NT - 01.03.1985, Blaðsíða 10

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 10
Föstudagur 1. mars 1985 10 Gunnar Ólafsson forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins Fæddur 1. maí 1934 Dáinn 21. febr. 1985 Pað er erfitt að trúa því að GunnarÓlafsson sé dáinn. Það er erfitt að skilja það og ógern- ingur að sætta sig við það. Ekki þýðir að spyrja og ekki þýðir að biðja um rök. Sá sem var með þér í verki í gær verður það ekki á morgun, en þú munt sakna hans í verkun- um. Hann er ekki lengur með þér í nútíðinni og verður ekki í framtíðinni en í verkunum lifir hann og þau kalla fram minningarnar og þær eru það eina sem við eigum hitt allt er í vonum. Gunnar Ólafsson var svo trúr í verkum sínum, og lifði svo fyrir starf sitt, að um samstarfsmanninn lifa aðeins góðar minningar, ekki síður en uni trygglynda drenginn og vininn. Gunnar Ólafsson var fæddur í Reykjavík I. maí 1934 og var því aöeins fimmtugur að aldri er hann lést skyndilega að heimili sínu 21. febrúar síðast liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Hansson hinn kunni sögukennari við Menntaskólann í Reykjavík og síðar prófessor við Háskóla fslands og Valdís Helgadóttir hjúkrunarkona. Ólafur Hans- son var Borgfirðingur í móð- urætt, sonur Pálínu Péturs- dóttur frá Grund í Skorradal og manns hennar Hans O. Devik símaverkfræðings frá Gloppen í Nordfjord í Noregi. Ólafur Hansson lést hinn 18. desember 1981. Valdís er einnig Borgfirð- ingur að uppruna dóttir Helga Guðbrandssonar útvegsbónda á Akranesi og Guðrúnar Illugadóttur frá Stóra-Lamb- haga. Gunnar var einkabarn þeirra Valdísar og Ólafs. Gunnar ólst upp í Reykjavík en dvaldi löngum í sveit á sumrum hjá þeim hjónum Kristleifi Þorsteinssyni fræði- manni á Stóra-Kroppi og Snjá- fríði Pétursdóttur frá Grund ömmusystur sinni. Það lætur að líkumað ekki hefur hallast á með menningarlegt umhverfi á þessum heimilum, öðru í borginni og hinu í sveitinni enda báru áhugamál, lífsskoð- un og dagfar Gunnars þcim báðum jafn fagurt vitni. Að loknu stúdentsprófi frá Menn- taskólanum í Reykjavík 1954 hóf Gunnar nám við búnaðar- skólann í Voss í Noregi, með það í huga að sækja um inn- göngu í Landbúnaðarháskól- ann á Ási. Búfræðiprófi lauk hann frá Voss vorið 1955 og vann sumarið eftir við tilraunir á Ási en mátti eins og flciri bíða eitt ár eftir inngöngu í náskólann. Veturinn næsta var hann við landbúnaðarstörf meðal annars á Hvanneyri en hóf nám við Landbúnaðar- háskólann haustið 1956 og brautskráðist þaðan 1960. Gunnar réðst sem aðstoðar- sérfræðingur að Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans 1960 og var skipaöur sérfræðingur við þá stofnun 1963 og starfaði síðan við Atvinnudeildina og síðan Rannsóknastofnun land- búnaðarins (frá 1965) alla tíð að undanteknum þeim árum er hann var við framhaldsnám. Gunnar hafði jarðrækt sem aðalfag við háskólann á Ási en snéri sér að fóðurfræði er hann hóf framhaldsnám. Það hóf hann sem styrkþegi á Ási 1962. Síðar var hann við framhalds- nám og rannsóknir við Grass- land Research Institute í Hurley og við háskólann í Reading í Englandi 1963-1964. Þar lærði hann nýjustu aðferð, sem þar var þróuð við fóðurgildisá- kvörðun fyrir jórturdýr. Eftir heimkomuna byggði hann upp aðstöðu til slíkra fóðurefna- greininga og skipulagði efna- greiningaþjónustu, bæði fyrir rannsóknarstarfsemina og bændur. Enn er byggt á þessari aðferð og hefur efnagreiningaþjónust- an á Rala og síðar á Hvanneyri og Akureyri haft ómælt gildi fyrir leiðbeiningaþjónustuna og bændur. Enn fór Gunnar til framhalds- náms árið 1970 og nú að Ási og lauk þaðan lieinciatprófi í nær- ingarlífeðlisfræði og fóðurfræði 1972, sem viðurkennt var sem doktorspróf 1980. Ritgerð hans fjallaöi um nær- ingargildi beitarplantna á ís- landi og eru þær rannsóknir, sem að baki liggja ásamt rann- sóknum Gunnars og Ingva Þor- steinssonar á plöntuvali sauð- fjár grundvöllur að mati á beit- argildi úthaga á íslandi. Eftir heimkomuna 1972 starf- aði Gunnar áfram sem sér- fræðingur í fóðurfræði við Rala og var síðan skipaður deildar- stjóri fóðurdeildar. Fljótlega var þó leitað til hans með að taka að sér meiri stjórnarstörf því 1976 var hann ráðinn að- stoðarforstjóri stofnunarinnar. Björn Sigurbjörnsson sem tók við störfum forstjóra Rala 1974 valdi Gunnar sér til aðstoðar og er á engan hallað þó fullyrt sé að það hafi verið vel ráðið enda var samvinna þeirra til fyrir- myndar í alla staði. Á þessum árum var stofnunin í mjög örum vexti meðal annars vegna aukins fjármagns er fékkst til rannsókna með Land- græðsluáætluninni frá 1974 og hinna umfangsmiklu beitartil- rauna sem hrundið var af stað í tengslum við áætlunina, en þær nutu cinnig mikils stuönings frá UNDP (þróunarsjóði S.Þ.) Fleiri styrkir fengust einnig til uppbyggingar og aukinnar starf- semi og nýjar deildir tóku til starfa. Margháttuð stjórnarstörf hlóðust því fljótt á Gunnar. Hann gegndi einn forstjóra- störfum í fjarveru Björns um sex mánaða skeið veturinn 1980-1981 og tók síðan aftur við forstjórastarfinu um áramótin 1983 er Björn Sigurbjörnsson fór í þriggja ára leyfi. Gunnar var farsæll og vinsæll stjórnandi, ákveðinn, en jafn- framt einstaklega lipur í allri umgcngni. Hann var reglusam- ur og samviskusamur með af- brigðum og hafði mjög góða skipulagsgáfu. Ekki mun öllum Ijóst hvílíkur erill og álag fylgir því að stjórna ríkisstofnun á borð við Rannsóknastofnun landbúnaðarins, því fylgja svo sannarlega að jafnaði mikil hlaup en lítið kaup - þó tekur steininn úr þegar verið er að herða ólarnar á öllum sviðum spara og jafnvel draga saman. Þá þurfa menn að berjast jafnt inn á við, sem út á við og mæta á tíðum takmörkuðum skiln- ingi, að mönnum finnst, jafnvel þó reynt sé að setja sig í erfið spor þeirra, sem fjármununum deila. Gunnar stundaði kennslu um langt skeið, var stundakennari viö Vogaskóla, Menntaskólann í Reykjavík og við Menntaskól- ann við Hamrahlíð. Kennsla lét honum mjög vel, þar kom sér vel hve fjölfróður hann var einstaklega minnugur og átti létt með að setja hlutina skipu- lega fram. Sem vænta mátti voru Gunnari falin margháttuð stjórnarstörf og störf í mörgum nefndum. Hann var í Tilrauna- ráði landbúnaðarins 1965-1969 og frá 1983, í stjórn Raunvísindadeildar Vísinda- sjóðs frá 1978, fulltrúi íslands í samstarfsnefnd Norðurlanda um landbúnaðarrannsóknir og í íslensku FAO nefndinni frá 1983 og átti mikinn þátt í að skipuleggja hina stóru FAO ráðstefnu sem hér var haldin á síðasta hausti. Hann var í stjórnum tilrauna- stöðvanna á Möðruvöllum og að Stóra-Ármóti og varði síðari árin miklum kröftum til fram- gangs málefna tilrauna- stöðvanna. Hann var tvívegis í stjórn Félags íslenskra náttúru- fræðinga og formaður þess um skeið. Eftir Gunnar liggja fjöl- margar greinar og skýrslur um niðurstöður rannsókna og hann var lengi ritstjóri íslenskra land- búnaðarrannsókna frá 1969. Gunnar var gæfumaður í einkalífi, árið 1957 gekk hann að eiga bekkjarsystur sína úr menntaskóla Unni Maríu Fig- ved nú fjölbrautaskólakennara. Þeim varð fjögurra barna auðið; þau eru Anna Theódóra lög- fræðingur nú við framhaldsnám í Munchen, Skúli nemi í læknis- fræði, Valdís sem er við tungu- málanám í Berlín og Ólafur Páll menntaskólanemi. Fjölskyldan var öll einstaklega samhent.vin- mörg og heimilið fagurt. Að leiðarlokum er margs að minnast. Ég man svo glöggt er fundum okkar bar fyrst saman á Ási í Noregi á björtu vori 1955 er hann kom þangað eftir ver- una í Voss, fullur áhuga fyrir skólanum og því sem beið hans, í námi og síðar starfi. Gunnar vildi læra sem mest um landbúnað á öllum stigum, hann taldi sig ekki vita hlutina fyrirfram og þó hann hefði dval- ið langdvölum í sveit vildi hann kynnast lífinu og starfinu í sveit- inni enn betur og vann því árið sem hann varð að bíða við landbúnað bæði á Ási og heima. Síðan hafa leiðir okkar alla tíö legið hlið við hlið þó að við höfum ekki starfað nema stutt við sömu stofnun. Yfir öllum okkar kynnum og öllu okkar samstarfi vakir sama birtan og ríkti er við hittumst fyrst. Það gefur lífinu mikið gildi að eiga svo góðan vin og hafa samstarf við svo góðan dreng. Gunnar vann fyrir ís- lcnskan landbúnað allan sinn starfsdag. Öll hans störf voru unnin af trúmennsku. Fyrir það er ástæða til að þakka. Við hjónin eigum þeim Gunnari og Unni Maríu mjög mikið að þakka. Orðin eru lítils megnug en megni hlýhugur nokkurs til að milda söknuðinn eiga þau Unnur og börnin marga að þessa dagana. Jónas Jónsson Þau hörmulegu tíðindi bárust mér síðastliðið fimmtudags- kvöld að Gunnar Ólafsson, for- stjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu þá síðdegis. Þetta dauðsfall kom öllum í opna skjöldu og okkur finnst það næsta ótímabært. Gunnar var aðeins fimmtugur að aldri og hafði gengið að störfum sínum þá um daginn eins og venja hans var. Með Gunnari er genginn persónuleiki, sem öllum sem kynntust honum.er minnisstæð- ur og kær, því að í honum sameinuðust miklir hæfileikar og óvenjuleg ljúfmennska og góðvild til allra, sem hann átti samskipti við, samfara léttri og þægilegri kímni. Slíkur maður sem hann hlýtur að vera öllum harmdauði. Gunnar Ólafsson var fæddur í Reykjavík 1. maí 1934. For- eldrar hans voru hjónin Ólafur Hansson, prófessor og Valdís Helgadóttir, en þau lijón voru bæði komin af mikilhæfum borgfirskum ættum. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík en fór að þvt' loknu til Noregs til náms í landbúnaðarfræðum. Fyrst við búnaðarskólann í Vors og síðan Landbúnaðarháskól- ann á Ási. Þaðan lauk hann kandidatsprófi árið 1960. Að námi loknu hóf hann störf við Landbúnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans eins og Rannsóknastofnun landbúnað- arins hét þá, og starfaði við þá stofnun alla tíð síðan. Starf hans beindist einkum að rann- sóknum á fóðurgildi og nýtingu gróðurs og innlendra fóðurefna. Rannsóknir hans á þessu sviði hafa haft mikla þýðingu við ákvörðun á beitarþoli og nýt- ingu afrétta. Á árunum 1963 til ‘64 stundaði Gunnar framhalds- nám við rannsóknastofnanir og háskóla í Bretlandi, og árin 1970 til ‘72 dvaldist hann lang- dvölum við landbúnaðarháskól- ann á Ási. Þar vann hann að doktorsritgerð sinni, sem fjall- aði um fóðurgildi og nýtingu íslenskra beitargrasa. Dokt- orsprófi lauk hann frá Ási árið 1972. Eftir Gunnar liggja marg- ar merkar greinar og ritgerðir um rannsóknarstörf hans og niðurstöður þeirra. Ekki gat hjá því farið að maður með hæfileika Gunnars Ólafssonar yrði kvaddur til ábyrgðarstarfa við stofnun þá, er hann vann við. Þegar sérstök Fóðurdeild var sett upp innan Rala gerðist han þar deildar- stjóri. Árið 1976 tókst hann á hendur starf aðstoðarforstjóra stofnunarinnar og einsýnt þótti að hann tæki við forstjórastarfi, er Björn Sigurbjörnsson hvarf frá störfum við stofnunina í lok ársins 1982. Auk þeirra verka fyrir Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins sem hér hafa verið nefnd, gegndi Gunnar margvíslegum félagsmálastörfum og nefndar- störfum vegna landbúnaðarins og fyrir starfsbræður sína. Með- al annars átti hann sæti í Til- raunaráði landbúnaðarins um skeið. Þá starfaði hann í stjórn Félags íslenskra náttúrufræð- inga um árabil og var formaður þeirra samtaka nokkur ár. Það gefur augaleið að starfið gerði miklar kröfur til Gunnars og honum gáfust fáar stundir til að sinna öðrum áhugamálum, en á síðari árum mun hafa leitað á hann löngun til að gefa sig að þjóðlegum fróðleik og ritstörf- um á því sviði. Hafði hann raunar hafist handa við að safna efniviði til slíkrar ritsmíði. Hugsaði hann gott til þess að fá síðar, erstundir liðu, meiri tíma til að sinna þessu hugðarefni sínu. Ekki er að efa að þar hefði hann einnig náð merkum ár- angri ef aldur hefði enst til. Það sem einkenndi öll störf Gunnars Ólafssonar var mikil trúmennska, vandvirkni ogelju- semi. Ekkert var honum fjær skapi en kasta höndum til þeirra hluta, sem honum var til trúað. Sanngirni var honum í blóð borin og. lipurð í samskiptum við náungann. Eigi að síður hélt hann af festu á hlut sínum, ef á hann var leitað, og fylgdi þeim málum eftir af einurð, sem hann taldi rétt. Það var fjarri Gunnari að trana sér fram og leita eftir metorðum. Að eðlisfari var hann hlédrægur og laus við yfirlæti og hégómaskap. Hæfi- leikar hans, réttsýni og sam- viskusemi leiddu hinsvegar til þess að til hans var leitað til að taka að sér forustu og manna- forráð. Við slíkum áskorunum brást hann af þeirri skyldurækni og trúmennsku sem honum var svo nærtæk og í verkum sínum brást hann aldrei þeim vonum sem við hann voru bundnar. ( persónulegum kynnum var Gunnar hvers manns hugljúfi. Glaðværð hans, góðvild og skopskyn, sem hann beitti af nærfærni, gerðu öllum sem nutu nærveru hans geðþekka. Gunnar Ólafsson var gæfu- maður í einkalífi sínu. Árið 1957 gekk hann að eiga eftirlif- andi konu sína, Unni Marie Figved. Þau áttu fjögur mannvænleg börn og gott heim- ili. Við fráfall Gunnars Ólafsson- ar er höggvið vandfyllt skarð í raðir þeirra manna, sem stunda rannsóknir í þágu íslensks land- búnaðar. Við vinir hans og samstarfs- menn kveðjum hann með söknuði og trega, en minningin um góðan dreng og mannkosta- mann mun lifa með okkur. Sárastur harmur er kveðinn að fjölskyldu hans, konu og börnum. Er þeim og öðrum aðstandendum vottuð innileg samúð. Bjarni Arason. Skyndilegt fráfall Gunnars Ólafssonar kom eins og reiðar- slag yfir okkur samstarfsfólk hans á Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Gunnar var við vinnu sína fram yfir hádegi, en fáeinum stundum síðar var hann fallinn. Gunnar var ekki af- skiptasamur í daglegum störfum, en hann var hin styrka stoð sem við gátum sett traust okkar á og því finnum við mikið fyrir því skarði sem er komið í raðir okkar. Þegar að því kom árið 1976 að ráðinn var aðstoðarforstjóri stofnunarinnar mun flestum hafa þótt Gunnar Ólafsson sjálf- sagður í starfið. Það var því í samræmi við óskir starfsmanna að hann skyldi sem aðstoðarfor- stjóri taka við þegar Björn Sig- urbjörnsson forstjóri var feng- inn til að taka við forstjórastörf- um í alþjóðastofnun um þriggja ára skeið. Það traust, sem Gunnar Ólafsson naut umfram flesta aðra menn, stafaði af mikilli réttsýni og því hve auð- velt hann átti með að hafa yfirsýn yfir alla þætti mála. Gott var til hans að leita,.málavextir voru kynntir og ræddir án allra útúrdúra og það sem eitt sinn hafði verið sagt þurfti að jafnaði ekki að endurtaka. Orð hans stóðu. Á hinn bóginn var hann viðkvæmur fyrir þeim árekstr- um sem óhjákvæmilega fylgja stöðu yfirmanns, einkum vegna þess hve einlægur hann var. Eins og ráða má af framan- sögðu var Gunnar farsæll í dag- legri afgreiðslu mála. Honum var einnig umhugað um að halda áfram þeirri uppbygg- ingu, sem orðið hefur á stofnun- inni. Á þeim nær 20 árum, sem hún hefur starfað, hafa orðið mikla breytingar, bæði á stofn- uninni sjálfri og þeim atvinnu- vegi sem hún á að þjóna. Það var því orðið tímabært að huga að því, með hvaða hætti starf- semin yrði aðlöguð breyttum tímum. Gunnarhafði mótað sér hugmyndir um, hvaða skipu- lagsbreytingar væru æskilegar og beitti sér fyrir myndun starfshóps til að vinna að endur- skoðun og úttekt á landbúnað- arrannsóknum. Hér hefur verið farið nokkr- um orðum um störf Gunnars Ólafssonar í þágustofnunarinn- ar og starfsmanna hennar og það traust sem við samstarfs- fólkið bárum til hans. Efst í huga er þó söknuður eftir góðan félaga og vin. Við samhryggj- umst eftirlifandi móður og fjöl- skyldu hans sem var honum svo náin og við höfum átt margar góðar stundir með fyrr og síðar. Valdís Helgadóttir, Unna Maja, Anna, Skúli, Vala og Óli, við vottum ykkur innilega hluttekningu okkar. Sanistarfsfólk. Fréttin um skyndilegt fráfall Gunnars Ólafssonar, forstjóra Rannsóknastofnunar landbún- aðarins, 21. febrúar s.l., kom eins og reiðarslag, en minnti okkur á, að dauðinn heggur oft skjótt og þar sem síst varir. Það er raun að kveðja kæran vin og vandi að skrifa um hann minningargrein, þótt minning- arnar hrannist upp í huga mér, sem ég sit og pára þessar línur. En mig langar til að minnast hans með fáeinum kveðjuorð- um með þakklæti fyrir áralanga vináttu og samstarf. Lífshlaup okkar Gunnars var undarlega samtengt. Ég kynnt- ist honum fyrst á Stóra-Kroppi í Borgarfirði, þar sem við, smápollar úr Reykjavík, vorum í sveit hjá bændahöfðingjanum og fræðimanninum Kristleifi Þorsteinssyni og konu hans, Snjáfríði Pétursdóttur, sem var systir Pálínu, föðurömmu Gunnars. Hjá þeim hjónum og öðru ágætisfólki, sem þar bjó, vorum við samtíða í sex sumur, og þar komumst við fyrst í snertingu við sveitalíf og nátt- úru landsins. Betri stað hefðum við ekki getað kosið okkur, og ég veit, að dvölin á Stóra- Kroppi hafði óafmáanleg áhrif á líf og starf Gunnars, ekki síður en mitt, og réði úrslitum um ævistaf okkar beggja. Gunnar var fjórum árum yngri en ég og leið eflaust stund- um önn fyrir þann aldursmun. Það hefur þó ekki verið alvar- legt, því að á þessum árum tókst með okkur sú vinátta, sem ég minnist ekki, að nokkurn tíma hafi borið skugga á. Sumarið 1946 var hið síðasta, sem við vorum saman á Stóra- Kroppi, og eftir það skildust leiðir í nokkur ár. Við hittumst að vísu stöku sinnum á förnum vegi, en sökum aldursmunar og fjarlægðar milli Austur- og Vesturbæjar, sem var mikil í þá daga, var samgangur lítill og kunningjahópurinn annar. En síðan var eins og gripið væri í taumana og leiðir okkar sveigð- ar saman að nýju. Ég minnist þess ekki, að við höfum nokk- urn tíma á æskuárunum rætt framtíðaráform hvor annars, hvorki í námi né starfi, enda sjáldnast hugsað langt fram í tímann á þeim árum. En örlögin - eða hvað það nú var - höguðu því þannig til að eftir að stú- dentsprófi lauk snérum við okk- ur báðir að sama námi - í landbúnaðarfræðum. Án inokkurs samráðs hvor við ann- an lá leið okkar beggja fyrst á bændaskóla og síðan á Land- búnaðarháskólann á Ási í Nor- egi, þar sem hann hóf sitt nám sama ár og ég lauk mínu. Árið 1960, þegar Gunnar hafði lokið kandidatsprófi frá Ási, kom hann til starfa við núverandi Rannsóknastofnun landbúnað- arins, og þar hófst náið samstarf okkar, sem stóð í nær aldar- fjórðung að nokkrum námshlé- um undanskildum, en er nú lokið með ótímabæru fráfalli hans. Skömmu eftir komu Gunnars á stofnunina hóf hann þátttöku í þeim rannsóknum á íslenskum beitilöndum, sem þá hafði verið unnið að í nokkur ár. Sérgrein hans var fóðurfræði búfjár, og auk þeirrar þekkingar, sem hann fékk í veganesti í þeirri grein frá Ási, leitaði hann víða fanga, m.a. í Bretlandi. Hann flutti með sér til landsins ýmsar nýjar hugmyndir og aðferðir við fóðurrannsóknir, sem ekki hafði verið beitt hér áður. Rannsóknir Gunnars á nær- ingargildi íslensks beitargróðurs voru nánast hinar fyrstu sinnar tegundar hér á landi, og því var við ýmsa erfiðleika að etja og mörg vandamál, sem þurfti að leysa. Á þessu sviði vann hann mikið brautryðjendastarf, sem verður byggt á um langa framtíð. Verkefnið tók huga hans svo fanginn, að hann vann úr því doktorsritgerð sína, sem hann lauk á Ási í Noregi 1972. Niðurstöður þeirrar ritgerðar og ýmissa annarra rannsókna Gunnars hafa verið ómetanlegt framlag til ákvörðunar á beitar- þoli og nýtingu íslenskra beiti- landa. í mörg ár, bæði sumur og vetur, ferðuðumst við Gunnar saman um landið „liátt og lágt“, ýmist tveir eða í fjölmennari hópum. Það voru eftirminnileg- ar ferðir, því að betri félaga var

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.