NT - 15.03.1985, Blaðsíða 10
lít
Föstudagur 15. mars 1985 10
Um Berlínalinn og sögu hans
■ Biðröð fyrir utan Zoo Palast, eitt þeirra kvikmyndahúsa, þar sem sýningar Berlínarhátíðarinnar
fóru fram.
Frcttarilari NT á kvikmyndahátíðinni í
Bcrlín 15.-26. fcbrúar 1985.
■ Erill og ös, hiti og sviti
einkenndi Cine Center, niark-
að 1800 kvikmyndakaup-
manna og það m.a.s. strax á
opnunardegi kvikmyndahátíð-
arinnar í Berlín. Cine Center
voru líka höfuðstöðvar 1600
blaðamanna sem fóru þangaö
daglega til að ná í pappírana
sína, tékka á blaðamannafund-
Um, hamra á ritvélar og hlaupa
í næsta síma eða tclex með
greinarnar sínar. Og í Cine
Center komu líka 1600 gestir
og 1000 „V.I.P-arar“ þ.e.
kvikmyndáleikstjórar, leikarar
og framleiöendur sem komu til
að sýna sig og sjá aðra og
athuga hvernig gengi að sclja
kvikmyndirnar sínar. Frétta-
ritara NT varð barasta um og
ó enda ekki vön stærri kvik-
myndahátíðum en hátíðum
Listahátíðar á íslandi og því
ekki skrítið að slíkur fjöldi, ös
og erill kæmi nokkuð spánskt
fyrir sjónir. Berlínalinn er líka
stærstur sinnar tegundar fyrir
utan kvikmyndahátíðirnar í
Cannes og Feneyjum.
Kvikmyndakaupmennirnir
völdu sér kvikmyndir úr hópi
300 mynda í 10 sýningarsölum
Cine Centers. En aðrar 300
kvikmyndir voru á sjálfri há-
tíðinni. A hátíðina þustu allir
sískrifandi blaðantennirnir og
gestirnir auk u.þ.b. 500.000
Berlínarbúa, V-Pjóðverja og
annarra þjóða kvikinda sem
annaðhvort höfðu keypt sér
sérstök aðgöngukort sem giltu
á flestar sýningar eða keyptu
sig bara á hverja sýningu fyrir
sig oft eftir að hafa beðið í
langri biðröð þremur dögum
fyrir sýningu myndarinnar sem
þá langaði svona óskaplega
ntikið til að sjá. Úr vöndu var
að ráða. Fæstir könnuðust við
leikstjórana scm áttu kvik-
myndir á hátíöinni. Fjölmarg-
ar voru fyrstu kvikmyndir
leikstjóranna í fullri lengd eða
fyrstu kvikmyndir þeirra sem
komust á alþóðamarkað.
Margir voru núsvolítiðsvekkt-
ir að sjá ekki myndir eftir
uppáhaldsleikstjórana sína, en
þá var bara um að gera að lesa
katalóginn sinn vel, grand-
skoða alla pappírana sína og
liafa eyrun galopin en nota
annars nefið til að þefa uppi
áhugaverðar kvikmyndir og
hver vissi nema maður sæi
citthvað nýtt og stórkostlegt.
Hátíðin skiptist í sjö deildir.
Sú fyrsta er sjálf keppnin þar
sem barist er um alla gullbirn-
ina og silfurbirnina, önnur er
kölluð International Forum
des Jungen Filmen (Alþjóð-
legur vettvangur nýrra kvik-
mynda). í þcssari deild cru
sýndar heimildarkvikmyndir,
pólitískar kvikmyndir, nýstár-
legar kvikmyndir en auk þess
fleiri kvikmyndir frá þriðja
heiminum en gcngur og gerist
í hinum deildunum. Aö þessu
sinni var lögð sérstök áhersla á
brasilískar kvikmyndir og
Jazz-kvikmyndir. Þriðja deild-
in er svokölluð Info-Schau þar
sem athyglinni er t.d. beint að
sérstökum kvikmyndaleik-
stjórum eða að kvikmyndum
ákveðinna ríkja. I ár var m.a.
fókusað á skandinavískar og
a-evrópskar kvikmyndir.
Fjórða deildin er sérstök
barnakvikmyndahátíð en sú
fimmta er svokölluð Retrosp-
ektive þar sem sýndar eru eldri
kvikmyndir hejgaðar ákveðnu
viðfangsefni. í ár voru það
„Special Effects" sem á ís-
lensku gæti útlagst sem „Sér-
stakar brellur". Pessi liður
naut fádæma vinsælda.
Sýningar á nýjum þýskum
kvikmyndum eru í sjöttu deild-
inni. Pessi deild er hins vegar
ekki opin almenningi, sama
gildir um kvikmyndamarkað-
inn sem getið var um í upphafi.
Kvikmyndahátíðin í Berlín
- Berlínalinn - átti 35 ára
afntæli í ár. Upphaflega var
hún sett á laggirnar í þeim
tilgangi að sýna A-Þjóðverjum
(og öðrum A-Evrópubúum)
fram á hvers Vesturlandabúar
væru megnugir. Bandaríski
herinn flaug inn með kvik-
myndirnar á hátíðina og aug-
lýsingaplaköt voru fest við
landamærin í þeim tilgangi að
bjóða A-Þjóðverjum vel-
komna á sýningarnar á niður-
settu verði. En svo kom
múrinn. Þáverandi fram-
kvæmdastjóri Berlínalsins
gerði margar tilraunir til að
gera hátíðina að alþjóðlegum
viðburði í kvikmyndaheimin-
um í stað pólitískrar sýningar.
Hann gerði allt hvað hann gat
til að styðja t.d. Jean-Luc
Godard, Michaelangelo Ant-
onioni, Agnés Varda, Ingmar
Bergman og Francois Truffaut
Konan og ókunni maðurinn
- Austur-Þýskaland 1984
Die Frau und der Fremde (Kon-
an og ókunni maðurinn ) -
Austur-Þýskaland 1984.
Lcikstjórn og handrit: Rainer
Simon. Kvikmyndataka: Ro-
land Dressel. Tónlist: Rainer
Bredemeyer. Kiipping: Helga
Gentz. Leikarar: Kathrin Wali-
gura, Joachim Látsch, Peter
Zimmcrinann o.fl. Framleið-
andi: Defa-Studio. Sýningar-
tími: 95 minútur.
■ Karl og Richard eru stríös-
fangar í fangabúðum Rússa í
fyrri hcimsstyrjöldinni. Milli
þeirra tekst svo náinn vinskapur
að þeir segja hvor öðrum allt
um sjálfa sig. Richard er miður
sín af söknuði til konu sinnar,
Önnu, og segir Karli frá lífi
þeirra og hjónabandi í smáatrið-
um. Karl finnur til vaxandi þrár
Ahrif styrjalda
á sálarlíf manna
og ástar til þessarar sterku konu
sem honum finnst hann gjör-
þekkja.
Honum tekst að flýja fanga
búðirnar og fer rakleiðis til
Önnu og læst vera eiginmaður
hennar, Richard. Anna lætur
ekki blekkjast en undarlegar
tilfinningar blandnar efa grípa
hana þegar Karl virðist vita allt
um hana og líf hennar fram til
þessa. Og vegna þess hve mikla
þörf hún Itefur fyrir ást og
hamingju og vegna þess að
bæjarbúar halda að Karl sé eig-
inmaður Önnu verður hún ást-
fangin af honum og lítur á hann
sem eiginmann sinn. Anna á
von á barni með Karli þegar
bréf berst með þeim upplýsing-
um að Richard, eiginmaður
hennar sé á heimleið. Miklar
sálarflækjur hefjast þegar þau
þrjú hittast og neyðast til að
liorfast í augu við aðstæðurnar
og taka ákvörðun unt mál sín.
Konan og ókunni maðurinn
sem byggð er á smásögu eftir
Leonhard Frank er ekki einung-
is óvenjuleg ástarsaga í formi
kvikmyndar heldur fjallar hún
líka um þær félagslegu og sál-
fræðilegu aðstæður sem gera
svona flækjur mögulegar.
Leikstjórinn, Rainer Simon,
forðast meðvitað að sýna okkur
grimmd og ruddaskap vígvallar-
ins en beinir athyglinni þess í
stað að áhrifum styrjalda á sál-
arlíf manna - þegar fólk á í
erfiðleikum með að fóta sig,
fyrra öryggi er horfið en í stað
■ Leikstjórinn Rainer Simon.
þess hefur grimmileg óvissa tek-
ið við. Anna, Karl og Richard
hafa öll glatað sjálfsvitund sinni,
þau vita ckki lengur hver þau
eru. En þau lifa af. í kvikmynd-
inni kynnumst við hins vegar
líka manneskjum sem hvorki
eru eins sterkar né eins tilfinn-
inganæmar og örvinglast því og
gefast upp.
Kathrin Waligura (Anna),
Joachim Látsch (Karl) og Peter
Zimmermann (Richard) þreyta
■ Kathrin Waligura og Joac-
him Látsch í Konunni og
ókunna manninum.
hér frumraun sína í kvikmynda-
leik og virðast efnileg. Konan
og ókunni maðurinn er áhrifa-
mikil mynd enda er Jeikstjórinn
greinilega metnaðargjarn í list-
sköpun sinni. En undirrituð tel-
ur harla ólíklegt að kvikmyndin
komi nokkurn tíma fyrir augu
íslendinga. Og þó, það er aldrei
að vita. Þá skuluð þið endilega
fara að sjá hana.
Rainer Simon fæddist í Hain-
ichen í A-Þýskalandi 1941. Eftir
stúdentspróf gekk hann í herinn
en lærði síðan kvikmyndagerð í
Deutsche Hochschule fúr Film-
kunst í Potsdam-Babelsberg.
Var aðstoðarleikstjóri hjá Ralf
Kirsten og Konrad Wolf. Frá
1968 hefur hann unnið sem
leikstjóri hjá Defa-Studio sem
framleiðir kvikmyndir í fullri
lengd og gert einar 8 kvikmyndir
þar.
Margrét Rún
tfí#rrtrr^^tnV(ri?(Vri»í¥itnTiTfÉlfiPa
Helstu verðlaun kvikmynda-
hátíðarinnar i Berlín 1985
-11 mann dómnefnd átti í erfiðleik-
um með að koma sér saman
Gullbjörninn, æðstu verð-
laun kvikmyndahátíðarinnar
(fyrir kvikmynd í fullri
lengd) hlutu að þessu sinni
tvær myndir: Wetherby eftir
David Hare Stóra-Bretland
1984 og Die Frau und der
Fremde (Konan og ókunni
maðurinn) e. Rainer Sinton
A-Þýskaland 1984.
Gullbjörn fyrir stutta kvik-
mynd hlaut Helke Sander
fyrir mynd sína Nr 1 -Aus
Berichten der Wach- und
Patrouillendienste (Úr
skýrslum öryggisvarða og
eftirlissveita -1. hluti) V-
Þýskaland 1984.
Silfurbjörn sem sérstök verð-
laun dómnefndarinnar hlaut
ungverska myndin Szirmok,
virágok, koszorúk (Blóm
dagdraumanna) eftir Laszlo
- Ungverjaland 1984.
Silfurbjörn fyrir bestu kvik-
myndaleikstjórn hlaut Ro-
bert Benton fyrir kvikmynd
sína Places in the Heart -
Bandaríkin 1984.
Silfurbjörn fyrir besta leik í
kvenhlutverki hlaut Jo
Kennedy fyrir leik sinn í
kvikmyndinni Wrong World
eftir Ian Pringle - Ástralía
1984.
Silfurbjörn fyrir besta leik í
karlhlutverki hlaut Fernando
Fernán Gómez fyrir leik sinn
í Stico eftir Jaime de Armin-
an - Spánn 1984.
Silfurbjörn fyrir „framúr-
skarandi afrek í listsköp-
un" hlaut Tolomusch Ok-
ejew fyrir kvikmynd sína
Potomok Belogo Barssa (Af-
komandi snjóhlébarðans) -
Sovétríkin 1984.
Silfurbjörn vegna „einstak-
lega fantasíufullrar kvik-
myndar" hlutu Norðmenn og
Svíar fyrir kvikmyndina
Ronja Rövardotter (byggð á
sögu Astrid Lindgren) eftir
Tage Danielsson. - Svíþjóð/
Noregur 1984.
Marguerite Duras hlaut sér-
stakt lof fyrir mynd sína:
Les Enfants (Börnin) -
Frakkland 1984, sömuleiðis
tyrkneski leikarinn Tarik
Ákan fyrir leik sinn í mynd-
inni Pehlivan (Glimumaður-
inn) eftir Zeki Ökten -Tyrk-
land 1984. og ítalski kvik-
myndaleikstjórinn Damiano
Damiano fyrir kvikmynd
sína Pizza Connection um
Mafíuna - Ítalía 1984.
Ýmsar aðrar dómnefndir
veittu önnur smærri verð-
laun. Þess má til gamans geta
að Alþjóðlega evangelíska
kvikmyndadómnefndin
verðlaunaði kvikmynd Jean-
Luc Godard Je vous salue
Marie (María og Jósef) og
það sem meira var, að dóm-
nefnd alþjólegu kaþólsku
kvikmyndasamtakanna lýsti
yfir áhuga sínum á kvikmynd
Godards og byltingarsinnuð-
um tökum hans á viðfangs-
efninu en eins og íslenskir
lesendur kannast sjálfsagt
við voru franskir kaþólikkar
lítið hrifnir af mynd hans um
Maríu og Jósef og þeim tök-
um sem hann tekur þessar
persónur biblíunnar í mynd
sinni.
Margrét Rún.