NT - 01.03.1985, Blaðsíða 7

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 7
I sænsk og ísl. námslánakerfi eru það ólík að eðli og upp- byggingu. Það sem sænskur stúdent hefur fram yfir íslensk- an er að hann býr við afkomu- öryggi, lýtur reglum sem breyt- ast ekki eftir geðþótta örfárra valdhafa og getur því skipulagt nám sitt eins og honum hentar. Að krónutala ísl. námslána sé of há eins og HEI lætur liggja að, opinberar bara það lág- kúrulega viðhorf að námslán skuli ætíð vera lægri en lægstu laun. Jafnrétti tii náms, skilur HEI það? Ég hef ekki hugsað mér að svara „gullkornum" HEI um Álaborgarpistil, heldur vona ég að Álaborgardeildin geri það. Langar aðeins að víkja nokkrum orðum að SÍNE að lokum: Að hið virka og öfluga SÍNE-starf er borið upp af of fáum SÍNE-félögum er blá- kaldur veruleiki, sem við hörmum jafnmikið og HEI, ef ekki meir. Það starf, og starf námsmannahreyfingarinnar yfirleitt s.l. áratug hefur borið mikinn árangur sem aliir lán- þegar njóta ávaxtanna af: Sú ómælda vinna liggur nú m.a. í námslánakerfi sem fram að s.l. vori var hreint þokkalegt. Á sama hátt vona ég að Htla dóttir mín eigi eftir njóta ávaxtanna af baráttu náms- fólks í dag, ef hún einhvern tíma í framtíðinni hyggur á langskólanám. Ég er ekki viss um að HEI skilji hvað ég er að fara. Því í lok greinar sinnar klykkir hann út með dæminu af henni Rósu sem stundar leirlistarnám í Munchen, og er fjarskalega þakklát fyrir sitt námslán: „Aðrir erlendir námsmenn við akademíuna þar sem ég er við nám eru vel flestir kostaðir af efnuðum for- eldrum." Það var lóðið. Það er bara synd, og í rauninni svolít- ið heimskulegt að sú glæta sem þarna örlar á hjá HEI er í hróplegri mótsögn við inntakið í greininni, og koll varpar eigin- lega öllu því fyndna sem hann hefur sagt að framan. En nú þegar sjálfur Mogginn er far- inn að sjá að menntun er bæði auðlind og mannréttindi (sjá leiðara 26. jan) þá er kannski von til að HEI fari að fatta. Gefum honum sjéns. Gautaborg 17. febrúar 1985. Þorgerður Einarsdóttir fulltrúi SINE-deildarinnar í Gautaborg. stöðu á Keflavíkurflugvelli vegna þessa og sett hafði verið í gang einhver neyðaráætlun. Ætli maðurinn hafi ekki vitað það? Ó jú, hér var á ferðinni þessi óskiljanlega hvöt að ljúga að fjölmiðlum. Þá má nefna lögreglulið landsins, sem blöð eiga oft við ágætis samstarf. En stundum er eins og verið sé að draga augntennurnar úr þessum mönnum þegar þeir eru spurð- ir um upplýsingar. Lygari ársins Fyrir stuttu stakk undirritað- ur upp á því, í gamni að vísu, að Blaðamannafélag íslands kysi lygara ársins meðal þeirra sem hvað duglegastir eru að ljúga að fjölmiðlum. Einnig gæti verið hægt að halda „konsert" einu sinni á ári þar sem spilað væri af kostulegustu segulböndum blaðamanna, þar sem viðmæl- endur okkar eru orðnir marg- saga og kyrfilega flæktir í mót- sagnir. En sannleikurinn er sá að þrátt fyrir takmarkað álit al- mennings á trúverðugheitum dagblaða þá líta blaðamenn á hlutverk sitt af alvöru. Föstudagur 1. mars 1985 7 Sjö króatískar smásögur Miroslav Krle’za: Der kroat- ische Gott Mars. Erzáhlungen. Aus dem Serbokroatischen von Milica Sacher - Masoch, Reinhard Federmann ung Milo Dor. Athenáum 1984. 415 bls. ■ Á kynningarblaði, sem fylgdi þessari bók segir, að Króatar hafi oftar öðrum þjóð- um Evrópu þurft að taka þátt í styrjöldum í aldanna rás. Styrj aldarþátttaka þeirra átti ekkert skylt við bardagagleði, mannvonsku eða ásælni, því sjaldnast börðust þeir fyrir sjálfa sig. Um aldir lutu þeir yfirráðum voldugra nágranna, Tyrkja, Ungverja. Habsborg- ara, svo einhverjir séu nefndir, og fyrir þá voru þeir sendir í stríð, eftir því sem þurfa þótti. Hét það oftar en ekki að þeir hefðu barist - og fallið - fyrir elskaðan konung eða föður- landið, en þess sjaldnar getið, að Króötum sjálfum var sjaldnast Ijóst, hvers vegna þeir voru að berjast og skildu lítið f stríðsþörfinni. Áður hefur hér í þáttunum verið fjallað um skáldsögur eftir Miroslav Krle’za, cn hann er talinn einna merkastur júg- ■ Bókarkápa óslavneskra rithöfunda þessar- ar aldar, ásamt með Nóbels- verðlaunahafanum Ivo Andric. í þessari bók er að finna sjö smásögur eftir Krle'za. Þær fjalla allar um Króata í stríði, í fyrri heimsstyrjöldinni, en þegar hún braust út vildi svo til að þeir heyrðu undir keisara- dæmi Habsborgara í Austur- ríki og börðust því með Mið- veldunum. Hér er brugðið upp margvíslegum myndum' úr stríðinu, flestum dapurlegum og allar eiga sögurnar það sameiginlegt að vera liörð ádeila á styrjaldir og stríðs- rekstur. Höfundurinn skrifar út frá sjónarmiði Króatanna, sem sáu engan tilgang með stríðinu, þeir voru bara þarna af því sem þeim var sagt það. Hér er ekki lýst fjálglega bar- dögum og hetjudáðum í orr- ustum, heldur segir höfundur- inn frá því, sem kalla mætti daglegt basl, hermannsins, frá lífinu í hermannaskálunum, í sjúkraskýlum og skotgröfum. Það sem eftir stendur að lestri loknum er öðru fremur spurn- ingin: Af hverju öll þessi heimska? Hvaða tilgangi þjón- aði stríðið? Sögurnar í þessari bók eru allar ágætlega skrifaðar og samdar af mikilli og næmri þekkingu, en Krle’za var menntaður í herforingjaskóla, þótt aldrei tæki hann þátt í styrjöldum eða bardögunt. Hann útskrifaðist úr heraka- demíunni í Búdapest skömmu áður en fyrri heimsstyrjöldin braust út, en starfaði sem blaðamaður á stríðsárunum og sneri sér eftir það alfarið að ritstörfum. „ Jón Þ. Þór Kennarar fá of lítil laun til ofáts og ofdrykkju ■ í 1. tbl. Nýrra menntamála sem komið er út kennir margra grasa. Bandalag kennararfé- laga gefur ritið út og af sjálfu leiðir að meginhluti efnisins fjallar um kennslu og skóla- mál. Meðal efnis er viðtal við Ragnhildi Guðmundsdóttur, sem útskrifaðist úr Kennara- skólanum árið 1912. Marinó L. Stefánsson ritar um starf- ræna kennslu, Anna Kristjáns- dóttir fjallar um upplýsinga- tækni og kennaramenntun og Hrólfur Kjartansson spyr hvort foreldrar eigi erindi í skóla. Um samræminguna er erindi sem Valgarður Egilsson flutti á uppeldismálaþingi. Þar dreg- ur hann mjög í efa þá stefnu að samræma, að draga alla í einn dilk, hvort sem er í skólum eða annars staðar f þjóðfélaginu og telur að nytjastefna ráði alltof miklu í lífi og starfi, ekki síst skólanna. Örnólfur Thorlacius lítur í nokkrar bækur sem kenndar eru í skólum og er þar að vonum margvíslegan fróðleik að finna. í heilsufræði, sem Steingrímur Matthíasson skrif- aði 1914, er að finna þessa klausu um það hvers vegna kennarareru langlífari en flest- ar aðrar stéttir: „Skólakennar- ar koma næst, enda er þeim vorkunarlítið að lifa vel og lengi. Þeir fá oflítil laun til ofáts ogofdrykkju, en mátuleg til að lifa við hóf, og tíma og þekkingu hafa þeir nóga til að herða og styrkja líkamann." í nýlegri heilsufræði eftir dr. Ingimar Jónsson finnur Örn- ólfur þekkingarmola sem sanna gildi sannrar menntunar „Svefn er manninum nauðsyn- legri en næring, því hann getur fastað í allt að 30 daga, en ekki verið lengur en 5 daga án svefns." „Vatn er næst á eftir súrefni mikilvægast þeirra mörgu efna sem lífveran þarfnast." „Meltingarfærin mynda göng frá efri hluta búksins til neðri hlutar hans." Greinarhöfundur bætir við: Þetta heitir víst að hafa mun- inn langt fyrir neðan nefið. „í nýuppteknum kartöflum er oft um 20 mg af C-vítamíni.“ Dr. Ingimar gerir getnaðar- vörnum skil: „Gúmmíverjan er mjög þunnur gúmmípoki sem er vafinn upp. Sæðisvökv- inn lendir þá innan í verjunni Eins gott að gleyma ekki að vefja ráðleggur Örnólfur. Isömu kennslubók segir um tiltekinn smitsjúkdóm: „Meðgöngutíminn er 1-3 vikur en venjulegast um 7-14 dagar“. Margt er fleira uppbyggilegt í Nýjum menntamálum. Blaðamenn álíta það hlut- verk sitt að birta fréttir eins og þeir vita þær réttastar. Þannig bíta menn á jaxlinn og þæfast í gegnum lyganet og fais sem sett er fyrir þá og reyna að vinsa úr það sem rétt er. Hingað til höfum við blaða- menn ekki séð ástæðu til að fara að blanda lesendum í stríð okkar við þungt kerfi upplýsinga- hömlunar, en þar hlýtur að koma að við förum bara að prenta beint viðræður sem við eigum við embættismenn, og látum þá vera ábyrga orða sinna - og ennfremur að fara að rifja reglubundið upp, þeg- ar loks allar staðreyndir eru ijósar í hverju máli. þau svör sem fengust í upphafi er leitað var upplýsinga. Almenningur á rétt á upplýs- ingum, og Alþingi ber að setja lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda, því þannig verður lýðræði framfylgt í reynd - nú eru alltof margar ríkisstofnanir reknar sem einkafvrirtæki. S.AIb. Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Málsvarí frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm), Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason • Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f, Kvöldsímar: 686387 og 686306 Menningarstig þjóðar.. ■ Fyrir skömmu var að frumkvæði félagsmálaráð- herra veitt 10 milljón króna aukafjárveiting í Fram- kvæmdasjóð fatlaðra. Þessi fjárveiting sýnir, þrátt fyrir það að sjóðurinn hafi orðið fyrir barðinu á niðurskurði í ríkisútgjöld- um sl. 2 ár, að skilningur ríkir hjá ráðamönnum um að láta ekki tímabundna erfiðleika þjóðarbúsins bitna um of á þeim sem minnst mega sín. Við setningu ráðstefnu um atvinnumál fatlaðra sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra m.a. um þetta: „Ég er þeirrar skoðunar, og hef oft látið hana í ljós, að þrátt fyrir tímabunda erfiðleika þjóðarinnar í efnahagsmálum, þá höfum við sem menningarþjóð ekki efni á öðru en að vera skynsamlega stórhuga í málefnum fatlaðra. Ég hef frá því að ég tók við embætti félagsmálaráðherra lagt á það mikla áherslu, í fyrsta lagi að leysa brýnasta húsnæðis- vanda fatlaðra m.a. með sambýlum, í öðru lagi að dreifa þjónustunni um landið allt, í þriðja lagi að koma upp vernduðum vinnustöðum og tryggja rekstur þeirra.“ Á undanförnum árum hefur mikið áunnist í málefnum fatlaðra í kjölfarið á nýrri lagasetningu er tryggir m.a. að ábyrgð er með svæðisstjórnum færð út í héruðin. Þá má ekki gleyma miklu starfi landssamtakanna Þroskahjálpar í þessu sambandi. Nú er m.a. gert ráð fyrir því að 18 sambýli verði starfandi í landinu í lok þessa árs og um þessar mundir eru 360 vernduð vinnupláss á landinu öllu á 12 vernduðum vinnustöðum. En betur má ef duga skal. Neyðarástand ríkir ennþá í vistunarmálum, ekki síst fatlaðra barna. Þess vegna er mjög brýnt að fjármagn til Framkvæmda- sjóðs verði samkvæmt lögum á næstu árum. Sagt hefur verið að menningarstig þjóða megi ráða af því hvernig þær búa að þeim þegnum sínum sem minnst mega sín. Því er það rétt hjá félagsmálaráð- herra að við höfum sem menningarþjóð ekki efni á öðru en að vera skynsamlega stórhuga í málefnum fatlaðra. Kennarar ganga út ■ Hvort sem kennarar hafa gengið út í morgun eða frestað útgöngu sinni um nokkra daga er ljóst að leiðrétting á kjörum þeirra þolir enga bið ef skóla- starf í landinu á ekki að raskast þannig að óþolandi sé. Samninganefnd ríkisins hefur alls ekki unnið nógu hratt að þessum málum. Þó hefur hún samþykkt að taka mið af því að kjör kennara séu miklu verri en kjör háskólamenntaðra manna á frjálsum markaði og þess að taka tillit til nýgerðrar skýrslu sem menntamálaráðuneytið hefur látið vinna um endur- mat á kjörum kennara. Engar tölur hafa þó verið nefndar og reynslan sýnir að almennt orðaðar yfirlýsingar eru ekki mikils virði. Vonandi verða þessi mál leyst með þeim hætti að vel menntað fólk fáist til kennslustarfa í framtíðinni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.