NT - 01.03.1985, Blaðsíða 9

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 9
 pn r Föstudagur 1. mars 1985 9 Ll L |) Vidtal Minning ■ „Þeir sem hafa mikið að gera hafa yfirleitt tíma til flestra hluta. Það sem þarf er að skipu- leggja tímann vel. Tíminn er eitt það dýrmætasta sem til er.“ Þetta segir Valur Arnþórs- son, maður sem hefur mikið að gera en hefur samt tíma til að gera það sem gera þarf. Fimm- tugur að aldri og stjórnarfor- maður SÍS, stærsta fyrirtaekis landsmanna, kaupfélagsstjóri KEA, með sína rúmlega 1000 starfsmenn, og stjórnarformað- ur fjölda fyrirtækja. Meðalmaður á hæð, grannur og spengilegur. Rólegur en ákveðinn. Án spennu en einbeitt- ur. Söngmaður og gleðimaður, unnandi tónlistar Mozarts, Be- ethovens og Wagners. Sport- veiðimaður og útivistar, en um- fram allt maður önnum kafinn. „Ég er það sem kallað er mjög hlaðinn störfum, en reyndar held ég að það sé jafnan þannig að þeir, sem hafa mikið að gera, hafa yfirleitt tíma til fiestra hluta. Þeir sem hafa lítið að gera þeir eiga auðvelt með að vera í tímaþröng. En ég hef ánægju af mínum störfum en hins vegar er ljóst að þeir sem hafa mikið umleikis í störfum syndga upp á náðina hjá sínu umhverfi sinni fjöl- skyldu. En ég á afskaplega um- burðarlynda fjölskyldu.“ Frá Eskifirði til Akureyrar Valur er fæddur á Eskifirði 1. mars 1935, sonur Arnþórs Jens- en og Guðnýjar Pétursdóttur Jensen. Þar bjó hann til 17 ára aldurs, en fór þá til náms í Samvinnuskólanum og allur hans starfsferill síðan hefur ver- ið innan Samvinnuhreyfingar- innar. Eftir nám í Samvinnuskólan- um tók við starf hjá Samvinnu- tryggingum, ásamt framhalds- námi í London í tryggingarfræð- um, viðskiptum og ensku. Hann starfaði hjá Samvinnutrygging- um til 1965, en þá fór Valur til Akureyrar, eftir nám í sænska Samvinnuskólanum í Saltsjö- baden. Eftir komuna norður varð frami Vals skjótur og frá 1965- 1970 gegndi hann starfi fulltrúa kaupfélagsstjóra, frá 1970-1971, starfi aðstoðarkaupfélagsstjóra, og frá vori 1971 starfi kaupfé- lagsstjóra. Auk þessara starfa sat hann í bæjarstjórn frá 1970- 1978, þar af sem forseti bæjar- stjórnar í fjögur ár, og hefur að auki gegnt fjöldanum öllum af öðrum trúnaðarstörfum, bæði innan Samvinnuhreyfingarinn- ar, og á öðrum vettvangi. Tónlist par excellence „Mér eru margir tónlistarvið- burðir minnisstæðir,“ sagði Val- ur aðspurður um hvort hann sætti færis á ferðum sínum erlendis að komast á tónleika. „Til dæmis að fá tækifæri til að hlýða á Tito Gobbi, í Royal Albert Hall í London, er var einn fremsti barytónsöngvari allra tíma. Giuseppi di Stefano hlýddi ég á í London, Arthur Rúbenstein hlýddi ég á í Royal Festiva! Hall í London, en ekki verður mér síst minnisstætt að hafa hlýtt á fiðlukonsert með Nathan Mil- stein, u.þ.b. áttræðum fiðlu- snillingi af rússneskum uppruna, í Royal Festival Hall í London fyrir nokkrum misserum. Hamborgaróperuna hef ég sótt oft og hef notið þess að meðtaka þar mjög stóra skammta af tónlist í einu, eins og að hlusta á Lohengrin, eftir Wágner, í 3-4 tíma." En Valur hefur ekki aðeins hlustað á tónlist og söng, heldur tók hann þátt í starfi Fóstbræðra meðan hann dvaldist í Reykja- vík. „Ég hafði afar gaman af sönglistinni sem þar var ástund- uð undir forustu tónlistarhöfð- ingja eins og Jóns Þórarinssonar og Ragnars Björnssonar, en Jón Halldórsson hafði nýlátið af kórstjórn er ég byrjaði.“ Páll Magnússon lögfræðingur Tíminn eitt það dýr- mætasta sem til er -segirValurArnþórsson,stjórnarformaðurSÍS um leið og hann heldur upp á f immtugsafmælið ■ Valur Arnþórsson. Síðan Valur fluttist til Akur- eyrar hefur hann ekki haft tíma til að taka beinan þátt í söng- starfi, en „leitast við að styðja við bakið á menningarstarfi. Akureyri á marga hæfa söng- vara sem spretta upp úr ríku- legri sönghefð og tónlistar- áhuga. Sá sem risið hefur hæst núna er Kristján Jóhannsson, sonur Jóhanns Konráðssonar, sem reis hvað hæst áður." Fáar tómstundir - en þó Svo hlaðinn störfum sem Val- ur er, verða fáar stundir til tómstundaiðkana. Lesturskáld- sagna situr á hakanum, „þangað til seinna" og helst gefst tími til að sinna tónlistinni á ferðalög- um. En hvaða áhugamál ætli stjórnarformaður SIS, og for- stjóri KEA hafi. V íst er að vinnan skipar fyrsta sætið hitt bíður efri áranna, eins og Valur orðar það. Og tilheyrandi vinnunni er að fylgjast með því sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. „Guð hjálpi þeim mönnum sem lenda á tölvuskrám erlendis, eins og ég virðist hafa gert. Yfir mann dynur slíkur ara- grúi af tilboðum um tímarit, skýrslur, úttektir, þátttöku í erlendum æfiskrám og guð má vita hvað. Það er eitt af því sem menn í viðskiptalífinu þurfa að passa sig á, þetta gífurlega fram- boð af lesefni." Það er tímafrekt að velja og hafna en Valur hefur valið þann kostinn að kaupa tímarit í ákveðinn tírpa, og velja síðan úr þau bestu, og einnig að vera með í einni æfiskrá. Sumarf rí - já, sólböð - nei „Við höfum tekið heldur fá sumarfrí líklega 3-5, eftir því hvað maður kallar sumarfrí. En ef sumarfrí eiga að verða nota- drjúg, þá verð ég að taka þau þar sem ekki næst auðveldlega í mig.“ Og sá staður er fundinn. A Miðjarðarhafinu. „Við höfum leigt okkur báta til siglingar um Miðjarðarhafið, en Islendingar gera það nú í vaxandi mæli. Það er ákaflega frjélst og skemmtilegt viðfangs- efrn og hæfir mjög vel þeim sem þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni, jafnvel í fríum. Það á illa við mig að liggja og horfa upp í loft. Við höfum farið með strönd Frakklands, frá ítölsku landa- mærunum og út undir Tou- lon. Aðalatriðið er að kynna sér mjög vel siglingaleiðir og blind- sker og boða á leiðinni, annars þarf ekki mikil siglingatæki. mynd Kristján. áttavit og sjókort. Handáttavita til að gera staðarákvarðanir." Fjölmargt sem bíður! Þegar NT ræddi við Val í gær, daginn fyrir fimmtugsafmælið, sagði hann að honum fyndist hann enn vera ungur, en „þó fer maður vafalaust að verða óþol- inmóðari að koma í höfn ein- hverju af því sem maður hefur áhuga á, þótt ekki séu til neinar endalegar hafnir eða lausnir en það er fjölmargt sem bíður.“ Og þegar fjölmargt bíður þá er tíminn notaður til hins ýtr- asta. Það er sagt af forvera Vals á Akureyri, Vilhjálmi Þór, að hann var ákaflega kröfuharður á að menn eyddu ekki tíma í spjall, heldur kæmu sér beint að efninu. Valur hefur sömu stefnu; á skrifborði hans er enginn öskubakki, svo menn ekki setjist niður til að reykja og spjalla eins og algengt er að gert sé. Og það er kannski táknrænt fyrir manninn, að til að hitta blaðamann á réttum tíma, yfirgaf hann stjórnarfund Landsvirkj- unar. „Stundvísi er gífurlega mikilvæg. Það sem menn verða að gera sér ljóst - það sem ég geri mér ljóst er að ef ég er ekki stundvís til fundar þar sem fleiri eða færri menn eru saman- komnir, þá er ég að eyða tíma þeirra‘.‘ Fæddur 27. september 1891 Dáinn 19. febrúar 1985 Að morgni þriðjudagsins nítjánda febrúar andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík Páll Magnússon lögfræðingur, Laufásvegi 44 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Blöndal Jónsson, prest- ur í Vallanesi, og Ingibjörg Pétursdóttir Eggerz kaupntanns í Akureyjum. En hún var systir Sigurðar Eggerz bæjarfógeta á Akureyri og sýslumanns Eyfirð- inga og Guðmundar Eggerz er var sýslumaður Suður-Múla- sýslu og síðar sýslumaður Árn- essýslu. Páll var fæddur í Þingniúla í Skriðdal, þar sern faðir itans hóf prestskap, en síðan fluttu þau hjónin í Vallanes, þar sem séra Magnús var prestur í fjölda ára. Páll var á öðru ári er þau fluttu í Vallanes. Þau hjónin eignuðust átta börn, en full- orðinsaldri náðu Ragnheiður, Páll og séra Pétur í Vallanesi. Séra Magnús missti konu sína 15. ágúst 1898 frá ungum börnum, og var Páll þá aöeins 6 ára. Síðari kona séra Magnúsar í Vallanesi var frú Guðríður Ólafsdóttir Hjaltesteð, er áður var gift Þorvarði Kjerúlf lækni og alþingismanni. Séra Magnús og frú Guðríður eignuðust fjög- ur börn, en aðeins Þorgerður náði fullorðinsaldri. Móðir mín Sigríður Þorvarð- ardóttir Kjerúlf flutti með móð- ur sinni, er þá var ekkja, í Vallanes, en hún var jafn gömul Páli,fædd 1891. Þau ólust því upp saman í góðum og glöðum systkinahópi á fjölmennu heimili. Leið Páls lá í hinn lærða skóla. Brautskráðist stúdent 1919 og lagaprófi lauk hann 14. febrúar 1924 eða fyrir 61 ári. Eftir lagapróf fluttist Páll til Eskifjarðar með konu sinni frú Sigríði Pétursdóttur prests í Ey- dölum Þorsteinssonar. En þau gengu að eigast 12. október 1924. Á Eskifirði stundaði Páll málflutning jafnframt því sem hann var oddviti Eskifjarðar til 1930. Þá rak hann þar togaraút- gerð, þá fyrstu á Austurlandi. Hann var lögfræðingur Lands- bankans þar, allt til þess tíma að hann fluttist til Reykjavíkur 1935. Eftir þetta var hann um skeið settur sýslumaður Rangárvalla- sýslu, en lengst af vann hann á vegum ríkisendurskoðunar, að endurskoðun hjá sýslumönnum og bæjarfógetum allt til ársins 1943. Þá var hann um tíma Iög- fræðingur Búnaðarbankans. Hann var forstjóri fyrir olíufé- laginu Nafta frá 1945 og þar til félagið hætti störfum 1954. Eftir þetta var Páll við mál- flutningsstörf, og er kunnur af andófi gegn og gagnrýni á lögum um stóreignaskatt er sett voru 1957 og ollu miklum deilum sem kunnugt er. Árið 1974 var Páll skipaður í gerðadóm Laxármálsins, sem alþjóð þekkir. Þetta er stult yfirlit yfir hið fjölbreytta starf Páls á langri æfi, en ég tel rétt að minnast á fleira er ekki kemur fram í þess- ari upptalningu. Á fullorðinsaldri mótaði Páll líkan af bæ og kirkju í Vallanesi eins og það var um síðastliðin aldamót, og er það nú várðveitt í Þjóðminjasafninu. Sem barn kynntist ég Páli, konu hans og börnum á Eski- firði, en vinskapur var milli heimilis míns á Reyðarfirði og þeirra, er hélst alla tíð. Nokkru áður en Páll kvaddi, kom ég á heimili þeirra hjóna, var hann þá orðinn máttvana, hafði þó fótavist og hugsunin var enn skýr. Hann spurði frétta að austan, en hugur hans stóð ætíð nærri æskustöðvum hans í Vallanesi, enda kenndi hann sig við þann stað. Hann gladdist yfir að fylgj- ast með framförum á Héraði og að frétta af sveitungum sínum. Hann hafði mikla ánægju af þjóðlegum fræðum, ættfræði og auk þess hafði hann mikinn áhuga á málara- og húsagerðar- list. Hjónaband Páls og frú Sigríð- ar var gæfuríkt. Frú Sigríður er vel gerð og mikilhæf kona er bjó manni sínum gott og menning- arlegt heimili. Viðmót hennar ætíð fágað og ástúðlegt. Páll var góður heimilisfaöir, dagfars- prúður og untgengni hans við konu og börn, sem vini, prúðmannlegogelskuleg. Hann var vinmargur. Börn þeirra hjóna eru; Pétur, efnaverkfræðingur, livæntur Birnu Björnsdóttur, Ingibjörg innanhússhönnuður, ekkja Þorgríms Tómassonar kaupmanns og Magnús lista- maður og kennari, kvæntur Önnu Sigríði Gunnarsdóttur kennara. Genginn er góður og gegn niaður. Ég votta eftirlifandi konu Páls frú Sigríði og börnum, tengda- börnum og ættingjum dýpstu samúð, og bið þeim Guðs bless- unar. Margrét Þorstcinsdóttir. Bújörð óskast - eignaskipti Hef traustan kaupanda að vel hýstri kúajörð á Suðurlandi ásamt bústofni og vélum. Seljandi getur fengið sem greiðslu uppí söluverð jarðarinnar nýlegt vandað 6 herb. einb.hús í Kópavogi með föndurherb. og geymslum. Innb. bílskúr. Samtals 250 fm. Helgi Ólafsson, löggiltur fasteignasali. Flókagötu 1 - Sími 24647.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.