NT - 01.03.1985, Blaðsíða 22

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 22
Afríkumeistaraleiknum frestað: Stelpurnar voru of girnilegar - fyrir leikmenn Highlanders ■ Highlanders heitir meist- araliðið í knattspyrnu í Afríku- ríkinu Swazi. Highlanders áttu að keppa við Lesotho á sunnu- daginn í Afríkukeppni mcist- araliða og voru komnir til Mas- heru þar sem leikurinn átti að fara fram. Swazimeistararnir voru hinsvegar ekki ánægðir með hótelið sem þeir áttu að dvelja á og heimtuðu að fá að flytja á annað. Astæðan var sú, að sögn forráðamanna liðsins, að það voru of margar girnilegar stelp- ur á hótelinu sem þeim var úthlutað. „Okkur var úthlutað hóteli sem er ekkcrt annað en drykkjubúlla og hórubæli í þeirri von að leikmenn okkar færu á kvennafar og misstu því niður einbeitingu fyrir leikinn," sagði Moi Masilela fram- kvæmdastjóri Highlanders. Þeir fluttu á nýtt hótel en gestgjafarnir segja að þeir vcrði að borga kostnaöinn af því sjálfir þar sem nýja hótelið er mikið dýrara. Swazimeistar- arnir samþykktu það en sögðu um leið að þeir myndu kæra þetta til afríska knattspyrnu- sambandsins. Innanríkisráðherra Swazi sagði við Highlandersleik- mennina áður en þeir fóru að heiman: „Varið 'ykkur, það verður örugglega reynt að tæla ykkur..." — Knattspyrna: ■ liordeaux sigraði Bnstia í I. dciid frönsku knattspyrnunnar í fyrra- kviild meö fjórum mörk- uin gegn engu. Dietcr Múller, himi þýski, skor- aði þrjú al' mörkum Bor- deux sem heldur forystu i í Frakklandi. B-lið Mexíkana í knatt- spyrnu sigraöi Finna í vin- áttulcik í Acapulco með tveimur niörkum gegn einu í fyrrakvöld. Lhhv ■ Larry Bird verður á ferðinni i leiknum a morgun. í sjónvarpi á morgun: „All-Star“ ■ Á morgun mun Bjarni Felixson sýna í íþróttaþxtti „All Star“-leikinn svo- nefnda í körfuknattleik en þessi leikur er viðureign liða frá Austur- og Vesturdeild bandaríska körluknattleiks- ins. Leikur þessi er venjulega hið mesta „augnakonfekt" enda mætast þarna allir bestu körfuknattleiksmenn Bandaríkjanna og þar með einhverjir þeir bestu í heim- inum. I lciknum, sem að þessu sinni fór fram í „The Hoosier Dome" í Indianap- olis í lndiana-fylki, er að öllu jöfnu mikið að gerast á gólf- inu allan tímann og stjörnu- leikmennirnir keppast um að sýna sem bestan leik og vera þar með útnefndir „Besti leikmaður leiksins" (The Most Valuable Player). Það þykir alla jafnan mikill heið- ur að hljóta þcnnan titil enda valið oft mjög erfitt. Að þessu sinni varð fyrir leikurinn valinu Ralph Sampson sem spilar með Houston Rockets. Hann er á þriðja metra á hæð og skoraöi grimmt fyrir Vesturströnd- ina sem vann leikinn að þessu sinni. Austurstrandar- liðið hefur annars oftast unn- ið þennan leik. Af þeim leikmönnum sem hvað mest ber á í leiknum má nefna Sampson, Kareen Abdul-Jabbar og nýja risann í NBA-deildinni Akeem „The Drearn" Olajuwan sem spilar með llouston eins og Sampson. Þessir leik- menn spila allir með liði Vesturstrandarinnar. Hjá Austurströndinni má nefna Larry Bird, Julius Erving og Moses Malone. Að ó- gleymdum Isiah Thomas sem kosinn var „Besti leik- maðurinn" í leiknum í fyrra. Þá er bara að stilla tækin rétt, fá sér kók og popkorn ög njóta leiksins. ■ Guðni Halldórsson formaður FRÍ og Ólafur B. Schram framkvæmdastjóri Adidas á íslandi takast í hendur eftir að samningurinn var undirritaður. NT-mynd: Sverrir. 1. mars 1985 22 Evrópubikarkeppnin: Gert verður við Laugardalsvöllinn ■ „Við höfum fengið loforð fyrir því að það verði gert við hlaupa- brautirnar á frjálsíþrótta- vellinum í Laugardal fyrir Evrópubikarkeppnina í frjálsum hér í sumar. Við treystum því að það verði gert, en okkar aðalvanda- mál hefur verið að skrif- stofumenn, sem aldrei hafa séð völlinn og mundu detta á hausinn ef þeir hlypu á brautinni í Laugardal, hafa verið að skera niður í þetta sntá- peninga sem duga ekki til neins" sagði Guðni Hall- dórsson formaður FRÍ á blaðamannafundi í gær. E vrópubikarkeppnin, C-flokkur, verður mjög sterkt mót þar sem keppa allir sterkustu frjáls- íþróttamenn íslands, og annarra Norðurlanda. Þar má nefna Patrik Sjöberg, sem átti heims- metið í hástökki innan- húss í tvo sólarhringa um síðustu helgi... Stórsamningur FRÍ og Adidas: ÍÞRÓTTABÚNADUR FYRIR 2,8 MILU. ■ í gær var á blaðamanna- fundi á Gauki á Stöng undirrit- aöur einn stærsti samningur sem sérsainband innan ÍSI hef- ur gert við fyrirtæki, þegar Frjálsíþróttasamband íslands og Adidas gengu frá auglýs- ingasamningi sín á milli. Adi- das skuldbindur sig í samningn- um til að láta FRÍ í té æfinga og keppnisbúnað að verðmæti kr. Hörkubardagi: írak: Deildinni ■ Keppni í 1. deild knatt- spyrnunnar í írak hefur verið frestað nú þegar hún er tæplega hálfnuð og refsingum létt af leikmönnum sem leika með landsliðinu. Þetta er gert til að landsliðið geti undirbúið sig af fullum krafti fyrir undankeppni HM sem liefst í mars. Öllum refsingum sem leik- menn landsliðsins voru dæmdir 700 þúsund árlega til ársloka árið 1988, en þá framlengist samningurinn um eitt ár í einu, nema annar hvor aðilinn segi honum upp með þriggja mán- aða fyrirvara. Björgvin Schram, forstjóri Adidasumboðsins á íslandi, heildverslunar Björgvins Schram hf, sagði um leið og frestað í vegna lélegrar frammistöðu á Ólympíuleikunum í Los Ange- les hefur verið aflétt og fangels- isdómum einnig, en þeir leik- menn sem ónáða dómarann í leikjum í írak er umsvifalaust varpað í steininn. IFA, knattspyrnusamband íraks, rak landsliðsþjálfarann Ammu Baba eftir Olympíu- leikana og nýr verður ráðinn í hans stað. hann kynnti hvað til stæði að sér væri óblandin ánægja að taka þátt í slíku samstarfi sem þessu við FRÍ, sem fælist í að gera frjálsíþróttamönnum lífið ánægjulegra með því að þeir kepptu í svo fallegum búning- um og góðum búnaði. Guðni Halldórsson formaður FRÍ, sagði að samningurinn tryggði íslensku landsliðs-og úrvals- flokka frjálsíþróttafólki allan nauðsynlegasta búnað svo sem keppnisgalla yst sem innst, æf- ingagalla, sokka, töskur, keppnisskó fyrir hinar ýmsu greinar svo og æfingaskó og búninga. „Þeir í höfuðstöðvum Adidas ytra vita að árangur íslensks frjálsíþróttafólks hefur verið með ólíkindum góður á undanförnum árum, og þar af leiðandi er þessi samningur til kominn. Ef ekki hefði verið til að dreifa afreksmönnum sem hafa verið á heimsmælikvarða undanfarin ár hefði þessi samn- ingur aldrei komið til, þá hefði ekki verið neitt til þess að semja um,“ sagði Guðni. Guðni sagði að samningur- inn væri einnig að þakka þeim manni sem allra manna mestan áhuga hefði á frjálsíþróttum og uppgangi þeirra, fyrrum for- manni og nú heiðursformanni FRÍ, Erni Eiðssyni. Hann hefði rætt slíkan samning í mörg ár við háttsetta menn innan stór- fyrirtækisins Adidas í mörg ár, og Örn, sem ætti íslandsmet í þrjósku og þrákelkni í vinnu að framgangi frjálsíþrótta hefði sett persónulegt met er hann kom þessum samningi fram. Guðni þakkaði Adidasfyrir- tækinu mjög og sagði að samn- ingur sem þessi væri ómetan- legur fyrir samband sem sífellt ætti við fjárhagsvandræði að stríða, og ómetanlegur íþrótta- mönnunum sjálfum sem ein- göngu fengju styrki í „útflutn- ingsbótum" í formi skóla- styrkja. Samningurinn Ólafur B Schram, fram- kvæmdastjóri Heildverslunar Björgvins Schram sagði að Heildverslunin hefði oft styrkt íþróttamenn á þennan hátt, „en við höfum aldrei haft bol- magn til að gera svona samning einir. þó okkur hafi langað til. V'ið skrifum untíir þennan samning fyrir hönd ADIDAS- fyrirtækisins, og ef þessi varn- ingur væri keyptur út úr búð, sem FRÍ fær árlega, mundi hann kosta hvorki meira né minna en 700 þúsund krónur." Þessi upphæð er á núgildandi gengi krónur 2,8 milljónir, sé reiknað fyrir árin fjögur sem samningurinn gildir. í samningunum er kveðið á um að árlega láti Adidas FRÍ í té 50 stk. æfingagalla, 50 stk. trimmgalla, 100 stk. T-boli, 50 stk. töskur, 100 stk. vesti, 100 stk. stuttbuxur, 100 pör sokka, 50 pör keppnisskó, 50 pör æf- ingaskó, fyrir þau keppnismót sem sambandið tekur þátt í á sammningstímabilinu. í stað- inn skuldbindur FRÍ sig til þess að allir sem keppa á vegum sambandsins klæðist eingöngu ADIDAS í öllum keppnum innanlands og erlendis, á öllum æfingum sem opnar eru blaða- mönnum og almenningi, í við- tölum við fréttamenn og við önnur tækifæri á vegum FRÍ. FRÍ heimilar Adidas að kalla sig „Official Supplier to the Track and Field Federation of Iceland“ (Opinberan framleið- anda Frjálsíþróttasambands íslands). Sömuleiðissamþykkir FRÍ að gera ekki auglýsinga- samninga við samkeppnisaðila ADIDAS. Sekt sem FRÍ verður að greiða, ef samningurinn er brotinn er 20 þúsund þýsk mörk, (240 þús. ísl. kr.). „Það er ósköp einfalt, við getum ekki valið keppnismenn sem vilja ekki nota ADIDAS, eða eru samningsbundnir við aðra, því við höfum ekki efni á að- greiða sektir. Þetta hefur kom- ið upp í fjölmörgum löndum, og samböndin bregðast þannig við, það er eina raunhæfa leið- in,“ sagði Guðni Halldórsson um þetta mál. „Pressukarate“ ■ Fyrsta „pressukeppni" í karate verður háð í Digranesi í Kópavogi á morgun kl. 16.30. Þar eigast við landsliðið í kar- ate sem valið er af Ólafi Wall- evik, landsliðsþjálfara og „pressuliðið" sem stjórnað er af Ævari Þorsteinssyni. Lands- liðið er skipað eftirtöldum mönnum: Atli Erlendsson, Árni Einarsson, Karl Sigur- jónsson, Stefán Alfreðsson, Ómar ívarsson og Sigþór Markússon. í „Pressunni“ eru eftirtaldir kappar: Gísli Klem- ensson, Hannes Hilmarsson, Sigurjón Kristjánsson, Ágúst Österby, Sveinbjörn Imsland, Svanur Eyþórsson, Einar Karlsson, Erlendur Arnarson og Ævar Þorsteinsson. í hléi í leiknum þá verða sýnd bardagaatriði sem mörg hver eru spennandi. Eru allir hvattir til að mæta í Digranesið og horfa á spennandi karate- keppni. I sambandi við þessa keppni má nefna að í dag verður formlega stofnað Karatesam- band Islands (KAÍ). Karate hefur verið til hér á landi í 10 ár en nú fyrst munu þau félög sem starfandi eru á landinu sameina krafta sína í nýju sambandi. Stofnfélög KAÍ eru: Karatefélag Reykjavíkur, Kar- atefélagið Þórshamar Rvk. Karatedeild Stjörnunnar Gb, Karatedeild Breiðabliks Kópav., Karatedeild Gerplu Kópav., karatedeild UMF Selfoss, Karatedeildin Höfn í Hornafirði, Kratedeild FH Hafnarfj., Karatedeildin Nes- kaupstað, Karatedeildin Hvolsvelli og Karatedeildin Álftanesi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.