NT - 15.03.1985, Blaðsíða 23
Knattspyrnuúrslit:
Spánn:
■ Leikið var í fjórðu
umferð spænsku bikar-
keppninnar í knattspyrnu
í gær. Þetta voru fyrri
leikirnir: Úrslit urðu
þessi:
Real Sociedad-Sabadell .... 1-0
Coruna-At. Madrid........... 1-1
Real Betis-Real Mallorca ... 4 -0
Real Zaragoza-Cadiz......... 1-2
Real Madrid-At. Bilbao .... 1-0
Castellon-Tenerife ..........2-0
Sporting-Valencia............0-0
Barcelona-Hercules..........5-0
Frakkland:
Einn leikur var í fyrstu
umferð bikarkeppninnar.
Red Star og Racing Paris
gerðu jafntefli 1-1 íseinni
leik liðanna og dugar það
Racing til að komast
áfram þar sem liðið vann
fyrri leikinn 3-0.
Þýskaland:
Bielefeld sigraði Köln í
Búndeslígunni með einu
marki gegn engu, 1-0.
Skíðablaðið
■ Út er komið málgagn
Skíðasambands íslands,
Skíðablaðiö, fyrsta tólu-
blað 1985. Blaðið er 32
síður og í því eru meðal
annars viðtöl við þá
Steingrím Hermannsson
forsætisráðherra og Phil
Mahre. Nokkuð er af
myndum í ritinu.
■ Gylfi Þorkelsson reynir skot að körfu ÍS. Þetta skot rataði ekki rétta leið fremur en önnur hjá
honum. ' NT-mynd: Sverrir.
Úrslitakeppni úrvaldsdeildar: fallbaráttan:
IR-ingar áfram í
úrvalsdeildinni
■ Það verða ÍR-ingar sem leika í úrvalsdeildinni að ári ásamt Njarðvíkingum, Valsmönnum,
Haukum, KR-ingum og Keflvíkingum.
Þeir unnu Stúdenta í öðrum leik liðanna um úrvalsdeildarsætið í gærkvöldi með 16 stiga mun, 77-61.
Mestur varð munurinn 20 stig rétt fyrir lok leiksins, 77-57 en ÍS lagaði stöðuna örlítið með tveimur
síðustu körfunum.
Þrátt fyrir þennan mikla mun í lokin var leikurinn jafn lengst af og það var ekki fyrr en síðast í
seinni hálfleik sem ÍR-ingar náðu afgerandi forystu, mest fyrir tilstilli Ragnars Torfasonar og Hjartar
Oddssonar, sem voru þeir einu í liðinu sem hittu vel.
ÍR-ingar sluppu við skrekkinn eftir að hafa tapað 3 af 4 leikjum liðanna í íslandsmótinu sjáifu, og
unnu tvo úrslitaleiki í röð, þann fyrri í Seljaskóla á laugardaginn með 6 stiga mun og nú á heimavelli
Stúdenta, íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Leikurinn var lélegur, hittni slæm og mikið um mistök. Hraðinn var ekki mikill en barátta leikmanna
í sæmilegu lagi.
Knattspyrna í Bandaríkjunum:
Aðeins þrjú lið
í útideildinni
■ Það verða aðeins þrjú lið
sem keppa munu um meistara-
titilinn-í knattspyrnu utanhúss
í Norður-Ameríku þetta árið.
Toronto, Tulsa og Minnesota
hafa þegar tilkynnt þátttöku
sína og talið var líkíega að
Cosmos myndi líka leika með.
Svo fór þó ekki því í fyrradag
tók stjórn NASL (North Am-
erican Scooser League) knatt-
spyrnusamband Norður-Am-
eríku þá ákvörðun að vísa
Cosmos á dyr þar sem liðið
hafði ekki borgað tilsetta upp-
hæð í þátttökugjöld fyrir
keppnistímabilið 1985.
Þar með er stigið enn eitt
skrefið í átt að því að leggja
niður utanhússknattspyrnu í
Norður-Ameríku.
Cosmos hefur þegar tilkynnt
að liðið muni spila 15 leiki á
keppnistímabilinu og verða
þeir allir á móti liðum utan
Norður-Ameríku. Helst á móti
liðum frá Evrópu og S-Amer-
íku.
Við þessa ákvörðun virðist
enn líklegra að knattspyrna í
Ameríku verða einungis háð
innanhúss, á litlum velli með
sex menn í liði. Þessi íþrótt á
líka betur við ameríska áhorf-
endur, hraðari leikur, mikið
skor og fjör.
Allur fyrri hálfleikurinn var
jafn og liðin skiptust á um að
hafa forystuna. Mestan hlutann
hvorki gekk né rak í sókn hjá
báðum liðum, enda tekið fast á
móti af varnarmönnum hins
liðsins. Staðan í hálfleik var
samkvæmt þessu jöfn, 32-32.
I seinni hálfleik voru ÍR-ingar
heldur ákveðnari framanaf og
komust í 50-42, en Stúdentar
börðust aö hörku og minnkuðu
muninn í 52-48. Þá kom góður
kafli hjá ÍR, eða kannski frekar
lélegur hjá ÍS því bilið jókst
aftur. ÍR-ingar spiluðu sóknina
af skynsemi á þessu tímabili,
létu boltann ganga og fengu góð
skotfæri sem Ragnarog Hjörtur
sáu um að nýta. Þegar Stúdentar
sáu að þeir áttu á brattann að
sækja fóru þeir að taka fleiri og
fleiri ótímabær skot en heppnin
var ekki með þeim, boltinn vildi
ekki ofaní og ÍR náði flestum
fráköstum. Eins og áður sagði
varð munurinn mestur 20 stig
og sigurinn öruggur í lokin.
Valdimar Guðlaugsson var
bestur Stúdenta og Guðmundur
pg Ragnar einnig ágætir. Hjá
IR voru Ragnar og Hjörtur
langbestir, aðrir voru nokkuð
frá sínu besta.
Stigin í leiknum skoruðu :
ÍR: Ragnar25, Hjörtur 18, Karl
10, Gylfi 8, Kristinn 6, Hreinn
4, Björn 4, Vignir 2. ÍS: Valdi-
mar 18, Guðmundur 14, Helgi
10, Ragnar 11, Árni 4, Eiríkur
2 og Ágúst 2.
Föstudagur 15. mars 1985 23
HM í handknattleik:
íslendingar
voru heppnir
-er dregið var í riðla í gær
A-riðill:
Júgóslavía
A-Þýskaland
Sovétríkin
Ameríka
B-riðill:
V-Þýskaland
Sviss
Pólland
Spánn
C-riðill:
Rúmenia
ísland
Tékkóslóvakía
Asía
D-riðill:
Damörk
Svíþjóð
Ungverjaland
Afríka
■ í gær var dregið í riðla í
heimsmeistarakeppninni í
handknattleik sem fram fer í
Sviss um mánaðamótin febrúar
mars á næsta ári. íslendingar
verða þar meðal þátttakenda og
má segja að við getum verið
ánægðir með þann riðil er við
drógumst í því vissulega eru
þarna öll bestu handknattleiks-
lið í heiminum. Það sem skiptir þtr
enn meira máli eru millliriðlarn-
ir en þeir eru nánast séðir fyrir-
fram. Riðlarnir líta þannig út:
Þrjú efstu liðin í hverjum riðli
komast í milliriðla. Milliriðlarn-
ir eru tveir og sex lið í hvorum.
Þrjú efstu liðin í A og B-riðli
leika saman og þrjú efstu liðin í
C og D-riðli leika saman. Nú
geta lesendur spáð í hlutina og
reynt að geta sér til um með
hvaða liðum íslendingar verða í
milliriðli. Þess má geta að úrslit-
in úr innbyrðis viðureignum í
riðlunum gilda í milliriðlum.
Handknattleikur:
Úrslitakeppnin
- hefst með leik KR og FH á sunnudag
■ Úrslitakeppni 1. deildar í
handknattleik hefst á sunnudag-
inn kemur með leik KR og FH
kl. 20.00. Strax á eftir lcika
Víkingur og Valur. Á mánu-
dagskvöldið verða aðrir tveir
leikir. Víkingur og KR keppa
kl. 20.00 og síðan Valur og FH.
Þessari fyrstu umferð af fjórum
í úrslitakeppninni lýkur svo á
þriðjudagskvöld með leikjum
FH og Víkings kl. 20.00 og KR
og Vals strax á eftir.
Önnur umferð keppninnar
verður síðan dagana 10.-12.
apríl. Þriðja umferðin verður
17.-19. apríl og síðasta umferð-
in í úrslitakeppninni verður26.-
28. apríl.
Stjörnuhlaup
■ Þriöja stjörnuhlaup
FH fer fram laugardaginn
16. mars. Þaö hefst viö
Lækjarskóla kl. 14.00.
Keppt verður í karla-
flokki 8 km,! venna- og
drengjaflokki 4 kin og
telpna- og piltaflokki í 2
km. r'réUatilkynnin};
Belgía:
Anderlecht
úrleik
Frá Reyni Þór Finnbogasyni í
llollandi:
■ Stórlið belgísku
knattspyrnunnar
Anderlecljt erúrleik
í belgísku bikar-
kcppninni. Liðið lék
við FC Liege og tap-
aði eftir vítaspyrnu-
keppni 2-4. Ander-
lecht hafði ekki tap-
að leik í Belgíu í 24
skipti í röð fyrir
þennan leik. Willy
Geurts skoraði mark
Liege í leiknum. Þar
sem Anderlecht
hafði unnið fyrri
leikinn 1-0 þurfti að
framlengja. Ekkert
var skorað í fram-
lengingunni og
þurfti því vítakeppni
til að fá sigurvegara
Þá var FC Liege
betra.
Önnur úrslit: f
bikarkeppninni 8-
liða úrslitum:
Beveren-AA Ghent
1- 0. Beveren
áfram.
Searing-Warengem
2- 0. Searing
áfram.
CS Brugge-Harebe-
eke
1-0 CS Brugge
áfram.
(IE™)
Vandaðir bíl-
kranar í öllum
stærðum á
lægsta verði á
markaðnum
18 tonn/m /N
Lyftigeta 8.5 tonn, þyngd
2.3 — 2.5 tonn.
Hátt á 2.hundrað gerðir fáan-
legar frá 2.5 tonn/m til 180
tonn/m
Hafið samband við okkur og
fáið nánari upplýsingar.
Hmmi
FUNAHÖFÐA 1 k S. 91-6 REYKJAVÍK 5260