NT - 15.03.1985, Blaðsíða 13

NT - 15.03.1985, Blaðsíða 13
Föstudagur 15. mars 1985 {on ætlará sjóinn hnattsigling. Vegalengdin er 28.000 mííiir og verður siglt fyrir Kap Horn, syðsta odda Suður-Ameríku, en sú sigl- ingaleið hefur löngum verið skeinuhætt sjófarendum. Á þeim fjórum árum, sem þessi kappsigling hefur verið við lýði, hafa þrír keppendur látið lífið og tíu bátum hefur hvolft. En Simon Le Bon seturekki fyrir sig hætturnar sem sigling- unni fylgja. Hann leggur í liann í september nk., missiraf tveim fyrstu áföngunum vegna fyrirframákveðinna tónleika, °g hyggst eyða 4 mánuðum í siglinguna, en hann verður ein- mitt meðal þeirra sem leggja ieið sína fyrir Kap Horn. Hvað kemur til að eftirsótt söngstjarna á hátindi ferils síns leggur út í slíkt ævintýri? Sum- ir halda því fram að hann sé m.a. að leita að griðahæli frá aðdáendum sínum, en þeir eru býsna aðgangsharðir. Sem dæmi er nefnt að eftir að í hámæli komst að hljómsveitin hafði verið að fikta við eiturlyf, fluttist Simon heim til pabba síns í friðsælu hverfi í London. Þar gerðist svo ófriðsælt af ágangi aðdáendanna, að garð- urinn umhverfis húsið var ger- eyðilagður og mjólkurpóstur- w. inn hafði ekki frið til að sinna vinnu sinni, vegna anna við að m gefa eiginhandaráritanir! Simon fluttist síðan í eigið - •• rn ■ „Mig hefur alltaf langað á sjóinn og nú ætla ég að láta verða af því,“ segir Simon Le Bon. ... hús í London, en þar er víst litill friður líka. Varðandi eituryfin segir Simon nú: - Ég hafði áhyggjur af því að kannski kæmust sum- ir krakkar að þeirri niður- stöðu, að það væri sniðugt að kynnast eiturlyfjum, það væri alveg „snargeggjað". þegar það er í alvörunni alls ekkert „snargeggjað", heldur alveg kolbrjálað." Hann vill heldur fara á sjóinn en að rugla eiturlyfjum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.