NT - 15.03.1985, Blaðsíða 21
Föstudagur 15. mars 1985 21
Utlönd
Suður>Afríka:
Minnihlutastjórn hvítra
óttast efnahagsþvinganir
Ilöfðaborg-Reutcr
■ Botha utanríkisráðherra
hvítu minnihlutastjórnarinnar í
Suður-Afríku lýsti nú í vikunni
yfir áhyggjum stjórnarinnar
vegna alþjóðlegrar herferðar
gegn fjárfestingum í Suður-Afr-
íku.
Botha benti á að öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna hefði
samþykkt einróma fordæmingu
á drápi blökkumanna sem mót-
mæltu nauðungarflutningum í
Suður-Afríku en hann sagði að
bæði Bandaríkjamenn og Bret-
ar hefðu haft vissa fyrirvara á
afstöðu sinni í öryggisráðinu.
Suður-Afríkumenn mættu samt
ekki vanmeta afleiðingar þeirr-
ar stefnu sem öryggisráðið hefði
tekið.
Portúgal:
Húsaleigu'
sprengja
Lissabon-Reuter:
■ Sanrtökin FP-25 í Portúgal
sögðust í gær hafa sprengt
sprengju í aðalstöðvum sam-
taka fasteignaeigenda í Lissa-
bon og vildu með því mótmæla
umdeildu húsaleigufrumvarpi,
sem nýlega var lagt fram á
portúgalska þinginu.
Engan sakaði í sprenging-
unni, en hún kemur í kjölfarið,
á frumvarpi seni afléttir banni
á leiguhækkunum sem haldið
hefur leigu niðri um árabil.
Leigjendasamtök hafa harð-
lega mótmælt frumvarpinu.
Samtökin FP-25 eru skírð
eftir portúgölsku byltingurini í
apríl 1974. Pau hafa fram-
kvæmt aftökur, staðið fyrir
sprengjutilræðum og ránum
síðan 1980.
Stúdentaverk-
fall á Spáni
Madrid-Reutcr:
■ Stúdentar í spænskum ríkis-
háskólum hófu í gær verkfall til
að mótmæla hærri skólagjöldum
og krefjast ókeypis menntunar.
Forystumenn stúdentanna
sögðust búast við því að meira
en helmingur nemenda í náskól-
um í Madrid, Barcelona, Las
Palmas, Sevilla, Santiago De
Compostella og í Baskalöndum
myndu taka þátt í verkfallinu.
Embættismenn hvítu minni-
hlutastjórnarinnar í Suður-Afr-
íku hafa lýst yfir ótta urn að
Sameinaða þjóðirnar kunni að
grípa til beinna aðgerða gegn
Suður-Afríku en öryggisráðið
hefur nú samþykkt fjórar álykt-
anir á síðustu sjö mánuðum þar
sem kynþáttastefna stjórnarinn-
ar í Suður-Afríku er fordæmd.
Sameinuðu lýðræðisfylkingin
gegn kynþáttastefnu í Suður-
Afríku (UDF), sem segist hafa
tvær milljónir félaga innan sinna
vébanda, hefur hins vegar lýst
yfir ánægju vegna fordæmingar
öryggisráðs SÞ á kynþáttastefn-
unni. Talsmaður samtakanna,
Patrick Lekota, sagði að sam-
þykkt öryggisráðsins, um að
Nelson Mandela og aðrir póli-
tískir fangar skyldu látnir lausir,
kæmi á góðum tíma og væri
uppörvandi.
■ Þótt snyrtisérfræðingar sjái um að halda Reagan unglegum og
liti á honum hárið reglulega er greinilegt að hann er mun eldri en
hinn nýi leiðtogi Sovétríkjanna, Mikhail Gorbachev, sem gæti
aldursins vegna verið sonur Reagans.
Gorbachev unglingur sam-
anborið við Ronald Reagan
Moskva-Reuler
■ Æska liins nýja leiðtoga So-
vétmanna hefur vakið mikla
athygli. Mikhail Gorbachev er
aðeins 54 ára gamall og þannig
einn af yngstu ríkisleiðtogum
heims.
. Gorbachev cr hvorki meira
né minna en tuttugu árum yngri
en Ronald Reagan Bandaríkja-
forseti, en Reagan er nú 74 ára
gamall og elsti forseti Banda-
ríkjanna frá upphafi.
Gorbachcv er einnig yngri en
leiðtogar Breta, Frakka, Vest-
ur-Þjóverjar, Japans og allra
Austur-Evrópuþjóðanna. Ind-
verjar eru eina stórþjóðin sem á
sér yngri leiðtoga þar sem Rajiv
Gandlii er aðeins fertugur.
Sviss:
■ Eþíópísk flóttamannabörn í Súdan.
Súdan:
Milljon
eiga
Kjarnorkuvopna
andstæðingum
vísað úr landi
hungurdauða á hættu
Genf-Reuter
■ Fulltrúi barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna í Súdan segir
að milljón börn þar í landi séu
nú í hættu vegna hungurdauða
á þessu ári nema mikið af mat-
vælum berist innan skamms til
Súdans.
Samir Basta sagði að barna-
dauði væri nú þegar ógnvænlega
mikill í Súdan og um 700.000
börn væru vannærð og hungur-
dauði vofði yfir þeint. Hann
sagði eitt alvarlegasta vanda-
málið vera að það tæki marga
mánuði að flytja neyðaraðstoð
til Súdan og koma henni til
hungursvæðanna.
Nú munu um 4,5 milljón
hinna 22 milljón íbúa Súdans
búa á þurrkasvæðum. Þá er
ekki talin um ein milljón flótta-
manna frá nágrannalöndunum
sem að undanförnu hafa streymt
til Súdans.
Genf-Reuter
■ Svissnesk yfirvöld vísuðu
tveimur kjarnorkueldflauga-
andstæðingum úr landi í gær en
þeir höfðu mótmælt tilraunum
með kjarnorkuvopn á upphafs-
degi viðræðna Sovétmanna og
Bandaríkjamanna á þriðjudag-
inn var.
Mótmælendurnir tveir, Bar-
bara Fruth 20 ára frá V-Þýska-
landi og Swede Lena Hagelin 23
ára.’höfðu klifrað upp 20 metra
háan krana andspænissendiráði
Sovétríkjanna. Þærfestu á hann
borða sem á var letruð hvatning
um að tilraunum með kjarn-
orkuvopn verði hætt. Barbara
og Swede vorú handsantaðar
þegar þær komu niður aftur.
Talsmaður Greenpeace, Ron
Taylor, sagði að „á þeim 15
árum sem Greenpeace-samtök-
in hafa staðið fyrir mótmælaað-
gerðum víðs vegar um Evrópu,
hefur annað eins aldrei komið
fyrir".
Svissneska lögreglan hefur
hótað að taka hart á fólki sem
mótmælir kjarnorkuvopnum
meðan á viðræðunum stendur.
Vopnaviðræð-
urnar í Genf:
Virðing í
viðræðum
Genf-Reuter
■ Vopnaviðræður Sov-
étmanna og Bandaríkja-
manna í Genf hófust fyrir
alvöru í gær og fóru rösk-
lega af stað eftir 15 mán-
aða hlé.
Talsmaður Bandaríkja-
ntanna sagði að fundur
sendinefndanna hafi stað-
ið í tvær stundir og sagði
viðræðurnar hafa verið
„virkar og gætt hafi gagn-
kvæmrar virðingar". Sov-
étmenn létu ekkert hafa
eftir sér um fundinn.
Ákveðið var að halda
allsherjarfund allra sendi-
fulltrúanna næsta fimrntu-
dag, en ekki hefur verið
upplýst hvenær undir-
nefndir muni hefja störf
en þær munu ræða geim-
vopn, langdrægar kjarn-
orkueldflaugar og um
meðaldrægar kjarnorku-
eldflaugar í Evrópu. En
talsmaður Bandaríkja-
manna sagði að undir-
nefndirnar myndu ganga
fljótlega til starfa.
í Skólav
breytinga í Skólavörubúö ve 'i
Víöishúsinu“ 2. hæö. Bækur, ritfön& litir, kori.
skuY, litskvQQnur, kennslutæki... o.fl. o.fl. sel\
Einnig útlitsg^llaSarvörur
7 með mikluí
[ Opiðfrákl.
BTZ AU&VELT A0 (=INNAr
sk&la'soh.ub.úðina! r—
Slfólavörubúð
msgagriastofnu
Láugavegi 166, Re