NT - 01.03.1985, Blaðsíða 4

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 4
Föstudagur 1. mars 1985 4 Akureyri háskólabær Bærinn hefur allt sem þarf, segja heimamenn ■ Ef af stofnun útibúsins verð- ur verða háskólastúdentar algeng sjón á Þórunnarstræti, því uppi eru hugmyndir um að nýta kennslustofur Iðnskólans við þá götu. Reykjavíkur, og ennfremur þykir nú mörgum sem ríki deyfð í atvinnulífinu utan suðvestur- hornsins,- Því þykir mörgum Akureyr- ingum sem hér sé hægt að snúa þessari þróun við og benda á að eina svar okkar við efnahags- örðugleikum og erfiðleikum í atvinnulífi sé aukin menntun. En enn hefur ákvörðunin ekki verið tekin, en fari svo að Háskólinn setji upp útibú á Ak- ureyri, gæti það þýtt að nýr fjörkippur kæmi í atvinnulíf þessa gamla iðnaðarbæjar, með því að aukin menntun og tækni- þekking flytjist norður. ■ Verður Akureyri, hinn forni menningarstaður Norður- lands, háskólabær? Þessari spurningu velta nú margir Akureyringar fyrir sér enda gæti háskólakennsla á Ak- ureyri orðið mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið allt. Fyrir stuttu sagði Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, aðspurð um hvort hún væri hlynnt háskóla á Akureyri, að hún væri hlynnt öllum mál- um sem skynsamleg rök væru fyrir, en nefnd sem skipuð var 1982 til að vinna að undirbún- ingi og tillögugerð að fyrirhug- uðu útibúi frá Háskóla íslands á Akureyri, hefur mælt með stofnun háskólaútibús þar. Tryggvi Gíslason, skóla- meistari Menntaskólans á Ak- ureyri, var einn nefndarmanna og sagði hann í samtali við NT að full samstaða hefði verið innan nefndarinnar, en nefndin gerir tillögur um að i fyrirhug- uðu útibúi fari fram kennsla í: 1) Tölvufræðum. 2) Fyrri hluta nám í viðskipta- fræði. 3) Fyrsta árs nám í verkfræði og raunvísindum. 4) Tveggja ára áfangi til BA prófs í tungumálum, sál- fræði, uppeldisfræði og heim- speki. 5) Nám og verkþjálfun í læknis- fræði, sjúkraþjálfun, og hjúkrunarfræði í tengslum við Fjórðungssjúkrahúsið. 6) Efling tónmenntanáms, iðnnáms, listnáms og hvers kyns rannsóknarstarfa, 7) Endurmenntun í ýmsum kennslugreinum. 8) Að stofnað yrði til „frjáls háskólanáms" með aðstoð útvarps og sjónvarps. Tryggvi sagði ennfremur að tilkoma útibúsins þyrfti ekki að auka fjárhagsvandræði háskól-' ans, heldur gæti þvert á móti leyst ýmis vandræði skólans, t.d. húsnæðisvandræði. Hann sagði að í raun væri vilji allt sem til þyrfti. Ófugþróun snúið við En hver er akkur Akureyrar af háskólaútibúinu, ef af verður? Hluti stúdenta frá Ak- ureyri yrði áfram heima við nám í stað þess að fara suður. Þá mætti reikna með fólki frá nágrannabyggðalögunum og jafnvel námsmönnum að sunnan. Fólk með háskólamenntun myndi frekar setjast að fyrir norðan og gæti nýtt þekkingu sína við önnur störf en kennsl- una eina og ný störf gætu skapast. Þá myndi bærinn hafa tekjur af námsmönnunum og tekjur af sköttum og öðru sem fylgir fólksfjölgun. Þetta gæti allt þýtt að þeirri þróun sem verið hefur, að fólk og fjármagn flytjist suður, verði snúið við. Raunhæfur möguleiki! „Akureyri hefur í raun allt til alls til að verða háskólabær. Hér eru vegalengdir styttri, húsaleiga l.ægri og lífið yfirleitt fyrirhafnarminna og ódýrara en í Reykjavík," segir Úlfar Hauksson, hagsýslustjóri Akur- eyrarbæjar, en hann hefur unn- ið að tillögum um námsáætlun háskólaútibúsins ásamt fleirum. Varðandi húsnæði og aðra aðstöðu á Akureyri hefur verið bent á að húsnæði Iðnskólans við Þórunnarstræti gæti hentað enda eru þar 12 kennslustofur sem rúmað geta 200-300 nem- endur. Þá býður samstarf við Fjórð- ungssjúkrahúsið, Menntaskól- ann og Verkmenntaskólann upp á ýmsa möguleika, og er mögu- legt t.d. að mötuneyti M.A. gæti nýst öllum framhalds- skólunum á Akureyri. Byggðaþróun Á síðustu árum hefur verið fólksflótti frá landsbyggðinni til ■ Kristjana Samper. „Maðurinn“ er meginþema verka hennar. ■ Ætli Iðnskólinn verði hækkaður um bekk og gerður að háskóla? Kristjana Samper áKjarvalsstöðum ■ Áannaðþúsundmannshafa nú séð skúlptúrsýningu Krist- jönu Samper á Kjarvalsstöðum, en hún varopnuðs.l. laugardag. Verkin á sýningunni eru 24 og flest unnin á síðastliðnum tveim árum og meginþema sýningar- innar er „Maðurinn." Sýningin stendur yfir til 10. mars. Dario Fo í Garðabænum ■ Leikfélag Garðabæjar frumsýnir „Nakinn maður og annar í kjólfötum," eftir Dario Fo á laugardagskvöld kl. 20.30. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð, en með helstu hlutverk fara Ólafur Birgisson, Þórhallur Gunn- arsson, Ragnheiður Thor- steinsson, Magnús M. Magnússon, Unnur Magn- úsdóttir, Valdimar Óskars- son og Geirlaug Magnús- dóttir. Sýningar fara fram á nýju sviði í safnaðarheimilinu í Garðabæ, þar sem Garðbæ- ingar hafa nú eignast eigið leikhús til nánustu framtíð- ■ Þorbjörg Halldórsdóttir og Sigurður Atlason í hlutverkum s inum í leikritinu Köld eru kvennaráð, sem Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir í kvöld. Leikfélag Hólmavíkur: Frumsýnir gamanleik ■ Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir í kvöld gamanleikinn Köld eru kvennaráð, eftir Staff- ord Dickens. Þýðandi verksins er Ragnar Jóhannesson en leik- stjóri Auður Jónsdóttir. Hlut- verk í leikritinu eru sex. Frumsýningin verður í Fé-' lagsheimili Hólmavíkur í kvöld kl. 21.00 en næstu sýningar verða á laugardag kl. 15.00 og 21.00. Fyrirhugað er að sýna leikritið í nágrannabyggðarlög- um.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.