NT - 15.03.1985, Blaðsíða 9

NT - 15.03.1985, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. mars 1985 Alþjóðlegur dagur neytendaréttinda ■ í dag 15. mars, er alþjóða- dagur neytendaréttinda hald- inn í þriðja sinn. Alþjóðasam- tök neytendafélaga geröu þennan dag að sínum frá og nteð árinu 1983. Á þessum degi er reynt að vekja athygli á þeim sjö meginkröfunt sem neytendafélög unt allan heini hafa um árabil sett fram sam- eiginlega. í frétt frá íslensku Neytendasamtökunum segir að hér sé upphaflega um að ræða fjögur atriði sem Kennedy, Bandaríkjaforseti hafi sett fram í ávarpi hinn 15. mars 1962, en þrem atriðum hafi síðan verið bætt á listann. Þessar sjö meginkröfur á al- þjóðadegi neytendaréttinda eru: Öryggi Neytendur eiga rétt á vernd gegn vörum, framleiðsluhátt- um og þjónustu, sem eru hættuleg heilsu og lífi. Réttur- inn til öryggis hefur nú verið skilgreindur þannig, að hann gæti langtímahagsmuna neytandans, en ekki aðeins öryggis hans á líðandi stund. Upplýsingar Neytendur eiga rétt á því að þeim sé gerð grein fyrir þeim staðreyndum. sem nauðsyn- legar eru til þess að móta skynsamlegt val og ákvarðanir. Rétturinn til upplýsinga á einnig að vernda gegn blekk- ingum og villandi auglýsing- um, vörumerkingum og þess háttar. Neytendur eiga að fá upplýsingar sem gera þeint kleift að taka ákvarðanir af skynsemi og ábyrgð. Val Neytendur eiga rétt á því að eiga völ á fjölbreyttum varn- ingi og þjónustu á samkeppnis- verði. Ef um einkasölu er að ræða, að fá tryggð fullnægjandi gæði og þjónustu á sanngjörnu verði. Rétturinn til vals hefur nú verið skilgreindur þannig: Réttur til nauðsynlegrar vöru og þjónustu. Þetta er orðað svo til þess að koma í veg fyrir að ótakmarkaður réttur minnihluta bitni á sanngjörn- um kröfum meirihlutans. Áheyrn Neytendur eiga rétt á því að sjónarmiða þeirra sé gætt og tekið fullt og sanngjart tillit til hagsmuna þeirra við mótun og framkvæmd fjárhagsstefnu. Þessi réttur hefur verið aukinn þannig, að hlustað sé á og gætt sjónarmiða neytenda við þró- un vöru og þjónustu, áður en framleiðsla þeirra er hafin, eða hún boðin fram. Þetta felur einnig í sér hagsmunagæslu þegar í hlut á annað fjármála- vald en hið opinbera. Bætur Neytendur eiga rétt til sann- gjarnar úrlausnar á réttmætum bótakröfum. Þessi réttur hefur almennt verið viðurkenndur síðan snemma á 8. áratugnum. Þetta felur í sér rétt til þess að fá bætur, ef gefnar eru rangar upplýsingar eða vara og þjón- usta reynist léleg eða gölluð. Einnig, ef þörf er á, ókeypis lögfræðilega aðstoð eða að- gang að viðurkenndum aðila til þess að dæma bætur í smærri málum. Fræðsla Neytendur eiga rétt á því að öðlast þá fræðslu og færni sem upplýsir neytendur, að dugi þeimalltæviskeiðið. Rétturinn til neytendafræðslu felur í sér rétt til þeirrar þekkingar og færni, sem nauðsynleg er til þess að taka þátt í, og hafa áhrif á þætti, sem snerta á- kvarðanir er varða hagsmuni neytenda. Umhverfi Neytendur eiga rétt til nátt- úrulegs umhverfis, sem auðgar líf einstaklingsins. Þessi réttur felur í sér vernd gegn umhverf- isspjöllum, sem hinn einstaki neytandi getur ekki haft áhrif á. Hann er viðurkenning á þörfinni á því að vernda og bæta umhverfið fyrir núlifandi og komandi kynslóðir. Margir gangandi slasast Eru endur- skinsmerkin sökudólgurinn? ■ Kontið hefur í ljós, að slys á gangandi vegfarendum eru hlutfallslega langtum fleiri á íslandi en hinum Norður- löndunum. Það er því nauð- synlegt að leita leiða til þess að fækka slíkum slysum hér á landi. Á hinum Norðurlöndun- unt er lögð mikil áhersla á að útvega fólki endurskinsmerki, og fá það til þess að nota þau. Mjög áríðandi er að merkin séu rétt notuð, t.d. hangandi í 30 sentimetra spottum úr vös- um beggja megin. Ekki fesf hátt á bakinu. Ekki er síður nauðsynlegt aö merkin séu gædd góðum endurskinseigin- leikum. Sáralítið hefur verið gert til þess að prófa nægilega þau nterki sent eru til sölu hérlendis. Neytendasamtökin hafa því sent sýnishorn af endurskinsmerkjum til prófun- ar hjá Statens Provningsanstalt í Svíþjóð. Niðurstöðurnar vcrða kynntar almcnningi þegar þær liggja fyrir. Ir.1 Ncvtcndasuinlokunuin. ■ Gangandi vegfarendur verða oftar fyrir slysuni hér en í nágrannalöndunum. Neyt- endasamtökin láta nú rann- ’ saka endurskinsmerki til að fá út því skoriö hvort þau geti átt cinhvcrja sök á þessu. Varahlutir dýrari hér - en í Noregi og Svíþjóð ■ Bílavarahlutir eru almennt töluverðum mun dýrari hér- lendis en í Noregi og Svíþjóð. I nýjasta tölublaði Verðkynn- ingar Verðlagsstofnunar er birtur samanburður á verði varahluta í þessum löndum. Þessi samanburður náði ein- vörðungu til verðs svokallaðra „original" varahluta. þ.e. vara- hluta sem viðkomandi fram- leiðandi selur. Verðsamanburðurinn nærtil sjö varahluta í hverja bifreiða- tegund en misjafnt var hversu margir varahlutirnir voru til á hverjum stað, eða frá einum upp í fimm. Á íslandi er miðað við raunverulegt smásöluverð án söluskatts, en í Noregi og Svíþjóð við svo kallað leið- beinandi smásöluverð „cirka- pris" frá innflytjanda eða fram- leiðanda, án söluskatts. Þess ber að gæta að tollur og vörugjald eru mun hærri á íslandi en í Noregi og Svíþjóð. ■ Samanburðuráverðivarahluta í nokkrar tegundir bifreiða á ís- landi og í Svíþjóð. Þótt varahlutir séu yfirleitt mun dýrari hcrlcndis, er það þó ekki algilt eins og sjá má í töflunni. Töllurnar sýna hversu mörgum prósentum varahlutirnir eru dýrari á íslandi. nema í þeim tilvikum þar sem mínustákn er fyrir framan töluna. Þar er verð- samanhurðurinn Islandi í hag. Oliusia Dempari ad framan Kuplings- diskur Bremsu- klossar Lottsia Framhurd Bensmdæla BMW316 33% - 8% 92% ’ Citroén GSA 61% 32% 75% Daihatsu Charade 133% 44% 5% 73% 34% Fiat Ritmo - 19% Ford Taunus 107% - 13%.. 138% Honda Accord EX 91% 86% 176% ■ 30% Lada 2105 (1300) 117% Mazda 323 17% 77% - 1% Mercedes Benz300 D 73% 47% Nissan Cherry 126% 104% 107% 132% 98% Opel Ascona 109% 285% 48% 36% Peugeot 505 GR 38% 42% 56% — 8% Saab 900 GLS 92% 140% Skoda 120GLS 57% 16% 138% 57% Toyota Corolla 33% ’ 74% 37% 37%- - 10% Volvo 240 DL 80% 34% 156% VWGoll 150% 34% Neytendasamtökin: Árs ábyrgð - ekkert minna ■ Að gefnu tilefni vilja Neyt- endasamtökin vekja athygli á því .að ábyrgðartími vegna galla á vöru og þjónustu er samkvæmt lögum eitt ár. hið minnsta. Samtökunum hafa borist afrit af kaupsamningum og kvittunum þar sem kveðið er á um allt niður í þriggja mánaða ábyrgðartíma. Slíkir skilmálar standast að sjálf- sögðu ekki fyrir lögum og það er seljendum til hnjóðs að biekkja neytendur með slíkum yfirlýsingum. Neytendasamtökin hvetja neytendur til þess að mótmæla við seljendur, verði þeir varir við slíka skilmála á kaupsamn- ingum eða sölunótum. Ef selj- endur standa fast á slíkum skilmálum eiga kaupendur að sjálfsögðu að hætta við kaupin. Frá Neytendasamtökunum. Fjóldi varahluta sem spurt varum Fjöldi varahluta semtil voru hjá umboði Tvöumboð Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. (Lada 2105 (1300)) 22 22 áttu allt Bílaborg hf. (Mazda 323,1300 5 dyra) 22 18 Bílvangur sf. (Opel Ascona Berlina DL) 22 16 Brimborg hf. (Daihatsu Charade XTE 4 dyra) 22 20 - önnur tvö að- eins þrjá fjórðu Egill Vilhjálmsson hf. (Fiat Ritmo 1500) 22 16 Glóbus hf. (Citroén GSÁPallas) 19 18 Hafrafell hf. (Peugeot GR 505) 22 21 Hekla hf. (Mitsubishi Galant 1600) 22 20 ■ Aðeins tvö bifreiðaumboð áttu alla þá hluti sent Verðlags- stofnun spurðist fyrir um þegar verð á varahlutum var kannað um daginn. Þetta voru Bifreiðar & Hekla hf. (VW golf 2 dyra 1,5 L - 70 PS) 22 21 Honda á íslandi (Honda Accord EX 4 dyra) 21 17 Ingvar Helgason hf. (Nissan Cherry 1,3 DL 2 dyra) 22 18 Ingvar Helgason hf. (Subaru station GL1800) 22 19 Landbúnaðarvélar h.f. (Lada) og Jöfur h.f. (Skoda). Verst var ástandið hins vegar hjá Bílvangi s.f. og Agli Vil- hjálmssyni h.f. þar sem meira Jöfurhf.(Skoda120GLS/ 22 22 Kristinn Guðnason hf. (BMW 316) 21 20 P. Samúelsson & Co. hf. (Toyota Corolla DL1300) 22 19 en fjórða hvern varahlut, sem spurst var um, vantaði á lager- inn. Ræsir hf. (Mercedes Benz 300 D) 19 17 Sveinn Egilsson hf. (Ford Taunus 1600) 22 21 Samkvæmt upplýsingum Verðlagsstofnunar er ástandið þó heldur skárra en fyrir fjór- um árum, þegar svipuð könn- un var gerð. Töggur hf. (Saab 900 GLS) 22 20 Veltirhf. (Volvo 240 DL, B 21 A) 22 19

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.