira. Vera fæst á flestum blaðsölustöðum, og kostar 130 kr. Alþjóðlegur bænadagur kvenna 1985 ■ Fyrsti föstudagur í mars hefur um margra ára skeiö verið alþjóðlegur bænadagur kenna. Áð þessu sinni ber hann upp á I. mars og þann dag verður e.fnt til kvöld- samveru í Dómkirkjunni, sem hefst kl. 20.30, og eru allir hjartanlega velkomnir til þcirrar samkomu, jafnt karlar sem konur. Dagskrá bænadagsins kemur út árlega, eins um allan heim, en að þessu sinni eru það kristnar konur í Indlandi, sem senda hana. Til Indlands mun kristin Spilavist ■ Spiluð verður Félagsvist í safnaðarheimili Digranes- prestakalls laugardaginn 2. mars, kl. 14.30 að Bjarn- hólastíg 26. Nefndin. Ráðstefna Öldrunar- ráðs á föstudag ■ Öldrunarráð íslands boðar til ráðstefnu um mál- efni þeirra öldruðu borgara er búa á heimilum sínum. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Esju föstudaginn 1. mars og hefst kl. 13 og er gert ráð fyrir að henni Ijúki kl.18. Ráðstefnan er öllum opin. Erindi flytja Sigurveig Sigurðardóttir félagsráð- gjafi, Guðrún Hafsteinsdótt- ir iðjuþjálfi, Sigríður Jó- hannsdóttir sjúkraliði, Jón- ína Pétursdóttir deildar- stjóri, Kolbrún Ágústsdóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri, Margrét Porvarðar- dóttir heimahjúkrunar- fræðingur, Guðjón Brjáns- son forstöðumaður og Sveinu H. Ragnarsson fe- lagsmálastjóri. Fyrirlestrarn- ir fjalla með einum eða öðr- um hætti um kjör aldraðra og kosti þess og galla að búa heima. Ráðstefnustjóri verður formaöur Öldrunar- ráðs íslands sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. Vinnufundur kennara ■ Samtök kennara og annars áhugafólks um sögukennslu halda vinnufund um gerð myndefnis fyrir sögukennslu í Kennslumiðstöðinni, Náms- gagnastofnun, Laugarvegi 166, laugardaginn 2. mars kl. 13-18. Flutt verða stutt erindi og kynntar nýjungar á þessu sviði. Síðan verður starfað í vinnu- hópum að því að búa til skyggnur og glærur, en góð aðstaða er til slíks í Kennslu- miðstöðinni. Efni verður selt þar. Fundurinn er öllum opinn. ___________________________________Fðstudagur 1 ■ mars 1985 8 .endur hafa orðið ■ Fólk sem fórnaði miklu í verkfallinu stendur nú í sömu sporum og verri, segir bréfritari. Núverandi stjórnvöldum ekki treystandi - samstaða láglaunamanna ekki fyrir hendi ■ Oft hefur nú gengið mikið á hér á landi þegar menn hafa staðið í verkföllum og mönn- um ekki verið vandaðar kveðj- urnar af hálfu vinnuveitenda. Þó keyrði gersamlega um þver- bak á síðast liðnu hausti þegar B.S.R.B.-fólkið stóð í þessum sporum. Stór hluti þess fólks varð þó að vinna þar sem það hefur ekki verkfallsrétt t.d. hjúkrunarfólk og löggæslu- menn eins og flestir vita náttúr- lega. Linnulaus áróður og mjög rætinn var rekinn og ýmislegt alveg með ólíkindum sem uppi var haft. Fremstur þar í flokki var sjálfur fjármálaráðherrann svo komu skósveinar hans og reyndu að fylgja fast eftir en máttu samt hafa sig alla við. Það er vissulega undrunarefni svo ekki sé meira sagt hvernig það getur gerst, að þetta furðu- lega fyrirbæri íslenskra stjórn- mála skuli vera komið í eina æðstu stöðu lýðveldisins. Verkföll eru og verða alltaí algert neyðarúrræði sem aldrei er gripið til fyrr en öll sund eru gersamlega lokuð. Kjör mikils meirihluta ríkis- starfsmanna voru orðin það léleg að menn vildu ekki una þessu lengur.gátu það bókstaf- lega ekki, þúsundir manna með laun á bilinu 15-18 þús. kr. á mán. miðað við venjuleg- an átta stunda vinnudag. Þetta er staðreynd, sem ekki þýðir að reyna að komast framhjá. Satt er það. sumir reyna að neita staðreyndum, enda fer illa fyrir þeim að lokum. Ekkert, alls ekkert raunhæft kom frá stjórnvöldum, meira að segja sagði fjármálaráð- herrann í sjónvarpsviðtali þeg- ar allt var að komast í hnút og verkfall blasti við, að hann kæmi sko ekki með neitt tilboð um bætt kjör, helst þyrfti að lækka launin. Það þarf ekki að rekja gang mála í smáatrið- um - þetta er vissulega öllum í fersku minni. Samið var uni all nokkra kjarabót eftir liörð átök, en engin trygging í neinni mynd fyrir því að reynt yrði að verja þetta þannig að hér væri um að ræða raunverulegar kjarabætur, enda fór sem fór. Byrjað var að reyta þetta af fólkinu mjög fljótlega aftur og menn standa nú í sömu sporum og verri þeir eru fórnuðu miklu í verkfallinu. Svona mistök mega aldrei henda aftur að skrifað sé undir eitthvað, sem ekki stenst, menn hljóta að fara að skilja það, að stjórn- völdum er ekki treystandi í þessum efnum og síst þeim er nú halda um stjórnvölinn. Ekki bætti það heldur úr skák að samstaða var ekki fyrir hendi frekar en fyrri daginn hjá launafólki. A.S.Í.-menn fóru sér hægt og sömdu svo á svipuðum nótum og B.S.R.B. Það er hörmulegt til þess að vita að launamenn og þá eink- um láglaunamenn skuli ekki bera gæfu til þess að standa saman og gera sér grein fyrir mætti sínum í einni stórri órofa heild. Fari menn ekki að snúa bökum saman í kjarabaráttu þá er alveg eins hægt að hætta þessum skrípaleik, sem samn- inganiðurstöður um kaup og kjör eru í dag og láta vinnuveit- endur alfarið um þessa hluti, hafa þetta bara eins og það var hér á árum áður þegar engin verkalýðsfélög voru til. Og hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún er voldug og sterk. Svo kvað stórskáldið Einar Benediktsson. Er ekki kominn tími til að gera sér grein fyrir þessu? Guðjón V. Guðmundsson Krakkar: Kynnið ykkur fyrir Sigurði Þessir strákar hafa væntanlega kynnt sig fyrir Sigurði. 24.02.1985 Ágæta blað, NT! ■ Ég er einn þeirra sem enn hlusta á okkar ágæta Ríkisút- varp, en læt ekki sjónvarpið eitt ráða heyrn minni og sjón. Og barnaefni í útvarpinu hlýði ég oft á, þó að ég sé tekinn að eldast. En það er nú kannski vegna þess að nokkru, að ég hef umgengist börn mikið á mínum starfsferli. Á laugardögum fyrir hádegi erþátturfyrirbörn íútvarpinu, sem ber heitið Eitthvað fyrir alla. Stjórnandinn er ungur maður, Sigurður Helgason að nafni. Börnin hringja til stjórn- anda þáttarins og ræöa við hann og hann við þau um ýmislegt, sem of langt yrði upp að telja. En ég hef ekki enn heyrt, að þessi blessuð börn hafi kynnt sig með nafni og heim- ilisfangi, er þau hefja símtalið við stjórnanda þáttarins. Hann verður því að spyrja börnin hver þau séu og hvaðan. Ósköp hlýtur það að vera þrcytandi fyrir hann. En þarf þetta að vera þannig? Eigum við ekki. sem fullorðin telj- umst að árum og reynslu, að kenna börnunum að kynna sig, áður en samtal er hafið við ókunnuga? Fullorðið fólk er oft ekki hóti betra en börnin í þessum eínum. Það kynnir sig ekki. Hefur væntanlega aldrei lært það. Ég vona, að stjórn- andi þáttarins brýni það fyrir börnunum, sem kunna að hringja til hans í þættinum Eitthvað fyrir alla, að þau kynni sig, svo að hann losni við hinar hvimleiðu spurningar: Hvað heitir þú nú? eða Hver ert þú? Við skulum sleppa heimilisfanginu í bili. Þetta er eitt af því sem hvert barn, já, hver og einn, án tillits til aldurs, þarf að læra, til að geta talist siðmenntaður. Ég vona, að innan ekki langs tíma vcrði börnin farin að kynna sig fyrir stjórnanda þátt- arins Eitthvað fyrir alla í út- varpinu. Okkur þeim eldri ber skylda til að leiðbeina þeim ungu til þess að geta talist siðmenntaðar manneskjur. Ekki meira að sinni. Með þökk fyrir birtinguna. A.B.S. Blaðamenn! Gef ið málefnum fatlaðra gaum! ■ Ég vil leyfa mér að þakka þeim ráðherrunum Alexander og Albert fyrir að hækka fram- lag til Framkvæmdasjóðs fatl- aðra um 10 milljónir. Framlag til sjóðsins hefur verið skert óhóflega mikið undanfarin tvö ár, um helming miðað við Iögbundið framlag og hefur sjóðurinn vegna þessa ekki getað sinnt brýnustu þörf á sviði uppbyggingar fyrir fatl- aða. Fjölmiðlar hafa alls ekki sinnt þessum málum nægilega vel og er greinilegt að blaða- menn hafa áhuga á ýmsu öðru en hvernig búið er að þeim sem minnst mega sín. Til dæm- is hafa þeir mikinn áhuga á kvikmyndum og fjölluðu ó- spart um það að fjármagn til kvikmyndasjóðs hefði verið skorið niður. Það var nú um- fjöllun í lagi. En um niður- skurð á framlögum til þroska- heftra og/eða fatlaðra hafa þeir þagað þunnu hljóði. Ein ofþroskuð gaum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.