NT - 01.03.1985, Blaðsíða 20

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 20
 Föstudagur 1. mars 1985 20 Áttræður stelur ástarleið- beiningum Höfðaborg-Reuter ■ Áttræður öldungur var í gær dæmdur sekur um að hafa stolið bók með ástarleiðbeiningum úr bókabúð í Höfðaborg í Suður-Afríku. Öryggisvöröur í búð- inni bar að hann hefði séð gamla manninn stinga undir buxna- strenginn bókinni „Learning to Love“ (Lærið að elska). Öld- ungurinn þrætti fyrir verknaðinn en var samt dæmdur til að greiða sem svarar um tvö þúsund ísl. krónum eða fara í 45 daga fangelsi ella. Þýskur kaupsýslumaður: Vill kaupa nýru lifandi fólks í þriðja heiminum Aachen-Keuter. ■ Sú ætlun vestur-þýsks kaup- sýslumanns að kaupa nýru úr lifandi fólki í þriðja heiminum til að græða í landa sína hefur vakið mikil mótmæli í heima- landi hans. Sjálfum finnst kaupsýslu- manninum, Hajo Harrns, ekk- ert ósiðlegt við ætlun sína og segist ætla að greiða nýrnagjöf- unum 100.000 mörk (um 12.5 millj. ísl. kr.) fyrir hvert nýra. Þar með segist hann tryggja þeim lífeyri ævina á enda ásamt ævilangri læknisþjónustu. Harms, sem segist vera lærður læknir en hafa yfirgefið læknisr fræðina fyrir kaupsýsluna, vildi hvorki upplýsa hvernig liann hygðist finna nýrnagjafa né með hvaða hætti hann myndi flytja nýrun til Vestur-Þýskalands. Á síðasta ári fengu um 1300 Vestur-Þjóðverjar nýru úr látnu fólki, en menn munu þó geta fórnað öðru af tveimur nýrum sínum og lifað af. Á hverju ári fara 1000 vestur-þýskir nýrua- sjúklingar á mis við nýrna- ígræðslu vegna þess að ekki tekst að útvega nógu mörg líf- færi. Eckehard Rentner sérfræð- ingur í nýrnaígræðslum hefur látið hafa eftir sér að fyrirætlanir Harms séu bæði glæpsamlegar og ósiðlegar og formaður vest- ur-þýsku læknasamtakanna sagði að Harms hefði í hyggju að gera fólk í þriðja heiminum að lifandi líffærabanka. Því er jafnframt haldið fram að fái Harms vilja sínum fram- gengt muni opnast fyrir flóð- gáttir misnotkunar á mannslíf- um. ■ Shi Qinfu rekur fjölskvldufvrirtæki sem framleiðir dekk í lítilli smáborg í Suður-Kína. Fyrirtæki hans er eitt af þeim 740.000 fyrirtækjum í eigu einstaklinga og sameignarfélaga sem að undan- förnu hafa sprottið upp í kínverskum smábæjum og til sveita. Leiðtogar flestra þessara fyrirtækja hafa litla þekkingu á mengun og mengunarvörnum. Ör efnahagsuppbygging Kínverja eykur mengun Feking-Keuter ■ Kínversk yfirvöld eru nú að vakna til meðvitundar um þá miklu mengunarhættu sem ör iðnaðaruppbygging undanfar- inna ára hefur haft í för með sér. Kínverjar áætla að tjón Háttsettur bandarískur embættismaður: Barði eiginkonu sína í sextán ár VVashin^ton-Keuter ■ John Feddcrs, yfirmaður eftirlitsnefndar bandaríska verðbréfamarkaðarins, iét af opinberu starfi sínu í dag vegna reiði almennings í garð hans eftir að það komst í hámæli að hann hefur gengið í skrokk á konu sinni síðastliðin 16 ár. Afsögn Fedders fylgir í kjölfar forsíðufréttar í Wall Street Journal þar sem ofbeld- issögu hans í hjónabandinu er lýst í smáatriðum. í réttarhöldum sem standa nú yfir vegna skilnaðar þeirra hjóna, sagði eiginkonan, Charlotte, að hinn tveggja metra hái eiginmaður hennar hafi byrjað á því að berja hana árið 1968 og haldið því áfram þar til þau skildu að borði og sæng árið 1983. Fedders viðurkennir mis- gjörðir sínar og segir að rifrildi þeirra hjóna hafi sjö sinnum endað með ofbeldi. Hannsegir ennfremur að hann iðrist. Charlotte hefur borið það fyrir réttinum að maður henn- ar hafi sprengt í henni hljóð- himnurnar, tekið kyrkingar- taki um háls hennar og hvað eftir annað gefið henni glóðar- augu meðan hjónabandið varði. Fedders, sem hefur verið nokkuð umdeildur í starfi sínu síðan hann tók við því árið 1981, lýsti því fyrir réttinum að hann vonaðist til þess að ná sáttum við konu sína. Dómarinn í skilnaðarmál- inu hefur nú frestað réttar- höldunum í 90 daga til þess að gefa hjónunum tækifæri til þess að leita sátta. ■ Þrívíddarsjónvarpið 3DTV sem verður kynnt á sex mánaða tæknisýningu í japanska vísindabænum Tsukuba sem hefst 17. mars næstkomandi. Þrívíddarsjónvarp ■ Japanska stórfyrirtækið Það þarf ekki að nota sérstök Matsushita hefur búið til sjón- þrívíddargleraugu til að horfa á varpstæki fyrir þrívíddarmyndir sjónvarpið en slíkt hefur verið sem fyrirtækið kallar 3DTV. nauðsynlegt við þrívíddarkvik- Á mannaveiðum í Vestur-Þýskalandi IHúnchen-Reuter. ■ Yfirvöld bjóða nú hverjum þeim sem veitt getur upplýsingar er leitt gætu til handtöku borgar- skæruliða í vestur-þýska ríkinu Bæjaralandi allt að einni milljón marka í verð- laun. Þessi verðlaun eru þau hæstu sem vestur-þýsk yfirvöld hafa nokkru sinni boðið fyrir mannaveiðar, ásamt jjeim verðlaunum sem boðin voru í síðasta mánuði fyrir vísbendingar sem leitt gætu til handtöku nasistalæknisins Jósefs Mengele. Innanríkisráðherra Bæjaralands, Karl Hill- ermeier sagði verðlaunin sett til höfuðs meðlimum Rauðu herdeildanna sem myrtu vopnaframleiðanda nokkurn í nágrenni Mún- chen í síðast liðnum mán- uði og komu fyrir sprengju í herskóla NÁTO í Ober- ammergau í desember. „Það er hugsanlegt að upphæð verðlaunanna muni losa um tungur þeirra sem eru hliöhollir skæruliðunum," sagði ráð- herrann. Lögreglan lýsti því yfir í síðustu viku að hún hefði fundið bílinn sem hún héldi að skæruliðarnir hefðu komist undan á en hefði að öðru leyti engar vísbendingar um viðkom- andi skæruliða. Umsjón: Ragnar Baldursson o« Sonja B. Jónsdóttir Japan: myndir og þrívíddarsjónvarp hingað til. Talsmenn Matsus- hita-fyrirtækisins segja að best myndgæði náist ef áhorfandinn sitji í um eins metra fjarlægð frá skerminum sem er 24 tommur. Þrívíddarmyndin helst þótt áhorfandinn hreyfi sig í 24 senti- metra til hvorrar áttar. Þrívíddarmyndirnar eru teknar með fimm samstilltum sjónvarpstökuvélum sem tengd- ar eru við myndbandstæki. Sér- stakar linsur eru líka notaðar til að fá sem best myndgæði og skörpust þrívíddaráhrif. Þrívíddarsjónvarpið verður kynnt á vísindasýningu í jap- anska háskóla- og tæknibænum Tsukuba sem hefst 17. mars og stendur í hálft ár. vegna vatnsmengunar, súrs regns, landfoks og ýmiss konar mengunar og umhverfis- skemmda nemi áriega um 350 milljörðum júönum (um 5000 milljörðum ísl. kr.). Samkvæmt opinberri skýrslu sem Kínverjar birtu árið 1982 dæla kínversk íðnfyrirtæki ár- lega um 31 milljarði tonna af menguðu affallsvatni í ár og höf og 41 milljón tonnum af eitur- gasi í andrúmsloftið auk þess sem árlega hlaðast upp um 400 milljón tonn af alls konar föst- um úrgangsefnum. Þrátt fyrir þessa miklu meng- un var það ekki fyrr en á sein- asta ári að kínversk yfirvöld settu ótvíræð lög um mengunar- varnir með tilheyrandi refsing- um fyrir þá sem valda mengun eða öðrum umhverfisspjöllum. Kolabrennsla er einn helsti mengunarvaldurinn í Kína. Kol eru um 70 prósent af öllu brennsluefni sem Kínverjar nota. Kolamengun er sérstak- lega mikii í borgunum þar sem hún hefur leitt til loftmengunar og súrs regns. í grein í kínverska hagfræðitímaritinu „Efnahagur heimsins“, er því haldið fram að samtals hafi 1,2 milljón ferkíló- metra af landi orðið örfoka vegna ofnýtingar og skógar- höggs. Aukinn hraði í efnahagsupp- byggingunni að undanförnu og aukið sjálfræði fyrirtækja hefur leitt til jafnvel enn meiri meng- unar. Nú þegar eru 740.000 fyrirtæki í smábæjum víðs vegar í Kína sem starfa án beins eftirlits ríkisins. Stjórnendur óg starfsfólk þessara fyrirtækja hafa yfirleitt litla hugmynd um mengun og mengunarvarnir. Þrátt fyrir mengunarvandann munu stjórnvöld ekki hafa uppi neinar áætlanir um að draga úr hraðanum á efnahagsuppbygg- ingunni. Þeir stefna ennþá að því að fjórfalda þjóðarfram- leiðsluna í Kína á seinustu tveimur áratugum þessarar aldar. Xue Baoding, yfirmaður Þróunarstofnunar kínverskra borga og sveita segir að Kínverj- ar ráði nú þegar yfir þeirri tækniþekkingu sem sé nauðsyn- leg til að vinna bug á vistfræði- legu ójafnvægi í landbúnaði og mengun í iðnaði. Sælgætiseitrarar hættir að eitra Tokyo-Reuter ■ Hópur japanskra glæpa- manna, sern hefur gert sælgætis- framleiðendum í Japan lífið leitt á undanförnum mánuðum með því að eitra sælgæti í verslunum, hefur tilynnt að sælgætisfram- leiðendunum hafi nú verið gefin grið. Glæpamennirnir hafa kallað sig „Manninn með andlitin 21” eftir vinsælli japanskri glæpa- málasögu. Þeir kröfðust pen- inga frá ýmsum sælgætisfram- leiðendum og hótuðu að eitra sælgæti frá þeint ef þeirgreiddu ekki. Eftir því sem best er vitað lét ekkert fyrirtæki undan fjárkúg- uninni svo að glæpamennirnir komu fyrir eitri í nokkrunt sæl- gætispokum í verslunum. Eng- inn varð samt fyrir eitrun þar sem pokarnir voru allir merktir með aðvörun um að það væri eitur í þeim en sælgætissala viðkomandi fyrirtækja dróst ntikið saman vegna ótta al- mennings við eitrið. í síðustu viku samþykkti Frjálslyndi flokkurinn, sem fer nteð stjórn í Japan, drög að lögum sent leggja allt að tíu ára fangelsi við því að eitra matvör- ur sem séu til sölu í verslunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.