NT - 01.03.1985, Blaðsíða 23

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 23
1 ll íþróttir Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Y Ireinastari igl 0 ig vitleysa er rr- 1 S sigraði íl - með tveimur stigum í gærkvöldi ■ Einn leikur fór fram í úr- valsdeildinni í körfuknattleik í gær. Tvö neðstu liðin ÍS og ÍR kepptu í íþróttahúsi Kennarahá- skólans og var viðureign þess- ara liða hugsanlega smá for- smekkur að því sem koma skal er þessi lið keppa um hvorir haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni. í Knattspyrna: ■ Enska félagið Totten- ham Hotspur sigraði norska landsliðið í knatt- spyrnu í æfingaleik á White Hart Lane í Lundúnum í gærkvöldi. Leiknum lauk 3-2 eftir að Spurs var yfir í hléi 2-0. Cooke, Crooks og Lew- arth skoruðu fyrir Spurs en Daidsen og Ahlsen fyrir Norðmenn. Uberroth heiðraður ■ Peter Uberroth, sem var fyrir forsvari ólym- píunefndar Bandaríkj- anna fyrir ÓL-leikana síðasta sumar í Los Ange- les, var útnefndur maður ársins af bandaríska íþróttaritinu „Sporting News“. Aðalástæðan fyr- ir útnefningunni var sú að leikarnir þóttu takast með afbrigðum vel og skiluðu líka mjög miklum hagnaði, réyndar 400 milljónum dollara (1.6 milljarði ísl. kr.). Banda- ríkjamönnum er auðvitað óskaplega vel við Uberr- oht fyrir að stuðla að öllum þessum gróða og svo segja þeir hjá „Sport- ing News“ að leikarnir hafi verið Bandaríkja- mönnum til mikils sóma og góð auglýsing fyrir land og þjóð. stuttu máli þá sigruðu Stúdent- ar í algjörum delluleik þar sem ekki aðeins leikmenn fóru á „kostum“ heldur og dómarar leiksins. Voru þeir víðáttu skrautlegir, báðir. Lokatölur voru 79-77 eftir að Stúdentar höfðu einnig leitt í hléi 38-31. Eins og fyrr sagði þá var leikurinn ein alsherjar della sem spannst út frá hræðilegri dómgæslu og barnalegum mis- tökum leikmanna beggja liða. Það sem réð sennilega úrslitum í þessum leik var að Stúdent- ar voru miklu frískari í frá- köstunum og á tímabili í fyrri hálfleik þá áttu ÍR-ingar ekkert frákast, hvorki við sína körfu né Stúdenta. Stigin í þessum leik sem engu skipti ÍS: Valdimar 18, Ragnar 17, Árni 15, Helgi 11, Guðmundur 12, Ágúst 4 og Þórir 2. ÍR: Björn 17, Kristinn 13, Hjörtur 12, Gylfi 8, Karl 7, Bragi og Hreinn 6 og Ragnar 4. Dómarar voru Bergur og Kristján og fá þeir hauskúpu í einkunn. ■ ísak átti nokkuð góðan leik í gær fyrir Njarðvíkinga. Hann brást þó á mikilvægu augnabliki í lokin. . NT-mynd: Sverrir. Bikarkeppni KKÍ-8 liða úrslit: Isak „klikkaði“ í lokin og Haukar rúlla áfram - í bikarkeppninni - Æsispennandi leikur í Njarðvíkum FráÓlafí Þórfrctlarilara NT áSuóurncsjum: ■ „Þá er ísinn brotinn. Ég sagði það síðast að það væri í lagi að tapa þeim leik sem skipti engu máli. Það sem skóp þennan sigur okkar fyrst og fremst var að við breyttum um vörn úr 1-3-1 en fórum að klippa út kantana en létum bakverðina leika lausa og We- bster fara meira út á móti þeim. Við þetta náðum við líka að halda Val í skefjum,“ sagði Einar Bollason þjálfari Hauka eftir fyrsta alvöruleik vetrarins sem fram fór í Njarðvík í gær og endaði með 76-75 sigri Hauka. Leikurinn var í 8 liða B-keppnin í Noregi: Naumt hjá Sovét - rétt mörðu Tékka 22-21 og mæta A-Þjóðverjum í úrslitum munu spila um 1. og 2. sætið á og Spánn og Ungverjaland um HM-B á sunnudaginn kemur Frá Amþrúði Karlsdóttur fréttaritara NT í Noregi: ■ Sovétríkin og A-Þjóðverjar ■ Það fer ekki á milli mála að Rinat Dassajev er einn af bestu markvörðum heims í knattspyrnu. Þessi 27 ára gamli kappi setti um daginn nýtt met með liðið sínu Spar- tak Moskva. Hann spilaði sinn 215. leik og hélt mark- inu hreinu í 100. skipti. þar sem báðar þjóðirnar unpu sína leiki í gærkvöldi. Úrslitin í gærkvöldi urðu annars: Sovét- ríkin-Tékkóslóvakía 22-21, Finnland-Noregur 24-29, Spánn-Frakkland 30-22, Pól- land-A-Þýskaland 21-25, Búl- garía-Bandaríkin 18-16 ogHol- land-Ungverjaland 19-25. Staðan í riðlunum eftir leiki kvöldsins er þannig að í A-riðli eru Sovétmenn efstir með 10 stig, Tékkar 8, Spánn 6, Noreg- ur 3, Finnland 2 og Frakkland 1. í B-riðli fengu A-Þjóðverjar, Pólverjar og Ungverjar 8 stig, Búlgaría 3, Bandaríkin 2 og Holland 1. A-Þjóðverjar vinna á markatölu. Á laugardag leika Pólland og Tékkóslóvakía um 3.-4. s^etið 5.-6. sætið. Á sunnudaginn leika auk Sovétmanna og A- Þjóðverja, Norðmenn við Búl- gara um 7.-8. sætið og Banda- ríkjamenn við Finna um 9.-10. sætið. Norðmenn eru að vonum ánægðir með sín úrslit enda hafa þeir nú tryggt sér sæti sem B-þjóð. Þeir höfðu alltaf yfir- höndina gegn Finnum og leiddu minnst með fjórum mörkum. Staðan í hálfleik var 15.-9. Sovétmenn áttu í erfiðleik- um með Tékka sem höfðu yfir í hléi 9-8. A-Þjóðverjar spiluðu góðan varnarleik og Pólverjum tókst ekki að skora mark fyrstu 11 mínútur leiksins. Markahæsti leikmaður móts- ins er Kowacs frá Ungverja- landi sem gert hefur 52 mörk. úrslitum bikarkeppni KKÍ og eru Njarðvíkingar þar með úr leik. Staðan í hléi í gærkvöldi var 31-30 fyrir Njarðvík. „Þetta var fyrst og fremst óheppni," sagði Gunnar Þor- varðarson þjálfari Njarðvík- inga eftir leikinn, „menn mínir runnu tvívegis til á blautu gólf- inu í hraðaupphlaupum í lok leiksins, það kostaði 4 stig sem skipta sköpum í svo jöfnum leik sem þessurn," bætti Gunn- ar við. Já það var hart barist og bleytan á gólfinu stafaði af því að svitinn lak af mönnum en ekki af því að neinn hafi dottið. Fyrri hálfleikur var jafn og skiptust liðin á að hafa forystu. í síðari hálfleik, sem var mjög skemmtilegur, þá skoruðu liðin mikið af stigum í einskonar skorpum. Er 46 sek. voru eftir var staðan 76-71 fyrir Hauka. Allt ætlaði um koll að keyra í „Ljónagryfjunni" er Njarðvík- ingar skora 73-76. Haukar fara í sókn en mistekst og heima- menn ná boltanum, fsak reynir þriggja stiga skot er 8 sekúndur eru eftir en Henning brýtur klaufalega á honum og ísak fær þrjú vítaskot og getur jafnað. Hann klikkaði í fyrsta skotinu en hitti úr hinum og Haukarnir héldu boltanum það sem eftir var. Stigin, Njarðvík: Valur 18, Hreidar 15, lsak 12, Ellert 10, Jón Viöar 8, Helgi 6 og Árni 4. Haukar: Hólfdán 17, ólafur 15, Webster 13, Pálmar 11, Henning 8, Kristinn og ívar Ásgrimsson 6 hvor. Asvel í úrslitum - ásamt Barcelona í EM bikarhafa í körfu ■ FC Barcelona frá Spáni og Asvel Villeurbanne frá Frakk- landi mætast í úrslitum Evrópu- keppni bikarhafa í körfuknatt- leik í vor. FC Barcelona, núverandi Evrópumeistarar, sigraði spönsku bikarmeistarana, Cai Zaragoza 86-79 í Barcelona í fyrrkvöld, en Zaragoza vann fyrri leikinn 84-79. Barcelona vann því samanlagt 165-163. Stigahæstur í liði Barcelona í leiknum í fyrrakvöld var Sibilio með 30 stig, og Epi skoraði 21. Riley og Garris voru stigahæstir Zaragozamanna, með 17 stig hvor. í hinum undanúrslitunum sigraði Asvel Villeurbanne so- véska liðið Zalgiris Kánas 93-88 í Lyon. Sovéska liðið vann fyrri leikinn 83-79, og Villeurbanne- liðið vann því samanlagt 172- 171. Stigahæstur leikmanna franska liðsins var Bell með 25 stig, og Larrouquis skoraði 17. Sabonis skoraði mest Sovét- mannanna, 25 stig, en Kurti- nætis 24. 1.mars1985 23 Knattspyrna: Asía og Afríka ■ Þrír leikir fóru fram í undanriðlum HM í knatt- spyrnu í Afríku og Asíu. Japanir og Singapore áttust við í Singapore og eftir jafnan fyrri hálfleik, staðan var 1-1 í leikhléi, settu Japanir allt á fullt og náðu að skora tvö mörk og sigra 3-1. Mörkin skoruðu Kaz- ushi Kimura á 10. mínútu fyrir Japan beint úr horn- spyrnu en Yahya Madon jafnaði á 39. mínútu. Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks skoraði Koichi Hashiradani og á 57. mínútu skoraði Hara Hiromi með skalla af stuttu færi eftir auka- spyrnu. Þriðja liðið í riðl- inum er Norður-Kórea og mæta þeir Japönum 21. marsíJapan. í 4. Asíuriðlinum vann Hong Kong stórsigur á Barner, 8-0. Mak Kin- Fun skoraði 4 mörk, Lau Wing-Yip tvö og þeir kumpánar Lai Wing- Cheung og Sze Wai-San eitt hvor... ...í Afríku var einn leikur Súdan og Líbýa gerðu markalaust jafn- tefli í fyrri leik liðanna. Seinni leikurinn fer fram í Trípólí í Líbýu 8. mars. Þá sigraði Túnis Gíneu 2-0, og fer áfram í þriðju umferð, tapaði fyrri leiknum aðeins 0-1. Knattspyrna: Kínverjar til Mexíkó? ■ Vonir Kínverja um aö komast í úrslitakeppni HM í knattspyrnu í Mex- íkó eftir rúmt ár glæddust til muna er þeir sigruöu Burnei 8-0 um daginn. Kínverjar hafa nú 5 stig úr 3 leikjum í sínum riðli og eru næsta öruggir að komast í seinni umferð undankeppninnar í Asíu. í síðustu heimsmeist- arakeppni töpuðu Kín- verjar fyrir Ný-Sjálend- ingum í úrslitaleikjum um það hvort liðið kæmist til Spánar svo þeir munu gera allt til að komast til Mexíkó og taka þátt í úrslitakeppninni í fyrsta skipti Badminton: ■ Unglingameistaramót íslands í badminton verð- ur haldið í Laugardalshöll dagana 16. og 17. mars n.k. Keppt verður í öllum greinum eftirtalinna flokka ef næg þátttaka fæst. Hnokkar/tátur f.'73 og siðar Sveinar/meyjar f. '71-72 Drengir/telpur f. '69Í70 Piltar/stúlkur f. '67-’68 ÞátttökutilkynningaT þurfa að berast til B.S.Í. fyrir 9. mars næstkom- andi. Tennis ■ Tékkneska stúlkan Hanna Mandlikova sigr- aði stöllu sína frá Banda- ríkjunum, Chris Evert Lloyd, í úrslitaleik á tennismóti í Oakland í Bandaríkjunum um helg- ina. Hrinurnar fóru 6-2 og 6-4 og kom sigur Mandlikovu nokkuð á óvart. Hún varð líka rúmum milljón krónum íslensk- um ríkari fyrir vikið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.