NT - 15.03.1985, Blaðsíða 7

NT - 15.03.1985, Blaðsíða 7
ul'l ráðuneyti, sem ég skyldi stjórna. Ég mundi leggja fram drög að frumvarpi til laga sem samstarfsmenn mínir yrðu að samþykkja, ef ég tæki starfann á hendur. Meðal margvíslegra umbóta í átt til öruggara lífs í íslenskri umferð yrði það að segja upp öllum hærra settum starfsmönnum í dómsmála- ráðuneytinu, nema nýráðnum ráðuneytisstjóra. Öllum yfir- mönnum lögreglunnar, sem ganga í hvítum skyrtum, yrði einnig sagt upp. Petta atriði ætti ekki við Rannsóknarlög- reglu ríkisins, því hún eryngri, ómótaðri og vinnur á öðru starfssviði. Petta væri gert ein- göngu til þess að fá allt starfs- liðið til að ganga með oddi og egg að lagfæringu umferðar- mála og setja meiri skikk og festu inn í þjöðfélagið. Sumir og jafnvel flestir yfirmenn lög- reglu yrðu endurráðnir, eða héldu launum sínum meðan þeir störfuðu hjá lögreglunni. Enginn af nefndum starfs- mönnum dómsmálaráðuneyt- isins yrði endurráðinn. Þeir fengju starfslaun frá ríkinu ævilangt, ef þeir vildu leggjast í leti, annars ábót ef þeir hlytu ver launað starf. Þeir bera vissa ábyrgð á því hvernig komið er. Vilmundur kallaði þá „möppudýr", einhvers stað- ar hefur verið skrifað „stofn- anabörn", ég sjálfur á engin orð yfir þá. Þeir hafa sett upp sitt eigið ríki í ríkinu og beita misvitrum áhrifum sínum í all- ar áttir. Þeir láta sig varða fangelsismál og lögreglumál, án þess að hafa fulla vitneskju um tilganginn með ráðningu þeirra í starfann. Þeir hafa vanrækt hlutverk sitt gagnvart mikilsverðum þjóðmálum, þeir hafa komið ár sinni fyrir borð með rækileg- um hætti hjá embætti lögreglu- stjórans í Reykjavík, en eru siðan fyrtnir og afundnir við önnur embætti þar sem áhrifa þeirra gætir minna. Þeir hafa staðið Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir þrifum, síðan hún var stofnuð, vegna þess að þeir ráða þar ekki nægilega miklu. Samt hafa þeir sett þar klærnar innfyrir og.skreytt höfuðfatið með ráðningu umdeilds manns frá RLR í stjórnarráð landsins með heiti lögregluforingja. Þessir menn eru vafalaust góðir og gegnir utan starfs síns í dómsmálaráðuneytinu, góðir heimilisfeður og rnig tekur sárt að viðhafa þau orð sem hér hafa verið sögð. Minn mælir er samt fullur og ég tek afleiðing- unum af þessari umsögn. Virð- ingu mína og eftirtekt ævilangt skal sá stjórnmálamaður hljóta, sem getur konrið um- ferðarmálunum fram, án þess að leggja fram frumvarpiö mitt. Mig langar að benda þeim sem ekki hafa heyrt útvarpser- indi dr. Magna Guðmundsson- ar hagfræðings „Unr daginn og veginn". þann 25. febr. á að lesa erindið í dagblöðum. t.d. í N.T. föstud. 8. febr. Það er stórmerk grein að margra rnati og víkur hann þar m.a. að ofurvaldi embættismannakerf- isins íslenska: „Landsmenn eru smátt og smátt að gera sér Ijóst, að miðstýringin, valdið, er ekki nema að litlu leyti hjá Alþingi og ríkissjórn. Það er hjá stofn- unum. En reginmunur er á embættismönnum og þjóð- kjörnum þingfulltrúum. Hinir síðarnefndu verða að standa reikningsskap ráðsmennsku sinnar skil að minnsta kosti einu sinni á hverjum fjórum árum. Það þurfa embættis- mennirnir, sem eru æviráðnir, ekki að gera. Þeir geta setið og sitja næstum hvaða mistök sem þeir fremja og hversu dýr sem þau 'mistök eru". Þess skal getið að dr. Magni ritar þarna um efnahagsmál. Hann er einn okkar fremsti sérfræðingur í þeim mála- flokki. Hann leyfir sér enn- fremur í grein sinni að geta þeirra sem búa í landinu. Eftir skrifum sínum virðist dr. Magni hvorki vera möppudýr Þeir hafa vanrækt hlutverk sitt gagnvart mikilsverðum þjóðmál- um, þeir hafa komið ár sinni fyrir borð með rækilegum hætti hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík, en eru síðan fyrtnir og afundnir við önnur embætti þar sem áhrifa þeirra gætir minna né stofnanabarn. Hann vann um árabil fyrir ríkisstjórn Kan- ada, en starfar nú í tengslum við ríkisstjórn Islands. Því miður er þéssi maður kominn á efri ár, þannig að þjóðin nýtur ekki hans starfskrafta mikið lengur. - Ef til vill skilur hann eítir sig spor. Lagt hefur verið fram á Al- þingi frumvarp til umferðar- laga. Ég hefði ekki viljað vera í sporum þeirra fimm manna, sem þar eru tilgreindir í unr- ferðarlaganefnd. Frumvarpið er að mörgu leyti mikið spor fram á við og greinilega orðað. Samt kannast ég nú ekki við úr mæltu íslensku rnáli þetta með „lagningu ökutækja", hins veg- ar kannast ég mætavel við að konur fari í lagningu. - Það eru svo mörg atriði í hinu nýja frumvarpi sern bæði eru óljós og loðin, að ekki er hægt að setja á það gæðastimpil. Enn- fremur vantar þar inn ýmis mikilvæg atriði, það nrörg, að ekki er hægt aðgeta þeirra hér. Að endingu óska ég þess, að ég hafi ekki unnið þeim skaða sem ég hefi vitnað til hér með nafni, en þakka þeim framlag til góðra verka. - Það er nú svo að skammt er lífshlaup hvers manns í langri sögu þjóðar. Mig langar þó ekki síst á þessu ári æskunnar, því hún tekur nú víst við öllu eftir að maður er kominn undir græna torfu, að geta þess hvað knýr mig til endurtekinna skrifa varðandi umferðarmál. Ég gekk í al- mennu lögregluna haustið 1968. Umferðarlögregluna vorið 1969, starfaði á lögreglu- biflijólum, bifreiðum ogsinnti öðru starfi sem til féll í lögregl- unni. Lauk báðum stigum lög- regluskóla, ráðinn til starfa hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 1977 um haustið. Starfaði þar rúm fjögur ár. - Ég hefi öðlast reynslu og þekkingu, meðal góðra manna í lögreglunni. Ég hefi skoðað íslandssög- una og kenni marga annmarka í stjórnskipun landsins. Éggat aldrei beitt pcnna mínum opin- berlega meðan ég starfaði sem lögreglumaður, og síst hjá RLR. Það var ein ástæðan fyrir því að ég hvarf frá starf- inu.-Nú hefi ég heimild til að skrifa og er ábyrgur fyrir mín- um skrifum án þess að skaða mikilvæg embætti í ríkiskerf- inu. Ég bíð með eftirvæntingu cftir næsta leik... Mosfellssveit 10. mars 1985 Gylfí Guðjónsson ökukennari. þeim sem aldurs eða vits vegna fullnægðu ekki frumþörfinni á áttunda áratugnum er boðið upp á allt annað líf, allt annan veruleika á þeim níunda. Beint í einbýlið Það sem hins vegar var að gerast allan áttunda áratuginn var það að íbúðir voru stöðugt að stækka, og voru þó allrúmar fyrir, og þessi þróun hætti ekki 1979, hún heldur áfram þrátt fyrir gjörbreyttar forsendur. Þá var það stöðugt að færast í vöxt í lok áttunda áratugarins að ungt fólk sleppti hinu hvim- leiða blokkarstigi og færi beint í byggingu einbýlis eða raðbýl- is, enda smám saman orðinn helsti mælikvarðinn á að menn væru vel heppnaðir að þeir byggju í þannig hýbýlum. Þetta stöðvaðist ekkert 1979, enda breytast velgengnisgildin miklu hægar en efnahagslegar forsendur, og stöðugt fleiri ungmenni hafa á síðustu árum reist sér hurðarás um öxl með því að fara beint í einbýlishúsa- byggingar. Höfum byggt allt of mikið Þannig höfum við byggt og byggt. Húsnæðiskerfið örvar okkur einnig stórkostlega enda reglurnar settar þegar við virkilega þurftum á nýbygging- um að halda. Þannig fáum við helmingi hærra lán frá hús- næðisstofnun ef við byggjum okkur heldur en ef við kaupum gamalt. Enda má nú færa að því rök að við höfum þegar byggt allt of mikið. Það sjáum við í því að eftirspurn eftir fasteignum hefur minnk- að frá 1982 sem leitt hefur til þess að fasteignaverð hefur farið lækkandi miðað við verð- lagsþróun. Þetta er einkum áberandi úti á landi þar sem fasteignir seljast nú langt undir byggingarkostnaði ef þær selj- ast þá nokkuð. Fasteignir lækka í verði í viðtali við Morgunblaðið í gær er haft eftir Stefáni Ingólfs- syni, þeim ágæta verkfræðingi, hjá Fasteignamati ríkisins, að lækkunin á íbúðarhúsnæði hefði orðið mest á tímabilinu frá apríl 1983 og fram á haust það sama ár, en þá hefði fasteignaverð á föstu verðlagi miðað við lánskjaravísitölu fallið um 25%. Þar hefðu vandamálin byrjað þar sem þetta þýddi, að aðili, sem hefði t.d. keypt íbúð haustið 1982og átt eigið fé upp á 20%, hefði í raun tapað þeirri upphæð árinu seinna, þar sem svo til allar skuldir hefðu verið verð- tryggðar. Og vissulega eru dæmi um það að fólk sem neyðst hefur til að selja ofanaf sér, hafi staðið uppi eignalaust og jafnvel í skuld. Hvaða asni sem... Fram að 1980 gat hvaða asni sem er byggt sér hús og aldrei gat hann tapað á tilrauninni því að verðgildi hússins óx miklu hraðar en skuldirnar blessaðar. En næsta kynslóð á eftir hefur verið leidd í gildru. Hún situr uppi með það gildis- mat sem hún ólst upp við, að flott skyldi búið. í undirmeð- vitund hennar eru ekki skýr skil milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Hún hagar sér í samræmi við það sem rétt var og skynsamlegt fyrir 1980, en er nú bæði rangt og óskynsamlegt. Allt breytist Með þessum hætti má ekki reka þjóðfélag. Við slíkar kringumstæður verða breyt- ingar að vera hægfara. Það gengur ekki að leika manninn þannig að það sem hann ólst upp við breytist á einu andar- taki þegar komið er að þeim tíma þegar hann ætlar að hag- nýta sér allt það sem hann hefur lært í uppvextinum enda hafa fæstir áttað sig, og margir gengið í gildru. Ut um fjár- hagslega framtíð ófárra hefur verið gert í eitt skipti fyrir öll. Frjálshyggjublær Það er hins vegar ein gerð af fólki sem blómstrar við breyt- ingar sem þessar og lærir auð- veldlega á þær. Það eru þeir sem hafa peninga- oggróðavit. Því meiri frjálshyggjublæ sem eitt þjóðfélag hefur yfir sér því meiri er uppgangur slíks fólks... auðvitað á kostnað allra hinna sem reyndar hafa ýmislegt til brunns að bera, bara ekki réttu hlutina. Baldur Kristjánsson. Föstudagur 15. mars 1985 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. . Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaóaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Stefnunni í vaxta- málum mótmælt ■ Minnugir muna þegar formaður Sjálfstæðis- flokksins gaf þá yfirlýsingu um mánaðamótin ágúst/september að sú ákvörðun ríkisstjórnar og Seðlabankan að gefa bönkunum aukið frjáls- ræði í vaxtaákvörðun væri eitthvað það merki- legasta sem gerst hefði í íslenskum efnahagsmál- um um árabil. Þetta væri stórmerk tímamóta- ákvörðun. Hvorki meira né minna. Þetta vaxtafrelsi, í anda háskalegrar nýfrjáls- hyggju, leiddi til þess að vextir ruku upp úr öllu valdi. Æðisgengin keppni hófst milli banka og sparisjóða um sparifé almennings. Hvert yfir- boðið og gylliboðið rak annað, en sparnaður óx ekki neitt. Það sem gerist auðvitað þegar vextir eru hækkaðir er að þá eykst rekstrarkostnaður fyrirtækja, sem flest hver hafa mikinn fjármagns- kostnað, og hagnaður minnkar. Á sama hátt aukast útgjöld einstaklinga einkum húsbyggj- enda, vegna þyngri vaxtabyrði og minna er þá aflögu til sparnaðar og var þó örugglega ekki mikið fyrir. Þá leiðir vaxtastríðið til þess að ríkissjóður verður að bjóða mun hærri ávöxtun skuldabréfa sinna og það er auðvitað skattþegn- inn sem verður að borga og ekki eyskt sparnað- urinn við það. Þá dregur vaxtahækkun ekki heldur úr eftir- spurn eftir lánum, heldur rekur menn til að mæta vaxtabyrðinni með ennþá meiri lántökum og þá er ekki spurt hvort lánin séu hagstæð eða óhagstæð. Þannig eykst enn vandi almennings -I og fyrirtækja. “í Þeir sem græða á vaxtahækkunum eru fyrst og fremst þeir sem eiga mikið eigið fé og fyrirtæki sem engan fjármagnskostnað þurfa að leggja út í. í stuttu máli þá má segja að sú vaxtahækkun sem leiddi af tímamótaákvörðun Þorsteins Páls- sonar geri hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Enda er það tilgangur frjálshyggjunn- ar. í stjórnarsamstarfi þarf auðvitað að semja um alla skapaða hluti og það mótast að sjálfsögðu af stefnu beggja aðila. í hinum viðkvæmu vaxta- málum hefur frjálshyggjustefna Sjálfstæðis- flokksins ráðið ferðinni um of enda hefur vaxtastefnan núverandi verið framkvæmd í and- stöðu við meirihluta þingflokks Framsóknar- flokksins eftir því sem segir í nýgerðri ályktun frá Framsóknarfélagi Reykjavíkur þar sem stefnu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum er mótmælt. Færa má að því rök að gengisfellingin í haust hafi verið framkvæmd vegna yfirvofandi vaxta- hækkana og mjög líklegt er að verði núverandi vaxtastefnu fylgt fram þá leiði það enn til gengisfellingar til verndar útflutningsframleiðsl- unni. Því verður að gera þá kröfu að vextir verði lækkaðir, launafólki, atvinnurekendum og hag- r kerfinu í heild til hagsbóta.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.