NT - 15.03.1985, Blaðsíða 5
■Wr~
Sölvi Bjarnason á uppboð:
Sjáum ekkert
■ „Við sjáum ekkert til bjarg-
ar samkvæmt þeirri forskrift
sem við höfum fengiö,“ sagði
Bjarni Andrésson á Tálknafirði,
einn aðaleiganda togarans Sölva
Bjarnasonar sem auglýstur hef-
ur verið á nauðungaruppboði
þann 11. næsta mánaðar. Fisk-
vinnsla Bíldudals lamast ef skip-
ið fer úr héraðinu. Nema skuldir
togarans við Fiskveiðasjóð og
Byggðasjóð alls um 180 milljón-
um króna en upphaflegt kaup-
verð skipsins var um 17 milljónir
króna árið 1980.
Að sögn Bjarna hefur togar-
inn hvert einasta ár verið yfir
meðaltali minni togara í afla, en
Sölvi er rúmlega 400 brúttólestir
og telst því til ntinni togara.
Eftir að kröfur sjóðanna hefðu
orðið hærri en svo að útgerðin
gæti staðið undir rekstrinum
sagði Bjarni að gripið hefði
verið til þess ráðs að leigja
togarann aðilum á Bíldudal sem
hafa nú rekið hann um tveggja
ára skeið.
Sölvi Bjarnason hefur alla tíð
verið gerður út frá Bíldudal og
staðið undir rekstri Fiskvinnsl-
unnar þar þannig að um 90% af
afla hússins hefur komið frá
togaranum. 70-80 manns vinna
í Fiskvinnslunni.
„Við verðum að halda skipinu
með einhverjum ráðum," sagði
Jakob Kristinsson fram-
kvæmdastjóri Fiskvinnslunnar í
samtali við NT. „Það verður að
líkindum Fiskveiðasjóður sem
eignast skipið og hjá honum
reynum við líklega að fá skipið
keypt og stofnum útgerðarfélag
til þess."
Tvö önnur skip eru nú í sömu
stöðu og Sölvi Bjarnason að
fara bráðlega undir hamarinn,
Sigurfari í Grundarfirði og Kol-
beinsey á Húsavík. Pá hafa
tveir togarar þegar verið seldir,
Bjarni Herjólfsson af Suður-
landi og Óskar Magnússon frá
Akranesi.
Stærðfræðikeppni fram-
haldsskólanemenda:
7 í úrslitum
■ Úrslitakeppnin í stærð-
fræðikeppni framhalds-
skólanemenda fer fram í
húsakynnum verkfræði- og
raunvísindadeildar Háskóla
íslands á laugardaginn, 16.
mars milli kl. 9 og 12.
Sjö keppendur komust í
úrslit en alls bárust 14 úr-
lausnir í undanúrslitum.
Peir sem spreyta sig á laug-
ardag eru: Agnar R. Agn-
arsson MS, Agúst Sverrir
Egilsson MR, Bjarni Gunn-
arsson MR, Hákon Guð-
bjartsson MR, Rögnvaldur
Möller MH, Sigurður Áss
Grétarsson MR og Vil-
mundur Pálmason MK.
Dómnefndin er skipuð
Jóni Magnússyni, Reyni Ax-
elssyni og Sven Sigurðssyni
sem allir starfa við HÍ en
keppnin er haldin af Félagi
raungreinakennara í fram-
haldsskólum og íslenska
stærðfræðifélaginu en kost-
uð af IBM á íslandi.
■ Ragnhildur Helgadóttir í ræðustól á Alþingi í gær.
NT-mynd: Ari.
Fjórir dóu í umferðarslysum fyrstu 2 mánuði ársins:
Fleira ungt fólk lend-
ir í umferðarslysum
■ í febrúarmánuði slösuðust
alls 55 í umferðinni og eru það
10 fleiri en í sama mánuði árið
1984 og 30 fleiri en 1983. Öll
fjölgunin og nieira til hefur
verið meðal fólks á aldrinum
15-24 ára, en á þeim aldri voru
nú 30 (meira en helmingur)
hinna slösuðu en 9 í febrúar á
síðasta ári. samkvæmt yfirliti
Umferðarráðs. Þrír létust af
völdum umferðarslysa í febrúar
og eru dauðaslys í umferðinni
því alls fjögur fyrstu tvo mánuði
ársins, en eitt á sama tíma 1984.
Eins og í janúar ber febrúar-
yfirlitið yfir umferðarslys miklu
meiri merki sumarumferðar en
1 vetrar. Slasaðir eru miklu flciri,
cn umferðarslys meö eignatjóni
eingöngu eru miklu færri en í
venjulegum vetrarmánuði - 506
nú en 716 í febrúar á síðasta ári.
Þrennt er sérstaklega athygl-
isvert við umferðárslysayfirlit
fyrstu tveggja mánaða þessa árs
miðað við síðasta ár. Alls hafa
nú 28 slasast vegna útafaksturs
(11 í fyrra) og 19 slasast vegna
þess aö ekið hefur verið á þá (12
í íyrra). Þá hefur konum sem
slysum valda stórfjölgað. Ur
þeirra hópi eru nú 32 af alls 102
slysavöldum en voru aðeins 14
af 88 slysavöldum þessa tvo
mánuði 1984.
Föstudagur 15. mars 1985 5
Ahrif kennarauppsagnanna
Misjöfn eftir skólum,
bekkjum og námsgreinum
■ Kagnhildur Helgadóttir 440 kennarar lögðu fram upp-
menntamálaráðherra gaf í gær á
Alþingi yfirlit fyrirhvaða bein
áhrif það hefði haft á starfsemi
framhaldsskólanna að kennarar
lögðu niður störf 1. mars. Það
var Hjörleifur Guttormsson,
sem bað um þessar upplýsingar
í fyrirspurn.
■ Tomas Ledin er mættur til
landsins til að heilla íslenska popp-
unnendur.
Tomas Ledin
■ Sænski popparinn Tomas Led-
in er staddur á íslandi og kemur
fram í Broadway í kvöld og á
laugardagskvöld.
Tomas Ledin er þekktur
skemmtikraftur í heimalandi sínu.
sagmr, en 4U-5U kennarar hata
afturkallað þær. hugsanlega
bætast fleiri við í dag, en í gær
lá öll kennsla í framhaldsskólum
niðri vegna árshátíða. Mennta-
málaráðherra gaf yfirlit um það
hversu margar prósentur
„kennslumagns" væru í boði
hjá mennta- og fjölbrauta-
skólunum. í MR 51%, Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 30%,
Menntafekiólanum við Sund
42%, MA 35%, Menntaskólan-
um í Kópavogi 54%, engin
kennsla er við Menntaskólann á
Egilsstöðum, 30% við Mennta-
skólann á Laugarvatni, 51% við
Fjölbrautaskólann í Breið-
holti, 49% við Ármúlaskólann,
19% í Kvennaskólanum, og
38% í Flensborg.
Þessar tölur segja ekki alla
söguna. Menntamálaráðherra
sagði að uppsagnir kennaranna
kæmu mjög misjafnlega niður
eftir bekkjum og kennslugrein-
um. í ýmsum sérskólum á fram-
haldsskólastiginu gengur
kennsla nær eðlilega fyrir sig.
í Broadway
Svíþjóð, og hefur sent frá sér 12
breiðskífur. Hann naut töluverðra
vinsælda hérlendis í fyrra með
laginu „What Are You Doing
Tonight". Svar við þeirri spurn-
ingu fæst ef til vill í Broadway í
kvöld.
Við kynnum
ÍSLENSKU
KARTÖFL
í Grænmetismarkaðinum,
homi Síðumúla ogFellsmúla,
föstudaginn 15. mars.
Við bjóðum mikið úrval af alls kyns grænmeti og
ávöxtum, en íslenska kartafian verður í aðalhlutverkinu.
Við veitum upplýsingar um matreiðslu og geymslu,
kynnum óvenjulegan 14 daga „kartöfluu megrunarkúr
og bjóðum girnilega smakkrétti o.fl. o.fl.
Grœnmétisvérslun
londbúnQdarins 1
Síðumúla 34 - Sfmi 81600
kynnmn orenjulegan
14 daga „kartöflu“ megrunarkúr