NT - 01.03.1985, Blaðsíða 21

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 21
 Föstudagur 1. mars 1985 21 Tanaka á sjúkrahúsi: Arne Treholt: Skuggaforingi japönsku KGB-maðurinn stjómmálanna ter slag I ■ Ókrýndur konungur jap- anskra stjórnmála, Kakuei Tan- aka, liggur nú á sjúkrahúsi í Tokyo eftir aö hafa fengið vægt heilablóðfall fyrr í þessari viku að sögn lækna. Læknar segja Tanaka ekki í lífshættu og spá að hann muni jafna sig að mestu á þrem til fjórum vikum. Tanaka, sem nú er 66 ára, er af mörgum talinn valdamesti stjórnmálamaðurinn í Japan þótt hann hafi neyðst til að segja af sér sem forsætisráð- herra árið 1974 eftir að upp komst að hann hafði þegið mút- ur frá bandarísku fyrirtæki. Tanaka gekk þá úr Frjálslynda flokknum sem hefur farið með völd í Japan frá strfðslokum en hélt samt áfram að stjórna öfl- ugum hópi stuðingsmanna sinna innan flokksins. Frá því að Tanaka sagði af sér sem forsætisráðherra hefur hann samt haft úrslitaáhrif á það hverjir nái kjöri sem leiðtogar Frjálslynda flokksins og verða þar . af leiðandi forsætisráðherrar. Stuðnings- mannahópur Tanaka í flokkn- um er svo sterkur að í rúman áratug hefur engum stjórnmála- leiðtoga tekist að ná forystu í flokknum án stuðnings Tan- aka-hópsins. Að undanförnu hafa sumir samt talið sig greina merki þess að Tanaka sé að missa „konungs"valdið. Nokkriraffé- lögunum í þingmannahópi Tan- aka-klíkunnar hafa stofnað sér- stakan klúbb sem þeir kalla „Skapandi stjórnmálaklúbb". Að nafninu til á klúbburinn að vera náms- og umræðuhópur en margir líta á stofnun hans sem merki um óánægju meðlima Tanaka-klíkunnar með einræði Tanaka. Ekki er ljóst hvaða áhrif veik- indi Tanaka hafa á völd hans í japönskum stjórnmálum. Að sögn lækna er hann að hluta til lamaður eftir slagið. En nái hann sér aftur á fáeinum vikum. eins og læknarnir spá, tekst honurn sjálfsagt að halda völd- um sínum að mestu lítt skertum enn um sinn. (Byggt á Reuter, Far Fastern Economic Review og fleiri heimildum, rb) Sovétríkin: Kennari springur við sýni- kennslu -notaðióvartvirka handsprengju Morskva-Reuter: ■ Flandsprengja.semtalinvar óvirk, sprakk inni í skólastofu, með þeim afleiðingum að kenn- arinn lét lífið, að því er dagblað ungra kommúnista, Komsomol- skaya Pravda skýrði frá í gær. Kennarinn var að kenna notkun handsprengja en sýni- kennsla sem þessi er liður í hernaðarlegri fræðslu eldri skólabarna í Sovétríkjunum. Þar sem börn voru að leik á leiksvæði skólans, svo og á ganginum, hljópkennarinnmeð sprengjuna á afvikinn stað er hann gerði sér Ijóst að hún var virk. Síðan kæfði hann spreng- inguna með líkama sínum. Dollarinn aftur upp Frankfurt-Reuter: ■ Bandaríski dollarinn hækk- aði lítillega í gær eftir að hafa lækkað skyndilega í fyrradag þegar evrópskir bankar gripu inn í og seldu mikið af dollurum til að knýja fram lækkun hans. Þrátt fyrir hækkunina í gær hefur dollarinn ekki náð aftur jafnháu gengi og í byrjun vik- unnar. Bandarísk stjórnvöld hafna friðarumleitunum forsetans í Nicaragua \\ ashinglon-Reuter: ■ Hvíta húsið hafnaði í gær til- lögum Daníels Ortega, forseta Nicaragua um leiðir ti) þess að draga úr spennu í Mið-Ameríku. Ortega hefur boðist til að hætta vopnakaupum og tilkynnti enn- fremur að stjórn Nicaragua myndi senda yfir 100 kúbanska hernaðar- ráðgjafa heim til sín. Tilboð stjórnarinar í Nicaragua er í anda friðartillagna Contadora- landanna - Mexico, Panama, Col- ombíu og Venezuela - sem hljóða uppá það að öllum erlendum hern- aðarráðgjöfum verði vísað frá Mið-Ameríku. Bandaríkjastjórn er ákaflega tortryggin á tillögur Ortega og Reagan reynir enn að fá banda- ríska þingið til þess að samþykkja 14 milljón dollara hernaðaraðstoð við vopnaðar sveitir andstæðinga stjórnarinnar í Nicaragua. Eiturlyfjaforingi handtekinnn ■ Lögreglan í Brasilíu handtók í fyrradag foringja kólombísks glæpa- hrings sem hefur búið um sig að undanförnu í Brasilíu þar sem eitur- lyfjaverslun vex nú dag frá degi. Með handtöku hins illræmda glæpafor- ingja, Gonzalez Ruiz, vonar lögreglan í Brasilíu að nokkurt lát verði á vexti eiturlyfjahringa þar í landi. Þessi mynd var tekin af eiturlyfja kónginum í gær þar sem hann var í vörslu lögreglunnar. Lögreglan gætir greini- lega fyllstu varúðar við gæslu þessa hættuíega bófa. Simamynd: -POLFOTO. Frá Arnþrúði Rarlsdóttur, frcttaritara NT í Noregi ■ Arne Treholt sagði við réttarhöldin í Osló í gær að hann hefði umgengist KGB- manninn Gennadij Titov mjög mikið og látið hann fá Ieyniskjöl meðal annars vegna þess að honurn hefði fundist spennandi að Titov skyldi starfa fyrir sovésku leyniþjónustuna KGB. Treholt viðurkenndi að hafa m.a. afhent KGB skjöl árin 1981 og 1982 sem hefðu verið merkt „trúnaðarskjöl" en þá starfaði hann hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York. En hann sagði að í rauninni hefðu þessi skjöl varla verið leyniskjöl þarsem þau hefðu t.d. birst á síðum New York Tirnes. Hann sagðist því hafa álitið engu máli skipta þótt hann léti KGB-njósnara fá skjölin þar sem þau hefðu hvort eð er verið opinber. Treholt hefur einnig viður- kennt að hafa í maí árið 1983 látið Titov fá afrit af erindi sem sendiherra Noregs í So- vétríkjunum hélt í Varnar- málaháskóla Noregs um „So- vétríkin eftir Brezhnef". Hann fullyrðir að erindið hafi ekki skaðað öryggis- hagsmuni Norðmanna frekar en önnur skjöl sem hann hafi látið KGB fá. Treholt taldi fram fjórar ástæður fyrir því að hann ' hefði látið Titov fá „léttvæg- ar upplýsingar". í fyrsta lagi hefði hann haft gaman af að hitta Titov sem hefði haft mjög svipaðar stjórnmála- skoðanir og hann sjálfur. í öðru lagi hafi verið spenn- andi að hafa samband við KGB-mann sem væri heims- maður auk þess sem kynnin af Titov hefðu boðið upp á mörg skemmtileg ferðalög. í þriðja lagi sagðist Treholt hafa talið að gott samband við Titov gæti leitt til betri . samvinnu milli Noregs og Sovétríkjanna. Að síðustu sagði Treholt að sambandið við Titov hefði gefið sér betri yfirsýn yfir ástandið milli Austur- og Vesturveldanna. Treholt segist hafa hitt Tit- ov seinast í ágúst 1983. Pá hafi Titov beðið hann unr að taka myndir af skjölum á örfilmur fyrir sig. Treholt segist ekki hafa viljað gera það og því ákveðið að hætta öllum samskiptum við Titov og aðra KGB-menn. Hann hafi verið á leið til að segja Titov frá þessari ákvörðun sinni þegar hann var liand- tekinn í fyrra. í réttarhöldunum í gær bar Treholt einnig að hann hefði velt því fyrir sér hvort hann ætti ekki að hætta í utanríkis- þjónustunni árin 1980 og 1981 þar sem hann hafði þá talið sig vera kominn í hættu- lega og erfiða aðstöðu. Fékk greiðslur frá írökum fyrir vopna- skýrslu og kindakjöt ■ Treholt gerði í gær grein fyrir tengslum sínum við leyniþjónustu íraks sem hann sagði m.a. til komin vegna þrýstings frá grískum vinum á meðan hann starfaði í New York. Hann sagði að írakar hefðu beðið sig um að kanna hvort þeir gætu fengið keypt vopn og skotfæri í Skandi- navíu. Hann hefði sent þeim síðar skýrslu um álit annarra ríkja á stríðinu milli íraka og írana og ástandinu í Mið- Austurlöndum. Skýrsluna sagðist Treholt hafa byggt á upplýsingum sern hann hefði fengið í utanríksiráðuneyt- inu og hefðu verið merktar sem trúnaðarmál. Treholt hélt því fram í gær að hann hefði álitið að með þessu hefði hann aðeins verið að veita írökum góð ráð. Fyrir vikið hefði hann svo fengið 40.000 dollara þóknun auk þess sem honum hefðu verið boðnir 10.000 dollarar fyrir kjötsölusamning sem hann hefði reyndar ekkert komið nálægt. Treholt segist í fyrstu hafa hafnað „kjöt- samningsþóknuninni" en síðar hefði hann látið undan þrýstingi frá grískum vinum sínum og tekið við fénu. Treholt sagði að írakar hefðu boðið sér stöðu í leyni- þjónustu sinni en hann hefði að sjálfsögðu hafnað því. Festið minningarnar á myndband Yfirfærum allar tegundir kvikmynda og „slides,, á myndbönd. Texti og tónlist sett meö ef óskaö er, tökum einnig aö okkur aö yfirfæra myndbönd úr N.T.S.C./SECAM kerfum í PAL. Nánari upplýsingar veittar í síma: 46349.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.