NT - 01.03.1985, Blaðsíða 24

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 24
Föstudagur 1. mars 1985 HRINGDU ÞÁ f SIMA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddarverða 1000 krónurfyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Háskóli í kreppu Texti: Egill Helgason ■ Júlíus ■ Sigurjón ■ Guðmundur Magnússon, prót'essor í viðskiptafræði, sem setið hefur í embætti háskólarektors síðustu sex árin hefur afráðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og því ganga háskólahorgarar til kosninga í dag og velja sér rcktor til næstu þriggja ára. Þetta er reyndar aðeins fyrri hluti kosninganna, svokallað prófkjör, og formlega séð eru allir prófessorar Háskólans gjaldgengir til þessa háa embættis í kosningunni í dag. Atkvæðin koma sumsé til með að dreifast, þótt vitaskuld hafi sumir meiri séns en aðrir... Síðari hluti rektorskjörs fer svo fram 2. apríl næstkomandi og verður þá kosið um þá prófessora sem flest atkvæði hljóta í prófkjörinu í dag. Það eru nær 4700 manns sem eiga atkvæðisrétt í rektorskjöri, 325 kennarar, prófessorar, dósentar og lcktorar og auk þess allir þeir sem fastráðnir eru eða settir til fulls starfs við Háskólann og stofnanir hans og hafa háskólapróf. Ennfremur hafa kjörgengi rúmlega 4300 stúdentar, sem skráðir eru í Háskóla íslands tveim mánuðum á undan rektorskjöri. Atkvæði stúdenta gilda þó ekki nema sem einn þriðji ■ Sigmundur hluti af heildaratkvæðamagninu. Kosningin í dag fer fram í aðalbyggingu Háskólans - vildi ekki einhver kalla hana Miðgarð? - og stendur kjörfundur frá kl. 9-18. Það eru margir kallaðir, aðeins einn útvalinn að lokum. ■ Gengi þessarar virðulegu menntastofnunar hefur fallið nokkuð síðustu árin... Flestir prófessorar kjósa að láta einsog ekkert sé, þótt einnig þeir séu hugsanleg rektorsefni, fáeinir sækjast eftir embættinu leynt og ljóst með tilheyrandi símhringingum, samkrulli og stuðningshópum. Nokkrir menn þykja líklegastir til að hljóta þetta vandasama emb- ætti, eftirfarandi: Talsverð hreyfing mun vera fyrir því innan Háskólans að gera Sigmund Guðbjarnason að rektor. SjálfurhefurSigmundur lýst því yfir að hann hafi áhuga á háskólastjórnsýslu og sé ekki mótfallinn því að glíma við embættið, þótt ekki hafi hann enn rekið neina kosningabar- áttu svo vitað sé. Sigmundur er almennt talinn einn mikilhæfasti vísindamaður Háskólans og þykir hafa stjórnað rannsóknar- stofú í efnaverkfræði með'mikl- um ágætum. Á það er líka bcnt að álit Sigmundar sem vísinda- manns, bæði heima og erlendis, gæti orðið stofnuninni til fram- dráttar. Hins vegar hafa þær raddir líka heyrst að Háskólinn hafi ekki á of mörgum færum vísindamönnum að skipa, og því væri eftirsjá að Sigmundi úr rannsóknarstofunni. Júlíus Sólnes, prófessor í byggingaverkfræði, hefur bein- línis lýst því yfir að hann sækist eftir þessu virðulega embætti. Hann og stuðningsmenn hans hafa rekið harða kosningabar- áttu, skrifað í blöð og meðal annars reynt að afla sér fylgis innan Heimspekideijdar með fyrirheitum ym aukinn veg nor- rænna fræða, enda er Júlíus langt í frá óvanur slíku kosn- ingavafstri, því hann hefur reynt sig í prófkjörum hjá Sjálfstæðis- flokknum og situr í bæjarstjórn á Seltjarnarnesi fyrir þann flokk. Júlíus hefur lýst því yfir að hann muni draga sig út úr pólitíkinni ef hann nær kjöri, en hitt er alls ekki víst að stjórn- málavafstur hans muni verða honum til framdráttar í rektors- kosningum. Þriðji kandídatinn er nefndur úr Verkfræði og raunvísinda- deild, Ragnar Ingimarsson, prófessor í byggingaverkfræði. Hann hefur lýst því yfir að hann sé ekki „mótfallinn" því að takast á við rektorsembættið. Ragnar hefur talsverða reynslu af stjórnarvafstri í Háskóla og hefur meðal annars verið deild- arforseti í Verkfræði- og raun- vísindadeild og mjög viðriðinn byggingarmál á landi Háskól- ans. Það leikur enginn vafi á því að Ragnar er röggsamur maður, kannski full röggsamur á köflum, einsog sást Ijóslega í verkfallinu í haust þegar hann var einna fremstur í flokki þeirra háskólamanna sem vildu hvergi vægja fyrir verkfallsvörð- um BSRB. Pólitísk staða Ragn- ars fer heldur ekkert á milli mála, hann er frjálshyggjumað- ur og „vill helst að allir Ieggi sína vegi sjálfir", einsog einn háskólakennari orðaði það í samtali við NT. Stuðningsmenn Jónatans Þórmundssonar, prófessors í Iagadeild, hafa haldið sínum manni mjög á lofti síðustu dag- ana, skrifað blaðagreinar og hengt upp auglýsingaspjöld í Háskólanum. Jónatan er líka síður en svo afhuga starfinu. það vakti nokkra athygli að þegar rætt var við hugsanleg rektorsefni í Morgunblaðinu á dögunum var Jónatan hvergi nefndur á nafn. Menn hafa leitt að því getum að Jónatan kunni að hafa komið sér út ur húsi hjá því blaði í verkfalli BSRB og eftirmálum þess, en hann var helsti málsvari þess í háskóla- ráði að farin yrði samningaleið við verkfallsverði auk þess sem hann hefur lýst því yfir að hin undarlega málsókn á hendur starfsmönnum Ríkisútvarpsins samræmist ekki anda íslenskra laga. Með þessu móti hefur Jónatan hugsanlega fælt frá sér einhver atkvæði, en líklega unn- ið sér ný í leiðinni. Sem lög- fræðingur hefur Jónatan hvar- vetna áunnið sér virðingu fyrir að láta ekki hagsmunapot eða pólitísk sjónarmið hafa áhrif á lagatúlkanir sínar, auk þess hef- ur hann yfirgripsmikla reynslu af háskólastarfi og sat meðal annars sem rektor í eitt ár í forföllum fyrir Magnús Má Lár- usson. Líklegasti rektorskandídat- inn úr Heimspekideild er sagður vera Páll Skúlason, prófessor í heimspeki. Einn viðmælenda NT taldi ekki ólíklegt að Páll fengi talsvert af atkvæðum frá heimspekideildarmönnum sem óttuðust það að verða undir í baráttunni um peningana við tæknilega sinnaða Verk- og raungreinamenn. Páll er nú for- maður félags háskólakennara og þykir hafa sýnt nokkuð gott lag á stjórnun. Hins vegar heyr- ast efasemdir um að Páll sé nægilegur skörungur til að stýra Háskólanum á þeim viðkvæmu tímum sem sjálfsagt fara í hönd. Einn helsti stuðningsmaður Páls er sagður vera Halldór Guð- jónsson kennslustjóri, valda- mikill maður í stjórnkerfi Há- skólans eða eins og einn viðmæl- andi NT orðaði það - „Páll er kandídat yfirstjórnar Háskól- ans". Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón Björnsson, prófessor í sálarfræði, er orðaður við rekt- orsembættið. Við tvennar rekt- 'Orskosningar hefur hann þótt koma sterklega til áljta, en í bæði skiptin beðið lægri hlut. Sigurjón hefur þvt fengið á sig „fallkandídatsstimpil“, sem ger- ir það að verkum að ekki er líklegt að hann hljóti góða kosn- ingu í dag. í vetur hefur einnig verið nokkuð óffiðsamlegt í kringum Sigurjón í Sálfræði- deildinni og hugsanlegt að stúd- entar veigri sér við að greiða honum atkvæði af þeim orsök- um. Fleiri nöfn hafa reyndar verið nefnd: Bjarni Guðnason, pró- fessor í íslensku, Björn Björnsson, prófessor í guð- fræði, Sveinbjörn Björnsson, prófessor við Raunvísindastofn- un, og sjálfsagt eru þá einhverjir ótaldir. Ef litið er á hverjir hafa skipað embætti háskólarektors síðustu árin má sjá að þar hefur setið nokkuð einhæft mannaval. Tveir hinir síðustu eru við- skiptafræðingar, Guðlaugur Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon, Magnús Már Lár- usson úr heimspekideild var forveri Guðlaugs og þar áður sat lögfræðingurinn Ár- mann Snævarr. Því er ekki óeðlilegt að gera því skóna að ýmsum stórum deildum Há- skólans finnist þær hafa setið á hakanum, til dæmis Lækna- deild, Verkfræði-og raunvís- indadeild og Guðfræðideild. Það er því ekki undarlegt að í hópi líklegustu rektorsefnanna eru þrír menn úr Verkfræði- og raunvísindadeild, en hins vegar kemur það kannski kynlega fyr- ir sjónir að enginn skuli hafa verið tilgreindur sérstaklega úr Læknadeild. Á hvern veg atkvæðin falla? Það er ekki gott að segja vegna þess hversu víða þau dreifast í þessari fyrri umferð. Atkvæði stúdenta ráða til dæmis miklu og einsog einn háskólamaður sagði í samtali við NT „hefur oft verið auðvelt að hræra í stúdent- unum“. Stjórnmálaskoðanir ráða auðvitað nokkru og ekki síður hollustan við deildina, fagið. Eftir að hafa kynnt sér þessi mál lauslega þykir undir- rituðum þó sennilegast að bar- áttan standi milli þeirra Sig- mundar Guðbjarnasonar, Páls Skúlasonar og Jónatans Þór- mundssonar. Hvaða verkefni bíða svo væntanlegs rektors? Mýmörg og sum ærið vandasöm: Launamál háskólamanna eru í hinum mesta ólestri og Háskólinn langt í frá samkeppnisfær við einka- aðila. Fjárveitingar til Háskól- ans hafa heldur ekki aukist sem skyldi, sem aftur bitnar á aðkall- andi byggingaframkvæmdum og rannsóknarstarfi, sem hlýtur alltaf að vera aðalsmerki hvers Háskóla. Á hátíðlegum stund- um eru menn gjarnir á að fjöl- yrða um að efla þurfi tengsl Háskólans við atvinnulífið og óneitanlega verður sú þörf brýnni eftir því sem fyrirtæki lands- ins tileinka sér háþróaðri tækni. Svo kannski er brýnt að sitja ekki bara við orðin tóm. Það má færa gild rök fyrir því að vegur Háskólans hafi heldur legið niðurávið síðustu árin - til nýs rektors verða gerðar þær kröfur að hann endurreisi álit skólans og styrk. Vek ii m helgi 'm Það verður skýjað sunn- anlands og á austf jörðum og úrkoma öðru hverju. Á vestan- og norðan- verðu landinu verður þurrt að kalla og einhver sól- arglæta. Vindur verður austlægur um allt land.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.