NT - 01.03.1985, Blaðsíða 2

NT - 01.03.1985, Blaðsíða 2
Vélskólanemar skora á kennara í HÍK: „Látið framtíð okkar í friði" ■ Skólaféiag Vélskóla íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir „hinni megnustu van- þóknun“ á aögerðum kennara í Hinu íslenska kennarafélagi og sagt aö aögcrðir kennara miði að því að nota nemendur sem „pólitískt þvingunarafl“ auk þess sem námi þeirra sé vísvitandi stefnt í hættu. Meirihluti ncmenda skól- ans skrifaði undir ályktun- ina. Hafa neniendur Vél- skólans sent HÍK bréf þar sem segir orðrétt: „Það hefur enginn neitt á móti því að kennarar segi upp og leiti á önnur mið eftir vinnu, en aftur á móti að segja upp með þvílíkum látum, og biðja fólk að ráða sig ekki í störfin þeirra vegna þess að þeir ætli aðeins að knýja fram hærri laun, og koma svo aftur, er einum of mikið af því góða. Þetta er sagt með tilliti til þess að námsönnin verði í rúst þegar þeir kæmu aftur og það kallar á það að nem- endur láti ekki sturta námi sínu niður í klósettið þegj- andi og hljóðalaust."- Loks skora vélskóla- nemar á kennara að láta framtíð þeirra „í friði". Bókmenntaverðlaun Norðurlanda: íslensk tunga verði jaf nrétthá -þingsályktunartillaga frá sjálfstæðismönnum ■ Fimni þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þar sem skorað er á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að rcglum um tilhögun bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs vcrði brcytt á þann veg að íslendingar leggi bókmenntaverk sín fram á íslensku. Ennfremur kemur fram í tillög- unni að nái þetta ekki fram að ganga sé íslendingum heimilt að leggja fram þýðingar á ensku, frönsku cða þýsku til jafns við dönsku, sænsku og norsku eins og nú er. f greinargerðinni kemur fram að íslensk tunga sé torlærð og skilin af fáum mönnum erlend- um svo þeir geti notið bókmennta okkar til hlítar og hætta sé á einhæfni við þýðingar af íslensku yfir á dönsku, norsku eða sænsku. ■ Sclurinn sem fluttur var frá Hollandi með flugvél frá Arnarflugi öölaöist frelsi sitt á ný í fyrradag. Selurinn var futtur t körfu til sjávar Og SÍðan Sleppt. NT myn<l Halldór Hrútabragð og galtabragð... ■ Hrútabragð bar á góma, - í óeiginlegri merkingu, - á Búnaðarþingi í vikunni. Fyrir- lesari um nýtt kjötmat, dr. Sigurgeir Þorgeirsson varaði mjög við því að hrútlömbum væri slátrað eftir mánaðainót október nóvember því þá mætti liúast við að þetta merki- lega en lítt eftirsóknarverða bragð yrði af kjötinu. Hrútabragð kemur nefni- lega af kynþroska hrútum en hverfur þegar skepnan hefur verið gelt. Einhverskonar hormónaefni í blóðinu ber bragð þetta um kjötið. En eitthvað voru þingfulltrú- ar vantrúaðir á tilvist þessa óbragðs í kjöti og könnuðust sjálfir ekki við að hafa fundið það. Þess utan aldrei heyrt um neinar rannsóknir á tilvist þess. En Sigurgeir gaf sigekki. Hann játti að rannsóknir væru nær engar á þessu bragði en það væri skylt galtabragði. Galta- bragðið hefði svo verið rann- sakað og vitað að það fyndu frekar konur en karlar. „Sumir finna hrútabragð, hvort sem það tengist nú eitthvað kynstarfsemi þeirra sjálfra..., ég er nijög viðkvæm- ur fyrir hrútabragðinu hvort sem það bendir svo til einhvers kvenlegs eðlis eða ekki," sagði Sigurgeir og glotti og þurftu bændahöfðingjar nú ekki frek- ar vitnanna við að hrúta- bragðið er til rétt eins og galtabragðið. Kjötmat ffyrir hor-bændur ■ „Ég sé einn bónda hér inni sem ekki fer vel út úr þessu nýja kjötmati því hjá honum er allt svo kafloðið," sagði dr. Sigurgeir Þorgeirsson á Bún- aðarþingi þegar liann kynnti drög að nýju kjötmati, og horfði um leið á Magnús bónda Sigurðsson á Gilsbakka. „en hinir sem alltaf eiga tómar horkindur þurfa ekki að óttast þessar breytingar," bætti Sig- urgeir við. Nýja kjötmatið er sem sagt sniðið að nútímamanninum sem alltaf er í megrun og þegar hann leggur sér kjöt til munns má helst ekki finnast á því fituarða. Föstudagur 1. mars 1985 2 Hornafjörður: Bændum hótað rafmagnslokun - vegna reikninga sem Kaupfélagið á að borga ■ Nær öllum bændum í Hornafirði var fyrir skemmstu sent rukkunarbréf frá Raf- magnsveitum ríkisins þar sem hótað er að loka fyrir rafmagnið verði reikningarnir sem spanna 6 mánaða rafmagnsnotkun ekki greiddir fyrir 4. mars. Bændur hafa að vanda sent rafmagns- reikninga sína til Kaupfélags Austur-Skaftfeilinga sem hefur átt að sjá um að taka út af inneign upp í greiðslu til RARIK. „Það eiga nú ekki allir bænd- ur inni hjá okkur," sagði Her- mann Hansson kaupfélagsstjóri KASK þegar NT ræddi við hann. „En við munum greiða þessa reikninga fyrir alla sem við teljum okkur skylt að greiða fyrir og erum þegar búnir að borga talsverðan hluta af þessu. En ef það eru einhverjir bændur sem við teljum ekki skyldu okk- ar að greiða fyrir þá látum við Rafmagnsveiturnar og viðkom- andi bónda vita en ekki blöðin," sagði Hermann. „En orkan er dýr og tekjur bæði til lands og sjávar litlar. Það er mál númer eitt, tvö og þrjú.“ NT er ekki kunnugt um hvort einhverjir bændur hafi fengið orðsendingu þess efnis að kaup- félagið muni ekki greiða raf- magnsreikninga þeirra fyrir 4. rnars. Nær allir bændur í Austur- Skaftafellssýslu, tæplega 100 talsins, senda reikninga sína fyrir síma, dagblöð og rafmagn beint inn til Kaupfélagsins og ganga skuldir þá upp á móti inneign bænda fyrir afurðir þeirra. Hjá Rafmagnsveitunum feng- ust þær upplýsingar að greiðsluvandi sem þessi væri nær árviss en mismunandi hefði verið til hvaða ráða væri gripið til þess að fá reikningana greidda. Bóndi sem NT ræddi við þar eystra var furðu lostinn yfir þessum vinnubrögðum og sagði að fyrr yrðu þeir að loka fyrir rafmagnið hjá Kaupfélaginu en hægt væri að loka hjá bænd- um því í raun skuldaði Kaupfé- lagið þessa peninga en ekki þeir. Kartöflumálið: Framsókn samþykkti niðurgreiðsluleið ■ Ráðherrar Framsóknarflokks samþykktu í gær tillögur sjálfstæðismanna þess efnis að í stað þess að banna innflutning á verksmiðjukartöflum verði innienda framleiðslan varin með niðurgreiðslum. Hefur verið ákveðið að borga 12 krónur með hverju kílói af þessari vöru en talið er að heildargjöld vegna þessa verði vart minni en 10 milljónir króna. Með þessum aðgerðum má reikna með að smásöluverð innlendra verksmiðjukartaflna lækki úr rúmum 80 krónum niður í 70. Kannski kaupmaðurinn hér á myndinni selji þá betur það sem hann hefur hér í hægri hendi en það sem er í þeirri vinstri. NT-mynd: Árni Bjarna. Fyrirspurn í sameinuðu þingi: Hvað líður kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði? ■ Helgi Seljan hefur beint fyrirspurn til iðnaðarráöherra í sameinuðu þingi um kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði. Spyr liann við hvaða innlenda og erlenda aðila hafi verið rætt um þátttöku í byggingu kísil- málmverksmiðju og hver hefur orðið niðurstaðan úr viðræðum við hvern um sig. Einnig er spurt um hve mikla eignarhlut- deild í verksmiðjunni hafi verið rætt í hverju tilviki og út frá hvaða raforkuverði til verk- smiðjunnar hafi verið gengið í þessum viðræðum og hver staða verksmiðjumálsins sé nú. Loks spyr Helgi Seljan hvaða skilyrð- um þurfi að fullnægja til að ráðherra beiti sér fyrir því að ríkisstjórnin taki ákvörðun um að ráðist verði í framkvæmdir við verksmiðjuna. Ný framleiðslustefna Jónasar DV-ritstjóra Það má nú kenna þér hænsnarækt Jónas minn! Búkolla mín bu bu bu... ■ Jón Baldvin lauk nýverið yfirreið sinni yfir Norðurland þar sem fundað var með svip- uðu sniði og á öðrum fundum Jóns Baldvins. Báru fundirnir vfirskriftina „Hverjir eiga Island?" og hélt formaðurinn fyrst framsöguræðu og svaraði síðan fyrirspurnum. Samkvæmt myndrænum heimildum Alþýðublaðsins virðist einn merkasti og e.t.v. fjölmennasti fundurinn hafa verið í fjósinu á Gauksmýri í Skagafirði en ekki fylgir sög- unni hver tilsvör formannsins hafi verið við spurningum bú- peningsins. Enda ekki öllum gefið að skilja jafnt dýra- og mannamál...

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.